Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Vistamar koma og fara í dag. Sat- úrnus, Sava Hill, Árni Friðriksson, og Lómur koma í dag. Goðafoss og Capella Endeavour fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Novospasski og Af- anasayev komu í gær. Sissimiut kemur í dag. Brúarfoss fer frá Straumsvík í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Sum- arlokun frá 1. júlí til 1. september. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta kl. 13 spil- að, kl. 13.30 keila og frjáls spilamennska. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Bingó verður næst spil- að 9. ágúst kl. 13.30. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 banki, kl. 13–16.30 spil- að. Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8 verður farin skoðunarferð um Vík og nágrenni. Ekið upp í Heiðardal og um Reyn- ishverfið. Kvöldverður í Drangshlíð austur undir Eyjafjöllum. Leið- sögumaður Hólmfríður Gísladóttir. Hafið með ykkur nesti og góðan fatnað. Skráning og greiðsla í síðasta lagið þriðjudaginn 13. ágúst. Allir velkomnir. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Hraunbær Miðvikudag- inn 7. ágúst verður farið í Þórsmörk. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 10:30. Súpa og brauð á Hlíð- arenda á Hvolsvelli. Í Þórsmörk verður farið í stuttar eða langar gönguferðir. Hafa þarf með með gönguskó og nesti. Leiðsögumaður: Hólmfríður Gísladóttir. Skráning á skrifstofu eða í síma: 587 2888. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan lokuð til 7. ágúst. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi s. 899 4223 Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–23. ágúst, munið að greiða gíró- seðla sem fyrst. Orlofs- ferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upplýsingar kl. 19 og 21. Sími 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Göngu- Hrólfar fara frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. mið- vikudagsmorgun Hring- ferð um Norðausturland 17. – 24. ágúst. Uppselt. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst nk. Ekið inn Dómadal niður hjá Sigöldu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Sækja þarf miðana fyrir fimmtudaginn 1. ágúst. Fræðslu- og menning- arferð í Skálholt 9. ágúst. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Fyrirhug- aðar eru ferðir til Portú- gals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir félagsmenn FEB, tak- markaður fjöldi, skrán- ing hafin á skrifstofunni í síma. Silfurlínan er op- in á mánu– og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB, í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, kl. 9–17 hár- greiðsla. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson . Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 13 félagsvist FEBK, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Hárgreiðslustofan er lokuð til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 11– 11.30 banki, kl. 13–14 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 13 banki, kl. 14. félagsvist. Fótaaðgerðarstofan op- in. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 13–14 spurt og spjall- að.Verslunarferð í Bón- us kl. 13.30. Vitatorg. Kl. 10 morg- unstund, kl. 12.30 versl- unarferð Bónus. Banka- þjónusta 2 fyrstu miðvikudaga í mánuði. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jónínu Högnad., Esso- versluninni, s. 456-3990 og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456- 3538. Í Bolungarvík: hjá Kristínu Karvelsd., Mið- stræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu L.H.S. Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botna- hlíð 14, s. 472-1173. Á Neskaupstað: í blóma- búðinni Laufskálinn, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474- 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimundard., Bleiksárhlíð 57, s. 476- 1223. Á Fáskrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475- 1273. Á Hornafirði: hjá Sigurgeir Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478- 1653. