Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 36
ALDARMINNING
36 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Steindór Stein-
dórsson fæddist á
Möðruvöllum í
Hörgárdal í Eyja-
firði 12. ágúst 1902.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. apríl
1997.
Þegar Steindór
Steindórsson setti
punktinn aftan við
tveggja binda sjálfs-
ævisögu sína, Sól ég sá,
í ársbyrjun 1982, var
áratugur liðinn frá því
hann lokaði dyrum Menntaskólans á
Akureyri á eftir sér í hinsta sinn og
gerðist eftirlaunamaður. Ekki settist
hann þó í helgan stein því á þessum
áratug komu út á prenti eftir hann –
ekki síst fyrir atbeina Örlygs Hálf-
dánarsonar bókaútgefanda – 18
bækur, frumsamdar, þýddar eða
endursamdar, en fimm lágu í hand-
riti. Má það teljast myndarlegur
endahnútur á ævilöngum ritferli sem
að lokum taldi hálft sjöunda hundrað
titla.
Ritstörfum sínum skipti Steindór í
fimm meginflokka: 1. Grasafræði og
önnur náttúrufræði. 2. Landafræði
og ferðaþætti – meginritið er Landið
þitt. 3. Blaðagreinar og ritstjórn. 4.
STEINDÓR
STEINDÓRSSON
Þýðingar – hér má telja
Ferðabók Eggerts
Ólafssonar, Ferðabók
Ólafs Olaviusar og
Ferðabók Sveins Páls-
sonar (ásamt Pálma
Hannessyni og Jóni
Eyþórssyni) auk ferða-
og dagbóka fjölmargra
Íslandsfara á 18. og 19.
öld. 5. „Ýmislegt“ svo
sem Ævisögu Stefáns
Stefánssonar og Ís-
lenska náttúrufræð-
inga. Síðastnefnda bók-
in spannar tímabilið frá
1600 til um 1930, hefst á
æviágripum Skálholtsbiskupanna
Odds Einarssonar og Gísla Oddsson-
ar og endar á Guðmundi G. Bárðar-
syni. Því miður entist Steindóri ekki
heilsa til að skrifa annað bindi, um
ævir næstu kynslóðar náttúrufræð-
inga, og hafnaði meðal annars tilboði
undirritaðs um aðstoð við það verk –
sagði að enginn gæti gert það nema
hann sjálfur, og nú væri það of seint.
Steindór var fjölmenntaður í nátt-
úrufræði. Sérgrein hans var þó
grasafræði, og á því sviði voru vís-
indarannsóknir hans og veigamikill
hluti ritstarfa. Um upphaf þeirra og
lærdómsrík ráð Guðmundar G.
Bárðarsonar segir svo í ævisögunni
(II, s. 205): „Fyrsta ritið um það efni
[grasafræði] gaf Vísindafélag Íslend-
inga út 1931, var það um rannsóknir
á skógsvarðargróðri í Þjórsárdal, og
ári síðar gaf það út ritgerð um Saf-
armýri. Ég hefði tæplega byrjað að
skýra svo fljótt frá gróðurrannsókn-
um mínum, sem voru á byrjunarstigi,
ef Guðmundur G. Bárðarson hefði
ekki beinlínis rekið mig til þess.
