Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 24

Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERSU mörg ætli fórnarlömbin verði? Við munum væntanlega aldrei geta svarað því þar sem nauðgun er nú einu sinni sá glæpur sem einna erfiðast er að sanna því sjaldan eru vitni. Við vitum þó að um síðustu verslunar- mannahelgi var til- kynnt 21 nauðgun. Tuttugu stelpum var nauðgað og í öllum til- fellum voru gerendurn- ir strákar. Þetta þýðir að mjög líklega var fleiri stelpum nauðgað sem ekki treystu sér til þess að tilkynna það eða leita sér hjálpar. Nauðganir eru orðnar sjálf- sagður fylgifiskur verslunarmanna- helgarinnar. Við kippum okkur ekki lengur upp við það að heyra að tíu eða tuttugu nauðganir hafi verið tilkynnt- ar, við erum hætt að hugsa um það að með hverri nauðgun er búið að eyði- leggja líf einhvers eða einhverra. Á síðasta ári var stelpu nauðgað í tjaldi á Reading-útihátíðinni í Bret- landi. Fjallað var um nauðgunina í öll- um stærstu fjölmiðlum Bretlands og mikill óhugur var í fólki varðandi þetta mál. Ef einni stúlku yrði nauðg- að um helgina á Íslandi þætti Íslend- ingum líklega jákvætt að það hefði nú bara verið ein. Þetta er sorgleg stað- reynd! Munurinn á nauðgun og kynlífi Það kom okkur mikið á óvart hjá V- dagssamtökunum er við hófum bar- áttu okkar gegn nauðgunum að flestir þeirra sem nauðga um verslunar- mannahelgi gera sér ekki grein fyrir eða afneita að hafa nauðgað og halda því jafnvel enn fram eftir að hafa verið kærðir. Vandamálið er að þessir aðilar sjá ekki muninn á nauðgun og kynlífi. Flestir Íslendingar halda að þeir þekki vel muninn á nauðgun og kynlífi og sumir telja jafnvel að ekki sé svo mikill munur á þessu tvennu. Við hjá V-dags- samtökunum sjáum vel þessi skýru mörk sem eru milli kynlífs og nauðgunar. Þetta er mjög einfalt; ef báðir vilja, þá er það kynlíf og skiptir þá engu máli í hvaða mynd það er svo framarlega sem það er gagnkvæmur vilji fyrir þeim at- höfnum. Ef hins vegar annar aðilinn vill ekki en hinn heldur samt áfram er það nauðgun. Þá sjáum við engan mun á því hvort ráðist hafi verið á við- komandi konu úti á götu og nauðgað af ókunnugum manni eða konu sem komin er inn í tjald með manni sem hún þekkir og hættir við þegar bæði eru komin úr fötunum. Við lýsum eftirfarandi afsakanir ógildar: „Hún var búin að æsa mig upp“, „Hvað var hún að fara með hon- um“? „Þetta er nú fyrrverandi kær- asti“ og „Við vorum búin að vera að kyssast og ég sá að hún vildi það“. Síðast en ekki síst þeir sem hafa áhuga á því að eiga mök við aðila sem er meðvitundarlaus af áfengis- drykkju! Þeim sem leggjast svo lágt að þurfa að nota einhverja þessara aðferða vil ég benda á að endurskoða hug sinn. Því miður er til sú mýta að þegar stelpa og strákur eru að kynnast eigi stelpur að vera endalaust að neita strákum um kynlíf og þeir eigi stans- laust að reyna. Þetta á að ganga í ansi langan tíma og því lengur sem stelp- an heldur þetta út því meiri virðingu á hún að hljóta. Einhvers staðar á leið- inni brengluðust þessi skilaboð svo og urðu til þess að misskilningur mynd- aðist um það að þessi neitun væri í raun já! Og hefur þetta valdið miklum ruglingi í samskiptum kynjanna. V-dagssamtökin vilja koma þeirri staðreynd á framfæri að það er liðin tíð að konur segi nei og meini já. Úr- eltur hugsunarháttur sem engin nú- tímakona notar, þegar þær segja nei þá þýðir það EKKI haltu áfram. Sem betur fer vita þær hvað þær vilja og segja meiningu sína hreint út. Því þurfa karlmenn ekki að lesa út úr orð- um þeirra eitthvað annað en ná- kvæmlega það sem þær segja. Ykkur hina yndislegu strákana sem þekkið vel muninn á kynlífi og nauðgun vil ég biðja að miðla þeirri þekkingu til sem flestra vina og kunn- ingja og óska ykkur að lokum gleði- legs