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk.Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. Sími 568–8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfe- lag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minningarkort eru af- greidd alla daga í s. 533- 1088 eða í bréfs. 533- 1086. Í dag er miðvikudagur 31. júlí, 212. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. (Hebr. 10, 36.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sparisjóður, 4 segja frá, 7 skýjahulan, 8 aldur- hnigin, 9 blett, 11 tók ófrjálsri hendi, 13 hluti, 14 lítinn bát, 15 listi, 17 vinds, 20 bókstafur, 22 eyja, 23 viðurkennir, 24 rugga, 25 víðan. LÓÐRÉTT: 1 stóls, 2 rák, 3 nálægð, 4 blýkúla, 5 getur tekið, 6 kærleikshót, 10 trúar- brögð, 12 lána, 13 sonur, 15 spónamatur, 16 kletta- snös, 18 mjólkurafurðum, 19 undirnar, 20 gloppa, 21grannur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 réttsælis, 8 stinn, 9 tolla, 10 níu, 11 renni, 13 rengi, 15 hregg, 18 snáði, 21 örn, 22 starf, 23 æruna, 24 ringlaðar. Lóðrétt: 2 étinn, 3 tonni, 4 æstur, 5 iglan, 6 ósar, 7 gati, 12 nag, 14 ein, 15 hest, 16 efaði, 17 göfug, 18 snæða, 19 ámuna, 20 iðan. Veiðileyfi á kanínur MARGSINNIS hef ég lent í því að búið er að plokka og éta af blómum sem ég hef gróðursett við leiði í Foss- vogskirkjugarði. Nú síðast var búið að grafa upp og éta laukana sem ég hafði gróð- ursett. Í hvert skipti sem ég kem í garðinn sé ég ekki færri en þrjár eða fjórar kanínur og er ekkert voða- lega hrifin af þessu. Ég hugsa að Vilhjálmur Sig- urðsson sem skrifaði í blað- ið nýverið mætti gjarna smala kanínunum saman og helst fara með þær upp á heiði þar sem selja mætti rjúpnaskyttum skotleyfi á þær, eða jafnvel fengið borgað fyrir að veiða þær. Kanínur hafa verið plága í Ástralíu og mega ekki verða plága hér á landi líkt og minkurinn er orðinn. Ásta. Blessuð kanínugrey MÉR þykir yndisauki að kanínunum í Öskjuhlíðinni og þætti notalegt að vita til þess, þegar ég verð lagður undir græna torfu, að þessi fallegu og hlýlegu dýr væru skoppandi í kringum leiðið. Nóg er nú eftir af gróðri í Fossvogskirkjugarði þó að kanínugreyin leggist á blómin. Þessi blóm endast hvort eð er ekki lengur en að næstu lægð. Kanínurnar gætu jafnvel orðið til þess að laða fjölskyldur í Öskju- hlíð, og um leið í kirkju- garðinn, þar sem börnin gætu gefið kanínunum að éta eins og gert er við end- urnar á tjörninni, – sem hafa vart undan að skíta á gangstéttarnar í miðbæn- um og eru í alla staði minna skemmtilegar skepnur. Kanínurnar gera hlíðina, en þó ekki síst kirkjugarð- inn, að hlýlegri og meira aðlaðandi stað. Dýravinur. Í leit að plötu ung- lingsáranna KONA hringdi til að leita upplýsinga um plötu sem gefin var út milli 1974 og ’76. Hana minnir að platan hafi heitið Diamonds in Her Eyes og innihélt lagið „She’s Leaving“. Þeir sem gætu lumað á frekari upp- lýsingum um plötuna, og jafnvel hvar finna megi ein- tak, mega gjarna hafa sam- band í síma 866 6496. Nafnaruglingur FYRIR misskilning var nafn Egils Egilssonar ritað undir greinarkornið „Góðir og fróðlegir þættir“ í Vel- vakanda í gær. Réttur höf- undur greinarinnar er dótt- ir hans Hildur Egilsdóttir. Tapað/fundið Grænnar íþróttatösku saknað SÍÐUSTU helgi var grænni íþróttatösku með brúnum ólum stolið úr bíl í Norðurmýri. Í töskunni var Aikido (Judo) galli og tvennar svartar Aikido buxur auk ýmissa smá- hluta. Sá sem veit af tösk- unni eða innihaldinu er beðinn að hringja í síma 897 4675. Fundarlaun. Geturðu ekki lesið þessa grein? ÞÁ ertu líklega eigandi gleraugna með blárri um- gjörð sem fundust í verslun Dressmann á Laugavegi fyrir viku síðan. Eigandi getur vitjað gleraugnanna á verslunartíma. Glataður Gameboy LEIKJATÖLVA af Game- boy Colour gerð tapaðist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 12. júlí s.l. Í tölvunni var Pókémon leikur. