Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 43 DAGBÓK Tveir fyrir einn (greiðir fyrir dýrara parið) Smáralind - Kringlunni www.bianco.com Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Verð kr: 6.900.- Ný sending af innkaupatöskum á hjólum 10% staðgreiðslu- afsláttur fyrir eldri borgara Verið velkomin - aðgengi er orðið mjög gott að búðinni Verð kr: 6.900.- Verð kr: 6.900.- Verð frá kr: 5.200.- Í BIKARLEIK fyrr í sumar kom upp áhugavert þriggja granda spil, þar sem besta spilamennskan fór fram hjá báðum sagnhöfum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 1096 ♥ ÁK ♦ 87652 ♣1062 Suður ♠ ÁK83 ♥ G4 ♦ KD4 ♣ÁKG9 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil vesturs er smátt hjarta. Hvernig myndi les- andinn spila? Það lítur út fyrir að lauf- svíningin verði alltaf að heppnast. Vörnin hefur hitt á veikleikann og það tak- markar þann tíma sem sagnhafi hefur til að byggja upp níu slagi með því að nýta sér tígulinn og/eða spaðann. En þetta er pirr- andi niðurstaða og spurn- ingin er hvort hægt sé með einhverju móti að auka vinn- ingslíkurnar. Fyrsta hugdettan er að spila tígli í öðrum slag, en það þjónar þó litlum til- gangi. Í besta falli fær suður slaginn á kónginn, en hann þarf enn á laufsvíningunni að halda. Ekki dugir að sækja einn slag á spaða (eða tígul) til viðbótar, því það telur aðeins upp í átta með tveimur á lauf. En hvað með spaðann? Ef austur á DGx(x) má fá fjóra slagi á litinn ÁN ÞESS að vörnin komist að og þá má gefa slag á lauf. Hins vegar væri ógætilegt að spila strax spaðatíu og svína, því ekki er víst að spaðinn skili alltaf einum aukaslag. Það gerðist á öðru borðinu: Norður ♠ 1096 ♥ ÁK ♦ 87652 ♣1062 Vestur Austur ♠ G7 ♠ D542 ♥ D109732 ♥ 865 ♦ 109 ♦ ÁG3 ♣543 ♣D87 Suður ♠ ÁK83 ♥ G4 ♦ KD4 ♣ÁKG9 Vestur fékk á spaðagosa og braut hjartað. Sagnhafi fór af stað með lauftíu og fékk vissulega fjóra slagi á lauf, en aðeins tvo á spaða, þar eð drottningin var fjórða í austur – einn niður. Besta leiðin er að spila strax laufi á GOSA í öðrum slag. Heppnist svíningin má sækja níunda slaginn á tígul, en ef vestur á laufdrottningu er enn samgangur til að reyna við fjóra spaðaslagi, því blindur á tvær innkomur – eina á hjarta og aðra á lauftíu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú tekur vel eftir smáat- riðum. Þú horfir heimspeki- legum augum á lífið og tjáir þig á skapandi hátt. Á árinu framundan eiga nánustu sambönd þín eftir að batna. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vertu í góðu skapi. Komandi ár færir rómantík, daður, frí og fleiri skemmtilega hluti til þín frá og með deginum í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Breytingar á stöðu plánet- anna færa þér heppni heima við á næstkomandi ári. Þetta er góður tími fyrir fasteigna- viðskipti, fjölskyldulíf og hversdagslega hluti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Bjartsýnin tekur völdin hjá þér og verður viðloðandi allt komandi ár. Þetta hvetur þig til að reyna við stærri verk- efni og læra eins mikið og þú getur um heiminn í kringum þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Loksins fara fjármunir að streyma til þín. Þú skalt bú- ast við auknum tekjum á árinu sem framundan er auk stærri viðskipta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Lukkuplánetan Júpíter kem- ur inn í ljónsmerkið í fyrsta sinn í 12 ár. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú verður að gefa þér tíma fyrir einveru og hugleiðslu. Eyddu tíma með sjálfum þér til að rækta sjálfsmyndina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er í eðli sínu mikil fé- lagsvera og kann að meta fé- lagsskap. Árið framundan færir þér aukna samveru með nánum vinum sem stærri hópum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er mikilvægt að þú trúir á sjálfan þig því horfur þínar á vinnumarkaði hafa aldrei verið eins góðar eins og þær verða næsta árið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tækifæri til ferðalaga og frekari menntunar verða næg næstu 13 mánuðina. Þessi tækifæri verða ekki oft á vegi þínum og nýttu þau því vel í þetta sinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú skalt búast við því að hagnast á auði annarra á komandi ári. