Morgunblaðið - 31.07.2002, Side 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ gladdi mig ósegj-
anlega í gær að
prestur skyldi sjá sig
knúinn til að stinga
niður penna til að
gagnrýna Hollývúdstílinn í ís-
lenskum brúðkaupum nú til dags.
Ég skal alveg viðurkenna að það
kemur fyrir að ég horfi á Brúð-
kaupsþáttinn Já á Skjá einum (ég
myndi aldrei viðurkenna það fyr-
ir skoðanakönnuðum Gallup), -
það getur jú verið bráð-
skemmtilegt að sjá ungt fólk og
velta því fyrir sér í hverju það er
að pæla með líf sitt. Prestinum
þótti undarlegt hvað brúðhjón
þáttanna eru ung, í ljósi þess hve
margir eru að draga það að
drattast upp að altarinu langt
fram eftir
aldri, - og
sumir láta
jafnvel aldrei
af því verða
og gangast
með gleði
myrkraöflunum á hönd og kjósa
að lifa lífi sínu í lukkulegri synd.
En það er ásýnd brúðkaupsins í
fyrrnefndum sjónvarpsþætti sem
hefur vakið undrun mína eins og
prestsins. Ég játa að spenningur
minn eftir næsta þætti snýst oft-
ar en ekki um það hvort nú komi
ekki eitthvað öðru vísi; - öðru vísi
fólk, - öðru vísi undirbúningur, -
öðru vísi siðvenjur, - öðru vísi
veisla. Það bólar ekkert á því
ennþá, fyrir utan eitt brúðkaup
að heiðnum sið, sem var eina til-
brigðið við þetta annars eintóna
stef. Það sem mér þykir merki-
legast að sjá, er það hvað margir
geta gengið í hjónaband á ná-
kvæmlega sama hátt. Undir-
búningnum er líkt háttað; -
gestalistinn, - boðskortin með
mynd af hjónaleysunum á að
giska fimm ára; - svo þarf að
skoða í búðir; - og athuga hvar
maður ætlar að hafa brúð-
argjafalista og velja tilvonandi
brúðargjafir. Núnú, þau velja sér
kjóla og föt úr brúðkaupsfataleig-
unum, - fara síðan í andlitssnyrt-
ingu, hand- og fótsnyrtingu; -
nudd bætist við ef hugmynda-
auðgin er veruleg og jafnvel
brúðkaupstertusmakk. „Gæsun“
og „steggjun“ eru auðvitað bráð-
nauðsynlegir liðir í undirbún-
ingnum, og einnig hárgreiðslan
og klippingin og svo þarf að velja
sjetteringarnar í brúðarvöndinn.
Þá kemur að salnum sem er
skreyttur með blómum. Svo er
það athöfnin sjálf; - pabbi skilar
stelpunni sinni inn kirkjugólfið
og til næsta karlmannsins í lífi
hennar; brúðarmeyjar og -svein-
ar, hringapúðarnir og púðaber-
arnir, - slörið, kossinn, hrís-
grjónin, limman og ekki má
gleyma sokkabandinu! Og svo er
það veislan; - fyrst af öllu eru það
útskornu glösin fyrir brúðarskál-
ina sem pabbi og mamma hafa
gefið brúðhjónunum ungu, - en
þessara glasa er þörf fyrir þá at-
höfn þegar brúðhjónin skála í
kross! Þá kemur atriðið þegar
brúðurin sker sér af brúðartert-
unni og brúðguminn hjálpar til
með því að styðja hönd sinni
mjúklega yfir hönd hennar með-
an hnífsblaðið afmeyjar gúmmel-
aðið. Annað hvort eru þessar
kökur svona ólseigar eða stúlk-
urnar svo uppgefnar eftir undir-
búninginn að þær ráða ekki við
þetta án hjálpar „sterkara“ kyns-
ins. Brúðarvals er nauðsynlegur,
- jafnvel þótt brúðhjónin hafi
hvorki takt né tilfinningu fyrir
þessari samhæfðu hreyfingu, - og
svo eru það leikirnir. Er einhver
eftir sem giftir sig án þess að
fara í Barbí og Ken leikinn? ...eða
gera lyklabrandarann? Svo er
blómvendinum kastað og loks
sokkabandinu.