Hann var þá í stjórn Náttúrufræði-
deildar Menningarsjóðs og áhrifa-
mikill í Vísindafélaginu. Lét hann sér
annt um að útvega ungum mönnum
styrki til náttúrurannsókna, en eins
og hann sagði, „þá verður róðurinn
þar þungur, ef ekkert kemur fram
um þessar rannsóknir. Það er því
beinlínis skylda þín að skrifa um það
sem þú kannar jafnóðum og þú hefir
eitthvað að segja, svo að alþjóð sjái
að eitthvað sé unnið, og fyrir sjálfan
þig er það lífsnauðsyn að gefa eitt-
hvað út á prent, svo að þú tryggir þér
sess meðal náttúrufræðinga“. Þess-
um rökum gat ég ekki mótmælt, vissi
líka að ráð Guðmundar reyndust
hverjum manni vel. Varð það því
regla mín að skrifa sem mest um
rannsóknir mínar.“
Steindór varð stúdent 1925 og
haustið 1930, að loknu námi í Kaup-
mannahöfn, var hann settur kennari
við hinn nýstofnaða Menntaskóla á
Akureyri. Þar var æ síðan megin-
starfsvettvangur hans, síðustu árin
sem skólameistari. Sumrin og aðrar
tómstundir frá skyldustörfum notaði
Steindór einkum til rannsókna og
ritstarfa. Fyrsta rannsóknaverkefni
hans var að kanna gróðurbreytingar
af völdum Flóaáveitunnar, en fram-
kvæmdirnar við hana stóðu milli
1920 og 1930. Tilgangurinn var að
breyta áveitusvæðunum í gulstarar-
engi. Sú hugsun byggðist þó fremur
á óskhyggju en staðreyndum, og
Guðmundur G. Bárðarson benti
Steindóri á að það væri verðugt
rannsóknarefni að fylgjast með
áhrifum áveitunnar. Steindór hóf
rannsóknirnar sumarið 1930 en hafði
lagt rannsóknaráætlun ásamt styrk-
umsókn fyrir Búnaðarfélagið 1928.
Auk Flóans skyldi hann skoða gróð-
ur á nokkrum sáðsléttum sem gerðar
höfðu verið í tilraunaskyni með fræ-
blöndur. Þegar hér var komið voru
fjögur ár síðan áveitunni hafði verið
hleypt á fyrstu svæðin, þannig að þar
höfðu gróðurbreytingar þegar orðið.
Önnur svæði voru hins vegar enn
ósnortin af áhrifum áveitunnar og
þau gat hann notað til að skilgreina
hina upphaflegu gróðursamsetn-
ingu. Þegar Steindór leit til baka
hálfri öld síðar virtist honum hann
hafa verið heldur illa búinn undir
þetta starf, nýskriðinn frá prófborð-
inu. Hann þekkti að vísu meginþorra
íslenskra plantna og hafði kynnt sér
allvel kerfi Chr. Raunkiærs til að
skilgreina gróðursamfélög tölfræði-
lega, auk þess sem vinur hans H.
Mölholm-Hansen hafði skrifað dokt-
orsritgerð (Kbh. 1930) um gróðurfar
á Íslandi þar sem þessari aðferð var
beitt. Aðferðin er í stuttu máli fólgin í
því að hringur, sem er 0,1 fermetri að
flatarmáli, er settur niður 10 sinnum
af handahófi á tilteknu svæði og allar
plöntutegundir innan hans greindar.
Hlutföll tegunda eru síðan metin út
frá því í hve mörgum hinna 10 sýna
hún kemur fram. Aðferðin er auðvit-
að sérlega heppileg til að skilgreina
breytingar sem verða á tilteknu
svæði, en einnig er hún notuð til að
skilgreina gróðursamfélög, svo sem
valllendisgróður, mólendisgróður,
mosaþembur, melagróður, mýra-
gróður o.s.frv. Með rannsóknum
þessa fyrsta sumars, í Flóa, Skeiðum
og Þjórsárdal, lagði Steindór grund-
völl að því kerfi eða flokkunarlykli
sem hann beitti æ síðan og nýttist
einnig við undirbúning gróðurkorta
af Íslandi og Grænlandi sem hann
var síðar aðili að. Steindóri varð
snemma ljóst að Flóaáveitan mundi
ekki hafa tilætluð áhrif og að fram-
tíðin lægi fremur í framræslu vot-
lendisins. Lokaskýrsla um áhrif
áveitunnar birtist 1943: Gróðurrann-
sóknir á Flóaáveitusvæðinu.
Sumarið 1931 kannaði Steindór
Safarmýri ofan við Þykkvabæ, en
nokkru fyrr (1923) hafði verið lokið
fyrirhleðslu um Djúpós og var mýrin
farin að þorna. Um þá könnun skrif-
aði hann aðra vísindaritgerð sína,
sem Vísindafélagið birti 1932 – hin
fyrsta var um skógsvarðargróður í
Þjórsárdal eins og áður sagði. Mýri
þessi var um 1600 hektarar að stærð
og talin eitt grösugasta starengi
landsins, með mörgum tegundum
stara. Hún var mjög blaut og störin
svo stórvaxin að hægt var að halda
saman blaðoddunum yfir hrygg á
hesti og þegar stórgripir fóru þar um
sá aðeins á bak þeirra. Sagt var sauð-
kindur ættu til að týnast í þessu
mikla grasi og vera þar á þvælingi
vikum saman (Landið þitt). Þegar
Steindór kom þarna aftur 1947 var
mýrin horfin og þar er nú ræktar-
land komið í staðinn.
