Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 35
!
!
"# "# !$%& &'#
( )$%!$ & &'# * + , $"!$" &&
'' -!$ & &'#
. &
./& $ & && 0 !$1 &'#
( & && " 2 /)&'#
/+, $$/+ !
!
"
#
! $ %
!" !#
$ !"
% & !"
'# (!
!
"
# $
!" #$ %&%'""(
&)
* +( &%'""(
( $ , ( #&&)
# - #' &%'""(
+ ,' . ( #%'""(
+,/ ( #%'""(
( /0&,%&&)
. ) , / .
!"
" #
$%
! "# $##
#
✝ Ólafur Helgasonfæddist í Keflavík
12. ágúst 1924. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
29. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Helgi Guðmundsson
læknir, f. 3.8. 1891, d.
29.4. 1949, og Sigur-
björg Hulda Matthías-
dóttir hjúkrunarkona,
f. 14.9. 1891, d. 8.8.
1968. Börn þeirra
voru átta: Guðmund-
ur, f. 11.10. 1919, d. 14.11. 1984,
Matthías, f. 12.4. 1921, d. 7.2. 1986,
Haukur, f. 25.10. 1922, d. 15.10.
1990, Ólafur, sem hér er kvaddur,
Ragnheiður, f. 7.9. 1927, d. 26.10.
1943, Guðrún Jóhanna, f. 7.9. 1927,
María, f. 12.8. 1930,
og Sigurlaug, f. 6.8.
1936, d. 27.4. 1985.
Ólafur kvæntist Sig-
urjónu Guðmunds-
dóttur, f. 18.3. 1925,
d. 6.12. 1995. Þau
eiga sex börn: Guð-
rún, f. 4.3. 1948, á
einn son og þrjú
barnabörn, Helgi, f.
8.4. 1950, á tvö börn
og tvö barnabörn,
Elsa, f. 27.5. 1952, á
eina dóttur og tvö
barnabörn, Jóhanna, f. 18.2. 1954,
á þrjú börn og eitt barnabarn,
Hulda, f. 18.1. 1957, á einn son, og
Ólafía, f. 7.4. 1960, hún á tvo syni.
Útför Ólafs var gerð frá Kefla-
víkurkirkju 5. júlí síðastliðinn.
Hann Óli frændi er dáinn. Segja
má að hann hafi kvatt þennan heim
á sinn hátt, búinn að vera á rölti á
sjúkrahúsinu, lagðist upp í rúm og
dó, fór.
Við systkinin minnumst margra
skemmtilegra heimsókna hans þar
sem setið var og skrafað um allt
milli himins og jarðar. Talað um
pólitík þar sem hann og pabbi voru
svo til alltaf ósammála, sagðar sög-
ur, oft prakkarasögur, gamlar og
nýjar með frábærum tilþrifum, tek-
inn allur skalinn með leikrænni
tjáningu, rödd, göngulag, handapat,
hróp og köll. Mikið var hlegið og
slegið sér á lær. Svo allt í einu var
hann staðinn upp og sagði „Jæja,
takk fyrir kaffið Stebba mín“ og
með snaggaralegum hreyfingum fór
hann í jakkann, stökk niður tröpp-
urnar, út í bíl og brunaði í burtu.
Eftir stóð pabbi á tröppunum með
pípuna í munnvikinu, og hristi höf-
uðið yfir asanum á litla bróður.
Þekkt er sú saga þegar Óli
frændi var á leið „eitthvað norður“
einn á ferð, kom við í bústaðnum
við Meðalfellsvatn þar sem margir
voru búnir að reyna við laxinn,
lengi. Óli staldraði við í klukkutíma
tók þrjá væna laxa og einn kaffi-
bolla og var svo þotinn norður og
þrátt fyrir ákafar tilraunir reyndari
veiðimanna sást ekki í lax marga
daga á eftir.
Lengi vel héldu sum okkar að Óli
héti Óli bror eða Óli bro, en það
kallaði pabbi hann alltaf. Auðvitað
var það frá þeim tíma er þau systk-
in ólust upp á Túngötunni í Kefla-
vík og fínt þótti að sletta dönsk-
unni.
Hér skal ekki tíundað æviskeið
Óla. Hann, eins og margur á hans
aldri, lifði tímana tvenna.
Samverustunda okkar með Óla
verður lengi minnst og stendur þá
helst upp úr hláturinn og kætin í
kringum þær. Sjálfsagt er engin
lognmolla á þeim stöðum sem hann
ferðast á núna. Við systkinin og
móðir okkar Stefanía óskum Óla
góðrar ferðar á framandi slóðum og
um leið þökkum við kærum frænda
samfylgdina og tryggðina gegnum
tíðina.
