Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Norskir dagar á Seyðisfirði Listviðburðir og hólmavipp NORSKIR dagarverða haldnir áSeyðisfirði dag- ana 13. til 17. ágúst nk. „Þetta er liður í lista- hátíðinni „Á seyði“ sem hófst 14. júní sl. og lýkur 31. ágúst,“ sagði Aðalheið- ur Borgþórsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi á Seyðisfirði. – Hvað er gert á Norsk- um dögum? „Það er mjög margt. Norskir dagar eru fyrst og fremst haldnir til þess að minna okkur Seyðfirð- inga á þau menningar- tengsl sem voru milli Seyðisfjarðar og Noregs fyrr á tímum. Við byrjum á að heiðra minningu Norðmannsins Ottos Wathne sem oft er nefndur „faðir Seyðisfjarðar“. En hann fæddist einmitt 13. ágúst 1843. Í Húsasögu Seyðisfjarðar sem Þóra Guðmundsdóttir skráði seg- ir: „Otto Wathne var, að öðrum norskum síldarspekúlöntum ólöstuðum, heilladrýgstur byggð- arlaginu og reyndar íslensku efnahagslífi öllu. Umsvif hans voru svo fjölþætt að þótt hin slóttuga síld gæfi sig ekki misseri og misseri á ákveðnum miðum þá stefndi það ekki velferð hans í voða. En Otto Wathne var búsett- ur á Seyðisfirði í nærfellt tuttugu ár og má segja að saga bæjarins á því tímabili sé saga hans.“ Í öðru lagi verður sett upp sút- unarverkstæði og sýning tveggja norskra kvenna, Lenu og Beötu. Þær búa á Íslandi á bænum Dæli í Dalvíkurbyggð. Umrætt verk- stæði verður sett upp á Norður- götu 2 og verður opið alla norsku dagana. Konurnar sýna þar list- muni unna úr hrosshári og einnig sútun á skinnum. Í Norðurgötu verður einnig boðið upp á ýmsan fróðleik um Noreg, norskt hand- verk, rósamálningu og fleira. Tónleikar verða í Bláu kirkj- unni á miðvikudagskvöldið 14. ágúst. Þá mun Sigmund Saether leika á harmóniku.“ – Hvenær verður mest um að vera á svæðinu? „Hápunktur Norskra daga er laugardagurinn 17. ágúst sem byrjar með ratleik um slóðir Norðmanna á Seyðisfirði. Síðan verður hólmavipp, golfklúbbur Seyðisfjarðar stendur fyrir vipp- keppni – þ.e. að vippa kúlunni á milli lands og hólma sem er í miðju Lóninu í miðbæ Seyðis- fjarðar. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þann sem vippar kúl- unni næst holunni í hólmanum. Þá verður opnuð sýning sem heit- ir Ferðafuða og er samsýning fjölda listamanna. Í sýningunni taka þátt nokkrir listamenn á Austurlandi. Harmónikuball verður um kvöldið í Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfjarðar sem áður fyrr var norskt sjó- mannaheimili. Seinna um kvöldið munu Magnús Einars- son tónlistarmaður og Tena Palmer söngkona leika og syngja í Skaft- felli. Verslanir ætla að draga fram norskar vörur og hafa í heiðurssessi og veitingahúsin bjóða sérstaklega upp á veitingar að norskum sið. Einstaka íbúar staðarins munu reyna að tala norsku að gömlum sið – að minnsta kosti reyna það.“ – Hve oft hafa Norskir dagar verið haldnir á Seyðisfirði? „Þetta er í sjötta sinn sem norskir dagar eru haldnir hér og þátttaka hefur verið góð, einkum af hálfu bæjarbúa. Norskir dagar eru haldnir ekki síst til þess að minna okkur sem fyrr sagði á tengsl okkar við Noreg og sögu staðarins en auðvitað eru allir velkomnir sem áhuga hafa á þessu efni.“ – Hefur verið mikill ferða- mannastraumur til Seyðisfjarðar í sumar? „Það hefur verið þónokkuð mikið um að fólk komi hingað og skoði bæinn. Við erum með list- viðburði í gangi allt sumarið, tón- leikar eru t.d. í Bláu kirkjunni á hverju miðvikudagskvöldi frá júní til ágústloka. Einnig erum við með Listahátíð ungs fólks sem raunar er nýafstaðin og gekk mjög vel. Þangað komu ung- menni alls staðar að á landinu og tóku þátt í listasmiðjum undir leiðsögn listamanna. Við erum og með sýningar í Skaftfelli menn- ingarmiðstöð og Seyðisfjarðar- skóla. Boðið er og upp á leiðsögn um gamla bæinn en á Seyðisfirði er einn samstæðasti byggða- kjarni á landinu frá því um alda- mótin. Hann vekur gjarnan at- hygli.