Morgunblaðið - 31.07.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HLJÓMAR
HLJÓMAR
HLJÓMAR
LAUGARDAGS-
OG
SUNNUDAGSKVÖLD
Á GRÆNA
HATTINUM
AÐSÓKN að Listasafninu á Akur-
eyri hefur verið geysilega góð síð-
ustu daga, frá því sýningin Milli
goðsagnar og veruleika – nútíma-
list frá arabaheiminum, var opnuð
þar á laugardaginn.
„Aðsóknin er eiginlega alveg
með ólíkindum. Það er varla að
við getum lokað safninu því hing-
að er stöðugur straumur fólks,“
sagði Hanns Sigurðsson safnstjóri
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hannes vildi ekki skjóta á hve
margir hefðu séð sýninguna í
gær, því „þegar svo margir eru
við opnun eins og á laugardaginn
er ekki víst að allir skrifi í gesta-
bókina. Það er ljóst að hér voru
fleiri hundruð manns þá. Menn
hafa varla séð annað eins og þá -
jafnvel ekki þegar safnið opnaði
fyrir tíu árum.“
Hátalara hefur verið komið fyr-
ir á þaki safnsins og þaðan er út-
varpað arabísku bænaákalli, Al-
hazan sem svo er nefnt, á tveggja
tíma fresti, frá klukkan átta
morguns til átta að kvöldi. Aðeins
er varpað í tvær og hálfa mínútu í
hvert skipti. „Þetta hefur kannski
vakið athygli,“ sagði Hannes.
Það var Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra sem lýsti sýn-
inguna opna en meðal annarra
gesta var hennar konunglega há-
tign Wijdan Ali prinsessa frá
Jórdaníu, sem er doktor í íslamsk-
ri myndlist frá Lundúnaháskóla
og formaður Konunglega list-
félags Jórdaníu í Amman. Hún er
sjálf listamaður og á tvö verk á
sýningunni.
„Á þessari sýningu valdi ég þrjá
flokka sem skapa arabískri nú-
tímalist mikla sérstöðu.
Þeir eru: málefni sem
snerta stjórnmál, stöðu
kynjanna og mannúðar-
mál og virðast hafa áhrif
á daglegt líf okkar í
arabaheiminum; skraut-
ritunarskóli nútímans
sem á sér rætur í ísl-
amskri menningu en beit-
ir samtímalegum stílteg-
undum og miðlum; og
loks óhlutbundin myndlist
sem arabískir myndlist-
armenn hafa iðkað frá
fornu fari og er einn vin-
sælasti framsetningar-
mátinn í þessum heims-
hluta,“ segir Ali m.a. í
sýningarskrá.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Litadýrð er mikil í mörgum verkanna frá Arabíu en
verkin taka einkum til þriggja umfjöllunarefna.
„Góðan dag, má bjóða ykkur kaffi?“ spurðu „arab-
ískir“ þjónar á lýtalausri íslensku - og Jakob Björns-
son, formaður bæjarráðs Akureyrar, þáði tíu dropa.
Gestum, sem voru fjölmargir, var boðið
upp á arabískt kaffi í tilefni dagsins sem
upplagt var að dreypa á um leið og gengið
var um salinn og verkin skoðuð af athygli.
Mikill áhugi á arabískri
nútímalist á Akureyri
Wijdan Ali prinsessa frá Jórdaníu leiðir Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra, Sigurjónu Sigurðardóttur, eiginkonu hans, og Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, um sýningarsalinn.
AÐALSTJÓRN Íþróttafélagsins
Þórs kom saman til fundar í gær-
kvöldi þar sem farið var yfir tillögur
frá deildum félagsins um á hvern hátt
bregðast ætti við taprekstri Þórs á
fyrsta fjórðungi þessa árs. Tillögurn-
ar verða sendar bæjaryfirvöldum og í
framhaldi af skoðun þar kemur í ljós
hver viðbrögð bæjarins verða, en við
blasir að rekstrarstyrkur sem Akur-
eyrarbær greiðir nokkrum íþrótta-
félögum verði ekki greiddur út til
Þórs nú um mánaðamótin vegna tap-
rekstrarins. Sú ákvörðun er í sam-
ræmi við samning milli bæjarins og
íþróttafélaganna, en skv. honum
skuldbinda félögin sig til að reka starf
sitt með hagnaði. Bærinn leggur fé-
lögunum, sem eru auk Þórs KA, Golf-
klúbbur Akureyrar og Skautafélag
Akureyrar, til fjármagn til að reka
mannvirki, íþróttavelli og skrifstofur.