Börnum hans og fjölskyldum
þeirra, Jónu vinkonu hans, systr-
unum Maríu og Jóhönnu og öllum
vinum Óla vottum við okkar dýpstu
samúð og biðjum Guð að vera með
ykkur á sorgar- og saknaðarstundu.
Hulda, Stefán, Ingólfur,
Magnús og Guðlaug.
ÓLAFUR
HELGASON
✝ Ágúst GuðjónHróbjartsson
fæddist í Reykjavík
25. desember 1936.
Hann lést á heimili
sínu 18. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Brynjólfsson, vörubíl-
stjóri, og kona hans
Sigurbjörg Ólafsdótt-
ir, húsmóðir, og áttu
þau alls níu börn.
Ágúst var ættleiddur
nýfæddur af Hró-
bjarti Guðjónssyni, út-
gerðarmanni í Keflavík, og þáver-
andi konu hans, Guðríði
Ágústsdóttur, sem lést úr berklum
ári síðar, en þá hafði Ágúst smitast
og lá lengi á Landakoti hjá nunn-
unum sem sáu vel um hann og náði
hann fullum bata. Síðar kvæntist
Hróbjartur Guðrúnu Maríusdóttur
og ólst Ágúst upp hjá þeim hjónum,
fyrst í Reykjavík og síðar í Kefla-
vík.
Hinn 13. febrúar
1960 kvæntist Ágúst
Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, f. 27. janúar
1934 og eru börn
þeirra: 1) Guðmund-
ur Daði, f. 26. febrúar
1956, börn hans: a)
Ágúst Daði, f. 11. maí
1976, sambýliskona
hans er Kristrún Þór-
ey Markúsdóttir, f.
11. janúar 1977, og
þeirra sonur er Sölvi
Þór, f. 3. mars 2002.
b) Sigrún, f. 5. ágúst
1981. 2) Guðrún, f. 23. janúar 1963,
hennar maður Rúnar Oddgeirsson,
f. 2. nóvember 1960, börn þeirra
eru: a) Ágúst Hróbjartur, f. 17. júní
1983, b) Sturla, f. 8. júní 1984, c)
Rúnar, f. 26. febrúar 1995.
Ágúst var til sjós, verkstjóri í
fiski, rak fasteignasölu í 18 ár og
vann lengi við sölumennsku, síðast
hjá Nathan & Olsen hf.
Útför Ágústs fór fram í kyrrþey.
Mig langar, með þessum orðum, að
minnast vinnufélaga okkar hjá Nath-
an & Olsen, Ágústs G. Hróbjartsson-
ar, sem lést 18. júlí, langt um aldur
fram.
Gústi, eins og við kölluðum hann,
hóf störf hjá Nathan & Olsen 1. ágúst
1998 og hafði því unnið hjá okkur sem
sælgætissölumaður í fjögur ár þegar
hann lést. Á þeim tíma hafði Nathan
& Olsen tekið við fjölmörgum sæl-
gætisumboðum frá Hans Petersen og
með umboðunum fylgdi besti kostur-
inn, Gústi og bíllinn hans. Hann hafði
þá áður unnið hjá Þýsk-íslenska við
sælgætissölu úr bílnum sínum en
fylgdi sælgætinu eftir þegar Hans
Petersen fékk umboðin.
Gústi var ákaflega glaðvær og
skemmtilegur vinnufélagi. Hann sá
alltaf jákvæðu hliðarnar á öllum mál-
um og var alltaf tilbúnn að hlusta á út-
skýringar okkar á hinum ýmsu mál-
um sem upp komu. Hann var mjög
fær sölumaður og frábær starfskraft-
ur. Hann var einn af þessum sölu-
mönnum af Guðs náð. Hann var sölu-
maður af gamla skólanum, sem mat
heiðarleika mjög mikils og að standa
við gefin loforð og gerða samninga
var eitthvað sem hann hafði mjög í
heiðri. Hann fylgdist með söluárangri
sínum dag frá degi og hafði mikinn
metnað til að standa við þær áætlanir
sem gerðar höfðu verið. Ef áætlanir
viðkomandi mánaðar virtust ekki
ætla að ganga eftir, fór hann af stað
og bætti við nokkrum sölum til þess
að áætlunin stæðist og auðvitað vildi
hann helst gera miklu betur, sem oft
tókst.
Hann bar ávallt hag viðskiptavin-
arins sérstaklega fyrir brjósti, ekki
síður en hag fyrirtækisins og kunni þá
aðferð að láta þessa hagsmuni falla
mjög vel saman. Viðskiptavinirnir,
sem margir hverjir höfðu þekkt
Gústa frá upphafi starfs hans við sæl-
gætissölumennsku, voru hans per-
sónulegu vinir, hann færði þeim blóm
á tyllidögum og sumum bauð hann út
að borða, bara til að efla vináttu-
tengslin.
