Morgunblaðið - 31.07.2002, Side 26

Morgunblaðið - 31.07.2002, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Dómsmálaráðuneytiðáformar 40 milljónakróna sparnað hjáLandhelgisgæslunni á næsta ári með því að leggja varð- skipinu Óðni, sem orðið er 42 ára gamalt. Að mati Ríkisendurskoð- unar vantar að meðaltali 48 millj- ónir króna á ári upp á að reglu- bundnar fjárheimildir nægi fyrir rekstri stofnunarinnar. Segir Rík- isendurskoðun einnig að vöntunin verði 80 milljónir ef aðeins er miðað við reglubundnar tekjur stofnunar- innar. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, leggur þunga áherslu á mikilvægi skipa- kosts Landhelgisgæslunnar og seg- ir stofnunina ekki hafa neitt bol- magn í frekari sparnað ef hún eigi að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu á sviði fiskveiðieftirlits, björg- unarstarfsemi og almennrar örygg- isstarfsemi. Þrjú varðskip þurfi að vera tiltæk, þar af eitt stórt og tvö minni. „Skýrsla ríkisendurskoðun- ar leiðir í ljós að við nýtum fjár- muni okkar vel en getum ekki spar- að meira,“ segir hann. „Rekstur þyrlnanna er sveiflu- kenndur og dýrari en reiknað var með í fyrstu. Landhelgisgæslan hefur ekki fengið grunnfjárveitingu til ýmissa verkefna sem henni hef- ur verið falið að sinna, eins og fjar- eftirliti, Schengen-eftirlitssvæðinu o.fl. Einnig þurfti stofnunin, vegna sérstakra samninga við Varnarlið- ið, að bæta við starfsmanni í sprengjudeild, sem ekki hefur fengist fjárveiting fyrir, en stofn- unin sér nú alfarið um sprengju- eyðingu fyrir Varnarliðið. Að auki þarf stofnunin að setja flugkost sinn í JAR-kerfi (alþjóðlegt flug- öryggiskerfi) og ennþá vantar 10 milljónir upp á til að unnt sé að taka í notkun nætursjónauka í þyrl- urnar.“ Nauðsynlegt að hafa mikið og gott eftirlit á vorin Hafsteinn segir aðspurður þörf- ina á þremur varðskipum augljósa og að Landhelgisgæslan megi ekki við því að þeim verði fækkað. „Það er nauðsynlegt að hafa mikið og gott eftirlit á vorin og fram á sumar á karfamiðunum á Reykjanes- hrygg, þar sem erlendu skipin eru á veiðum alveg við efnahagslögsög- una, en samkvæmt samningum NEAFC ber hverri aðildarþjóð sem er með fleiri en 10 skip á svæð- inu að hafa þar eftirlit. Nokkru síð- ar en að hluta til á sama tíma standa loðnuveiðar yfir og þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með afla og veiðistöðum erlendu loðnu- veiðiskipanna. Þetta getur haft mikið að segja um aflaréttindi ís- lensku loðnuveiðiskipanna í fram- tíðinni. Á síðasta ári voru fjögur norsk loðnuskip sektuð og afli gerður upptækur vegna ólöglegra athafna þeirra innan íslensku efna- hagslögsögunnar, og runnu við það um 32 milljónir til íslenska ríkisins. Fjareftirlitið kemur að miklu gagni og gerir eftirlit markvissara. Það kemur þó aldrei í stað hins hefðbundna eftirlits, þar sem farið er um borð í veiðiskipin og kannaður afli, afla- heimildir, veiðarfæri, mönnun og öryggis- búnaður. Það þarf einnig að hafa eftirlit með skipum sem eru á veiðum annars staðar í lögsögunni. Árlega fer Landhelg- isgæslan um 500 sinnum um borð í veiðiskip til eftirlits, en ekki er far- ið oftar en nauðsyn krefur. Þá má ekki gleyma að í náttúruhamförum sinnir Landhelgisgæslan mikil- vægu hlutverki í flutningum á björgunarliði og aðstoðar við björg- unarstarf á vettvangi, eins og t.d. í snjóflóðunum á Vestfjörðum. Þeg- ar rætt er um skipakost Landhelg- Óðni, segir Hafsteinn það legt, en miðað við aldur ski raunhæft að gera ráð fyrir aða úthaldi í hæsta lagi. Se það óviðunandi til frambú verandi úthald er 26–28 Hann segir að vel mætti h að sinna eftirliti og löggæ úti með minni varðskipum Tvær þyrlur af sömu góður framtíðarko „Ef við hugsum til fram örugglega sjá fyrir sér tonna hraðskreitt varðski 1.500 tonna skip og það þr 3 þúsund tonn. Þetta gæ góður kostur út af fyrir sig og málin standa nægir L isgæslunni eitt stórt var tvö miðlungsstór. Þegar v fengið nýja varðskipið, væ tíðinni áhugavert að fá tvæ af sömu gerð til að auðvelda alla þjón- ustu við þær og starf- semi flugdeildar. Nefna má að ná- grannaþjóðir okkar leggja nú mikla áherslu á landhelgisgæslu að láta smíða ný skip til starfa.