Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 32

Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Guð-mundsson fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 1. nóvem- ber 1927. Hann lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 21. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Jóhannes Jó- hannsson frá Saur- um í Keldudal, f. 20. apríl 1887, d. 2. maí 1960, og Júlíana Sig- urborg Guðmunds- dóttir frá Vaðstakks- heiði á Snæfellsnesi, f. 16. júlí 1889, d. 3. febrúar 1978. Guðmundur og Júlíana áttu tólf börn og komust níu upp, en þau misstu þrjá drengi á unga aldri. Þeir voru: Ottó Jörgen, f. 6.10. 1909, d. 15.12. 1909, Bjarni, f. 15.1. 1914, d. 12.12. 1915, og Árni Baldur, f. 8.10. 1923, d. 24.4. 1924. Þau börn sem upp komust voru: Ottó Hannes, f. 25.8. 1910, Jóhann Samson, f. 26.10. 1912, Hansína Guðrún, f. 14.11. 1913, Ingi, f. 1.10. 1916, Una Huld, f. 21.3. 1918, Bragi, f. 5.5. 1919, Kristján Thorberg, f. 25.7. 1920, og Sigríður, f. 9.6. 1921, en þau eru öll látin. Einn dreng ólu þau Guðmundur og Júlíana upp, Guð- mund T. Magnússon, f. 7.9. 1938, en hann er kvæntur Petrínu Ágústsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hinn 16.9. 1950 kvæntist Ólaf- ur Petreu G. Finn- bogadóttur frá Hell- issandi, f. 10.6. 1931. Foreldrar hennar voru Finnbogi Kristjánsson og Sig- ríður Kristinsdóttir. Börn Ólafs og Petr- eu eru: 1) Sigríður, f. 25.5. 1951, maki Pálmi Bernhard Larsen, f. 27.8. 1952, og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 2) Sæ- björg, f. 24.4. 1952, maki Gunnar Pétur Pétursson, f. 7.6. 1947, og eiga þau tvö börn. 3) Kristján Finn- bogi, f. 6.8. 1953, maki Jóna Hjör- dís Sigurðardóttir, f. 14.7. 1953, og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 4) Júlíana, f. 27.12. 1955, maki Ríkharður Óskarsson, f. 17.11. 1955, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Alda, f. 4.5. 1959, d. 26.7. 1960. 6) Ólafur Fjalar, f. 7.6. 1962, maki Frigg Þorvaldsdóttir, f. 14.12. 1966, og á hann þrjú börn og tvö uppeld- isbörn. 7) Guðmundur Jóhannes, f. 1.3. 1965, maki Eyrún Gísla- dóttir, f. 24.2. 1968, og eiga þau fjögur börn. Ólafur vann lengst af sem bíl- stjóri hjá Steypustöðinni Verk og hjá Sjólastöðinni í Hafnarfirði. Útför Ólafs fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kveð ástkæran eiginmann minn með þessum línum: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með trega í hjarta. Petrea. Elsku pabbi og tengdapabbi við kveðjum þig með þessu ljóði: Hér er svo dapurt inni, ó elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig í hinsta sinn, mér falla tár af trega en treginn ljúfsár er svo undur innilega þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það sem dugar best er hjálpráð heimsins dvína og huggað getur mest, þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf, hið sama að huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín, Guðsorðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun blessun búa og bera þig öruggt heim. (B.J.) Kveðja Sæbjörg og Pétur. Þig lofar, faðir, líf og önd, þín líkn oss alla styður. Þú réttir þína helgu hönd af himni til vor niður. Og föðurelska, þóknan þín, í þínum syni til vor skín, þitt frelsi, náð og friður. (S.E.) Júlíana. Með þessum fáu línum langar mig til þess að kveðja hann Ólaf tengdaföður minn. Það var fyrir tuttugu og sex árum sem ég sá hann fyrst. Mín fyrsta hugsun var hve mikill