Maður spyr sig hvað þetta allt
saman eigi að fyrirstilla. Eru það
virkilega dætur rauðsokkakyn-
slóðarinnar sem vilja gifta sig á
þennan hátt? Undirlægjuháttur
þeirrar kvenþjóðar sem tekur
þátt í þessu virðist algjör. Þannig
brúðkaup er sjónarspil, þar sem
gert er út á hégóma sem á ekkert
skylt við þá ást og tryggð sem
parið er að heita hvort öðru; - það
er aukaatriði. Veglegt! ...er lykil-
orð, - ekkert má til spara til að
dagurinn verði eftirminnilegur.
Mér hefur stundum dottið í
hug að samband sé á milli þess að
allir vilja gera eins og þess að við
erum jú, ennþá að minnsta kosti,
sauðfjárræktarþjóð. Hjarðareðlið
leynir sér í það minnsta ekki í
téðum brúðkaupsþætti. Forystu-
sauðurinn er búinn að hanna her-
legheitin og hjörðin hermir eftir.
Það er einkennilegt hvað þetta er
ríkt í íslensku þjóðinni, - þótt hún
rembist við að telja sjálfri sér trú
um að hún sé svo afskaplega
sjálfstæð. Hún trúir því að hér sé
einstaklingurin stærð númer eitt
og að hver og einn hafi sín sér-
kenni, sitt lundarfar, sína sér-
visku; - og leyfi sér að bera sjálf-
an sig á torg eins og hann er
klæddur. En það er öðru nær.
Ég tók eftir því að presturinn
sem vitnað var í hér í upphafi tal-
aði um Hollývúdstíl, en ekki am-
erískan stíl. Ég held að þar hafi
hann átt kollgátuna, því hinn al-
menni Bandaríkjamaður er langt
frá því að vera fastur í hugarfari
hjarðarinnar. Hollývúdstíllinn er
hins vegar eftiröpun af evrópskri
aðalstísku, það er nú einmitt eitt-
hvað sem Íslendingar geta orðið
ginnkeyptir fyrir.
Hvers vegna dettur engum í
hug að gera brúðkaupsdaginn
eftirminnilegan með því að hafa
hann persónulegan og einstakan
á þann hátt sem fólk ræður við, -
bæði andlega og fjárhagslega. Ég
vona heitt og innilega að Brúð-
kaupsþátturinn Já sé að sýna
okkur fáar undantekningar, en
ekki hið almenna mynstur í
hjónavígslum ungs fólks í dag.
Ég vil trúa því að Íslendingar
eigi þrátt fyrir allt þann snefil af
sjálfstæði sem þeir þrá svo heitt,
að þeir geti fundið gleðina í því
að gera tímamót í lífi sínu að per-
sónulegum viðburði á skapandi
og raunverulega eftirminnilegn
hátt.
En ég komst að því í Ráðlegg-
ingahorninu um daginn, að grjón-
um skal ekki kastað á brúð-
hjónin, heldur upp í loft svo þeim
rigni yfir þau. Ekki vill maður
eiga það á hættu að blinda brúð-
ina eftir allan þann undirbúning
sem hún hefur þurft að ganga í
gegnum.
JÁ! í litlum
kössum
„Þá kemur atriðið þegar brúðurin sker
sér af brúðartertunni og brúðguminn
hjálpar til með því að styðja hönd sinni
mjúklega yfir hönd hennar meðan hnífs-
blaðið afmeyjar gúmmelaðið.“
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is
Í VIÐTALI við
Morgunblaðið nú ný-
verið lýsti forsætis-
ráðherra þeim vilja
sínum að taka sér-
staklega til skoðunar
kjör aldraðra. Með
þessum ummælum
undirstrikar forsætis-
ráðherra þá stefnu
ríkisstjórnarinnar að
haldið verði áfram að
bæta kjör ellilífeyris-
þega. Nauðsynlegt er
að gott samstarf sé á
milli forsvarsmanna
eldri borgara og rík-
isstjórnarinnar í þess-
um mikilvæga mála-
flokki og benda öll viðbrögð
forystumanna ellilífeyrisþega við
ummælum forsætisráðherra að svo
muni verða.
