Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 2
VERULEGRAR lækkunar á bensíni er vart að vænta um mánaðamótin ef marka má þau svör sem Morgun- blaðið fékk hjá olíufélögunum. Við- miðunarverð á hráolíu hækkaði upp úr síðustu mánaðamótum en hefur farið lækkandi síðari helming júlí og var komið í 25 dali tunnan. Gengi dalsins gagnvart krónunni fór lægst í um 83,50 kr. rétt eftir miðj- an mánuðinn en er nú komið í 85,30 krónur sem þó er nokkru lægra en í byrjun júlí; þá var gengið 86,90 kr. Bjarni Bjarnason, yfirmaður fjár- málasviðs hjá Essó/Olíufélaginu, seg- ir enga ákvörðun hafa verið tekna og því ekkert hægt að segja að svo stöddu en að farið verði yfir málin í dag, miðvikudag. Gunnar Karl Guðmundsson, að- stoðarforstjóri Skeljungs, segist telja að ef einhverjar breytingar verði gerðar á verði um mánaðamótin verði þær ekki miklar. „Krónan hefur aðeins gefið eftir aftur gagnvart Bandaríkjadal þannig að munurinn frá stöðunni um síðustu mánaðamót hefur verið að minnka. Aftur á móti er kominn meiri stöð- ugleiki á verðið á olíumarkaðinum,“ segir Gunnar Karl. Gunnar Skaptason, framkvæmda- stjóri Bensínorkunnar, segir að vænt- anlega verði einhverjar breytingar á verði. Gunnar segir að Bensínorkan breyti verði aldrei nákvæmlega um mánaðamót en oft einhverjum dögum síðar. Menn skoði stöðuna aftur á móti reglulega og stundum séu gerð- ar breytingar á verði oft í mánuði. Útlit er fyrir litlar breytingar á eldsneytisverði FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isNicklaus og Tiger orðnir samherjar / B2 Þróttarar að komast á siglingu í 1. deild / B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag FERÐAMENN við Ingólfs- höfða munduðu myndavél- arnar af kappi til þess að ná lundanum á filmu á dögunum. Lundinn er al- gengastur íslenskra fugla, og er talið að við Íslands- strendur megi finna allt að 10 milljónir fugla. Sér- stakt útlit hans, svart bak- ið, hvít bringan og marg- litt nefið, hefur heillað jafnt Íslendinga sem er- lenda ferðamenn um lang- an aldur, þótt ferðamenn- irnir séu líklega í meirihluta meðal þeirra sem festa hann á filmu. Ís- lendingunum þykir hins vegar ágætt að hafa hann á borðum, eða þá upp- stoppaðan í stofu. Ljósmynd/Vilhelm Lundinn heillar FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur fundað með öllum þeim er sendu inn erindi varðandi kaup á hlut ríkisins í Lands- banka og Búnaðarbanka. Ólafur Davíðsson, formaður nefndarinnar, segir að nú taki við hjá nefndinni að ákveða næstu skref í málinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Fimm hafa áhuga á bönkunum Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa fimm að- ilar sent inn tilkynningu til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna áhuga á mögulegum kaupum á a.m.k. fjórðungshlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum. Þar er í fyrsta lagi um að ræða Íslandsbanka og í öðru lagi Björgólf Guðmundsson ásamt Björgólfi Thor Björg- ólfssyni og Magnúsi Þor- steinssyni. Þá sendi Þórður Magnússon fyrir hönd ýmissa fjárfesta erindi til einkavæð- ingarnefndar. Fjórði aðilinn er Eignarhaldsfélagið And- vaki, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðj- an Skagfirðingur, Ker hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Samskip hf. og Samvinnulíf- eyrissjóðurinn. Í fimmta lagi er Fjárfestingarfélagið Kald- bakur, sem er m.a. í eigu Samherja, KEA og Lífeyris- sjóðs Norðurlands. Einkavæðingar- nefnd Búin að funda með öllum verið er að skoða hvort fleiri kýr séu smitaðar og einnig eru smitleiðir skoðaðar. Leiða má að því líkur að kýrin hafi smitast úti í haga, þar sem annaðhvort haginn eða drykkjarvatnið hafi verið smitað. Vatnið í fjósi og í bænum hefur þeg- ar verið skoðað, og taldist það gott.