Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 11. ÁGÚST 2002
186. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
„Það má gera
eitthvað hægt“
Lene Zachariassen er fædd í Noregi, sleit barnsskónum í
Afríku og býr nú á Dæli í Skíðadal. Guðni Einarsson og
Ragnar Axelsson heimsóttu Lene og skoðuðu Skruggu,
handverksmiðju þar sem góðir hlutir eru gerðir hægt./B12
ferðalögKlifrað á SpánibílarFlaggskip AudibörnVillti folinnbíóTvær hliðar Helenu
Kuldi er hugarástand
Synt yfir Þingvallavatn
„Ég veit ekki hvað
krítikerar sögðu í
gamla daga þeg-
ar Egill kom með
endarímið frá
Bítlunum.“
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
11. ágúst 2002
B
Sofna áhyggjulaus
og vakna kærulaus
10
Menn eins og við
14
Aðild að NATO
sögulega mikilvæg
fyrir Letta
18
TIL átaka kom í útjaðri Jerúsalem í
gær þegar ísraelskar öryggissveitir
stöðvuðu mótmælagöngu hóps
vinstrisinna til Betlehem. Engar
fréttir bárust þó af alvarlegum
meiðslum en fólkið hugðist mót-
mæla framferði Ísraela á heima-
stjórnarsvæðum Palestínumanna.
Fjórir Palestínumenn féllu í að-
gerðum Ísraelshers á Gazasvæðinu
í gærmorgun. Skriðdrekar Ísraela
héldu þá m.a. uppi skothríð á heim-
ili í bænum Khan Yunis.
Reuters
Gangan stöðvuð
Ungmennin/12
KEMAL Dervis, fjármálaráðherra
Tyrklands, sagði af sér embætti í
gærmorgun og hefur Bulent Ecevit
forsætisráðherra þegar skipað lítt
kunnan þingmann, Masum Turker, í
hans stað. Afsögn Dervis kemur
ekki á óvart en reiknað er með að
hann gangi nú til liðs við nýjan flokk
Ismails Cem, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra. Vonast margir til að Cem
og Dervis geti sameinað hófsama
vinstrimenn, þ.m.t. flokk forsætis-
ráðherrans, Lýðræðislega vinstri-
flokkinn, í kosningum í nóvember.
„Sundrungin sem einkennir
stjórnmál landsins í dag er mikið
vandamál og við verðum að finna
lausn á henni. Það er markmið mitt,“
sagði Dervis eftir að hann tilkynnti
afsögn sína í gær. Vill hann að styrk
stjórn taki við völdum að afloknum
kosningunum í nóvember enda bíði
erfið verkefni; m.a. viðræður um
hugsanlega inngöngu Tyrklands í
Evrópusambandið (ESB).
Mikil pólitísk upplausn hefur ríkt í
Tyrklandi eftir að Ecevit veiktist í
maí og fjölflokkastjórn hans tók að
riða til falls. Sagði Cem af sér emb-
ætti utanríkisráð-
herra fyrir um
mánuði og
minnstu munaði
að Dervis fylgdi
honum þá.
Voru uppi get-
gátur um það í
gær að Ecevit
hefði á föstudag
skipað Dervis að
gera upp hug
sinn um það hvort hann vildi sitja
áfram í ríkisstjórninni eða ganga til
liðs við andstæðinga forsætisráð-
herrans.
„Draumalið“ ESB-sinna
Dervis, sem ekki var flokksbund-
inn, starfaði áður hjá Alþjóðabank-
anum í Washington. Hann átti stór-
an þátt í því að tryggja ríkisstjórn
Ecevits sextán milljarða dollara lán
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fyrra
eftir að efnahagskreppa reið yfir
Tyrkland. Hafa fréttaskýrendur lýst
þeim Dervis og Cem sem „drauma-
liði“ þeirra sem hlynntir eru því að
Tyrkir gangi í ESB.
Fjármálaráð-
herra Tyrklands
segir af sér
Ankara. AFP.
Kemal
Dervis
LÖGREGLA á Bretlandi hefur
handtekið tvo menn í tengslum við
leitina að tveimur tíu ára stúlkum,
Holly Wells og Jessicu Chapman, en
þær hurfu sporlaust fyrir viku. Voru
mennirnir handteknir fyrir að hafa
neitað að sýna lögreglunni tilhlýði-
legan samstarfsvilja í tengslum við
rannsókn á hvarfi stúlknanna.