kynlífs um verslunarmannahelg- ina. Hverjir munu nauðga um helgina? Þórey Vilhjálmsdóttir Helgin Nauðganir, segir Þórey Vilhjálmsdóttir, eru orðnar sjálfsagður fylgi- fiskur verslunarmanna- helgarinnar. Höfundur er meðlimur í V- dagssamtökunum. LAUGARDAGINN 20. júlí birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Írisi Eik Ólafsdóttur þar sem hún mælir gegn lögleiðingu kannabis- efna. Rök hennar eru byggð á rannsókn sem hún gerði vegna loka- verkefnis til BA-prófs í félagsráðgjöf. Í þessari grein reynir hún að sýna fram á að kanna- bisefni séu stórhættu- leg og jafnvel hættuleg- ustu vímuefnin sem finnast á Íslandi en rök- in sem hún styðst við má alveg eins nota gegn áfengi. Hún talar um að kannabisefni séu oft undanfari neyslu annarra fíkniefna en það má alveg eins segja að áfengisneysla sé oft undanfari kannabisneyslu. Það gleymist gjarn- an í umræðunni að neysluferill fíkni- efnaneytenda byrjar nánast undan- tekningalaust á áfengisneyslu og áfengi er sennilega langvanmetnasta vímuefnið sem notað er á Íslandi. Ef Íris myndi gera sambærilega rannsókn á gömlum drykkjumönnum (sem í daglegu tali eru kallaðir rónar) myndi hún fá mjög svipuð svör við spurningum sínum. Eins og með kannabisefnin myndi hún fá þær nið- urstöður að áfengi geti haft gríðarleg áhrif á heilsu fólks, að fólk geti fljótt orðið háð áfengi og að líf þeirra sem verða háðir því gangi út á að eiga „efni“ og neyta þess. Þótt neysla áfengis sé lögleg og almennt viður- kennd myndi hún örugglega fá að heyra sögur um feluleik með neysl- una og blekkingarmátt „efnisins“. Hún myndi einnig komast að þeirri niðurstöðu að einstak- lingar geti farið illa út úr neyslunni þótt þeir snerti ekki við öðrum vímuefnum. Flestir við- mælenda hennar myndu líka alveg örugglega geta sagt sögur af mikilli vanlíð- an, kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsunum. Niðurstöður Írisar duga sem sagt ekki til að réttlæta það að kannabisefni séu bönn- uð en áfengi ekki. Það er slæmt að henni skuli sjást yfir þetta en öllu verra er að rannsóknin virðist hafa verið framkvæmd heldur óvísindalega og niðurstöðurnar gróf- lega oftúlkaðar. Það er t.d. grunsam- legt að viðmælendurnir níu virðast vera algjörlega sammála um alveg ótrúlega margt. Til dæmis kemur það spánskt fyrir sjónir að þeir skuli allir segja að hugarfar þeirra hafi breyst og orðið allt öðruvísi eftir að þeir höfðu prófað efnið einu sinni. Hvað þýðir þetta? Íris ætti að vita að stór hluti Íslendinga hefur prófað efnið einu sinni, tvisvar eða nokkrum sinn- um og síðan ekki söguna meir og það væri líklega mikið vandræðaástand í landinu, hvað þá í sumum öðrum löndum, ef hugarfar alls þessa fólks hefði breyst mikið til hins verra! Það að allir viðmælendurnir séu sammála um að kannabisfíkn sé öðruvísi en önnur fíkn, að því leyti að hún sé bæði aðgengilegri og óviðráðanlegri, vekur sterkan grun um að a.m.k. eitthvað af spurningunum hafi verið leiðandi. Það er reyndar engu líkara en höf- undur hafi verið búinn að mynda sér skoðun á efninu og gefa sér svörin fyrirfram og hafi jafnvel hagrætt nið- urstöðunum eftir sínu höfði. Ég á sér- staklega bágt með að trúa því að níu fíklar hafi verið á einu máli um að kannabisefni séu hættulegustu fíkni- efnin, hversu lúmsk sem þau annars kunna að vera. En svo má nú líka spyrja sig hversu áreiðanlegra svara er að vænta hjá fólki sem hefur eytt löngum stundum í vímumóki og e.t.v. stórskemmt í sér heilann. Eitt það athyglisverðasta við þessa grein er að snemma í henni skýtur höfundurinn sig í fótinn með því að segja að niðurstöður rannsóknarinn- ar beinist aðeins að þeim sem tóku þátt í henni og því megi ekki yfirfæra þær yfir á stærri hóp. Þar með er hún að segja að niðurstöðurnar séu ómarktækar, sem er raunar