Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 30
VERSLUNARMANNAHELGIN 30 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Álfaborgarsjens á Borgarfirði eystri Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri stendur fyrir fjölskylduhátíð- inni Álfaborgarsjens 2002. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, en af helstu dagskrárliðum má nefna hið árlega hagyrðingamót, dansleiki, leikritið Gilligogg sem fjallar um Kjarval, ævintýraferð fyrir börn, opið knatt- spyrnumót, útimarkað, söngkeppni fyrir börn, hið árlega Neshlaup, grillveislu og margt fleira. Tjaldstæði er við Álfaborg með þjónustubyggingu, auk þess sem hægt er að komast í gistiaðstöðu í Veitingasölunni Fjarðarborg, á Gistiheimilinu Borg og í heimagist- ingu á Borg í Njarðvík. Ókeypis er inn á svæðið en selt verður á dansleiki. Ein með öllu á Akureyri Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður á Akureyri annað árið í röð. Vinir Akureyrar standa fyrir hátíð- inni, auk þess sem fjölmörg fyr- irtæki og Akureyrarbær styðja hana. Fólk á öllum aldri er velkom- ið til bæjarins og að sjálfsögðu er líka vonast eftir virkri þátttöku bæjarbúa. Ekkert aldurstakmark er inn á hátíðina. Samkvæmt upplýsingum frá há- tíðarhöldurum er sú afþreying sem í boði skipulögð með það í huga að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Á Ráðhústorgi verður blandað saman skemmtiatriðum fyrir börn og tón- leikum landsþekktra jafnt sem lítið þekktra hljómsveita. Þá verður unglingadansleikur með Sálinni hans Jóns míns í KA-heimilinu á laugardagskvöld. Síðan verða dans- leikir á öldurhúsum bæjarins öll kvöldin. Hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni sjálfri eru Sálin hans Jóns míns og Síðan skein sól, auk tveggja hljómsveita frá Akureyri sem eru Skytturnar og Best fyrir. Hljómsveitin Gis & The Big City frá Los Angeles mætir einnig á svæðið. Þá var lagið „Ein með öllu“ samið sérstaklega af Vallash fyrir hátíðina. Fjölskylduhátíðinni lýkur form- lega á sunnudagskvöld með hverfa- hátíðum við verslanir Baugs, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og kók. Á eftir verður farið í skrúðgöngu frá verslununum að Akureyrarvelli þar sem lokahátíðin verður haldin. Þar verður brekkusöngur við lang- eld og hljómsveitarundirspil en her- legheitunum lýkur svo með flug- eldasýningu. Auk skipulagðrar dagskrár verð- ur fjölbreytt afþreying um allan bæ. Fólki gefst meðal annars tæki- færi til að skemmta sér í tívolíi, á rafmagnsbílum, körtubílum, sjóþot- um og sjóskíðum. Næg tjaldsvæði eru á Akureyri og í nágrenni. Skátafélagið Klakkur rekur tjaldsvæði við Þórunnar- stræti og á Hömrum í suðurjaðri bæjarins, rétt norðan Kjarnaskóg- ar. Þá eru jafnframt tjaldsvæði í nágrenni Akureyrar í Húsabrekku á Svalbarðsströnd. Vegna hættu á slysum eru glerflöskur bannaðar á tjaldsvæðum. Ekki þarf að greiða aðgangseyri þegar komið er til Akureyrar eða á Ráðhústorg. Fjölskylduhátíð í Galtalækjarskógi Á síðastliðnum 35 árum hefur myndast sterk hefð fyrir útihátíð í Galtalækjarskógi sem IOGT hefur haldið. Þessi mót hafa hlotið við- urkenningu landans fyrir það for- varnarstarf sem þar hefur verið unnið, segir í tilkynningu frá móts- höldurum en mótið er vímulaust nú eins og áður. Stuðmenn hafa stigið fram og munu, ásamt fjölda þekktra skemmtikrafta, leiða útihátíðina. Að fenginni reynslu meðlima Stuð- manna sem um árabil hafa tekið börn sín með sér á útihátíðir víðs vegar um landið, er það nú yfirlýst markmið þeirra og mótshaldara að börn, unglingar, pabbi og mamma, afi og amma geti sameinast í Galta- lækjarskógi og notið samvista sem aldrei fyrr. Auk Stuðmanna skemmta Jón Gnarr, Helga Braga, Í svörtum föt- um, XXX Rottweilerhundar, Spaugstofumenn, Álftagerðisbræð- ur, Diddú, Botnleðja og tíu ung- lingahljómsveitir. Þá verður í boði Hekluganga, barnadansleikir, popp- messa, harmonikkuböll, flugelda- sýningar, varðeldur, trúðar og furðuveður. Hægt verður að fara á hestbak, í siglingar, gönguferðir og margt fleira. Í tilkynningunni segir að flestir séu sammála um að farsælast sé að halda fjölskylduútihátíð um versl- unarmannahelgina án vímuefna og Galtalækur verði áfram í farar- broddi í þessum efnum. