Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 21
AP PERVEZ Musharraf, forseti Pak- istans, hvatti í gær til aukins sam- starfs nágrannaríkjanna Pakistans og Bangladesh á sviði verslunar og viðskipta en Musharraf er í opin- berri heimsókn í Bangladesh. Mus- harraf átti í gær fund með Khaleda Zia, forsætisráðherra Bangladesh, en deilur um yfirlýsingu Mushar- rafs á mánudag, þar sem hann kvaðst harma stríðsglæpi Pakistana í Bangladesh, hafa varpað skugga á heimsóknina. Þykir mörgum heima- mönnum sem Musharraf hafi engan veginn tekið nógu sterkt til orða. Bangladesh hét áður Austur-Pak- istan en hlaut sjálfstæði frá Pak- istan árið 1971 eftir harða baráttu. Giska íbúar Bangladesh á að a.m.k. þrjár milljónir manna hafi beðið bana í átökunum og þá er talið að pakistanskir hermenn, eða banda- menn þeirra í Bangladesh, hafi nauðgað meira en 250 þúsund kon- um á meðan á átökunum stóð. Það fyrsta sem Musharraf gerði er hann kom til Bangladesh á mánudag var að heimsækja minn- ingargrafreit um látnar sjálfstæð- ishetjur. Ritaði hann þar í gestabók að Pakistanar „deildu sársauka [heimamanna] vegna atburðanna 1971“. „Ég vil segja við íbúa Bangla- desh að við hörmum þá hræðilegu atburði, sem áttu sér stað og sem hafa skilið eftir djúp sár í hjörtum þjóðanna beggja,“ sagði Musharraf síðar yfir kvöldverði, sem haldinn var honum til heiðurs. Fórnarlömb ættu að fá bætur Utanríkisráðherra Bangladesh, Morshed Khan, fagnaði yfirlýsing- unni og gaf til kynna, að stjórnvöld landsins myndu ekki fara fram á meira af hálfu pakistanska for- setans. Stjórnarand- stæðingar sögðu Mus- harraf hins vegar þurfa að taka mun dýpra í árinni, ef hann vildi gera yfirbót vegna stríðsglæpa pakistanskra her- manna. „Orð hans geta eng- an veginn talist afsök- unarbeiðni og þau voru einungis tilraun til að blekkja íbúa Bangladesh,“ sagði Abdul Jalil, þingmað- ur Awami-stjórnar- andstöðuflokksins. Þá fór annar stjórnarandstæðingur, Shahriar Kabir, fram á það að Musharraf greiddi fórnarlömbum nauðgana og ýmsum öðrum, sem um sárt eiga að binda, bætur. Ungliðahreyfing Awami stóð fyr- ir eins dags verkfalli til að mót- mæla heimsókn Musharrafs. Voru skólar í höfuðborginni Dhaka lok- aðir í gær, sem og ýmis fyrirtæki, en verkfallið fór mestanpart frið- samlega fram. Forseti Pakistans harmar stríðsglæpi í Bangladesh Þykir ekki hafa tekið nógu sterkt til orða Dhaka. AFP. Khaleda Zia, forsætisráðherra Bangladesh, tekur á móti Pervez Musharraf, forseta Pak- istans, á flugvellinum í Dhaka. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 21R ým ingarsalan heldur áfram ! 80% Allt að afsláttur Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is Rýmum fyrir nýjum vörum. Allt á að seljast! f a s t la n d - 8 2 0 5 ÁFENGISKAUP Norðmanna í Svíþjóð hafa aukist um 83% frá því í fyrra og á norska þinginu er nú meirihluti fyrir því að verð á áfengi verði lækkað til að stemma stigu við þessari þróun, að því er fram kom á fréttavef norska blaðsins Dagbladet í gær. Norska stjórnin lækkaði áfeng- isverð í byrjun ársins en ljóst er að verðlækkunin hefur ekki haft tilætluð áhrif. Dagbladet segir að Hægri flokkurinn, Framfara- flokkurinn og Verkamannaflokk- urinn séu nú hlynntir því að opin- ber gjöld á áfengi verði lækkuð þannig að þau verði svipuð og í Svíþjóð. Sósíalíski vinstriflokkur- inn er einnig sagður vilja að verð á áfengi verði lækkað en ekki eins mikið og fyrrnefndu flokkarnir. „Nýju tölurnar um áfengiskaup Norðmanna handan landamær- anna sýna að brýnt er orðið að lækka norsku gjöldin svo um munar,“ sagði Svein Roald Han- sen, talsmaður Verkamanna- flokksins í skattamálum. „Verka- mannaflokkurinn telur að gjöldin á vín og bjór eigi að vera svipuð og í Svíþjóð. Þetta þýðir að þau þurfa að lækka um helming og lækkunin þarf að hefjast eins fljótt og mögulegt er.“ Vilja að áfengisverð lækki Áfengiskaup Norðmanna í Svíþjóð hafa aukist um 83%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.