Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 11

Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 11
ræðir varðar spurninguna um hvaða sjónarmið stjórn sparisjóðs megi leggja til grundvallar við afgreiðslu á erindi um samþykki við sölu. Um- mæli Fjármálaeftirlitsins um þetta eru torskilin. Talað er um hagsmuni sparisjóðs sem taka beri fram yfir hagsmuni stofnfjáreigenda. Má jafn- vel skilja þetta svo, að þessir hags- munir sparisjóðs séu andstæðir hags- munum stofnfjáreigenda. Hverjir eru þessir hagsmunir sparisjóðs? Engin viðhlítandi skýring er gefin á því í greinargerðinni, aðeins er talað um eðli og tilgang sparisjóða. Í 3. gr. samþykkta fyrir Sparisjóð Reykja- víkur og nágrennis er það eitt sagt um hlutverk hans, að hann skuli stunda sparisjóðastarfsemi, eins og hún sé skilgreind í lögum nr. 113/ 1996. Í þeim lögum er ekki að finna neinar sérstakar skýringar á þessum hagsmunum. Af lögunum verður að- eins ráðið, að sparisjóðir hafi sams konar hagsmuni í rekstri sínum og aðrar innlánsstofnanir, þ.e. að vera vel reknir og uppfylla kröfur laganna um eiginfjárstöðu o.fl. Hafa má í huga í þessu samhengi, að í lögin hef- ur verið tekin almenn heimild til að breyta sparisjóðum í hlutafélög. Í slíkum breytingum felst, að þeir hætta að vera sparisjóðir í hefð- bundnum skilningi. Um sparisjóð, sem breytt hefur verið í hlutafélag, gilda almenn ákvæði laga um slík fé- lög. Þau verða til dæmis sameinuð öðrum hlutafélögum í samræmi við ákvæði laga þar að lútandi. Við breyt- ingu á sparisjóði í hlutafélag er síðan ákveðið, að eigið fé hans, sem ekki til- heyrir stofnfé, skuli leggjast í sjálfs- eignarstofnun og verða varið til líkn- ar- og menningarmála. Þetta ætlar Búnaðarbankinn að sjálfsögðu að gera við slíka breytingu og eru ákvæði þar að lútandi í 8. gr. samn- ings bankans við umbj. mína. Þeir einu hagsmunir sem eigandalaust fé sparisjóðs getur haft fram að slíkri breytingu, er að vaxa og dafna. Það er ekki minnsta ástæða til að ætla að væntanlegir stofnfjáreigendur sam- kvæmt viðskiptaáætlun umbj. minna og Búnaðarbankans muni ekki ætla að gæta þessara hagsmuna vel. Ef opinber stofnun eins og Fjármálaeft- irlitið ætlaði að hafa afskipti af fram- sali stofnfjár til þessara aðila, á þeirri forsendu að hagsmuna sparisjóðsins yrði ekki gætt eftir framsal, er eins gott að eftirlitið kunni einhvern rök- stuðning fyrir slíkri afstöðu. Þá þyrfti líka að gera grein fyrir því, hvers vegna þessir hagsmunir teldust betur komnir í höndum þeirra stofnfjáreig- enda sem fyrir eru eða þeirrar stjórn- ar sem nú situr, heldur en þeirra sem við eiga að taka. Það verður því miður ekki hjá því komist, að álykta sem svo, að Fjármálaeftirlitið sé með þessum orðum að freista þess, að veita núverandi stjórn SPRON full- tingi við að hindra stofnfjáreigendur í að eiga þau viðskipti með stofnfjár- hluti, sem um ræðir í þessu máli. Þetta fulltingi stenst engar lagalegar forsendur. Á það mun svo reyna, þeg- ar að því kemur, hvort Fjármálaeft- irlitið muni freista þess að hafa af- skipti af aðilaskiptum að stofnfé í SPRON sem eiga sér stað á grund- velli viðskipta umbj. minna við Bún- aðarbankann. Af þessu tilefni væri svo fróðlegt, að fá upplýsingar um það frá yður, hvort þér hafið einhvern tíma á líf- tíma stofnunarinnar haft afskipti af afgreiðslu stjórnar sparisjóðs á er- indi um sölu stofnfjárhluta eða ákvörðun hennar um nýja stofnfjár- eigendur. Leyfi ég mér að óska eftir að þér sendið mér upplýsingar um þetta um hæl.