Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA átti sér stað athyglisverð um- ræða um það hvernig túlka beri niðurstöðu nýafstaðinna bæjar- stjórnarkosninga á Akureyri. Umræða þessi, sem einskorðast hefur við síður Morg- unblaðsins, hófst skömmu eftir að ljóst varð að Sjálfstæðis- flokkur og Framsókn- arflokkur hygðust hefja viðræður um myndun nýs meiri- hluta í bæjarstjórn. Fyrstur til að hreyfa andmælum við mynd- un hins nýja meirihluta var Her- mann Óskarsson, sem skipaði sæti á framboðslista Samfylkingar. Skömmu síðar tók Sverrir Leósson útgerðarmaður undir málflutning Hermanns. Kjarninn í orðræðu þeirra er að lýðræðisleg vinnu- brögð hafi ekki verið höfð að leið- arljósi við myndun meirihlutans. Sá eini sem haldið hefur uppi vörnum fyrir hinn nýja meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar er Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjórinn á Akureyri. Þar sem bæjarstjórinn kemur úr röðum sjálfstæðismanna tel ég bæði rétt og skylt að sjón- armið ungra framsóknarmanna á Akureyri komi einnig fram í þess- ari umræðu. Gefst um leið kær- komið tækifæri til að svara ítrekuðum árás- um Sverris Leóssonar á Framsóknarflokk- inn. Niðurstöður kosninganna Fyrra atriðið, sem ég vil gera að umtals- efni, varðar mismun- andi túlkun manna á niðurstöðum kosning- anna. Lesendum til glöggvunar er rétt að rifja upp hvernig fór. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra bæjarfull- trúa, Framsóknar- flokkurinn þrjá, Listi fólksins tvo, Samfylkingin einn og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð einn. Séu niðurstöðurnar bornar saman við úrslit kosninganna 1998 kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar 3,2% og missir einn bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkurinn tapar 3% og heldur sínum bæjarfulltrúum, Listi fólksins bætir við sig 6,3% og vinnur einn bæjarfulltrúa. Sam- fylkingin og vinstri grænir fá ná- kvæmlega sama hlutfall og síðast en þá buðu flokkarnir fram sam- eiginlega, undir merkjum Akureyr- arlistans. Hver er þá sigurvegari kosning- anna? Skömmu eftir kjördag bentu Hermann og Sverrir á Lista fólks- ins sem augljósan sigurvegara og sökuðu sjálfstæðismenn um að virða vilja almennra kjósenda að vettugi, með því að taka upp við- ræður við framsóknarmenn. Bæj- arstjórinn varði ákvörðun sína og fullyrti að í kosningum væri „sá einn sigurvegari sem fær flest at- kvæði á kjördegi“. Þetta er auðvit- að fráleit röksemdafærsla, enda væri Sjálfstæðisflokkinn þá sigur- vegari kosninganna, þrátt fyrir að tapa fylgi og missa bæjarfulltrúa. Listi fólksins er að sjálfsögðu ótví- ræður sigurvegari kosninganna, enda eina framboðið sem bætti við sig bæjarfulltrúa. Oddur og hans fólk ráku óvenjulega og árangurs- ríka kosningabaráttu og eru vel að sigrinum komin. Hitt er svo annað mál að 17,8% atkvæða duga Oddi engan veginn til að eiga heimtingu á að mynda meirihluta í bæjar- stjórn, enda er ekki sjálfgefið að sigurvegarar kosninga myndi alltaf meirihluta að þeim loknum. Hvað varðar þá fullyrðingu Her- manns „að álit almennra kjósenda sé lítils metið þegar kemur að myndun meirihluta“ vil ég benda á að hinn nýi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna er sterkasti tveggja flokka meirihlutinn sem völ er á, með 7 bæjarfulltrúa af 11 og 59,7% atkvæða á bak við sig. Hinn möguleikinn, meirihluti sjálf- stæðismanna og Lista fólksins, hef- ur hins vegar aðeins 6 bæjarfull- trúa og 53,4% atkvæða á bak við sig. Hvernig Hermann fær það út að myndun hins nýja meirihluta gangi gegn vilja kjósenda á Ak- ureyri er mér því hulin ráðgáta. Órökstuddar árásir Síðara atriðið varðar þær full- yrðingar Sverris Leóssonar að ráð- herrar Framsóknarflokksins hafi, með einhverjum hætti, kúgað sjálf- stæðismenn á Akureyri til meiri- hlutasamstarfs eftir kosningar. Hinn 30. maí lýsti Sverrir þessari skoðun sinni: „Sjálfstæðismenn höfðu hins vegar ekki kjark til að taka hann [Odd Halldórsson] með sér í meirihluta, sennilega vegna hræðslu við ráðherra Framsóknar- flokksins, sem fara með mála- flokka, sem vega þungt í framgangi Akureyrar á næstu misserum. Þessir ráðherrar létu berlega í ljós fyrir kosningar, að þau bæjarfélög nytu góðverka þeirra, þar sem ríkjandi væru meirihlutar þeim þóknanlegir.