Það er nauðsynlegt í umræðu
um kjör aldraðra að gæta vel að
því að dregið sé upp rétt mynd af
ástandi mála. Deildar meiningar
hafa verið um hver þróun ellilíf-
eyrisgreiðslna hefur verið undan-
farin ár og hefur því verið haldið
fram í opinberri umræðu að kjör
aldraðra hafi rýrnað á undanförn-
um árum.
Kaupmáttartrygging
Hækkanir á greiðslum til ellilíf-
eyrisþega voru áður miðaðar við
hækkun lægstu launa. Þetta fyr-
irkomulag bauð þeirri hættu heim
að þegar verðbólga var meiri en
kauphækkanir þá lækkaði kaup-
máttur ellilífeyrisþega til samræm-
is. Þessi skipan mála leiddi meðal
annars til þess að á tíma síðustu
vinstri stjórnar lækkaði kaupmátt-
ur ellilífeyris umtalsvert. Með
bráðabirgðaákvæði við lög um al-
mannatryggingar 1995 og síðar
með lögum árið 1997 var ellilífeyr-
isþegum tryggð, umfram launþega,
vernd fyrir kaupmáttarrýrnun.
Greiðslur til þeirra skyldu fylgja
umsömdum launahækkunum á al-
mennum vinnumarkaði, en ef verð-
bólgan hækkaði meira en launin þá
skyldu greiðslurnar hækka í sam-
ræmi við verðbólguna. Þær hækk-
anir sem urðu á lífeyrisgreiðslum
nú um síðustu áramót eru mjög
gott dæmi um hvernig þessi til-
högun mála tryggir afkomu eldri
borgara. Vegna verðbólguskotsins
á árinu 2001 lækkaði
kaupmáttur ellilífeyr-
isins lítið eitt. Þess
vegna hækkaði ellilíf-
eyririnn sem ríkið
greiðir um 8,5% nú í
janúar, en ekki um
4,5% eins og hann
hefði átt að gera sam-
kvæmt umsömdum
kauphækkunum á al-
mennum markaði.
Hækkunin vinnur til
baka þann kaupmátt
sem tapaðist á árinu á
undan. Núverandi
kerfi var gæfuspor
fyrir aldraða því þeir
geta illa sótt sér aðrar
tekjur þegar kreppir að eins og
margir þeir sem yngri eru.
Við hvað á
að miða?
Deilur hafa staðið um við hvað
eigi að miða þegar rætt er um
launaþróun. Ljóst er af athuga-
semdum þeim sem fylgdu frum-
varpinu um breytingar á lögunum
um almannatryggingar að það var
vilji löggjafans að miðað yrði við
umsamdar hækkanir í almennum
kjarasamningum. Í athugasemdun-
um segir svo um ákvörðun um
hækkun ellilífeyris á þeim tíma er
lögin voru sett: „Er sú ákvörðun
byggð á almennum kjarasamning-
um og áætlun um þróun verðlags á
tímabilinu.“ Ljóst er af þessu að
ekki á að miða við almenna launa-
vísitölu sem mælir allt launaskrið í
samfélaginu, heldur við þær hækk-
anir sem launþegar semja um í al-
mennum kjarasamningum. Launa-
vísitalan grípur enda allar
hækkanir á launum í samfélaginu,
þar á meðal þær sem ekki er samið
um. Hún inniheldur m.a. launa-
hækkanir tölvunarfræðinga á þeim
árum sem netbólan fór sem hæst
og starfsfólks sjúkrahúsa sem nutu
launahækkana umfram almenna
kjarasamninga svo einhver dæmi
séu nefnd. Af þessu sést að það er
fyllilega eðlilegt viðmið og í sam-
ræmi við gildandi lög að horfa til
umsamdra launahækkana þegar
hækkanir á ellilífeyrisgreiðslum
ríkisins eru ákvarðaðar, en ekki til
launaskriðs á öllum vinnumarkað-
inum.
