Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 31.07.2002, Síða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A Útsalan í fullum gangi Nú er 50% afsláttur af öllum vörum á útsölu ... nýjar spennandi haustvörur komnar KRINGLUNNI - 533 1720 KRINGLUNNI - 588 0079 Meiriháttar útsala Enn meiri afsláttur á útsölunni Allt að 60% afsláttur Erum að taka upp haustvörur ... LEIKSTJÓRINN Baz Luhrman er einn þeirra leikstjóra sem eru þessa dagana að vinna að mynd um Makedóníukonunginn Alexander mikla. Luhrman, sem þekktastur er fyrir myndir sínar Rómeó og Júlía og Moulin Rouge, er að sögn mikill aðdáandi kappans og hefur kynnt sér sögu hans vel. „Vestræn menning væri ekki eins og hún er í dag ef Alexanders hefði ekki notið við,“ sagði Luhrman meðal annars. Hann bætti við að hann hefði hug á að gera myndina í svipuðum stíl og hina margfrægu Lawrence of Arabia sem gerð var árið 1962. Þótt ævi Alexanders mikla hafi verið stutt spannar hún mikla bardaga og hatrömm átök, sem þykir alls ekkert verra þegar gera á bandarískar stórmyndir. Alexander var uppi á fjórðu öld fyrir Krist og tók við konungdómi af föður sínum, Filippusi II, aðeins tvítugur að aldri. Hann taldi það köllun sína að sameina alla Grikki í eitt ríki og til þess þurfti hann að sigra hvert stórveldið á fætur öðru, þ. á m. Persaveldi. Alexander lést úr hitasótt í heim- ferð sinni frá Indlandi þar sem hann hafði lokið ætlunarverki sínu. Myndin verður byggð á ævisögu Alexanders sem Ítalinn Valerio Manfredi skrifaði en áætlað er að tökur muni hefjast á næsta ári í Marokkó. Handritið verður ritað af Ted nokkrum Tally en hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handritið að Lömbin þagna árið 1992. Kollegar Luhrmans, þeir Martin Scorsese og Oliver Stone, eru einn- ig sagðir vera með myndir um Al- exander mikla í burðarliðnum. Leikstjórinn Baz Luhrman gerir mynd um Alexander mikla Reuters Baz Luhrmann Skepnuverksmiðjan (Animal Factory) Drama Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. (94 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Steve Buscemi. Aðalhlutverk: Edward Furlong, Willem Dafoe og Mickey Rourke. BANDARÍSKI rithöfundurinn Edward Bunker hefur í bókum sín- um brugðið upp raunsæislegri en um leið óhugnanlegri mynd af lífi innan fangelsisveggja, en óhætt er að segja að þar ríki vægðarlaust frumskóg- arlögmálið. Þeir sem eru minni mátt- ar verða undir og einvörðungu þeir harðgerðustu og samviskulausustu lifa af. Skepnu- verksmiðjan er að- lögun á einni af frægari skáldsög- um Bunkers og segir hér frá yfir- stéttarpiltinum Ron (Furlong) sem handtekinn er fyrir minniháttar fíkni- efnaafbrot en dóm- stólar ákveða að láta hann verða öðr- um víti til varnaðar og senda hann í fangelsi fyrir harðsvíraða stór- glæpamenn. Þar er hann eins og lamb meðal úlfa og ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Earl (Defoe), lang- tímavistmaður sem þekkir lögmál fangelsisins, tekur hann undir sinn verndarvæng hefði vist drengsins þar eflaust orðið stutt og hroðaleg. Myndin lýsir sambandi þessara tveggja manna og lífinu í fangelsinu af stöku raunsæi, ekkert er dregið undan hvað varðar mannskemmandi áhrif slíkrar vistar en nafnið er það- an dregið: Fangelsi er verksmiðja sem framleiðir skepnur í manns- mynd. Hugtakið „betrunarvist“ er brandari í þessu samhengi og skýrt sést hvernig sakleysi Rons hverfur og í staðinn verður til ískaldur glæpamaður og morðingi. Þetta er annað leikstjórnarverkefni Steves Buscemis sem stendur sig með álíka prýði og í Trees Lounge þótt um gjörólíkt verk sé hér að ræða. Mis- kunnarlaus mynd sem óhætt er að mæla með.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Á bak við lás og slá SÖNGVARINN Geir Ólafsson bregður sér í ögn breytt hlutverk í dag sem og átta næstu miðvikudaga þegar í loftið fer útvarpsþátturinn Og heimurinn hlustaði. Þar mun Geir fjalla um ævi og störf nokkurra þekktra tónlistarmanna á borð við Frank Sinatra, Tony Bennett og Judy Garland. „Hver þáttur er helgaður einum listamanni nema tveir verða um Gar- land og fimm um Frank Sinatra. Ég legg í raun mest upp úr ævi hans og störfum,“ segir Geir og segist grafa mjög djúpt í sögu hins bandaríska söngvara og kvikmyndaleikara. „Fólk fær að heyra ýmsa hluti um þetta fólk sem það ekki vissi áður. Til dæmis greini ég frá því að Frank Sinatra var í mafíunni.“ Geir segist sækja fróðleik hingað og þangað auk þess að fá til sín góða gesti í þættina. „Þeir Árni Scheving og Reynir Sigurðsson koma í heimsókn og Vernharður Linnet mun aðstoða mig við þáttinn um Tony Bennett því ég vissi minna um hann. Þættina um Frank Sinatra sé ég svo algjörlega um sjálfur því þar er ég náttúrulega á heimavelli,“ segir Geir. Geir segist ánægður með hið nýja starf sitt og segir það mikinn heiður að fá að vinna að þessu verkefni. „Ég hefði þó seint getað gert þetta einn og á þeim Önnu Kristine og Óskari Ingólfssyni mikið að þakka,“ segir Geir og hvetur að lokum alla til að fylgjast með á Rás 1 komandi miðvikudaga. Og heimurinn hlustaði er á dag- skrá klukkan 10.15 og endurtekinn samdægurs klukkan 20.20. Geir Ólafsson með nýjan útvarpsþátt á Rás 1 Morgunblaðið/Kristinn Geir Ólafsson Og heim- urinn hlustaði á Geir Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.