hárrétt, en þá eiga þær heldur ekkert erindi í umræðuna; að minnsta kosti ekki sem eitthvert vísindalegt innlegg. Ef dæma má rannsókn Írisar út frá þessari grein finnst mér harla ótrú- legt að hún uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til lokaverkefna í háskól- anum. Eða er sá skóli kannski hættur að gera kröfur um vönduð og vísinda- leg vinnubrögð? Ég vil taka það fram að lokum að ég er ekki að taka afstöðu með eða móti lögleiðingu kannabisefna (eða tala fyrir því að áfengisneysla verði bönnuð). Ég er hins vegar að gagn- rýna óvönduð vinnubrögð og mál- flutning og benda á fleiri hliðar á mál- inu. Á að banna brennivín? Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson Vímuefni Rökin sem Íris Eik styðst við, segir Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, má alveg eins nota gegn áfengi. Höfundur vinnur á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. TITUS Andronicus er sennilega fyrsti harmleikur Shakespeares. Þó að hann hafi víða leitað fanga í efni í leikinn, umfram allt í Myndbreyting- ar Óvíðs, þá geta menn sér þess til að Shakespeare hafi einfaldlega skáldað upp nafnið á titilpersónunni. Lengi vel vildu fæstir þeirra sem um leikskáldið fjölluðu viðurkenna að þetta leikrit væri samið af honum. Höfðu þeir uppi ýmis rök fyrir máli sínu, en kveikjan að öllu saman var innileg hneykslun þeirra á ofbeldi og siðleysi því sem sýnt er í verkinu á tímum þar sem slíkt þótti ekki sæma á sviði. Þegar verkið kom fyrst fram á sjónarsviðið var það aftur á móti geysivinsælt og sýnt margoft, ár eftir ár. Helgi Hálfdanarson skýrir þetta í athugasemdum við þýðingu sína svo: „enda var viðhorf almennings til of- boðslegra hryðjuverka á leiksviði annað en síðar varð, og yrði helzt jafn- að til vorra daga hinna síðustu“ [V b. bls. 481]. Má ætla að hann hafi hitt þar naglann á höfuðið enda höfum við, siðleysingjar síðari daga, nú fengið að sjá leikgerð þessa verks í fyrsta skipti hér á landi. Hryllingselskendur hafa án efa beðið spenntir eftir þessu tæki- færi frá því efni leiksins var útlistað í stuttu máli í Sjeikspír eins og hann leggur sig fyrir tveimur árum. Breski leikstjórinn Peter Brook hóf verkið til vegs og virðingar er hann leikstýrði því fyrir Hinn kon- unglega Shakespeare-leikflokk 1955. Það þótti þá til bóta hvað hann jók miklu við sýninguna frá eigin brjósti til að lífga upp á hana. Verkið er vel til þess fallið að gera á því tilraunir; það hefur margt til að bera sem ætti að geta fallið ungum áhorfendum vel í geð, það er viðburðaríkt, slær jafnvel svæsnustu hryllingsmyndir út í of- beldi og hermdarverkum og oft lítil eftirsjá að textanum þeirra á millum. Unga fólkið sem stendur að Vest- urporti greip því tækifærið með Björn Hlyn Haraldsson í broddi fylk- ingar og gerðu þennan draum hans að veruleika í skemmu úti á Granda sl. laugardagskvöld. Björn Hlynur geng- ur miklu lengra en leikstjórar fyrri Shakespeare-sýninga en greinilegt er að hann hefur lært af sumum þeirra. Hlutur Sigurðar Kaisers er gríðar- stór, hið fyrirferðarmikla og fjöl- breytta leikrými og öll ljósadýrðin gefur jafn mikið tóninn og leikstíllinn og ummyndun verks Shakespeares. Tónlistin átti líka sinn þátt í því hve sýningin varð áhrifamikil. Hin rúm- góða skemma gefur mikla möguleika og þó að hljómburðurinn væri langt í frá nógu góður og aðstaða áhorfenda slæm komst flest til skila. Það sem einkennir leikgerð Björns Hlyns mest er stórkostlegur niður- skurður á verki Shakespeares. Flutn- ingur leikgerðarinnar tók rétt tæpan klukkutíma en fjóra tíma tæki að flytja leikritið allt. Hann velur úr stórbrotnustu atriðin, tengir þau saman stuttlega, færir einstaka til- svör milli persóna, sem hann fækkar, og býr til leikrit inni í leikritinu sem segir söguna af Fílómelu