Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið dýravinurfrá unga aldri og kynntist því snemma íslenskum húsdýrum. Hann reið hestum í sveitinni, klappaði kis- unum og gantaðist við hundana. Hann gaf hænsnum, klóraði kusum í fjósi og rak rollur. Svona liðu mörg sumur og meira að segja átti Vík- verji hest í höfuðborginni um nokk- urra ára skeið. Nú er hins vegar svo komið að samskipti Víkverja við dýr eru nánast engin. Hesturinn hans drapst einn góðan veðurdag og bú- skapur hefur verið lagður af á bæn- um þar sem Víkverji naut fé- lagsskapar íslensku húsdýranna. x x x VÍKVERJI fór að rifja upp sumr-in í sveitinni og þá einkum sam- skipti sín við kýrnar, þegar hann var að horfa á spænska sjónvarpsstöð um daginn. Þar var þáttur um nauta- at, svona í stíl við fótboltakvöld í rík- issjónvarpinu. Sýnd voru valin atriði frá nautaötum liðinnar viku og viðtöl tekin við nautabana í myndveri. Einn var með höndina í fatla og talaði um óhappið rétt eins og einhver knatt- spyrnumaðurinn um byltu í síðasta leik. Að sjálfsögðu var umrætt óhapp sýnt nokkrum sinnum í hægri end- ursýningu og þar sást hvernig bola tókst að reka annað hornið í nauta- banann sem féll á jörðina og þá gekk tuddi á lagið og stangaði hann aftur. En mikið eru þessi naut heimsk þeg- ar nánar er að gáð. Þessi saman- þjöppuðu vöðvabúnt eltu rauða tjald- ið í hamslausri bræði en datt aldrei í hug að stanga aðeins lengra til hliðar og klára þannig leikinn á augnabliki. Þá sjaldan sem nautabani var stang- aður var það yfirleitt óvart og það var ekki fyrr en hann var dottinn að nautin uppgötvuðu loksins að reiðin átti að snúast gegn honum, en ekki tjaldinu. En það var ekki eins og þau lærðu eitthvað af því þótt þau hefðu betur í einni og einni lotu. Þegar búið var að kippa nautabananum á hest- bak og sleppa honum niður á örugg- um stað á vellinum hugsaði nautið sig um áður en það lagði undir sig hausinn að nýju – og stangaði auðvit- að tjaldið aftur. En auðvitað veljast bara heimsk dýr í svona leiki þótt sterk séu. x x x ÞESSIR stórhættulegu klauf-dýraleikir leiddu huga Víkverja að atviki í sveitinni í gamla daga þeg- ar eina hyrnda kýrin á bænum gerði sig líklega til að stanga Víkverja sem þá var um 10 ára gamall. Þótt hún væri bæði gömul og horuð sannfærði hún Víkverja að nú væru dagar hans taldir með því að senn fengi hann volg hornin milli rifjanna. Hann stóð fyrir framan hana Grímu stirðnaður af hræðslu og þorði ekki að flýja, enda hvergi skjól að finna eða stóran stein til að klifra upp á. Síðan lyfti Gríma halanum og losaði sig við einn skammt af rjúkandi húsdýraáburði og hélt síðan áfram að háma í sig grasið. Víkverji ætlar að enda þenn- an þennan pistil á því að segja, að þótt hann geti hlegið að heimsku spænsku nautanna, myndi hann að sjálfsögðu snarþagna ef hann stæði andspænis 450 kg tudda á leikvang- inum með öskrin frá 25 þúsund manns í eyrunum. Væri þá ólíkt betra að mæta íslenskri mjólkurkú í haga. Yndislegt ungt fólk MIG langar að andmæla orðum „Áhorfanda“ í Velvakanda fyrr í vik- unni um sjónvarpsþátt- inn Hvernig sem viðrar. Mér þykir þessi þáttur mjög góður og aðstand- endur þáttarins yndis- legt ungt fólk. Ég vil alls ekki missa af þáttunum, bíð spennt eftir næsta þætti og vil endilega sjá meira af því sama. Susie Bachmann. Dýrahald Ísak er týndur ÍSAK, sem er grábrönd- ótt fress, týndist frá Miðtúni sl. laugar- dag. Hann er eyrna- merktur með skræpótta ól og sár undir auga. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans vinsam- lega hafi samband í síma 896 7855 eða 869 7589. Fjórir hundar sakna eigenda sinna FJÓRIR hundar á Hundahótelinu Leirum auglýsa eftir eigendum sínum. Hundarnir eru svartur labrador-blend- ingur, brúnn, svartur og hvítur langhunds-blend- ingur, hvítur íslenskur fjárhundur og border- collie hvolpur. Þeir vilja gjarna að eigendurnir gefi sig fram strax í síma 566 8366 eða 698 4976 Veist þú um Daníel? HÖGNINN Daníel týndist frá Brattholti í Mosfellsbæ. Daníel er kolsvart- ur með glansandi feld en ól- arlaus. Finnandi hafi sam- band við Frímann í síma 566 7323 og 690 9038 Týnd kisa DRÍFA, sem er svört og hvít læða, týndist frá Melalind í Kópa- vogi fyr- ir viku. Hún er smávax- in, kelin, með köflótta ól og gegnir nafni. Þeir sem vita af ferðum hennar vinsamlega hafi samband við Jóhann í síma 899 6284 eða Huldu í síma 899 6274. Í GREIN sem birtist í Vel- vakanda 5. júlí sl. var far- ið fram á svör við tveim- ur spurningum varðandi þrif við Breiðholtslaug. Annars vegar um vatns- hreinsun og hins vegar um ræstingu á húsakynn- um og aðstöðu. Hreinsun laugarvatns- ins fer fram með sandsí- um og er sérstakur síu- búnaður fyrir hvert vatnskerfi þannig að vatni úr hinum ýmsu kerfum, t.d. sundlaug, pottum, kennslulaug