“ Engar slíkar upplýsingar hafa ennþá borist. Bréfið 29. júlí og álit Sigurðar Líndals SPRON sendi sérstaka fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins, sem eftirlitið svaraði í bréfi 29. júlí 2002. Svarbréf- ið felur í sér endurtekningu á niður- lagi álitsgerða eftirlitsins frá 19. júlí 2002. Við er þó bætt orðunum: „Með hliðsjón af framangreindu taldi Fjár- málaeftirlitið, að stjórn sparisjóðsins bæri að hafna framsali.“ Jafnframt aflaði stjórnin álits frá Sigurði Líndal prófessor, þar sem hann fjallaði um, hvernig skýra bæri greinargerð Fjármálaeftirlitsins að þessu leyti. Sigurður tekur fram í áliti sínu, að hann taki enga afstöðu til efnis grein- argerðar Fjármálaeftirlitsins. Hann telur svo að skýra beri þá afstöðu eft- irlitsins sem birtist í greinargerð þess á þann hátt sem stjórn SPRON hefur talið, þ.e. að henni væri óheim- ilt að samþykkja viðskiptin. Umbj. mínir töldu, þegar þeir fengu í hendur greinargerð Fjár- málaeftirlitsins 19. júlí 2002, að í henni fælist fyrst og fremst ráðagerð um, að nýtt mat yrði að fara fram á markaðsverði SPRON ef og þegar Búnaðarbankinn ætlaði að breyta honum í hlutafélag. Sé hins vegar gengið út frá því, að eftirlitið sé þeirr- ar skoðunar um heimild stjórnar SPRON til samþykktar á viðskiptun- um, sem stjórnin sjálf og Sigurður Líndal telja að felist í greinargerð þess, eru umbj. mínir einfaldlega á þeirri skoðun, að slíkt álit eftirlitsins fái ekki með nokkru móti staðist að efni til, eins og rökstutt var að fram- an. Eftirlitsstofnanir sem ríkisvaldið hefur komið upp fara ekki með guð- legt vald. Almenningur í landinu hef- ur sem betur fer ennþá rétt til að vera annarrar skoðunar en slíkar stofnan- ir um lögfræðileg málefni. Hér stend- ur svo á að umbj. mínir hafa gert við- skipti, sem þeir telja að þessi ríkisstofnun hafi enga heimild til að skipta sér af á annan hátt en að svara erindi þeirra um, hvort þeir teljist hæfir til að eignast virkan eignarhlut í sparisjóðnum. Stofnunin hefur samt haft þessi afskipti og, sé túlkun stjórnarinnar á álitinu réttar, látið uppi skoðun um efni viðskiptanna, sem umbj. mínir telja að ekki fái með neinu móti staðist efnislega. Eiga þeir þá að lúta slíku valdi? Myndi ein- hver uppréttur Íslendingur gera það? Aðstaðan er sú að þeir hljóta í framhaldinu að byggja á sínum eigin skoðunum á lagalegri stöðu sinni og taka ábyrgð á því að hún reynist rétt ef á reynir fyrir dómstólum. Staða málsins nú Staða þessa máls er nú eftirfar- andi: 1. Umbj. mínir hafa fengið sam- þykki Fjármálaeftirlitsins við um- sókn sinni um að þeir teljist hæfir til að eignast virkan eignarhlut í SPRON. Þetta samþykki byggist á beinu lagaákvæði, sem segir að eft- irlitið teljist hafa samþykkt umsókn ef ákvörðun þess berst ekki umsækj- anda innan eins mánaðar. 2. Umbj. mínir og Búnaðarbankinn munu halda áfram viðskiptum sínum með stofnfé í samræmi við samning- inn sem þeir gerðu um það efni, þ.m.t. að kaupa stofnfé af stofnfjáreigend- um á því verði, sem þeir hafa boðið. 3. Fyrir liggur að núverandi stjórn SPRON mun ekki samþykkja kaupin á þessum grundvelli. Stjórnin ber í þessu efni við, að samkvæmt áliti Fjármálaeftirlitsins sé því óheimilt að veita það samþykki. Umbj. mínir og Búnaðarbankinn eru þessu ósam- mála. Þeir telja viðskiptin í einu og öllu samrýmast lögum og því beri stjórn SPRON að samþykkja þau. Vegna þessarar afstöðu núverandi stjórnar SPRON hefur orðið nauð- synlegt að flytja tillögu um að víkja henni frá og kjósa nýja. Öðru vísi geta viðskiptin ekki gengið eftir. Fallist nægilega margir eigendur stofnfjár á þetta mun hin nýja stjórn samþykkja viðskiptin. 