Við höfum heyrt það síðustu mán-
uðina, meðan Gústi lá veikur, að við-
skiptavinirnir sakna hans sárt ekki
síður en við vinnufélagarnir. Þegar
Gústi frétti að hann hefði greinst með
krabbamein og ætti eingöngu eftir
fáa mánuði ólifaða vildi hann strax
ganga frá sínum málum hjá fyrirtæk-
inu. Hann aðstoðaði okkur við að
finna eftirmann sinn og kenndi hon-
um það sem hann gat af sinni tækni
og setti hann inn í persónulegar þarfir
hvers viðskiptavinar. Hann var samt
ekki hættur að starfa sem sölumaður
þótt hann væri kominn heim í veik-
indafrí heldur hélt hann áfram að
hringja í viðskiptavinina og selja þeim
sælgæti og notaði síðan tækifærið og
lét þá vita að hann væri að hætta af
óviðráðanlegum orsökum. Nokkrir
viðskiptavinanna heimsóttu hann á
spítalann þegar hann var þangað
kominn og ennþá hélt hann áfram að
selja þeim og hringdi svo til okkar og
bað okkur að skrifa út reikninginn.
Einn viðskiptavinurinn bað um það að
við sæjum til þess að hann hefði ekki
með sér farsíma þegar hann færi í
ferðina löngu því þá myndi hann eilíf-
lega halda áfram að hringja í sig og
selja sér.
Gústi hafði gaman af því að spila við
vinnufélagana, þegar tækifæri gafst.
Hann mætti í vinnuna löngu áður en
viðskiptavinirnir voru komnir á kreik
og notaði hann þá oft tækifærið til að
spila þangað til tími var kominn til að
fara út í bæ. Þegar við hin mættum í
vinnuna á skikkanlegum tíma, mættu
okkur oft hlátrasköllin hans Gústa
sem bentu til þess að núna hefði hann
snúið á spilafélagana eða þá að hann
hefði verið að segja strákunum ein-
hverja skemmtisöguna. Hann hafði
sérstaklega gaman af að segja frá
ýmsum atvikum úr eigin lífi og ann-
arra og sennilega hefur stundum ver-
ið krítað liðugt í þeim eina tilgangi að
gera söguna ennþá meira krassandi
og þá var oft hlegið dátt, enda hafði
Gústi mjög háværan og smitandi hlát-
ur. Hann gat verið mjög stríðinn og
hafði sérstakt dálæti á að metast við
hinn sælgætissölumanninn okkar og
oft hringdust þeir á og stríddu hvor
öðrum, en alltaf var þetta græsku-
laust grín og verður ekki erft.
Við stúlkurnar á skrifstofunni átt-
um mjög gott samstarf við Gústa.
Hann prentaði reikningana út úr
tölvu í bílnum sínum og gekk frá
greiðslum við viðskiptavinina um leið.
Hann kom til okkar á hverjum degi
með uppgjör dagsins og lagði mikla
áherslu á að skila því af sér snyrtilegu
og algjörlega réttu og mátti þar aldrei
skeika svo mikið sem einni krónu.
Hann fylgdist stöðugt með því hvort
viðskiptavinirnir stæðu í skilum og
kæmi það fyrir að þeir gerðu það
ekki, skrapp hann til þeirra og sótti
greiðsluna. Einu atviki man ég samt
eftir sem hann hafði lengi áhyggjur
af. Hann hafði verið að koma út úr
einni sælgætisversluninni með reikn-
inginn og ávísun í höndunum þegar
sterk vindhviða skall á honum og reif
af honum pappírana. Hann hljóp af
stað á eftir þeim og auðvitað tók hann
stefnuna á eftir ávísuninni. Honum
tókst að handsama hana en reikning-
urinn hvarf á braut og hefur ekki sést
síðan. Hann var í öngum sínum þegar
hann kom til okkar en tók gleði sína á
ný þegar við sögðum honum að eng-
inn skaði væri skeður þar sem hann
hefði náð ávísuninni.
Ég bið Guð að blessa ástvini Ágústs
í þeirra miklu sorg. Ég veit að hann
bar hag þeirra mjög fyrir brjósti alla
tíð og kom það enn og aftur skýrt
fram í síðasta símtali mínu við hann
tveimur dögum áður en hann lést.
Fyrir hönd stjórnar og starfs-
manna Nathan & Olsen þakka ég
Ágústi frábærlega vel unnin störf og
mjög gott og skemmtilegt samstarf.
Hanna Dóra Haraldsdóttir, starfs-
mannastjóri Nathan & Olsen.
ÁGÚST GUÐJÓN
HRÓBJARTSSON
!"
#
$ !"
% &
'