eða vaðlaug er ekki blandað saman og er þessi bún- aður í samræmi við reglugerð umhverf- isráðuneytisins nr. 457/ 1998. Til sótthreinsunar á vatninu er síðan notað „natríumhypoklórit“ og er því miðlað sjálfvirkt í hin mismunandi vatns- kerfi eftir því sem fyrr- nefnd reglugerð segir til um. Í megindráttum fer ræsting húsakynna og að- stöðu þannig fram að vakthafandi starfsfólk sér um dagleg síþrif. Starfsfólk á kvöldvakt annast hreingerningar á sínu vinnusvæði eftir lok- un. Síðan ræsta næt- urverðir þau svæði sem falla á þá samkvæmt þrifnaðaráætlunum og verklagsreglum. Má þar t.d. nefna botnfalls- hreinsun í laug tvisvar í viku. Öll ræsting í Breið- holtslaug, sem og á öðr- um opinberum sund- stöðum í Reykjavík, er samkvæmt hreingerning- aráætlunum áðurnefndr- ar reglugerðar. Það skal tekið fram að öll hreinsun vatns, miðlun sótthreinsiefna og ræst- ing húsakynna er sam- kvæmt lögum háð eftirliti Umhverfis- og heilbrigð- isstofu Reykjavíkur. Að lokum má geta þess að gert er ráð fyrir að loka Breiðholtslaug vegna viðhalds, viðgerða og hreingerninga í 2–3 daga, eins og tíðkast hef- ur á öðrum sundstöðum í Reykjavík undanfarin ár, og er sú lokun áætluð í lok ágústmánaðar. Gunnar Hauksson, forstöðumaður Íþrótta- miðstöðvarinnar Austurbergi. Þrif í sundlaugum VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skagi á Íslandi, 8 gösli í vatni, 9 fiskar, 10 þegar, 11 skriftamál, 13 líffærin, 15 kaldi, 18 herbergi, 21 gætni, 22 barin, 23 kven- dýrið, 24 verkfæris. LÓÐRÉTT: 2 skriðdýr, 3 skáld, 4 ávöxtur, 5 styrkir, 6 skaði, 7 fall, 12 reyfi, 14 fiskur, 15 málmur, 16 trylltum, 17 beitan, 18 skammt, 19 óveruleg, 20 vitlaus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 klífa, 4 kámug, 7 kauði, 8 langa, 9 net, 11 apar, 13 orka, 14 angur, 15 bálk, 17 fnæs, 20 man, 22 fokka, 23 aldin, 24 ruður, 25 teina. Lóðrétt: 1 kokka, 2 íhuga, 3 alin, 4 kalt, 5 mánar, 6 grafa, 10 eigra, 12 rak, 13 orf, 15 bifur, 16 lokað, 18 næddi, 19 sunna, 20 maur, 21 naut. Skipin Reykjavíkurhöfn: Astoria og Dettifoss koma og fara í dag. Skandia kemur í dag. Skógafoss, Helgafell, Salmo og Canigo (skúta) fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Pollux og Flor- inda koma í dag. Vyso- kovsk fer í dag Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9 leik- fimi, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 11 boccia, kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Bingó verður næst spilað 9. ágúst kl. 13.30. Púttvöllurinn er opin kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, föstudag, púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, greiða þarf gíróseðla sem fyrst. Orlofsferð að Höfða- brekku 10.–13. sept. Skráning og upplýsingar kl. 19–21. í s. 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádegi. Félagið hef- ur opnað heimasíðu www.feb.is. Ekki verður spilað brids í dag vegna sumarleyfa. Hringferð um Norðausturland 17.– 24. ágúst. Uppselt. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst nk. Ekið inn Dómadal niður hjá Signu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, takmarkaður fjöldi. Skráning hafin á skrif- stofunni í síma 588 2111. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–16 böðun. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakenn- ari. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 14 félagsvist. Fótaað- gerðir, hársnyrting. All- ir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun. Handa- vinnustofan opin án leið- beinanda fram í miðjan ágúst. Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund og handmennt, kl. 10 leikfimi, boccia kl. 10.45, kl. 13 brids, frjálst. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552 4440 frá kl. 13–17. Eftir kl. 17 s. 698 4426 Jón, 552 2862 Óskar eða 563 5304 Nína. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565 1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560 2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551 5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588 9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Ut- an dagvinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560 1225. Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931) minning- arkort afgreidd í símum 551 4156 og 864 0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561 4307/fax 561 4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeið- flöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482 1134, og versl- uninni Íris í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Í dag er fimmtudagur 25. júlí, 206. dagur ársins 2002. Jakobsmessa. Orð dagsins: Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar. (Rómv. 15, 2.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.