“ Við þennan málflutning er ým- islegt að athuga. Í fyrsta lagi er það rangt að ráðherrar Framsókn- arflokksins hafi látið í það skína að nýr meirihluti, með Odd innan- borðs, væri þeim ekki þóknanleg- ur. Slík ummæli féllu aldrei, enda er það ekki þeirra að ákveða hvaða flokkar mynda meirihluta í bæj- arstjórn Akureyrar. Í öðru lagi ætti útkoma Framsóknarflokksins að taka af allan vafa í þessu efni. Eða er líklegt að flokkurinn hefði uppskorið þrjá bæjarfulltrúa, eftir að hafa haft í hótunum við kjós- endur? Þótt slíkt háttalag tíðkist í öðrum stjórnmálaflokkum, þar sem Sverrir þekkir betur til, er það ekki háttur framsóknarmanna. Hér er því um órökstuddar árásir að ræða, dylgjur, sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Að fremja sjálfsgagnrýni Gagnrýni Sverris í garð Krist- jáns er athyglisverð, einkum þegar haft er í huga að Sverrir lýsti sér- staklega yfir stuðningi við bæjar- stjórann skömmu fyrir kosningar. Hinn 16. maí sagði Sverrir orðrétt: „Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri hefur stýrt núverandi meiri- hluta til margra góðra verka. … Þess vegna er það mitt mat að það verði farsælast fyrir Akureyringa að treysta sjálfstæðismönnum fyrir stjórn bæjarins næsta kjörtíma- bil.“ Gagnrýni Sverris nú minnir því mest á þann gamla sið ís- lenskra kommúnista að gagnrýna fyrri skoðanir sínar. Var það kallað „að fremja sjálfsgagnrýni“ og þótti eitt helsta aðalsmerki sannra flokksmanna. Og þótt Sverrir sé greinilega með móral yfir því að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn er óþarfi að gera lítið úr samflokks- mönnum sínum. Eða ætlast hann virkilega til þess að Akureyringar trúi því að ráðherrar Framsókn- arflokksins hafi bæjarstjórann al- gjörlega í rassvasanum? Ber ef til vill að skilja gagnrýni hans þannig að Valgerður Sverrisdóttir ráði lögum og lofum meðal sjálfstæð- ismanna á Akureyri? Og kaus Sverrir Leósson þá kannski Fram- sóknarflokkinn eftir allt saman? Dæmi nú hver fyrir sig. Að fremja sjálfsgagnrýni Skafti Ingimarsson Kosningar Ætlast Sverrir virkilega til þess, spyr Skafti Ingimarsson, að Ak- ureyringar trúi því að ráðherrar Framsókn- arflokksins hafi bæj- arstjórann algjörlega í rassvasanum? Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna, Akureyri og nágrenni. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Fosshótel Starfskraft vantar í almenn störf tímabundið, á sumarhótel á landsbyggðinni. Upplýsingar í síma 562 4000 eða biðjið um um- sóknarblöð á renato@fosshotel.is . Sölu- og markaðsfulltrúi Verksmiðjan vinnandi fólk óskar eftir að ráða sölu- og markaðsfulltrúa í fullt starf. Um er að ræða skemmtilegt og spennandi starf með mikla framtíðar- og tekjumöguleika. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á honnun@vinnandifolk.is . Kennarar Starfsbraut (sérdeild) FB óskar eftir kennurum (2 stöður). Kennslugreinar m.a. íþróttir, tölvur og umsjón með starfsnámi. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um. Umsóknum skal skila í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Austurbergi 5. Upplýsingar veitir Guðrún Hallgrímsdóttir í síma 699 7642. ⓦ í Holtsbúð í Garðabæ R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skeifan — til leigu Eitt glæsilegasta og best staðsetta 800 m² verslunarhúsnæðið í Skeifunni til leigu. Upplýsingar í síma 894 7997. Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Tvö góð skrifstofuherb. í miðbænum. 2. 400 fm skrifstofuherbergi í góðu húsi við Austurvöll. 3. 1.500 fm skrifstofu/þjónustuhúsnæði neðst við Borgartún. Mjög góð stað- setning. Malbikuð bílastæði. 4. 600 fm lagerhúsnæði, þar af 100 fm skrifstofur við Garðatorg, Garðabæ. 5. 500 fm húsnæði fyrir matvælaiðnað með kælum og frystum í Hagkaups- húsinu Garðatorgi, Garðabæ. Næg bílastæði, góð gámaaðstaða. 6. Til leigu 10 bílastæði við Tryggva- götu, v/Naustið. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. HÚSNÆÐI ÓSKAST Skrifstofuhúsnæði Hef kaupanda eða leigjanda að 350—500 fm úrvalsgóðu skrifstofuhúsnæði, miðsvæðis í Reykjavík. Ragnar Tómasson, sími 896 2222. Húsnæði óskast fyrir erlent fyrirtæki Virt fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum vill kaupa húsnæði á Íslandi. Um er að ræða vandað íbúð- arhúsnæði, íbúðir eða sérbýli, einnig skrifstofu- húsnæði 3—400 m² og lagerhúsnæði. Áhugasamir leggið inn grunnupplýsingar á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt- ar: „90061“. Farið verður með allar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.