4. Telji einhver rétti sínum hallað með þeirri framvindu sem hér er lýst, getur hann leitað til dómstóla lands- ins með kröfur um viðurkenningu á rétti sínum og sjónarmiðum. Með vísan til alls þess sem hér hef- ur verið rakið, er ástæða til að hvetja þá stofnfjáreigendur í SPRON, sem vilja selja stofnfé sitt á genginu 4 (5,5 ef sú verður raunin), að skrifa undir samninginn við fimmmenningana, sem þeir hafa fengið sendan. Verði ekki nægilega margir þeirra til þess að undirrita samninginn er líklegast, að ekki verði af neinum kaupum á stofnfé á svo háu verði sem þeir hafa boðið. Hugleiðingar núverandi stjórnar SPRON um að finna nýjan aðila til að bjóða í stofnféð byggjast á þeirri forsendu, að slíkur aðili þurfi að auka eigið fé sparisjóðsins um leið og hann kaupir stofnfé. Slíkur aðili mun því ekki geta boðið stofnfjáreig- endum sama verð og fimmmenning- arnir. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 11 BANKASTJÓRN Búnaðarbank- ans hefur sent frá sér eftirfar- andi tilkynningu: „Bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. telur að nokkurs misskilnings kunni að hafa gætt undanfarið í sambandi við skoð- un Fjármálaeftirlitsins á þeim áformum Búnaðarbankans sem felast í samningi bankans við fimm stofnfjáreigendur sem gert hafa tilboð í allt stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, mun ganga á fund Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á morgun [í dag, miðvikudag] og kynna fyrir honum nákvæm áform bankans í framhaldi af kaupum hans á stofnfé Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Er það skoðun bankastjórnar að áform stofnfjáreigendanna fimm og Búnaðarbankans séu í samræmi við lög um viðskipta- banka og sparisjóði, enda felist í samningi bankans við stofnfjár- eigendurna fimm aðeins kaup á stofnfé SPRON á hærra verði en endurmetnu stofnfé. Slík við- skipti hefur Fjármálaeftirlitið þegar samþykkt.“ Búnaðarbanki Íslands hf. Vill afmá óvissu um lögmæti LANDSBANKINN sendi í gær bréf til allra sparisjóða í landinu þar sem fram kemur ósk um viðræður um náið samstarf og mögulegan samruna ein- stakra sparisjóða við bankann. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði við Morg- unblaðið, spurður um ástæðu fyrir þessum áhuga, að bankinn teldi að unnt væri að ná fram hagræði varð- andi ýmsa sameiginlega rekstrar- þætti sem gæti komið öllum til góða. Hann sagði bankann líta svo á að bæði samkvæmt lögunum um breytta starfsemi sparisjóðanna, sem sam- þykkt voru á Alþingi í vor, og áliti Fjármálaeftirlitsins þess efnis að stofnfjárhluti mætti selja á yfirverði, þá þyrftu sparisjóðirnir að taka af- stöðu til skipulags síns í framtíðinni. „Við teljum að einn besti kosturinn, sem stjórnir sparisjóðanna hafi, sé að leita við þær aðstæður samstarfs við stærri fjármálafyrirtæki og af því geti verið verulegur gagnkvæmur hagur fyrir viðskiptavinina, stofnfjáreigend- ur og hluthafa. Við viljum gjarnan eiga viðræður við þá sparisjóði sem komast að þeirri niðurstöðu að þannig sé þeirra hagsmunum best borgið.