Á móti er sett það skilyrði í samning-
inn að félögin lúti ábyrgri fjármála-
stjórn og bænum sé heimilt að hafa
eftirlit með bókhaldi þeirra.
Samkvæmt fyrsta uppgjörinu sem
birt var fyrr í þessum mánuði varð
tap á rekstri Þórs, en um er að ræða
tap af rekstri hand- og körfuknatt-
leiksdeilda félagsins.
Gert ráð fyrir hagnaði
Jón Heiðar Árnason, formaður
Þórs, sagði að deildir félagsins hefðu
skilað inn fjárhagsáætlunum þar sem
gert væri ráð fyrir niðurskurði. „Við
munum fara vandlega yfir þessar
áætlanir, ræða við forsvarsmenn
deildanna og leita svara við spurning-
um til að skýra málin nánar,“ sagði
Jón Heiðar. Hann kvaðst bjartsýnn á
að tækist að rétta reksturinn við.
Áætlanir handknattleiksdeildar
gerðu þannig ráð fyrir 1,5 milljóna kr.
hagnaði, 2,3 milljónum hjá körfu-
knattleiksdeild og að hagnaður knatt-
spyrnudeildar verði 4–5 milljónir kr.
Hann sagði erfitt að eiga við ferða-
kostnað félagsins en hann nemur um
25 milljónum kr. á ári, enda væri fé-
lagið með meistaraflokka í þremur
greinum. Niðurskurður myndi því
helst bitna á launagreiðslum.
Aðalstjórn Þórs fjallar um
tillögur vegna taprekstrar
Bjartsýni á að
takist að rétta
reksturinn við
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
hóf nýlega tilraun til áframeldis á
ýsu. Óttar Már Ingvarsson, verkefn-
isstjóri fiskeldis hjá ÚA, sagði að nú í
sumar hefðu bátar á vegum félagsins
verið við veiðar á ýsu í Eyjafirði og
töluvert magn verið sett í sjókvíar.
Hann sagði að slíkar tilraunir hefðu
verið gerðar í Kanada og Skotlandi
með ágætis árangri, en þar er byrjað
frá grunni, eða strax frá klaki. Til-
raun ÚA byggist aftur á móti á því að
veiða villta ýsu. „Þetta er fyrsta
skrefið, við ætlum að sjá hvernig
þetta gengur. Þetta er í sjálfu sér
auðvelt yfir sumarið en gæti orðið
erfitt yfir vetrarmánuðina,“ sagði
Óttar Már.
Þótt eldið sé skammt á veg komið
hefur þegar komið í ljós nokkur
munur á áframeldi þorsks og ýsu, því
ýsan tekur við þurrfóðrinu en þorsk-
urinn ekki. Ýsan er þó talin við-
kvæmari í eldi en þorskurinn að
mörgu leyti.
Nýlega var gefin út reglugerð um
úthlutun þorskkvóta til veiða vegna
áframeldis. Alls var úthlutað 395
tonnum og fékk ÚA þar af 90 tonn.
Úthlutunin er bundin þeim skilyrð-
um að fiskurinn sé notaður til þorsk-
eldistilrauna hér við land og rann-
sókna á því sviði. Starfsmenn ÚA
hafa verið að veiða þorsk í Eyjafirði
að undanförnu og er hann fluttur í
eldiskvíar við Þórsnes, skammt
norðan Krossaness. Áætlað er að
fyrsta slátrun verði seint í haust.
Í janúar síðastliðnum voru flutt
um 6.000 seiði úr útibúi Hafrann-
sóknastofnunar í Grindavík norður á
Hauganes. Þar hafa þau verið í eld-
iskerjum og sagði Óttar Már að ætl-
unin væri að færa þau þaðan í sjókví-
ar um miðjan ágúst. „Þetta hefur
gengið vel, seiðin voru um 30 grömm
þegar við fengum þau í janúar en eru
nú um 300 grömm. Við erum ánægð
með árangurinn, hann er í samræmi
við væntingar okkar,“ sagði Óttar
Már.