og stór þessi maður væri, og eins gott að fá hann ekki upp á móti sér. Það var alveg óþörf hugsun, ann- að eins góðmenni og höfðingja hef ég ekki hitt, hvorki fyrr né síðar. Hann tók mér strax vel, eins og ég væri einn af hans strákum, enda eru þeir allir stoltir synir og elsk- uðu hann mjög heitt. Fastur liður í hversdags amstri var að koma við í Bröttukinn 27 og fá kaffisopa hjá Óla og Petu og ræða um daginn og veginn. Oft voru umræður fjörugar og ekki allir sammála, en málin voru þá bara rædd uns flestir voru sáttir. Að koma til þeirra hjóna var alveg sér- stakt, svo mikil hlýja og góðsemi umvafði mann. Óli var mikill áhugamaður um bíla, og þá sérstaklega umhirðu þeirra og viðhald. Maður þorði ekki fyrir sitt litla líf að koma á drull- ugum bíl í heimsókn til Óla, enda kenndi hann mér að skítugur bíll væri merki um slóðaskap eigand- ans. Fyrstu árin eftir að við Júlla fórum að búa vorum við yfirleitt á gömlum bílum sem þurfti endalaust að gera við. Þá var bara talað við Óla, hann kunni ráð við flestu, hvert best væri að fara með bílinn og þess háttar. Óli hafði gaman af enska boltan- um og oft sátum við saman yfir im- banum og rifumst góðlátlega enda studdum við sitt liðið hvor, hann Liverpool og ég Man. Utd. Það verður ekki eins gaman að hafa engan dómara við hlið sér á laugar- dögum í vetur! Ég veit samt að þú heldur áfram að styðja þína menn, Óli minn, þú varst hvers manns hugljúfi, alltaf brosandi, já, margir mættu taka þig til fyrirmyndar, elsku karlinn minn. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og fríður, nú er búin öll dagsins þraut. Eyðist dagur, fríður, fagur, fagur dagur þó aftur rís: Eilífðardagur ununarfagur, eilíf skín sólin í Paradís. Ó, hve fegri’ og yndislegri unun mun sú, er þar er vís. (V. Briem) Elsku Peta mín, megi góður Guð styrkja þig og hugga í sárri sorg og miklum missi Guð blessi þig. Ríkarður Óskarsson. Í dag kveð ég minn ástkæra tengdaföður, Ólaf Guðmundsson. Jæja, Óli minn, eins og þú varst ávallt kallaður, nú ert þú farinn frá okkur til æðri heimkynna og laus við allar þínar þjáningar. Margs er að minnast frá þeim rúmu 30 árum sem ég hef þekkt þig og geymi ég þær minningar í hjarta mínu. Ég kom inn á heimili ykkar Petreu fyrst aðeins 16 ára gömul, þá með elsta syni ykkar Kristjáni og æ síð- an hafið þið tekið mér sem einni af ykkar dætrum. Þið Peta hafið ekki farið í gegnum lífið án sorgar, sem þið urðuð fyrir þegar þið misstuð ykkar ástkæru dóttur Öldu 14 mán- aða gamla af slysförum og djúpt sár var rist í hjarta ykkar sem þið hafið ætíð borið síðan. Óli var heiðarlegur maður og við- kvæmur og mátti ekkert aumt sjá, vel liðinn og duglegur var hann svo af bar, og dáður af sínum yfirmönn- um og vinnufélögum. Óli vann lengst af sem bifreiðastjóri, bæði á vörubílum og steypubílum, enda var það hans áhugamál að hugsa vel um sína eigin bíla og vinnubíla. Það var ekki ósjaldan sem hann fékk orð fyrir það hvað hann var iðinn við að þvo og bóna þá, meira að segja steypubíla þá sem hann keyrði. Þá var steyputunnan einnig bónuð. Óli var vinur vina sinna. Aldrei heyrði ég Óla tala illa um nokkurn mann. Óli átti yndislega eiginkonu sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans í veikindum hans og er sökn- uður hennar sár. Óli var mikill húmoristi og alltaf gat hann komið manni til að hlæja og þessum eiginleika hélt hann fram á síðasta dag. Að lokum vil ég þakka honum þann tíma sem við