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Alvarleg sambönd verða ánægjuleg fyrir þig í alla staði á næsta árinu. Vertu í samvinnu með öðrum því núna er ekki rétti tíminn til að vinna einn að hugðarefn- um þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Staða þín á vinnumarkaði á eftir að batna á komandi ári. Vertu því jákvæður og von- aðu aðeins það besta og þú verður ekki svikinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT SJÖTTA FERÐ SINDBAÐS Ygldan skolaðist Sindbað um sjá, unz síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Svo lagði hann inn í ægileg göng, er af tók að draga þróttinn; þar drjúptu gljúfrin svo dauðans þröng og dimm eins og svartasta nóttin. Þá förlaðist kraftur og féll á hann dá í ferlegum dauðans helli. – En hinum megin var himin að sjá og hlæjandi blómskrýdda velli. – Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfra-veginn. – Við förum þar loksins allir inn. – En er nokkuð hinum megin? Einar H. Kvaran 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Be7 8. 0–0 0–0 9. Bg5 c4 10. Re5 Be6 11. f4 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. Bxd5 Bxg5 14. fxg5 Dxg5 15. Hf4 Had8 16. Dd2 h6 17. Hd1 Be6 18. Bg2 Bc8 19. De3 Re7 20. d5 Rf5 21. Dxa7 Hfe8 22. Re4 De7 23. Db6 Rd6 24. Hdf1 f5 25. Rxd6 Hxd6 26. Db4 Hdd8 27. Dxe7 Hxe7 28. Hxc4 Hxe2 29. Hfc1 Bd7 30. H4c2 Hxc2 31. Hxc2 Kf8 32. He2 b5 33. Kf2 b4 34. Hd2 Ke7 35. d6+ Ke6 36. Ke3 Hc8 37. Bd5+ Ke5 38. Bb3 Hc1 39. Hd5+ Kf6 40. Kd4 Hb1 41. He5 f4 42. He7 fxg3 43. hxg3 Bg4 44. Hf7+ Kg6 45. Hf4 Kg5 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Vassily Ivansjúk (2711) hafði hvítt gegn Alexander Grisch- uk (2702). 46. Hxg4+! Kxg4 47. d7 Hxb2 og svartur gafst upp um leið enda rennur frí- peð upp í borð eftir 48. Ke3 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 31. júlí, er sextugur Sigurbjörn Pálsson, trésmiður hjá Skeljungi. Bjössi og Sigrún taka á móti gestum í dag milli kl. 18 og 22 í Shellhús- inu, Tjarnargötu 14, Siglu- firði. 50 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 3. ágúst verður fimmtugur Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi, Vogalandi 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Kjartans- dóttir. Ólafur fagnar fimm- tugsafmælinu með fjöl- skyldu og vinum fimmtudaginn 1. ágúst kl. 17–19 í félagsheimili Orku- veitu Reykjavíkur í Elliða- árdal. Ljósmynd/UMA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Lágafellskirkju af sr. Guðnýju Hall- grímsdóttur þau Anna Guðrún Auð- unsdóttir og Friðrik Gunnarsson. Heimili þeirra er í Byggðar- holti 31, Mosfellsbæ.                  TÓLF tilboð bárust í hringveginn á milli Melrakkaness og Blábjargar á Austurlandi en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni á dögunum. Rása- berg ehf. á Hornafirði bauð lægst eða 59,3 milljónir króna. Jarðverk ehf. á Hornafirði átti hæsta tilboðið í verkið, það hljóðaði upp á tæpar 129,3 milljónir króna og er munurinn því um 70 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar eru tæpar 81,8 milljónir króna. Framkvæmdin er ný- og endurbygg- ing á 4,5 kílómetra löngum kafla. Önnur fyrirtæki sem buðu voru Þ.S. verktakar ehf. á Egilsstöðum sem buðu 66,8 milljónir, Dalbjörg ehf. á Breiðdalsvík bauð 67,8 millj., tilboð SG-véla ehf. á Djúpavogi hljóðaði upp á 71 milljón, Ólafur Halldórsson á Hornafirði bauð 72 m. kr. og Hag- verk ehf. í Fellabæ 74,4 m. kr. Tilboð vélaleigu Sigga Þór ehf. var 79,8 milljónir og Jón Hlíðdal ehf. og Ein- ar Björnsson á Egilsstöðum buðu svipað. Þá hljóðaði tilboð Klæðning- ar ehf. í Kópavogi upp á 89,7 millj- ónir, Norðurtaks ehf. á Sauðárkróki bauð tæpar 94 milljónir og Nóntind- ur ehf. í Búðardal 111,6 milljónir. Tólf tilboð í vegarkafla á hringveginum FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.