sem La- vinía, dóttir Titusar, deilir örlögum með. Hið síðastnefnda er gott dæmi um að í þessari sýningu eru atriði sýnd á sviðinu sem koma fyrir sem frásögn í leikriti Shakespeares. Allt rennur þetta mjög vel saman. Þó að mikið beri á limlestingunum eru þær ekki fram úr hófi ýktar. Stuttur en þéttur æfingatími hefur skilað hrárri en ferskri sýningu. Þótt lítið bæri á skáldlegri sýn og harm- rænni innlifun í leiknum komu þó fyr- ir einstaka augnablik í þá veru. Þarna var samankomið kjarnafólk meðal unga leikara á Íslandi og bar mest á Ólafi Darra Ólafssyni í titilhlutverk- inu. Vala Þórs gaf honum lítið eftir sem Tamara gotadrottning. Erlendur Eiríksson skipaði sér framarlega í þennan flokk með dýrslegri túlkun sinni á máranum Aroni og Víkingur Kristjánsson og nafnarnir Gísli Pétur Hinriksson og Gísli Örn Garðarsson voru krafturinn holdi klæddur. Unn- ur Ösp Stefánsdóttir, Ívar Örn Sverr- isson og nýliði sem útskrifast vænt- anlega sem fullgildur leikari næsta vor, Davíð Guðbrandsson, léku á fínni nótum enda henta þeim ekki stór- karlalætin sem einkenndu leik hinna fyrrnefndu. Margir voru í smáum hlutverkum – Þorvaldur Kristjánsson því viðamesta – og stóðu sig undan- tekningarlaust með prýði, en áber- andi var að útlærðu leikararnir höfðu sín hlutverk betur á valdi sínu en þeir sem eru minna vanir. Götuleikhúsfólk setti mikinn svip, bæði á sýninguna og undanfara henn- ar, og söngur annars vegar nokkurra karla og hins vegar stærri hóps kvenna gæddi sýninguna tærleika sem var í beinni andstöðu við grodda- skapinn á sviðinu. Þessi sýning sýnir nýja hlið á Vest- urportsmönnum og Birni Hlyni Har- aldssyni sérstaklega og ekki annað hægt að segja en að vel hafi tekist. Vonandi er þetta vísbending um að hópurinn sem þessi gífurlegi sköpun- arkraftur einkennir eigi eftir að brjót- ast úr viðjum Vesturportsins og vinna sér meira olnbogarými í framtíðinni. Morgunblaðið/Sverrir Hrátt, gróft og ferskt LEIKLIST Vesturport Höfundur upphaflegs leikrits: William Shakespeare. Þýðandi þess: Helgi Hálf- danarson. Leikstjóri og höfundur leik- gerðar: Björn Hlynur Haraldsson. Stjórn- andi Götuleikhússins: Víkingur Kristjánsson. Höfundar tónlistar og tón- listarstjórn: Benedikt Hermann Her- mannsson, Björn Kristjánsson og Frosti Jón Runólfsson. Búningahönnuður: Anna Fríða Jónsdóttir. Hár og förðun: Steinunn Þóra Sigurðardóttir. Hönnuður leik- myndar og ljósa: Sigurður Kaiser. Leik- arar: Davíð Guðbrandsson, Erlendur Ei- ríksson, Gísli Örn Garðarsson, Gísli Pétur Hinriksson, Ívar Örn Sverrisson, Ólafur Darri Ólafsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vala Þórsdóttir, Víkingur Kristjánsson og Þorvaldur Kristjánsson. Félagar í Götu- leikhúsi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur: Brynja Björnsdóttir, Eva Bjarnadóttir, Guðmundur A. Guðmunds- son, Helga Björg Gylfadóttir, Kári Hólmar Ragnarsson, Margrét Ásta Blöndahl, Marta Sigríður Pétursdóttir, Melkorka Óskarsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sunna María Schram, Tanja Marín Frið- jónsdóttir, Una Stígsdóttir, Vigdís Más- dóttir og Viktor Már Bjarnason. Söngv- arar: Aðalsteinn J. Bergdal, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Bragi Bergþórsson, Bragi Valdimar Skúlason, Brynja B. Bald- ursdóttir, Eva Lillý Einarsdóttir, Guð- mundur Arnlaugsson, Helgi Örn Pét- ursson, Inga Björk Ingadóttir, Jóhanna Eyþórsdóttir, Jónína Sigurbjörnsdóttir, Karl Sigurðsson, Rut Sigtryggsdóttir, Sal- ome Friðgeirsdóttir, Skúli Arnlaugsson, Svanlaug Jóhannsdóttir, Sveinbjörg Pét- ursdóttir, Viktor Már Bjarnason, Þórey Sif Brink Harðardóttir, Þórhallur Ás- björnsson og Þuríður Helga Jónasdóttir. Laugardagur 27. júlí. TITUS Sveinn Haraldsson LISTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.