höfum þekkst, og þakka honum fyrir að hafa verið góður afi barnanna minna og bið ég að guðsblessun veri með hans nán- ustu ættingjum í þeirra sorg og öll- um þeim sem syrgja hann. Þín tengdadóttir, Jóna Hjördís. Elsku Óli minn. Aðeins nokkur kveðjuorð að leiðarlokum. Við Már höfum búið í nálægð við ykkur hjón- in í rúm tuttugu ár. Við vissum hver þið voruð, en lítið meira. Það var ekki fyrr en Gummi, sonur ykkar hjóna, fór að bakka bílnum sínum frá 27 niður að 18 í Bröttukinn til að bjóða Eyrúnu dóttur okkar í bíltúr að við fórum að kynnast. Ástæðan fyrir þessu stöðuga bakki var ein- stefna í Bröttukinn. Allt þetta „bakk“ hjá Guðmundi endaði með því að þau gengu í hjónaband árið 1988. Í dag vitum við að þú gafst okkur tengdason með hjarta úr gulli. Kæri vinur, við viljum þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góður við Eyrúnu, ekki síst þegar veikindi og erfiðleikar steðjuðu að. Þú hafðir góðan húmor og alltaf varst þú brosandi og kátur, þótt við vissum að þér liði ekki alltaf vel vegna veik- inda þinna. Við vitum einnig að þú áttir þér heita trú, sem nú fylgir þér yfir móðuna miklu á fagran stað. Elsku Óli, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Peta mín, við biðjum algóðan Guð að styrkja þig og styðja, og fjölskyldu þína alla, um ókomin ár. Sonja og Már. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stund. Ég trúi ekki að þú sért far- inn frá okkur. Þótt þú værir ekki alltaf heilsuhraustur á seinni árun- um þá varstu alltaf svo kátur og með bros á vör. Það var alltaf gam- an að koma í Kinnarnar og heim- sækja þig og ömmu, þið tókuð alltaf vel á móti mér og hjá ykkur var allt- af ró og friður. Elsku afi, ég sakna þín sárt, það verður tómlegt án þín. Ég þakka guði fyrir að hafa átt svona yndislegan afa eins og þig. Í hjarta mínu eru margar góðar minningar um þig og ég get alltaf litið til baka og hugsað um þær. Takk fyrir alla þá ást og hlýju sem þú hefur veitt mér, elsku afi minn. Ég veit þér líður vel hjá Guði og ég bið Guð og alla englana að vernda þig. Lát opnast augu mín, minn ástvin himnum á, svo ástarundur þín mér auðnist skýrt að sjá: hið fríða foldarskraut, hinn fagra stjarnaher á loftsins ljómabraut og ljóssins dýrð hjá þér. Lát opnast himins hlið, þá héðan burt ég fer, mitt andlát vertu við og veit mér frið hjá þér. Þá augun ekkert sjá og eyrun heyra’ei meir og tungan mæla’ei má, þá mitt þú andvarp heyr. (V. Briem.) Hafdís Ríkarðsdóttir. Hjartkæri afi okkar, okkur lang- ar að kveðja þig með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Góði guð, gefðu ömmu okkar styrk á þessum erfiðu tímum. Pétur Ingi og Ásmundur. Elsku afi minn. Mikið hefur þú verið góður. Þú og amma fóruð með mig oft út að ganga. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð blessi þig. Þitt barnabarn, Þórdís Eva Ríkarðsdóttir. Að morgni sunnudagsins 21. júlí bárust mér þær sorgarfréttir að afi minn væri látinn. Elsku afi minn, það er erfitt að sjá eftir svona góðum og indælum afa eins og þér. Söknuðurinn er mikill og fráfall þitt bar svo snöggt og óvænt að, ég er varla búin að átta mig á að þú ert farinn frá okk- ur. En ég veit að nú ert þú kominn á stað þar sem þér líður vel og ég veit einnig að þú munt alltaf vera hjá mér og við eigum eftir að hittast aftur. Þú munt lifa sterkt í minning- unni. Þegar ég lít til baka koma upp margar hlýjar minningar um þig, elsku afi minn. Þú varst alltaf svo hress og lífsglaður maður. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa og ég var oft í pössun hjá þér og ömmu á meðan mamma og pabbi voru að vinna, þá fórum við oft út að keyra út á bryggju að skoða fiskana og stóru skipin. Ég minnist þess einnig þegar ég kom alltaf til þín og ömmu rétt fyrir jólin að pakka inn jólagjöfum og skrifa á jólakort fyrir ykkur. Svo á aðfangadagskvöldi hittist alltaf fjölskyldan heima hjá ykkur og við snæddum kræsingar sem amma hafði bakað. Ég á eftir að sakna þess, elsku afi minn. Elsku afi minn, ég ætla að enda minningarnar um þig hér, en þær eru miklu fleiri en ég kem fyrir í þessari minningargrein. Guð blessi þig og varðveiti, elsku afi minn. Ég elska þig. Þá andlátstíminn að fer minn, send ástvin kæran minn og þinn að banabeði mínum, er um þinn sigur segir mér og samfundanna fögnuð er mun veitast þjónum þínum En kom og sjálfur, kom til mín, minn kærsti vin, er ævin dvín, og seg það sálu minni, að dauði þinn er dauðabót, svo dauða rór ég taki mót og ei til ótta finni. (Þýð. Helgi Hálfdánarson) Þitt barnabarn Petrea Dögg. Elsku besti afi, nú ertu kominn til Öldu, litlu telpunnar þinnar sem þú saknaðir svo sárt en eftir sitjum við og hugsum um yndislegan og hjartahlýjan mann sem við höfum misst frá okkur og minningarnar streyma fram, t.d. sá fasti liður sem alltaf var að fara til ömmu og afa í Bröttukinn á aðfangadagskvöld, þá var amma búin að baka kökur og öll börnin, barnabörnin og barna- barnabörnin hittust í litla húsinu ykkar sem maður hélt að myndi springa utan af okkur en þetta voru notalegar stundir sem við getum huggað okkur við að hafa átt með þér. Elsku afi, það er gaman að hugsa til þeirra stunda sem þú varst að leika og gantast í litlu krökkunum sem fannst þú alveg svakalega fyndinn. Eins þegar ég fékk að búa hjá þér og ömmu einn vetur þegar ég var að klára grunnskólann. Þá hugsuðuð þið svo vel um mig, amma smurði brauð með appelsínu ofan á (sem ég lærði að borða hjá ykkur og fannst mér mjög fyndið en gott) og þú, elsku afi, settir pening í skóinn minn svo ég gæti keypt mér eitt- hvað gott seinna um daginn. Það eru margar góðar minningar sem við getum hugsað um og reynt að hugga okkur við en verður þó aldrei eins. Elsku afi, við kveðjum þig með sorg í hjarta og vonum að þér líði vel. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu okkar í sorginni. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns þíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Guð geymi þig og varðveiti, elsku besti afi. Gunnar Páll og Alda Björk. Elsku afi Óli. Nú ert þú kominn til Guðs. Ég vil þakka þér fyrir þá umhyggju og hlýju sem þú sýndir mér og mömmu og pabba þegar ég veiktist í fyrra. Alltaf varstu svo góður við mig. Þá varst þú líka oft mikið veikur sjálfur. Afi minn, Guð geymi þig. Þinn afastrákur, Anton Ívar. Elsku afi minn, nú er runnin upp kveðjustundin sem ég er búinn að kvíða svo lengi, eða frá því að þú veiktist fyrst fyrir u.þ.b. 18 árum. Mig langar að fá að þakka fyrir að hafa fengið að njóta þín svona lengi. Þær eru ófáar minningarnar sem sækja á hugann á þessari stundu. Mér verður títt hugsað til allra góðu stundanna sem ég átti með ykkur ömmu í Bröttukinninni og ferðanna sem ég fékk að fara með þér í vörubílnum. Í seinni tíð sá ég ykkur minna. Eftir að ég byrjaði á sjónum reyndi ég þó að koma reglu- lega og spjalla við þig um sjó- ÓLAFUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.