Síðsumars 1931 hófst nýr þáttur í
rannsóknastarfi Steindórs: könnun
hálendisgróðurs á Íslandi. Hann
slóst þá í för með Pálma Hannessyni
um Landmannaleið og umhverfis
Torfajökul, en Pálmi var þá að leggja
drög að ritun árbókar Ferðafélags-
ins um þetta svæði. Næstu sumur
ferðuðust þeir um Brúaröræfi, suð-
austuröræfi og Síðumannaafrétt,
Pálmi jarðfræðingur og Steindór
grasafræðingur ásamt Magnúsi
Björnssyni dýrafræðingi, en auk
þess voru með í för Finnur Jónsson
málari og ýmsir aðrir. Árangur þess-
ara ferða, og annarra styttri næstu
árin, var ritið Studies on the Veget-
ation of the Central Highland of Ice-
land (1945) og framhald þess Um há-
lendisgróður Íslands í tímaritinu
Flóru 1966–68.
Hálendisritgerðirnar tvær, ásamt
Skrá um gróðurhverfi (1974), urðu
hinn fræðilegi grundvöllur að gróð-
urkortagerð Íslands, en jafnframt
voru þær fyrsta yfirlit sem gert var
um hálendisgróður landsins. Á sama
hátt var ritið um mýragróður á Ís-
landi, Studies in the Mirevegetation
of Iceland (1975), fyrsta yfirlit yfir
mýragróður á Íslandi, og raunar
fyrsta plöntuvistfræðilega rannsókn
á mýragróðri norðurhjarans. Upp-
haf þeirrar vinnu var auðvitað rann-
sóknirnar á svæði Flóaáveitunnar,
en ritið sjálft vann Steindór að miklu
leyti í kennsluleyfi í Osló veturinn
1951, þótt ekki væri það fullfrágeng-
ið fyrr en löngu seinna.
Þriðja stórverkefnið, sem Stein-
dór átti aðild að, hófst 1954 þegar dr.
Björn Jóhannesson viðraði þá hug-
mynd við hann að gera kort af meg-
ingróðurlendum á afréttum landsins.
Með slíku korti fengist óyggjandi
vitneskja um útbreiðslu gróins lands,
auk þess sem það skapaði grundvöll
að umræðu um það hvort gróður
aukist eða eyðist, hver áhrif beitar
séu, o.s.frv. Taldi Björn einsýnt að
Steindór yrði að taka þátt í korta-
gerðinni vegna þess að hann var allra
manna fróðastur um hálendisgróður
landsins, auk þess sem rit hans um
það efni og um íslensk gróðurhverfi
yrðu að vera fræðileg undirstaða
kortagerðarinnar. Varð það úr að
Steindór var með leiðangri korta-
gerðarmanna lengri eða skemmri
tíma í 12 sumur, 1955–1966. Björn
var leiðangursstjóri fyrstu tvö sumr-
in, en síðan Ingvi Þorsteinsson þar til
verkefnið fluttist frá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins til Náttúru-
fræðistofnunar árið 1992. Þá var lok-
ið kortlagningu um 2⁄3 hluta alls
landsins, einnig láglendis en ekki
einungis afrétta eins og upphaflega
var áætlað. Flokkunarlykill Stein-
dórs Steindórssonar og skilgreining
gróðurhverfa eru enn í fullu gildi og
alfarið notuð við kortagerðina, sem
nú fer fram á Náttúrufræðistofnun.
Rúmum áratug eftir að Steindór
lauk þátttöku í gróðurkortagerðinni
(1966) bað Ingvi Þorsteinsson hann
að koma með til Grænlands, en þar-
lend stjórnvöld höfðu leitað til Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins um
gerð gróðurkorts af sauðfjárræktar-
héruðum Grænlands á sunnan- og
suðvestanverðu landinu. Varð úr að
flokkur Ingva ásamt Steindóri var á
Grænlandi sumrin 1977–80; síðasta
sumarið sem þeir voru að klifrast
þarna fótgangandi um hlíðar og
slakka varð Steindór 78 ára og ekki
orðinn jafn fótviss og fyrr, enda
hlaut hann nokkrar byltur og
skrokkskjóður í þessum síðustu ferð-
um, þótt ekki yrði honum varanlega
meint af.