Þorskeldi ÚA samkvæmt væntingum
Tilraun hafin til
áframeldis á ýsu
TRÍÓ Andrésar Þórs Gunnlaugs-
sonar leikur á heitum fimmtudegi í
Deiglunni á fimmtudagskvöld, 1.
ágúst, kl. 21.30.
Tónlistardagskrá
verður í Deiglunni
kl. 21 á föstudags-
kvöld og einnig á
laugardagskvöld 3. ágúst. Flytj-
endur eru Kristján Pétur Sigurðs-
son gítar, Birgir Karlsson gítar og
mandólín, Garðar Már Birgisson gít-
ar og slagverk, Hjálmar Brynjólfs-
son bassi, harmónika og slagverk og
Sigurður Jónsson sögumaður.
Söguganga um Fjöruna og
Innbæinn kl. 14 á laugardag, 3.
ágúst. Lagt af stað frá Laxdalshúsi.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju
á sunnudag kl. 17. Susan Landale,
orgelleikari frá París, leikur.
Í Ketilhúsinu standa yfir sýning-
arnar „Samspil/Interplay“ og í litla
sal á jarðhæð sýnir Joris Rademaker
innsetningarverkið „Munstur til-
finninganna“. Í Deiglunni er síðasta
vika sýningarinnar MEGAS – marg-
miðlunarsýning. Sýningar eru opnar
alla daga nema mánudaga frá 14 til
18.
Dagskrá
Listasumars
LEIT að fornminjum neðansjávar
fer nú fram á hafnarsvæðinu við
Gásir í Hörgárbyggð í Eyjafirði.
Þetta er í fyrsta skipti sem neðan-
sjávarfornleifaleit fer fram á fornu
hafnarsvæði á Íslandi. Það eru tveir
neðansjávarfornleifafræðingar frá
danska Þjóðminjasafninu sem sjá
um leitina, þeir Flemming Rieck og
Jörgen Dencker. Þeir verða við
vinnu sína að Gásum fram til 7.
ágúst næstkomandi. Tilgangur leit-
arinnar er að kanna hvort neðan-
sjávar leynist einhvers konar forn-
leifar, t.d. af bryggjum eða skipum.
Fólki býðst að ganga um upp-
graftarsvæðið með leiðsögn alla
daga og eru fimm ferðir í boði á
dag, kl. 11, 12, 13, 14.30 og 15.30
fram til 9. ágúst. Einnig verður boð-
ið upp á leiðsagða kvöldgöngu 7.
ágúst næstkomandi kl. 19.30.
Þeir Flemming og Jörgen kváð-
ust í gær enn ekki hafa fundið neitt
sem bendir til að höfn hafi verið á
svæðinu. Þeir hafa útilokað ákveðin
svæði, en eiga eftir að fara yfir mun
stærra svæði áður en yfir lýkur og
vona að eitthvað muni koma í ljós er
á líði og þá helst leifar af bryggju
eða skipsskrokkum. Enn er ekki
ljóst hvort þeir Flemming og Jörg-
en munu kafa um lónið við Gásir að
þessu sinni. Væntanlega munu þeir
einbeita sér að því að bora niður í
sjóinn til að ná upp sýnum.
Við fornleifauppgröftinn hefur
m.a. fundist brennisteinn, sem
væntanlega hefur komið austan úr
Mývatnssveit. Þaðan var brenni-
steinn sendur til útlanda á 13. öld.
Þessi fundur bendir eindregið til
þess að Gásir hafi ekki einungis ver-
ið verslunarstaður fyrir Eyjafjörð
heldur Norðurland allt. Talið er að
verslunarstaðurinn hafi lagst af í
kringum árið 1400. Hluti hans er
undir vatni og sem fyrr segir verða
dönsku neðansjávarfornleifafræð-
ingarnir að störfum á Gásum næstu
tvær viku við leit að bryggjum eða
skipum.
Neðansjávarfornleifaleit á fornu hafnarstæði á Gásum
Danirnir vonast til að
finna bryggjur eða skip
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kafararnir dönsku Flemming
Rieck og Jörgen Dencker að
störfum á Gásum.