“ Smitið getur borist eftir ýmsum leiðum, til dæmis með smituðum dýrum eða fuglum en einnig með mengun úr rotþróm. Enn er í rann- sókn með hvaða hætti smitið barst í Hegranes. Hestar einnig smitaðir Tveir hestar hafa einnig smitast af salmonellu á bænum. Íbúar á Ási I og II eru nú í far- banni, en banninu hefur verið létt af nágrannabæjunum Ríp I og II. Þeim kindum, sem úrskurðaðar voru heilbrigðar, var hleypt á fjall. Öll mjólkursala hefur einnig verið stöðvuð, auk annarra ráðstafana til þess að stöðva frekara smit. Salmon- ella kæmist þó aldrei til neytenda með kúamjólk þar sem mjólkin er öll gerilsneydd. Atburðirnir eru mjög bagalegir fyrir bændurna, að sögn Halldórs. Þar sem talið er að smitið hafi komið upp í úthaga eða vatni getur reynst mjög erfitt að sótt- hreinsa svæðið. Reynt er eftir megni að bíða af sér smitið í dýrunum og vonast til að þau nái sér að fullu. Margar skepnur verða mjög veikar af salmonellu og þarf að lóga þeim. SALMONELLA greindist í mjólkurkú á bænum Ási I í Hegra- nesi í Skagafirði og þurfti að lóga kúnni vegna veikindanna. Bóndinn á bænum, Magnús Jónsson, vildi enga áhættu taka og lógaði kúnni áður en salmonellusmit hafði verið greint. Smit greindist í sauðfé á nágranna- bænum Ríp I fyrir um mánuði. Þar þurfti bóndinn að lóga yfir 200 kind- um og 300 lömbum vegna salmon- ellu, og áður höfðu tæplega þrjátíu kindur fundist dauðar í beitarhólfi. Sýnataka þá sýndi salmonellusmit í vatni. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis er óalgengt að kýr og sauðfé smitist af salmonellu. „Rannsókn stendur yfir á bænum, Yfirdýralæknir rannsakar smitleiðir í úthaga Salmonella í mjólkur- kú í Skagafirði hefði sent neyðarkallið en rödd hans var róleg og bar ekki með sér að um mikla neyð væri að ræða eins og oft gerist þegar bátar senda út neyðar- kall. Ítrekað var reynt að ná sam- bandi við þann sem sendi skilaboðin en án árangurs. Frá fyrstu stundu þótti ljóst að neyðarkallið kæmi frá höfuðborgar- svæðinu eða nágrenni og voru lög- reglubílar sendir í eftirlitsferðir að höfnum á höfuðborgarsvæðinu en sú leit skilaði engum vísbendingum um hvaðan neyðarkallið barst. Björgun- arsveitin Ársæll í Reykjavík var köll- uð út um tvöleytið í fyrrinótt og sendi björgunarskipið Ásgrím S. Björns- son, ásamt einum hraðbjörgunarbáti, til leitar. Einnig tók þyrla Landhelg- LJÓST þykir að neyðarkall sem barst skömmu eftir miðnætti í gær á neyðarrás skipa hafi verið gabb. Lögregla, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, hafnsögumenn, björgunarskip og hraðbjörgunarbátur leituðu að báti í neyð fram undir morgun. Í fréttatilkynningu frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu kemur fram að Reykjavíkurradíó, stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar og hafn- sögumenn í Reykjavíkurhöfn heyrðu neyðarkall á rás 16, sem er neyðarrás skipa, þar sem sagt var: „Erum að sökkva, sendum út neyðarkall.“ Gef- ið var upp skráningarnúmer á báti sem búið var að afskrifa. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var talið víst að fullorðinn karlmaður isgæslunnar ásamt hafnsögubátnum Jötni þátt í leitinni. Leitað var eftir strandlengjunni frá Reykjavíkur- höfn inn Elliðavog ásamt því að leitað var við strandlengjur Viðeyjar og nærliggjandi eyja. Þyrlan flaug einn- ig yfir hafsvæðið frá Reykjavík að Akranesi og leitað var eftir strand- lengjum Kópavogs og Hafnarfjarðar. Jón Gunnarsson, formaður Lands- bjargar, segir að atvikið sé litið alvar- legum augum en sem betur fer sé sjaldgæft að neyðarköll séu notuð til að gabba björgunarsveitir og opin- bera björgunaraðila. Komið hafi fyrir að börn hafi í óvitaskap sent fölsk neyðarköll en það sé öllu alvarlegra þegar fullorðnir menn leiki þennan leik. Margir tóku þátt í umfangsmikilli leit að sökkvandi báti Neyðarkall reyndist gabb Festi jeppa í 500 m hæð í Esjuhlíðum PILTUR um tvítugt festi jeppabif- reið í Esjuhlíðum í fyrrakvöld og urðu af því lítilsháttar skemmdir á gróðri. Varla þarf að taka það fram að pilt- urinn ók utan vega en jeppinn sat fastur í mýri í um 500 metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Mosfellsbæ ók pilturinn upp vegarslóða sem björgunarsveit- armenn nota við björgunarstörf í Esj- unni og með í för voru tveir félagar hans. Vegarslóðinn er talsvert austan við algengustu gönguleiðir upp á Esj- una. Ók pilturinn slóðann á enda, hélt síðan í vestur og ofar en festi jeppann í mýri. Lögregla fór á vettvang ásamt félögum í björgunarsveitinni Kyndli. Ökumaðurinn kvaðst ætla að bæta fyrir skemmdirnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.