David Beck rannsóknarlögreglu-
maður sagði að ekki mætti gera of
mikið úr þessum handtökum.
„Mennirnir sýndu lögreglunni ekki
eðlilegan samstarfsvilja þegar
spurningum var beint til þeirra. Með
það í huga að við tökum þessa rann-
sókn afar alvarlega er ljóst að við
munum grípa til aðgerða gagnvart
hverjum þeim sem þykir haga sér
grunsamlega,“ sagði Beck.
Annar mannanna er sagður á fer-
tugsaldri en hinn um áratug eldri.
Báðir voru handteknir á föstudag.
Ekkert hefur til þeirra Wells og
Chapman spurst frá því að þær sáust
síðast sl. sunnudag í heimabæ sínum,
Soham í Cambridgeshire. Óttast
margir að þær hafi orðið fórnarlömb
barnaníðinga.
Tveir menn
handteknir
á Bretlandi
London. AFP.
Tveggja tíu ára
stúlkna enn leitað
ALAN Greenspan, seðlabanka-
stjóri Bandaríkjanna, fagnar því í
dag, sunnudag, að hafa setið fimm-
tán ár í embætti. Þó að hann sé orð-
inn 76 ára þykir Greenspan enn í
fullu fjöri og núgildandi ráðningar-
samningur hans rennur ekki út fyrr
en árið 2004. Getgátur eru þó uppi
um að Greenspan vilji hverfa fyrr
úr starfi enda telji hann óheppilegt
að skipt sé um seðlabankastjóra á
sama ári og forsetakosningar eru
haldnar í Bandaríkjunum.
Greenspan er gjarnan nefndur
næstvaldamesti maðurinn í Banda-
ríkjunum, ef ekki í heiminum öllum.
Þykir Bandaríkjaforseti einn vera
valdameiri en Greenspan og felst
skýringin á þessu ekki aðeins í
þeirri stöðu, sem Greenspan gegn-
ir, heldur einnig í því trausti sem til
hans persónulega er borið.
Greenspan er m.a. þakkað fyrir
að hafa bjargað heiminum frá mik-
illi efnahagskreppu árið 1987 er
hann brást skjótt og vel við hruni á
mörkuðum, og þá er hann einnig
talinn hafa brugðist rétt við efna-
hagsvandanum sem reið yfir ýmis
ríki heims 1997–1998. Loks telja
menn Greenspan hafa brugðist rétt
við hryðjuverkaárásunum á Banda-
ríkin 11. september sl. en hann hef-
ur ítrekað lækkað vexti til að
tryggja stöðugleika á mörkuðum.
Telja þó reyndar sumir að
Greenspan hefði átt að vera búinn
að lækka vexti fyrir 11. september
enda hafi efnahagur Bandaríkj-
anna þegar verið í niðursveiflu.
Leitin að eftirmanni hafin
Það eru ekki Bandaríkjamenn
einir sem kunna að meta verk
Greenspans. Þannig var tilkynnt í
Bretlandi í vikunni að Elísabet
Englandsdrottning myndi sæma
hann riddaratign fyrir vel unnin
störf í þágu alls alheims. Green-
span mun að vísu ekki geta kallað
sig „Sir Alan“, þar sem hann er
ekki breskur ríkisborgari, en heið-
urinn, sem honum er sýndur með
þessu, þykir eigi að síður mjög mik-
ill.
Það var í forsetatíð Ronalds
Reagans sem Greenspan var skip-
aður seðlabankastjóri. Áður hafði
hann verið Richard Nixon og Ger-
ald Ford til ráðgjafar í efnahags-
málum. Hann þykir afar grandvar
maður og eru ræður hans ávallt
hnitmiðaðar og varlega orðaðar
enda er Greenspan ljóst að hver
ummæli, sem hann lætur hafa eftir
sér, geta haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar á Wall Street og öðrum
mörkuðum.
Fréttaskýrendur segja ljóst að
ekki verði auðvelt að feta í fótspor
Greenspans. Margir hafa þó verið
nefndir til sögunnar sem hugsan-
legir eftirmenn hans; þ.á m. Lawr-
ence Lindsey, aðalhagfræðingur
Hvíta hússins, John Taylor aðstoð-
arfjármálaráðherra og Robert
Rubin, sem var fjármálaráðherra í
forsetatíð Bills Clintons.
Fagnar 15 ára
setu í banka-
stjórastólnum
Washington. AFP.
Alan Greenspan