Kaupmáttur aldraðra
hefur vaxið
Því hefur verið haldið fram að
þar sem kaupmáttur ellilífeyris-
þega hafi ekki hækkað jafn mikið
eins og t.d. lægstu laun hafi kjör
eldri borgara rýrnað sem nemur
mismuninum. Þetta eru alvarlegar
rangfærslur. Með sömu röksemda-
færslu mætti halda því fram að þar
sem kaupmáttur launatekna hefur
hækkað minna á undanförnum ár-
um en kaupmáttur lægstu launa
hafi kjör þjóðarinnar rýrnað sem
því nemur! Hið rétta er að kaup-
máttur launatekna hefur hækkað
umtalsvert en þó ekki eins mikið
og hinna lægst launuðustu sem
hafa bætt sinn hag meira en aðrir.
Sama á við um kjör aldraðra, þau
hafa fylgt umsömdum kauphækk-
unum en ekki hækkað jafn mikið
og til dæmis launaskriðið í þjóð-
félaginu eða lægstu laun. Allt tal í
þessu sambandi um að kjör aldr-
aðra hafi rýrnað er misvísandi.
Enginn telur að aldraðir hafi of
mikið á milli handanna, í þeirra
hópi eru vissulega þeir sem búa
við rýr kjör. Það er því mikilvægt
að kaupmáttur þeirra haldi áfram
að vaxa eins og hann hefur gert
undanfarin ár og með sameigin-
legu átaki verði hægt að búa öldr-
uðum þau kjör sem góð sátt ríkir
um.
Það er kaupmáttur-
inn sem gildir
Illugi
Gunnarsson
Kaupmáttur
Af þessu sést að það er
fyllilega eðlilegt viðmið
og í samræmi við gild-
andi lög, segir Illugi
Gunnarsson, að horfa til
umsamdra launahækk-
ana þegar hækkanir á
ellilífeyrisgreiðslum rík-
isins eru ákvarðaðar, en
ekki til launaskriðs á öll-
um vinnumarkaðinum.
Höfundur er hagfræðingur og
aðstoðarmaður forsætisráðherra.
ÞAÐ hefur verið
sagt að eitt helsta ein-
kenni lágrar sjálfsvirð-
ingar væri hömlulaus
persónudýrkun. Mann-
kynið hefur mjög
slæma reynslu af slíku
frá síðustu öld og
reyndar frá öllum tím-
um.
Í hinni pólitísku um-
ræðu er oft fjallað um
formenn flokkanna.
Það er í tísku í dag að
ræða um nauðsyn
sterkra leiðtoga. Því
miður hafa hinir
vænstu menn og konur
hér á landi fallið í þá
gryfju að leggja ofuráherslu á hinn
sterka og afgerandi foringja. For-
ingjadýrkun kann ekki góðri lukku
að stýra í lýðræðisþjóðfélagi. Hún er
í rauninni andhverfa lýðræðishugs-
unarinnar. Þeir sem
eru fyrir sterka leið-
toga og lúta þeim í und-
irgefni hætta smám
saman að hafa frjálsa
og sjálfstæða hugsun
og telja að lokum for-
ingjann vera helsta
ágæti flokks síns, en
ekki þær lífsskoðanir
og sjónarmið sem
flokkurinn stendur fyr-
ir. Það er mjög alvar-
legt ef fólk lætur at-
hugasemdir and-
stæðinganna rugla sig í
ríminu og titrar allt á
taugum ef formaðurinn
í flokki þeirra gerist
mannlegur og verður eitthvað á í
hita dagsins.
Til eru dæmi um leiðtoga sem í
upphafi voru mjög alþýðlegir og auð-
mjúkir en urðu hrokafullir og
drambsamir og hættu að taka tillit til
náunga sinna af því að þeir voru
orðnir svo ofsalega miklir foringjar.
Það má aldrei henda lýðræðissinn-
aðan stjórnmálaflokk eða félaga sem
í honum eru að leiðast út í gryfju for-
ingjadýrkunar á kostnað málefn-
anna.
Hugsjónir verða að veruleika
vegna fjöldans sem á þær en það tek-
ur oft tíma að láta þær rætast.
Sterki leiðtoginn
Karl V.
Matthiasson
Foringjar
Foringjadýrkun kann
ekki góðri lukku að
stýra í lýðræðisþjóð-
félagi. Karl V.
Matthíasson
telur að hún sé í raun
andhverfa lýðræðis-
hugsunarinnar.
Höfundur er 2. þingmaður Vest-
fjarða.
mbl.isFRÉTTIR