“ – Eru menn duglegir að gera upp gömul hús í upprunalegri mynd á Seyðisfirði? „Já, það er talsvert um það og það er alltaf að aukast. Merkileg- ustu húsin hér, byggingarsögu- lega séð, eru líklega barnaskóla- húsið og gamla sjúkrahúsið. Bæði þessi hús voru flutt inn tilhöggvin frá Noregi. Þau eru af svokallaðri „timburklassíkgerð“ en einungis 16 slík hús munu vera til á landinu. Þessi hús eru vel varðveitt og gamla skólahúsið er enn í fullri notkun og stendur vel fyrir sínu. Gamla sjúkrahúsið fær væntan- lega nýtt hlutverk bráðlega því að til stendur að nýta það sem hótel. Þá má nefna bryggjuhúsin sem voru byggð 1881 og 1882 sem eru afar merkilegar minjar sem þarf að varðveita en eru nú í nokkurri niðurníðslu. Að lokum langar mig að nefna Vélsmiðju Seyðisfjarðar sem er elsta vél- smiðja á landinu.“ Aðalheiður Borgþórsdóttir  Aðalheiður Borgþórsdóttir fæddist 1. júlí 1958 í Vest- mannaeyjum. Hún stundaði nám við gagnfræðaskóla Seyðis- fjarðar og tónlistarnám við Tón- skóla Sigursveins á Seyðisfirði. Hún hefur starfað sem tónlistar- kennari við sama tónlistarskóla á Seyðisfirði en er nú ferða- og menningarmálafulltrúi á Seyðis- firði. Aðalheiður er gift Sigfinni Mikaelssyni, framkvæmdastjóra Austlax, og eiga þau þrjú börn. Minna á fyrri tíma tengsl við Noreg Nei, Emma mín, ekki núna, ég er með svo hræðilegan höfuðverk. GUÐMUNDUR Hauksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, segir að- spurður að stofnfjáreigendur njóti sérstakra viðskiptakjara hjá spari- sjóðnum. „Stofnfjáreigendurnir eru flestir hverjir mjög góðir viðskipta- vinir og á þeim grundvelli hafa þeim verið boðin sérstök kjör, þau sömu og okkar bestu viðskiptavinir fá.“ Guð- mundur segir að þeir njóti t.d. sér- stakra kjara við meðferð á krítar- kortum og enn fremur í vaxtakjörum. Inntur eftir því hvort þessir stofn- fjáreigendur myndu halda sínum sér- kjörum áfram yrði sparisjóðnum breytt í hlutafélag segir Guðmundur að svo myndi verða. „Það yrði haldið með svipuðum hætti utan um hlutina og áður,“ segir hann, enda yrðu stofnfjáreigendurnir áfram meðal traustustu viðskiptavina sparisjóðs- ins. „Þeir fengju því áfram meðhöndl- un samkvæmt því.“ Stofnfjáreig- endur njóta sérkjara MENGUNARVARNIR norska rík- isins, SFT, hafa gert útgerð Guðrún- ar Gísladóttur KE-15, Festi hf., að fjarlægja alla olíu úr skipinu, um 300 tonn, í allra síðasta lagi í lok sept- ember. Festi hafði áður boðist til að fjarlægja um 90% olíunnar um borð í skipinu, sem sökk við strendur Lófóten um miðjan júní, en SFT vill að öll olían verði fjarlægð. Þá hefur útgerðin fengið frest þar til í lok næstu viku til að gefa skýrslu um það hvort skipskrokkurinn geti staðið af sér vetrarveðrið á Lófóten. Björn Bratfoss, yfirverkfræðingur SFT, segir að sú skýrsla muni hafa áhrif á það hvort norsk yfirvöld muni krefjast þess að farmur í lest skips- ins, um 900 tonn af síld, verði einnig fjarlægður. Í byrjun mánaðarins skilaði lögfræðifyrirtæki íslensku út- gerðarinnar skýrslu um hugsanleg umhverfisáhrif af völdum skipsins, sem einkafyrirtæki í Tromsö, sem sérhæfir sig í athugunum á umhverf- isáhrifum, gerði. Þar var mælt með því að olían yrði fjarlægð sem fyrst en töldu skýrsluhöfundar að engin hætta stafaði af farmi skipsins. Segir Bratfoss að ef útgerðin verði ekki búin að gera ráðstafanir til að fjarlægja olíuna í lok september muni SFT að öllum líkindum ráðast í þær framkvæmdir og senda íslensku útgerðinni reikninginn. Gunnar Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, segir aðspurð- ur að eitt tilboð hafi borist frá norsk- um aðila í skipsflakið. Trygginga- mistöðin hafi á hinn bógin ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Útgerð Guðrúnar Gísladóttur KE-15 Öll olían verði fjarlægð fyrir lok september ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.