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn, 13–15 ára greiða 5.000 krónur í for- sölu og 16 ára og eldri greiða 5.800 í forsölu. Almennt verð er 5.500 krónur fyrir 13–15 og 6.500 krónur fyrir 16 ára og eldri. Kántríhátíð á Skagaströnd Fjölskylduskemmtunin Kántríhátíð 2002 verður haldin á Skagaströnd. Á síðasta ári varð hátíðin óvænt fjölsóttasta skemmtun ársins. Skemmtidagskrá verður á útipalli um miðjan dag og fram á kvöld, tónleikar, barnadagskrá, kántrí- dansar, gospelmessa og fleira. Hljómleikar verða á útisviði föstu- dag til sunnudags, þá verða dans- leikir einnig í félagsheimilinu Fells- borg og í Kántríbæ. Fjöldi hljómsveita og tónlistar- manna kemur fram á Kántríhátíð 2002. Meðal þeirra eru hljómsveitin Ber, Big City frá Bandaríkjunum, hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar, hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar, 17 vélar og hljómsveit Harð- ar G. Ólafssonar. Einnig koma fram landsþekktir skemmtikraftar á borð við Björgvin Halldórsson, Val- geir Skagfjörð, Guðrúnu Gunnars- dóttur, Helgu Möller, Hallbjörn Hjartarson, Óskar Einarsson ásamt gospelkór, hinar íslensku Suprimes og fjöldi annarra. Dagskráin mun eins og áður ein- kennast af fjölbreytni. Varðeldur og flugeldasýning verður á sunnu- dagskvöldið. Aðgangseyrir á Kántríhátíð 2002 er 3.900 krónur fyrir fullorðna, en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Aðgöngumiðasalan fer fram við innkeyrsluna í bæinn. Tjaldsvæði eru á nokkrum stöðum í bænum og einnig er nægt pláss fyrir tjald- vagna og húsbíla. Lögregla og björgunarsveitir verða með gæslu allan sólarhring- inn á Kántríhátíð 2002. Læknir og hjúkrunarfræðingur verða á heilsu- gæslustöð Skagastrandar á þeim tíma sem líklegt er að þörf fyrir að- stoð þeirra verði mest. Kotmót 2002 í Kirkjulækjarkoti Kotmót 2002, landsmót hvítasunnu- manna, er kristileg fjölskylduhátíð sem haldin verður í Kirkjulækj- arkoti í Fljótshlíð. Kotmót hefur verið haldið á hverju ári síðan 1950 og telst því til eldri útihátíða lands- ins. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum er fjölskyldan í fyr- irrúmi á Kotmóti og dagskrá miðuð við alla aldurshópa. Á Kotmóti er lögð áhersla á bindindi og reglu- semi. Meðal þess sem í boði er eru fjöl- skyldusamverustundir, útivistar- og gönguhópar og varðeldur með söng Fjölmargar skipulagðar útihátíðir verða um verslunarmannahelgina í ár Fjölbreytt há- tíðarhöld í boði Frá Kántríhátíð á Skagaströnd en sú hátíð var fjölsótt í fyrra. Það verður eitthvað í boði fyrir alla á hátíðum í ár og verður fjölskyldan í fyrirrúmi á flestum stöðum. Mesta ferðamannahelgi ársins, verslunarmannahelgin, nálgast óð- fluga. Líkt og fyrri ár verða skipulögð hátíðarhöld víða á landinu. Óhætt er að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en fjölskyldan verður í fyrirrúmi á flestum hátíðunum. Hér á eftir verða nefndir helstu staðir þar sem dagskrár verður að vænta og þeir sem enn hafa ekki gert upp hug sinn hvert skal halda ættu að geta fengið einhverjar hugmyndir við lesturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.