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 438 1197. Horfið hjól SVART Trek-strákahjól með rauðum stöfum hvarf um miðjan dag fyrir utan Flyðrugranda 14 síðastlið- inn laugardag. Ef einhver veit hvar hjól- ið er niður komið er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 561 1259 eða 699 2880. Fundarlaun. Einar Helgi, 11 ára. Dýrahald Kelikettlinga vantar heimili EINSTÆÐ móðir vill gjarnan láta frá sér fjóra yndislega tveggja mánaða kettlinga. Þó það reyni nokkuð á geðheilsuna að halda fjóra kettlinga vill móðirin taka fram að þeir eru allir kassavanir, of- boðslega gáfaðir, sætir og kelnir úr hófi. Þeir eru hin- ir heimilislegustu kettir og eru að leita sér að góðum fjölskyldum til að búa hjá. Upplýsingar í síma 564 2545. Týndur kettlingur í Grafarvogi ÞRIGGJA og hálfs mánað- argamall kettlingur týndist frá Borgarhverfi í Grafar- vogi fyrir tæpri viku. Hann er hvítur með svörtum blettum, ólarlaus og ótta- legur bjáni. Hann er mjög mannelskur og kelinn og sárt saknað. Þeir sem vita af ferðum hans vinsamlega hafi samband í síma 557 2902. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... NÝVERIÐ var Víkverji á ferð áAusturlandi og kom þá í Atla- vík. Reyndar er það ekki í frásögur færandi enda hefur Víkverji iðulega komið að Hallormsstað, gengið um skóginn og baðströndina Atlavík við Lagarfljótið. Hann vissi líka að Atla- vík er vinsæll áningarstaður ferða- manna á sumrin. Þeir hópast þangað hundruðum saman þegar vel viðrar. En það sem kom á óvart í Atlavík að þessu sinni var einmitt sá mikli mannfjöldi sem þarna var saman kominn. Varla bara nokkur hundruð manna heldur nokkur þúsund. Á öll- um tjaldstæðum var tjald við tjald, eða öllu heldur tjaldvagn við tjald- vagn eða fellihýsi og hvað þessi mannvirki heita nú orðið. Einn og einn var með gamaldags tjald. Það hljóta að hafa verið einhverjir sér- vitringar – eða útlendingar. Það var hins vegar gaman að sjá þessa þéttu byggð. Greinilega voru oft margir saman og tjölduðu þá á sama blettinum og tóku fram grill- tækin. Það er kapítuli út af fyrir sig að sjá hversu vel menn eru búnir. Fyrir utan eldunartækin eru hin ýmsu húsgögn meðferðis, þ.e. sér- hönnuð fyrir útilegur, léttir tjaldstól- ar, borð sem lítið fer fyrir, sóltjöld og grindur sem klæða má með dúk til að skýla sér fyrir gjólunni. Víkverji horfði með aðdáun á allt þetta fólk og allt þetta stúss. Hann ákvað síðan að laumast í svefnpokagistingu. x x x NÚ MÁ enginn skilja Víkverjasvo að hann hafi skammast sín fyrir búnaðinn sem hann hafði með- ferðis: Gamla góða tjaldið, svefnpoka og nesti í kæliboxi. Ekkert grill, enga tjaldstóla eða skýli. Bara stoltið sitt, tjaldið sem einu sinni var app- elsínugult en er nú orðið mjög föl- leitt. Enda ekkert skrýtið eftir ára- tuga langa notkun hér og þar um landið. Til að hressa það við var keyptur á það himinn fyrir nokkrum árum og þá er það sem nýtt. Sómir sér á hvaða tjaldstæði sem er. En svefnpokagistingin og morg- unmaturinn í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað freistaði. Því var hald- ið þangað eftir að hafa virt fyrir sér mannlífið á tjaldstæðunum. Þar var heldur ekki í kot vísað. Virðulegt og fallegt hús og nafngiftir salarkynna eftir því og anddyrið nefnt höll. Þessi skóli er einn af fáum sem enn kenna hússtjórn og eru umsóknir um vist þar í vetur nú fleiri en pláss er fyrir. Það finnst Víkverja vita á gott að einhverjir skuli enn vilja læra hús- stjórn og hann hefur fyrir satt að þarna hafi piltar sótt nám ekki síður en stúlkur. Víkverji getur því hiklaust mælt með svefnpokagistingu í Hússtjórn- arskólanum ef menn eru þarna á ferð og eru ekki með réttu græjurnar fyr- ir tjaldstæðið. Þarna snæða menn morgunmat í hlýlegri borðstofu og þjónustan er með ágætum. x x x Á FERÐ sinni lagði Víkverji fyrirsig þá nýlundu að koma við á golfvöllum. Hann er algjör byrjandi á þessu sviði (reyndar búinn með eitt námskeið) og fannst því tilvalið að líta á velli í fámenninu þar sem hann væri ekki að flækjast fyrir þeim sem eitthvað kunna. Fannst honum þjóð- ráð að geta skellt sér einn hring á níu holu velli – en mun ekki fara nánar út í höggafjölda eða hvernig honum hélst á kúlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.