“ Hann sagði bréf einnig hafa verið sent til SPRON. Fram hefði komið í máli Jóns G. Tómassonar, stjórnar- formanns SPRON, að stjórnin myndi leita samstarfs við það fjármálafyrir- tæki sem best mætti þeirra óskum, ef ekkert stæði í vegi fyrir sölu stofn- fjárhluta. „Við förum ekki þá leið að koma með einhver yfirtökutilboð heldur óskum við eftir viðræðum við stjórnir sparisjóðanna. Að okkar mati er það aðferðin sem á að við- hafa í svona málum,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort þessi áhugi á sparisjóð- ununum gæti ekki reynst neikvæður fyrir Landsbankann sagði Halldór svo ekki vera að hans mati. „Fororð okkar er að komist stjórn sparisjóðs að þeirri niðurstöðu að hagsmunum sjóðsins og eigenda hans sé best borgið með samstarfi við annað fjármálafyrir- tæki, og vilji fara í viðræður, þá erum við viljugir og áhugasamir um það. Við leggjum þetta undir forræði stjórna sparisjóðanna og teljum okk- ur ekki vera að gera neitt sem er óvin- veitt. Við viljum sýna áhuga okkar á að taka af fullri alvöru þátt í mögu- legum samruna á þessum markaði,“ sagði Halldór. Hann sagði að bankanum væri ljóst að viðskiptavild sparisjóðanna væri veruleg og mikilvægt væri að við- halda henni. Bankanum væri einnig ljóst mikilvægi þess að stærri breyt- ingar á rekstri sparisjóða yrðu unnar í góðu samstarfi við stjórn, starfsfólk og stofnfjáreigendur á hverjum stað. Halldór taldi að bréf Landsbank- ans yrði tekið til mjög nákvæmrar skoðunar í þeim byggðarlögum þar sem bankinn væri einnig með útibú. Meðal þeirra staða eru Akureyri, Neskaup- staður, Höfn í Horna- firði, Keflavík, Hafnar- fjörður og Kópavogur. Í tilkynningu sem Landsbankinn sendi frá sér síðdegis í gær kem- ur m.a. fram að bankinn telur stofnfjáreigendur sparisjóða geta innleyst aukin verðmæti hluta sinna með samruna við bankann auk þess sem framlög viðkomandi sjálfseignarstofnunar til menningar- og líkn- armála eigi að geta stóreflst við formbreyt- ingu á rekstri sparisjóða. Landsbankinn telur að gagnkvæm- ur ávinningur af samstarfi einstakra sparisjóða við Landsbankann geti verið aukin arðsemi, bættur aðgang- ur að erlendu lánsfé og lækkun lán- tökukostnaðar, víðtækara þjónustu- framboð, þar með talið á sviði vátrygginga og líftrygginga, lækkun á einingarkostnaði vegna hugbúnað- argerðar og uppbyggingar á tölvu- kerfum og öflugu fjárfestingarbanka- og eignastýringarstarfi. Í tilkynningunni segir ennfremur að Landsbankinn hafi átt gott sam- starf við sparisjóði á liðnum árum. Bankinn hafi keypt eignir og rekstur sparisjóða þar sem nú séu rekin öflug bankaútibú. Þá hafi bankinn nýlega átt þátt í samruna þriggja útibúa á Vestfjörðum við fjóra sparisjóði. Bankastjóri Landsbankans um viðræður við sparisjóði Hagræði sem gæti komið öllum til góða Halldór J. Kristjánsson FIMM stofnfjáreigendur, sem gert hafa tilboð í stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, hafa í samráði við Búnaðarbanka Íslands ákveðið að greiða kaupverðið inn á lokaðan reikning í eigu þess sem selur stofnféð strax við undirskrift, segir m.a. í frétt frá stofnfjáreigendunum fimm. Þá segir þar ennfremur: „Tilboðið rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 2. ágúst 2002 og er háð sömu fyrirvör- um og áður. Reikningar stofnfjáreigenda munu opnast 14. ágúst ef fimmmenningarn- ir ná að kaupa 51% stofnfjár og að stjórn SPRON samþykkir kaupin. Fimmmenningarnir munu ekki kaupa bréf af þeim sem taka þátt í sölutilboði starfsmannasjóðs SPRON.“ Bjóða stað- greiðslu við undirskrift samnings MIKILL ís hefur verið í Jökulsár- lóni í sumar eins og síðustu sumur að sögn Ernu Gísladóttur, annars eiganda Jökulsárslóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við lónið. Af þeim sökum hafa svokallaðir fylgd- arbátar þurft að ryðja leiðina fyrir hjólabátana, en boðið er upp á ferð- ir með hjólabátum um lónið. Ljósmynd/Vilhelm Leiðin rudd í Jökulsárlóni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.