Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 40

Morgunblaðið - 31.07.2002, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                 !      "        #    # $   % BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÚ ÓTRÚLEGA gjörð (misgjörð) var samþykkt í borgarráði hinn 12. júlí sl. að heimila byggingu 4 húsa á Alaskalóðinni í Breiðholti. Þetta eru engin einbýlishús, öðru nær. Það er um að ræða tvö tveggja hæða raðhús og tvær fjögurra hæða blokkir. Að lesa um þetta er reiðarslag fyrir hvern mann sem lætur sér annt um umhverfi sitt. Fyrir Breiðhyltinga eru þetta helber svik af hálfu meiri- hluta borgarstjórnar. Svikin felast í því að þetta svæði er búið að vera skilgreint sem útivistarsvæði eða grænt svæði til sérstakra nota í 40 ár. Við héldum að við gætum treyst þeim aðilum sem þykjast láta sér annt um umhverfið, a.m.k. voru einhverjir úr núverandi meirihluta borgarstjórnar að þykjast hafa áhyggjur af fram- kvæmdum norðan Vatnajökuls. En „maður, líttu þér nær“ og sýnið ykkar eigin borgurum virðingu og gangið ekki á bak orða ykkar. Möguleikar Alaskakvosarinnar Alaskakvosin er eitthvert fegursta svæði Reykjavíkur. Þar er skjólsælt, þar er þegar mikil trjárækt og mögu- leikar til að gera kvosina að enn betra útivistarsvæði en hún er í dag eru miklir. Það þarf ekki að kosta miklu til, því að kvosin er ekki stór og er hreint sköpuð til að verða að útivist- arsvæði í úrvalsflokki. Trjágróðurinn er með því fegursta sem sést. Þetta svæði á að vera óbyggt alveg frá kirkjunni okkar og að ÍR íþrótta- svæðinu eins og það er í dag. Gerum Alaskakvosina að útivistar sælureit fyrir unga sem aldna, jafnt sumar sem vetur. Stór kostur er að börn af mjög stóru svæði þurfa ekki að fara yfir neina umferðargötu til að komast á svæðið. Forsjárhyggja enn við völd? Miðað við þær ákvarðanir sem að meirihlutinn tekur þvert á vilja borg- arbúa er augljóst að forsjárhyggjan er ennþá við völd á nýrri öld. Hrokinn er algjör og álit og vilji borgaranna skiptir engu máli. Það er ekki einu sinni látið svo lítið að kanna vilja borgaranna. Nei, aldeilis ekki. Hlut- unum (skipulaginu) er breytt í ein- hverjum bakherbergjum og seinna kynnt þröngum hópi manna. En við íbúar í nánasta umhverfi Alaskakvos- arinnar erum ekkert upplýstir. Síðan verður það notað gegn okkur að við fylgdumst ekki með þegar skipulag- inu var breytt og við okkur sagt: „Þið höfðuð tíma til að gera athugasemdir, en nýttuð hann ekki.“ Eitthvað á þessa leið verður röksemdafærslan til að berja okkur til hlýðni við hin svikulu áform. Allt snyrtilega sett upp og skipulagt út í ystu æsar. Hvar er lýðræðið? Er ekki tími til kominn að við borg- ararnir séum hafðir með í ráðum og þið hættið að gera það sem ykkur sýnist sjálfum? Hafið okkur með í ákvörðun um byggingu rándýrs tón- listarhúss á gamla hafnarsvæðinu. Það er engan veginn víst að við út- svarsgreiðendur viljum setja okkar útsvar í það. Kannið vilja borgaranna og farið eftir honum. Því ætlið þið að eyðileggja Alaskakvosina, en við horfum uppá að eldgamalt og hálf- ónýtt kaffihús við slippinn sem nefnt er Skeifan er friðað? Það er að auki fyrir allri umferð og skapar hættu og blint svæði. Hvernig á nokkur að skilja þennan hugsanagang? Grenndarkynning sem nær til fólksins Þessari aðgerð fylgja engir kostir fyrir íbúa nágrennisins. Aðeins gallar bæði umhverfislegir og umferðarleg- ir. Framkvæmið nú almennilega grenndarkynningu á gerræðisað- gerðinni í Alaskakvosinni og látið okkur sjá, að ykkur er annt um okk- ur. Látum svo lýðræðið ráða eftir þá kynningu. Vinsamlega spyrjið okkur líka hvort að viljum þessa svokölluðu „þéttingu byggðar“. Við útsvars- greiðendur borgum þetta allt og flest okkar taka manneskjulegt umhverfi fram yfir nokkrar krónur sem þið þykist spara á þessari „þéttingu byggðar“. Þétting byggðar á vafa- laust vel við þar sem að landrými er lítið, s.s. í Tókýó, en hér á það varla við og helst mætti ætla að þetta sé þráhyggja í meirihluta borgarstjórn- ar. DAGÞÓR HARALDSSON, Stapaseli 11, Reykjavík. Alaskakvosin eyðilögð Frá Dagþóri Haraldssyni: VESTFIRSKA forlagið á Hrafns- eyri hefur nú byrjað undirbúning að nýrri ritröð sem hefur hlotið vinnu- heitið Vestfirðingaþættir – minnis- stæðir Vestfirðingar. Fyrirhugað er að 1. hefti í þessum bókaflokki komi út fyrir næstu jól. Eins og nafnið bendir til verður hér fjallað um vestfirskt fólk fyrr og síðar, bæði karla og konur. Verður ekki síst leitast við að fjalla um það fólk sem bar hitann og þungann af mannlífi á Vestfjörðum á ýmsum tímum – sjómenn, útvegsmenn, iðn- aðarmenn, bændur, verkamenn og verkakonur, svo dæmi séu nefnd, að ógleymdum húsfreyjunum sem stjórnuðu sumar hverjar bæði innan stokks sem utan. Ritstjóri hinnar nýju ritraðar verður Hlynur Þór Magnússon sagnfræðingur á Ísafirði sem þekkt- ur er fyrir margvísleg ritstörf, m. a. við ritstjórn á Vestfirska frétta- blaðinu í mörg ár. Vestfirska forlagið leyfir sér að koma því á framfæri hér í Morg- unblaðinu við áhugafólk um ofan- greind efni, sem hefur undir hönd- um vitneskju og heimildir um minnisstæða Vestfirðinga og mynd- ir af þeim og vill koma slíku á fram- færi, að snúa sér til Hlyns í síma 892 2240 eða senda honum tölvu- póst, en netfang hans er hlynur- @snerpa.is. Allar ábendingar eru vel þegnar. F.h. Vestfirska forlagsins, HALLGRÍMUR SVEINSSON. Minnisstæðir Vestfirðingar Frá Hallgrími Sveinssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.