“ Bent hefur verið á að Landhelgisgæslunnar ska aðrar ríkisstofnanir og e nefndri skýrslu Ríkisendu ar m.a. bent á að nær væ mælingar væru á hendi ríkisstofnunar sem er sé sviði kortagerðar. (þ.e. L inga Íslands) og að færa mögnun þyrlusveitar læk isgæslunnar verður að hafa í huga að algeng stærð á flutningaskipum í dag er 20 þúsund tonn en var rúm- lega þrjú þúsund tonn fyrir 30 ár- um þegar yngsta varðskip Land- helgisgæslunnar var smíðað. Togararnir eru einnig orðnir þre- falt stærri á þessum tíma. Varðskip Landhelgisgæslunnar eru hins veg- ar ekki nema tæp 1000 tonn. Það gefur því augaleið að ef Landhelg- isgæslan á að geta uppfyllt björg- unaskyldur sínar verður stofnunin að hafa stórt og öflugt varðskip. Ekki má heldur gleyma því að sjó- farendur lenda oft í hafsnauð í fár- viðrum og þá er ekki alltaf hægt að nota þyrlur til björgunarstarfa. Og jafnvel þótt koma megi við þyrlum til að bjarga sjálfum áhöfnunum, þá er ekki hægt að bjarga skipunum með þyrlunum einum saman. Við vitum að mengunarhætta frá stórum skipum í kjöl- far sjóslysa er mikil og það er ekki erfitt að ímynda sér áhrif þess ef olíuskip ræki á fjörur með tilheyr- andi mengun. Með þyrlunum er unnt að bjarga mannslífum en ég held að það sé í mörgum tilvikum jafngerlegt með varðskipum, þótt þyrlurnar séu í sumum tilvikum eini björgunar- mátinn sem kemur til greina. Af þessum sökum og ekki síst vegna þess hversu dýr þyrlureksturinn er, kæmi ekki til álita að fjölga þyrlunum á kostnað varðskipanna.“ Aðspurður hvort ekki megi skapa meira svigrúm til að auka út- hald Týs og Ægis með því að leggja Þrjú varðskip að vera tilt Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhel gæslunnar, segir í samtali við Örlyg Ste Sigurjónsson að stofnunin megi ekki við fæ varðskipa, heldur verði að efla skipakost G unnar. Hvorki þyrlu- né fjareftirlit komi þá hins hefðbundna eftirlits á varðskipum Morgunbl Hafsteinn Hafsteinsson: „Við erum sérfræðingar í sjóbjörg stjórnstöð okkar er fyrst og fremst til öryggis fyrir sjófarend Fjareftirlitið kem- ur að miklu gagni og gerir eftirlit markvissara S HLUTVERK KVIKMYNDA- SJÓÐS ÍSLANDS Kvikmyndasjóður Íslands er einaopinbera stofnunin hér á landisem markað er sérstakt hlut- verk á sviði kvikmyndagerðarlistar. Starfssvið stofnunarinnar er því að sönnu vítt því kvikmyndamenning spannar eitt vinsælasta list- og afþrey- ingarform samtímans. Sjóðurinn var stofnaður árið 1979 og er skilgreint hlutverk hans nú töluvert viðamikið; að styðja íslenska kvikmyndaframleiðslu, þróun íslenskrar kvikmyndamenning- ar, og kynna íslenskar kvikmyndir er- lendis. Að auki sér Kvikmyndasjóður um starfsemi Kvikmyndasafns Íslands sem einnig gegnir mikilvægu hlutverki á sviði skráningar, varðveislu, rann- sókna og uppfræðslu um kvikmyndaarf okkar. Úthlutanir úr kvikmyndasjóði valda ætíð nokkrum umræðum í samfélaginu og var endurúthlutun í fyrradag þar engin undantekning, enda ekki nema eðlilegt þar sem um er að ræða tiltölu- lega stóra styrki til listgreinar sem nýt- ur fádæma vinsælda meðal almennings. Þrátt fyrir þennan almenna áhuga og öflugt starf Kvikmyndasjóðs í rúma tvo áratugi hefur fagleg umræða um stefnumótun stofnunarinnar ekki farið hátt, þótt vissulega sé full ástæða til að velta fyrir sér þeim áherslum sem fram koma við hverja úthlutun og ráðið geta úrslitum um þá framtíðarsýn sem kvik- myndagerð er mörkuð hér á landi. Þess ber þó að geta að Björn Bjarnason, fyrr- verandi menntamálaráðherra, mælti í fyrrahaust fyrir frumvarpi til nýrra kvikmyndalaga, en eitt meginmarkmið þess er að „skýra stjórnsýslulega fram- kvæmd af hálfu opinberra aðila til efl- ingar íslenskri kvikmyndamenningu“, eins og fram kom í frétt hér í blaðinu í nóvember. Í frumvarpinu var einnig lagt til að skilið verði á milli starfsemi Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndasafns Íslands þannig að þær myndi tvær sjálf- stæðar stofnanir, Kvikmyndamiðstöð (sem Kvikmyndasjóður yrði hluti