Frá sjónarmiði „hreinna rann-
sókna“ er rit Steindórs um uppruna
íslensks gróður vafalítið áhugaverð-
ast: On the Age and Immigration of
the Icelandic Flora, sem Vísinda-
félagið gaf út 1962. Um það ritaði
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri,
að sér væri engin launung á, að hann
teldi útkomu þessarar bókar með því
allra merkasta sem skrifað hefði ver-
ið um náttúru Íslands fyrr og síðar. Í
ritinu leitast Steindór við, út frá út-
breiðslu tegunda – líkt og Wallace
forðum – að færa rök að því að veru-
legur hluti íslenskra plantna hafi lif-
að af síðasta jökulskeið, og þar með
ísöldina.
Hinir ýmsu hlutar íslenska lífrík-
isins geta verið af þrennum toga:
„upprunalegir“, þ.e. frá því fyrir ís-
öld, aðfluttir eftir ísöld, eða innfluttir
af mannavöldum. Ýmsir höfðu, og
hafa síðan, tekist á við þá spurningu
með ýmsum aðferðum hvort ein-
hverjar plöntur hafi lifað af ísöldina,
en löngum var það ríkjandi skoðun
að fimbulvetur ísaldar hafi þakið
landið jöklum svo fullkomlega að hin
eldri flóra hafi gersamlega þurrkast
út. Flestir hinna eldri jarðfræðinga
og líffræðinga aðhylltust „tabula-
rasa-kenninguna“ – að Ísland hefði
komið algerlega gróðurvana undan
jöklunum. En árið 1937 lýsti Sigurð-
ur Þórarinsson þeirri niðurstöðu
sinni að líklegt væri að einkum á fjór-
um svæðum á landinu hafi fjöll staðið
Mjög gott iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á 2 hæðum í mjög góðu endabili á
snyrtilegri og vel staðsettri húseign. Annars vegar rúmlega 500 fm jarð-
hæð með góðum innkeyrsludyrum og uþb. 5 metra lofthæð og hins vegar
u.þ.b. 200 fermetra skrifstofuhæð sem auk innangengis milli hæða hefur
sérinngang á gafli. Á gafli hússins er einnig op fyrir gálgalyftu. Húsnæðið
má því nýta hvort sem um er að ræða í einu lagi eða tvennu. Akoma er
mjög góð, stór lóð og bílastæði malbikuð. Hægt er að koma fyrir 40 feta
gámum á lóðinni. Næg bílastæði Þetta er húsnæði sem getur hentað fyrir
margskonar starfsemi. Laust strax.
DRAGHÁLS - TIL SÖLU
Til leigu eru tvær hæðir, 3 og
4 í Austurstræti 18. Hæðirnar
eru 105 fm með hlutdeild í
sameign. Mögulegt er að
leigja hæðirnar í sitthvoru
lagi. Þetta er mjög skemmti-
legt húsnæði og skiptist niður
í mismunandi stór skrifstofu-
herbergi. Lyfta er í húsinu.
AUSTURSTRÆTI - TIL LEIGU
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
LAUFRIMI 24 - 4RA HERBERGJA
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
Hér gefur að líta rúmgóða og bjarta
99 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í
þessu fallega litla fjölbýlishúsi, þar
sem hver íbúð hefur sérinngang.
M.a. eru 3 góð svefnherb. og þvotta-
hús innan íbúðar. Linoleum-dúkar á
gólfum. Gott útsýni. Sérbílastæði.
Stutt í alla þjónustu. Verð 12, 6 millj.
KAREN OG ÓLAFUR SÝNA ÍBÚÐINA
Í DAG Á MILLI KL. 14.00 OG 17.00
Kransar - krossar
Kistuskeytingar • Samúðarvendir
Heimsendingarþjónusta
Eldriborgara afsláttur
Opið sun.-mið. til kl. 21
fim.-lau. til kl. 22
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar