Morgunblaðið - 31.07.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.07.2002, Qupperneq 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is SÁ hópur sem sækir Reyk- holtshátíð ár eftir ár fer stækk- andi. Sennilega eru það orðnir á milli 25 og 30 manns sem koma alltaf í Reykholt þegar hátíðin þar gengur í garð, og sækja alla tón- leikana. Þá eru þeir ótaldir sem koma á eina eða fleiri tónleika; - sumarbústaðafólk, ferðamenn, heimamenn og þeir sem telja það ekki eftir sér að brenna úr bænum og upp í sveit fyrir góða tónleika. Það sem í boði er í Reykholti er líka þess eðlis að engan þarf að undra að þeir sem á annað borð ánetjast skuli sýna slíka tryggð. Góð tónlist í flutningi okkar bestu tónlistarmanna og frábærra er- lendra gesta eru aðalsmerki hátíð- arinnar; efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Komin er hefð á að á fyrstu tónleikum á föstudagskvöldi séu leikin verk eins tónskálds; – í fyrra var það Beethoven, í ár Moz- art. Fyrri tónleikar laugardagsins eru ljóðatónleikar, en á laugar- dagskvöldi er efnisskrá með „kon- fektmolum“ úr ýmsum áttum – smáverk fyrir blandaða samsetn- ingu hljóðfæra; verk sem fólk þekkir og kannast við, en heyrir kannski ekki svo oft á tónleikum. Á sunnudagstónleikum er jafnan boðið upp á stærri kammerverk. Íslenskir tónlistarmenn á hátíðinni nú voru Sif Tulinius og Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari sem jafnframt er listrænn stjórn- andi hátíðarinnar. Erlendir gestir að þessu sinni voru ekki af lakara tagi; finnski baritónsöngvarinn Petteri Salomaa og sænski píanó- leikarinn Love Dervinger. FYRSTU tónleikarnir voru helg- aðir verkum Mozarts. Þau voru Adagio og fúga fyrir strengjakvin- tett (kvartett og kontrabassa), Dúó fyrir fiðlu og víólu í G og Píanó- kvartett í Es-dur KV493. Adagio og fúga er sérkennilegt verk og langt frá því að vera dæmi- gerður Mozart. Að bæta kontra- bassa við hefðbundinn strengja- kvartett, án þess að kontrabassinn gegni sérstöku lagrænu eða hljóm- rænu hlutverki, öðru en því að gera varla meira en að tvöfalda sellólín- una er það sérkennilegasta. Það þyngir verkið og gerir botn þess voldugri og hljómmeiri en ella væri. Einhver hlýtur tilgangur Mozarts að hafa verið með því. Adagioið er sérstaklega tregafullt og grunnstef þess sárt og þar fær bassinn stund- um að leiða hópinn. Þunga og al- varleika af þessu tagi má vissulega finna í fleiri verkum Mozarts, en einhvern veginn gerir þessi kontra- bassaviðbót sig hálfundarlega. Úr- vinnsla Mozarts á fúgustefinu nær heldur ekki því flugi sem fyrirrenn- arar hans í fúgulistinni náðu – og þótt hann spreyti sig á ýmsum kúnstum, eins og að spegla stefið, er úrvinnslan frekar einhæf. Þetta var ekki gott verk til að byrja tón- leikana á; fyrst og fremst vegna galla verksins sjálfs. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að hér var maður dottinn í lukkupottinn hvað músíkalska upplifun snertir, því hópurinn lék verkið firna vel. Dúó fyrir fiðlu og víólu var hins vegar sannarlega sá Mozart sem allir elska og dá; frábært verk og snilldarlega leikið af þeim Auði Hafsteinsdóttur og Þórunni Ósk Marinósdóttur. Hlýr tónn, léttleiki og mýkt einkenndu túlkunina. Smá- atriði eins og punktering í aðalstefi rondóþáttarins var listilega og músíkalskt leikin af Auði; og dæmi- gerð fyrir framúrskarandi leik þeirra í verkinu. Píanókvartett í Es-dúr var loka- verk tónleikanna. Þar er píanóið í leiðandi hlutverki. Annar þátturinn er hreint meistaraverk af Mozarts hálfu; upphafsstefið leitandi og spyrjandi. Í úrvinnslukafla útfærir Mozart stefið snilldarlega; færir lokatón þess upp um tón til að koma hlustandanum í opna skjöldu, og hliðrar því til á allan þann hátt sem hann þarf til að þjóna mús- íkalskri framvindu. Í lokaþættinum er píanóið enn leiðandi. Það er ekki hægt annað en að lofa flutning þessa verks. Sif Tulinius, Þórunn Ósk og Bryndís Halla léku með Steinunni Birnu við píanóið. Hver þáttur var fallega upp byggður og hendingamótun innilega músíkölsk. Það hefði gjarnan mátt víxla fyrstu tveimur verkunum á efnis- skránni; til að byrja tónleikana með meiri bravúr; en annað er ekki hægt að finna þeim til hnjóðs. UM leið og finnski baritónsöngv- arinn Petteri Salomaa heyrist tala, - vaknar grunur um að hafi mað- urinn á annað borð snefil af mús- íkgáfu, - þá hljóti hann að vera stórkostlegur söngvari. Þessi grun- ur reyndist blessunarlega réttur; hljómmikil rödd hans ákaflega fal- leg og músíkin til staðar. Á tón- leikum þeirra Steinunnar Birnu á laugardag gat að heyra ljóðasöngva eftir Schubert og Wolf og svo úrval finnskra sönglaga, – bæði eftir Sibelius og svo minna þekkt tón- skáld, gömul og ný. Það er gríð- arlegur fengur fyrir okkur hér að fá að heyra í listamanni sem Pett- eri Salomaa er, og sárt að ekki skyldu fleiri söngvarar láta sjá sig. Lög Schuberts voru yndislega flutt – en hæst bar Krossferðina við ljóð eftir Leitner, þar sem Pet- teri og Steinunn Birna lituðu mús- íkina sterkum dramatískum litum, ekki síst þar sem sem sögumanni ljóðsins sleppir og frásögnin er lögð í munn munksins sem horfir á píla- grímana ganga hjá. Það bókstaf- lega dimmdi í túlkun þeirra á þess- um dimma og viðkvæma stað í ljóðinu. Mestur fengur fyrir ljóð- elska var að heyra finnsk sönglög frá síðustu öld – eftir tónskáld eins og Erik Bergmann (sem fékk tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs 1994 fyrir óperu sína Det sjung- ande trädet – Syngjandi tréð), Seb- astian Fagerlund og Eero Hämeen- niemi. Serenaða Bergmans var glimrandi flott verk – nánast eins og resitatív eða söngles – minnti jafnvel á Jórunni Viðar, Únglinginn í skóginum. Þjóðlag við ástarljóð í útsetningu Hämeenniemis, var sér- staklega fallegt á finnskri tungu, og eftirspil Steinunnar Birnu á píanóið mjúkt og blítt í anda ljóðsins. Reisn yfir Reykholtshátíð Morgunblaðið/Golli Reykholtskirkja í Borgarfirði. TÓNLIST Reykholtskirkja Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius, Þór-unn Ósk Marinósdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hávarður Tryggvason og Steinunn Birna Ragnarsdóttir fluttu verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Föstudagskvöld kl. 21.00. KAMMERTÓNLEIKAR Petteri Salomaa baritónsöngvari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik- ari fluttu ljóðasöngva eftir Schubert, Hugo Wolf, Sibelius, Selim Palmgren, Leevi Madetoja, Toivo Kuula, Erik Berg- man, Sebastian Fagerlund og Eero Hä- meenniemi. Laugardag kl. 15.00. LJÓÐATÓNLEIKAR LOVE Dervinger píanóleikari kom í Reykholt á laugardag, búinn að æfa vel sinn part Rakhmaninov- tríós. Sama höfðu Auður Hafsteins- dóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir gert í Reykholti. Þegar samæfing á verkinu hófst að morgni sunnudags kom í ljós að Love hafði æft annað Rakhmaninov-tríó en Auður og Bryndís, – en bæði eru nefnd élég- iaque. Góð ráð voru dýr, og maður sendur í bæinn eftir nýjum nótum fyrir Auði og Bryndísi. Þau höfðu því ekki nema örfáar klukkustundir til að samæfa verkið sem leikið var, og hlýtur það að bera vott um ein- staka fagmennsku Auðar og Bryn- dísar Höllu að hafa ekki bara tekist að flytja verkið, – heldur einnig með þeim glæsibrag sem raunin var. Mikill fögnuður tónleikagesta í lok flutningsins var til marks um að leikur þeirra snart margan. BJ Harmljóðin og fagmennskan KAMMERKÓR Langholtskirkju bar sigur úr býtum í flokki kamm- erkóra í nýrri kórakeppni í borg- inni Randers í Danmörku. Borgin fagnar 700 ára afmæli sínu í ár, og af því tilefni var ákveðið að stofna til alþjóðlegrar árlegrar kóra- keppni. Keppt var í fjórum flokk- um kóra; kammerkóra, blandaðra kóra, barnakóra og rytmakóra, sem syngja tónlist sem krefst mik- illar rytmískrar nákvæmni. Aðeins sex kórar voru valdir til að syngja til úrslita í hverjum flokki, en sig- urvegarar úr hverjum flokki sungu svo á lokatónleikum, þar sem val- inn var besti kór keppninnar. Þau verðlaun hreppti danskur kór sem vann í flokki rytmakóra. Keppni kammerkóranna var tví- þætt, annars vegar sungu kórarnir kirkjulega tónlist en hins vegar veraldlega. Í fyrri hlutanum söng Kammerkór Langholtskirkju sálm Þorkels Sigurbjörnssonar Til þín drottinn, hnatta og heima og Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson auk skylduverks eftir danskt tón- skáld. Kórinn söng líka danskt skylduverk í veraldlegum hluta keppninnar, en þess utan Heilræði eftir Jón Nordal og Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur. Á loka- tónleikunum mátti kórinn syngja tónlist að eigin vali, og söng þá ís- lensk þjóðlög og þjóðlagaútsetn- ingar, meðal annars eftir Jón Ás- geirsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Mjúkur og þéttur kórhljómur Dagblöðin í Randers gerðu keppninni góð skil og Kammerkór Langholtskirkju fékk mjög góða dóma fyrir söng sinn. Eftir tón- leika tileinkaða jaðarsvæðunum, þar sem kórinn söng ásamt fær- eyskum kór og kór frá Norður- kollu, skrifaði gagnrýnandi Rand- ers Avis, Monica Papazu, að Kammerkór Langholtskirkju, sem söng síðastur kóranna á tónleik- unum, hefði komið með hinn „skól- aða“ tón á tónleikana. Kórinn hefði haft slíkt lag á að virkja áheyr- endur að sjálf hlustunin hefði orðið partur af músíkinni; söngur kórs- ins hefði verið sönn list þar sem fegurðin hefði verið tjáning sprott- in frá andans dýpstu rótum. Eftir sjálfa keppnistónleikana skrifaði Monica Papazu aðra umsögn um söng Kammerkórs Langholtskirkju og sagði meðal annars að þessi fjórtán manna kór úr Langholtinu í Reykjavík hefði með yndislegum söng sínum staðfest það sem kom fram á fyrri tónleikum hans kvöld- ið áður. Tónlistin hefði streymt fram áreynslulaus eins og úr ótæm- andi uppsprettu hins fagra hljóms. Hljómur kórsins hefði verið í senn mjúkur og þéttur. Þagnir í tónlist- inni hefðu ekki verið síður þrungn- ar músíkalskri spennu en tónlistin sjálf; það hefði hreinlega ekki verið nokkur skapaður hlutur í söng kórsins sem ekki var yfirmáta mús- íkalskur og fallega túlkaður. Jón Stefánsson kórstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið vera af- skaplega ánægður með árangur kórsins og að þátttakan í keppninni hefði verið mjög skemmtileg. Það er orðinn árviss viðburður að nokkur fjöldi íslenskra kóra syngi til verðlauna á erlendri grund. Þar hafa kórar Jóns Stef- ánssonar í Langholtskirkju verið framarlega í flokki. Í fyrrasumar vann Gradualekór Langholtskirkju þrenn silfurverðlaun á kórahátíð í Tampere í Finnlandi, og mánuði seinna vann annar kór úr Lang- holtinu, Graduale Nobili, önnur verðlaun í Evrópukeppni æskukóra í Kalundborg. Kammerkór Langholtskirkju söng til fyrstu verðlauna í Randers „Tjáning frá andans dýpstu rótum“ Kammerkór Langholtskirkju, Jón Stefánsson kórstjóri og aðstandendur kórsins á leið á lokatónleikana í Randers. REYKHOLTSHÁTÍÐ KRISTJANA Stefánsdóttir djass- söngkona og djasspíanóleikarinn Agnar Már Magnússon verða næstu gestir í Bláu kirkjunni, sum- artónleikum í Seyðisfirði í kvöld kl. 20.30. Kristjana hefur um margra ára skeið starfað sem söngkona og komið nokkuð víða við. Fyrir utan Ísland hefur hún haldið tónleika í Hollandi, Þýskalandi og í Finnlandi. Agnar hefur víða leikið á tónleikum fyrir utan Ísland, t.d. í Hollandi, Finnlandi, Grænlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Djassað í Bláu kirkjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.