af) og Kvikmyndasafn. Slík ráðstöfun myndi án efa efla starfsemi Kvikmyndasafns- ins, en fjárskortur og vandræðagangur í húsnæðismálum, sem brýnt er að leysa, hefur sett mark sitt á starfsemi þess að undanförnu. Í upphafi var hlutverk Kvikmynda- sjóðs fyrst og fremst að hlúa eftir mætti að fyrstu vísum íslenskrar kvikmynda- gerðar og miðað við hve fáir kvik- myndagerðarmenn voru þá að störfum hér má segja að sjóðnum hafi með sín takmörkuðu fjárráð tekist að undirbúa jarðveginn fyrir fyrstu atvinnumennina í þessari grein. Eftir á að hyggja má þó segja að ætíð hafi farist fyrir að ákveða hvort farsælla væri fyrir þróun ís- lenskrar kvikmyndagerðar að skil- greina hana sem iðnað (líkt og tilhneig- ingin er í Bandaríkjunum) eða sem listgrein (eins og í Evrópu), en slíkar skilgreiningar geta skipt sköpum hvað framtíðarstefnumörkun og fjárfesting- ar í greininni varðar. Lengi vel var kvikmyndasjóður gagn- rýndur fyrir að standa vörð um hags- muni fárra einstaklinga á sviði kvik- myndagerðar og gefa ekki ungum og efnilegum kvikmyndagerðarmönnum færi á að spreyta sig. Þeim gagnrýni- röddum fækkaði þó þegar komið var á fót kerfi sem gerði fólki kleift að leggja fram hugmyndir og fá styrk til að þróa frambærileg handrit, sem skilað hafa áhugaverðum og fjölbreyttum kvik- myndum eftir yngri kynslóðir á undan- förnum árum. Aukið samstarf við er- lenda sjóði og framleiðendur hefur einnig komið því til leiðar að um þessar mundir er hægt að fullyrða að íslensk kvikmyndagerð hafi slitið barnsskónum og tímabært sé að huga að framtíðará- herslum. Taka þarf afstöðu til þess hvort við úthlutanir styrkja beri t.d. fyrst og fremst að taka tillit til listræns gildis verkefna eða hvort almennt skemmtigildi og áhorfendafjöldi eigi fremur að ráða ferðinni. Hvort leggja beri áherslu á að styrkja áfram myndir þeirra leikstjóra sem eiga langan feril að baki og skapa þeim viðvarandi at- vinnugrundvöll, eða hvort hlutverk sjóðsins sé fyrst og fremst að huga að nýjum vaxtarsprotum og sjá um end- urnýjun í greininni. Hafa þarf í huga að þar sem styrkir og samstarf við erlenda aðila er oft á tíðum bundið því skilyrði að verkefni fái jafnframt styrk í sínu heimalandi, kæmi hugsanlega til greina að búa til tvo úthlutunarflokka með mis- munandi áherslum til að tryggja að sambönd og reynsla eldri kynslóðar nýtist sem skyldi þótt eðlileg endurnýj- un eigi sér stað. Það gefur augaleið að ekki geta allir verið á eitt sáttir um áherslur á þessu sviði, enda eru oft mjög ólíkir hagsmun- ir í húfi. Opinber stofnun á borð við Kvikmyndasjóð, eða hugsanlega Kvik- myndamiðstöð framtíðarinnar, verður þó að vera í stakk búin til að leiða mál- efnalega og upplýsta umræðu á þessu sviði. Að öðrum kosti er hætta á að framtíð þessarar ungu listgreinar ráðist af tilviljunum eða hagsmunum ein- stakra aðila fremur en skýrum mark- miðum. EITRIÐ RÆNIR FÓLK VITINU Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttum að brezkur maður hefði reynt að smygla hingað til lands hálfu kílói af hassi með því að fela það innvortis. Þótti með ólíkindum að maðurinn hefði gleypt annað eins magn af fíkniefnum. Í blaðinu í dag kemur fram að lög- reglan hefur á hálfu öðru ári handsam- að yfir 40 manns, sem grunaðir eru um að reyna að smygla eiturlyfjum inn- vortis. Helgi Guðbergsson, yfirlæknir hjá Heilsugæzlunni í Reykjavík, segir þetta athæfi stórhættulegt og megi líkja því við rússneska rúllettu. Mikil hætta sé á að efnin fari út í blóðið, en þá getur smyglaranum verið bráður bani búinn. Í þeim tilfellum, sem smyglið kemst upp, bíður smyglarans sú nið- urlæging að þurfa að skila efnunum af sér í viðurvist lögreglu. Fjöldi þessara mála sýnir, hvílíkur bölvaldur eiturlyfin eru í lífi fólks. Þau svipta fólk skynseminni og ræna það vitinu. Hvort sem eiturlyfin, sem hér um ræðir, eru til eigin nota eða ætluð til sölu, tekur fólk fráleita áhættu með því að tefla lífi sínu þannig í hættu. Eit- urlyfin eru þjóðfélagsmein, sem við eigum að berjast gegn með öllum ráð- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.