Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 19

Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 19 Nú er 50% afsláttur á útsölunni - Allt á hálfvirði við Laugalæk AÐ minnsta kosti 700.000 manns sóttu messu sem Jóhannes Páll II páfi hélt úti undir berum himni í Gvatemalaborg í Gvatemala í gær. Páfi, sem er 82 ára, hafði komið til Gvatemala á mánudagskvöld frá Toronto í Kanada og þótti hann nokkuð þreytulegur í útliti er hann lenti á flugvellinum. Hann gaf sér þó tíma til að hitta þennan unga dreng, sem sjá má á myndinni. Við messuna í Gvatemalaborg í gær tók Jóhannes Páll í dýr- lingatölu Pedro de San Jose Bet- ancourt, sem fæddist á Kanarí- eyjum á Spáni árið 1626 og helgaði líf sitt líknarstörfum í Gvatemala. Er hann fyrsti dýrlingur Mið- Ameríku. Jóhannes Páll páfi skoraði á landsmenn að virða réttindi frum- byggja, sem eru um 60% af tólf milljónum íbúa Gvatemala og hafa lengi mátt þola misrétti og búið við fátækt. Páfi lagði einnig áherslu á nauð- syn sátta og þjóðareiningar í land- inu eftir 36 ára borgarastyrjöld sem lauk fyrir sex árum. Í gærkvöldi hélt páfi síðan áleiðis til Mexíkó, næstfjölmennasta kaþ- ólska lands í heiminum á eftir Bras- ilíu. Búist er við að hann leggi þar einnig áherslu á að virða beri rétt- indi indíána. Reuters Páfi í heimsókn í Gvatemala TVÆR nýjar rannsóknir hafa orðið til að blása lífi í glæður deilunnar um Vínlandskortið sem staðið hefur yfir áratugum saman. Deilt er um hvort kortið sé frá 15. öld og sanni ferðir víkinga til vesturheims fyrir daga Kristófers Kólumbusar eða hvort það sé afar snjöll föls- un frá 20. öld. Tvær rannsóknir á kortinu voru birtar í byrjun vikunnar og eru niðurstöður þeirra með öllu ósamhljóða. Aðra rannsóknina gerðu vís- indamenn við Smithsonian stofnunina, háskólann í Arizona og Brookhaven rannsóknarmið- stöðina. Þeir telja að kortið hafi verið gert árið 1434, tæpum 50 árum áður en Kólumbus fann Ameríku, og sanni það því að hann hafi ekki verið fyrsti Evr- ópumaðurinn sem náði strönd- um álfunnar. Hin rannsóknin var unnin af vísindamönnum við University College í Lundúnum. Niður- staða þeirra er sú að kortið hafi verið gert eftir árið 1923, það sanni efni í blekinu. Eldri rann- sóknir hafa bent til sömu nið- urstöðu en deilt hefur verið um umrætt efni í blekinu þar sem það finnst einnig í náttúrunni. Báðar þessar rannsóknir voru birtar á mánudag, sú fyrrnefnda í júlíhefti tímaritsins Radio- carbon en sú síðarnefnda í tíma- ritinu Analytical Chemistry sem dagsett er 31. júlí. Deilt hefur verið um Vín- landskorið frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Paul nokk- ur Mellon gaf þá Yale-háskóla í Bandaríkjunum kortið. Það hafði Mellon keypt á sjötta ára- tugnum af manni í Connecticut í Bandaríkjunum. Sá upplýsti aldrei hvernig kortið komst í hendur hans. Rannsókn var gerð á kortinu á áttunda ára- tugnum og var niðurstaðan sú að það væri falsað. Kortið sýnir heiminn eins og víkingar þekktu hann. Á því er að finna teikningu af Atlants- hafsströnd Norður-Ameríku og segir í texta sem þar er að finna á miðaldalatínu að Leifur Ei- ríksson hafi fundið Vínland um árið 1000. Kortið er geymt í bókasafni Yale-háskóla en stofnunin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort það er fölsun eða ekki. Enn deilt um Vínlandskortið New Haven. AP. HAIM Ramon, formaður utanríkis- og varnarmálanefndar Ísraelsþings, sagði á mánudag að hugsanlegt væri að loftárás ísraelskrar herflugvélar á Gaza-borg í liðinni viku hefði spillt fyrir yfirlýsingu um vopnahlé, sem Palestínumenn hefðu unnið að. Ramon lagði texta yfirlýsingar fyrir þingnefndina og kvað herskáa hópa innan Fatah-hreyfingar Yass- ers Arafats hafa ráðgert að birta hana þegar Ísraelsher gerði loftárás á heimili leiðtoga Hamas-hreyfing- arinnar í Gaza-borg með þeim afleið- ingum að hann og 14 aðrir týndu lífi. Palestínumenn hafa haldið því fram að árásin hafi spillt fyrir við- leitni þeirra til að knýja fram vopna- hlésyfirlýsingu af hálfu herskárra palestínskra hópa, þ. á m. Hamas- hreyfingarinnar, sem staðið hefur fyrir hryðjuverkum gegn Ísraelum og neitar að viðurkenna tilverurétt ríkis þeirra. Andlegur leiðtogi Ha- mas-hreyfingarinnar, Sheikh Ah- med Yassin, hefur sagt að viðræður um vopnahlé hafi verið hafnar er sprengjan féll. Hafa ýmsir talsmenn Palestínumanna fullyrt að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað árásina beinlínis í þeim tilgangi að spilla fyrir slíkri yf- irlýsingu. Skjalið sem Ramon lagði fram er óundirritað en í því eru allir vopnaðir hópar Palestínumanna hvattir til að hætta árásum sem beinist gegn óbreyttum ísraelskum borgurum. Segir þar ennfremur að vopnaðir hópar innan Fatah-hreyfingarinnar og Hamas lýsi yfir því að þeir áskilji sér rétt til að berjast áfram gegn ísralesku hernámsliði á svæðum Pal- estínumanna þótt óbreyttum borg- urum skuli hlíft við frekari árásum. Ramon sagði eftir þingnefndar- fundinn að hann teldi það mikið undrunarefni hefði leyniþjónustu ísraelska hersins ekki verið kunnugt um skjal þetta áður en árásin var gerð. Kvaðst hann undrandi á því að ráðamenn leyniþjónustunnar hefðu ekki gert pólitískum yfirboðurum sínum grein fyrir tilvist þessarar yf- irlýsingar. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði á mánudag að áfram væri unnið að gerð áætlunar um vopnahlé þrátt fyrir loftárásina. Ítrekaði hann þá fullyrðingu Palest- ínumanna að samkomulag vopnaðra hópa um vopnahlé hefði legið fyrir þegar árásin var gerð. Mannskæð árás ísraelskrar herflugvélar á Gaza-borg Ráðgerðu Palest- ínumenn vopnahlé? Jerúsalem. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.