Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Önnumst allt er lýtur að útför.
Hvítar kistur - furukistur
- eikarkistur.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
!" !#$$
! " !
# ! $ "
%
$ ! " & ' ()
* & ! " $
+,
-! ! %+ ! "
$ # ! "
. ! / 0! "
1",2 3 ! " ' ,
$ * ! () 1")! "
22"222
!
"
#
!" #! $ %# &&! '"#! "(! "%%)"
*! %# &&! "" %*("%)"
#%!"#%# &&! +!%&"" !%%)"
"" ,!-""'"#%%)"$
✝ Grétar Norð-fjörð, fyrrver-
andi aðalvarðstjóri í
Reykjavík, var fædd-
ur í Flatey á Breiða-
firði hinn 5. febrúar
1934. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi hinn
29. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Sigurðsson
Norðfjörð, sjómaður
frá Neskaupstað, og
Guðrún Björg Ólafs-
dóttir. Grétar ólst
upp í Reykjavík hjá
fósturforeldrum, þeim Jóni Jak-
obi Jónssyni og Ingibjörgu Ólafs-
dóttur. Árið 1956 kvæntist hann
Jóhönnu Runólfs-
dóttur, f. 28.11.
1936. Dætur þeirra
eru Erla B. Norð-
fjörð, f. 15.6.1953, og
Alda Björg Norð-
fjörð, f. 8.9. 1955.
Barnabarn Grétars
er Manuela Ósk
Harðardóttir, f. 29.8.
1983.
Grétar hóf störf í
Lögreglunni í
Reykjavík árið 1959
og starfaði þar til
ársins 2001.
Útför Grétars
verður gerð frá Hallgrímskirkju á
morgun, mánudaginn 12. ágúst og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Fallinn er frá stórbrotinn og öfl-
ugur félagi langt um aldur fram.
Okkur setti hljóða, fyrrum sam-
starfsmenn hjá lögreglunni í Reykja-
vík, þegar við fréttum að vinur okkar
og fyrrum samstarfsmaður væri al-
varlega veikur og stuttu síðar að
hann væri fallinn frá. Þessi fríski og
öflugi maður sem ætlaði svo sannar-
lega að njóta eftirlaunaáranna. „En
maðurinn upphugsar veg sinn en
Guð stýrir honum.“
Það var auðvelt að kynnast Grétari
enda var hann áberandi persóna inn-
an lögreglunnar og ekki síður áber-
andi vegna þeirrar þjónustu sem
hann veitti okkur með því að reka
samhliða starfi sínu í lögreglunni
verslun sem sá okkur fyrir hluta ein-
kennisfatnaðarins. Ég kynntist Grét-
ari fljótlega eftir að ég byrjaði sem
lögreglumaður í Vestmannaeyjum
1976. Honum var umhugað um okkur
landsbyggðarlögreglumennina og lét
okkur aldrei fara tómhenta frá sér.
Þessi lipurð og þjónustulund við fé-
laga sína, en í hans augum voru allir
lögreglumenn vinir hans, var ein-
kennandi í fari hans. Sterk kynni
urðu okkar á milli þegar ég fluttist til
lögreglunnar í Reykjavík 1992 og
störfuðum við í nokkur ár saman á
sömu vaktinni. Hann og Hjörtur Sæ-
mundsson varðstjóri voru mjög nánir
samstarfsmenn og hvor á sinn hátt
urðu mínir traustu samherjar.
Grétar hafði mikinn metnað í garð
lögreglunnar og skildi nauðsyn for-
varnarstarfs og var hann frum-
kvöðull á því sviði hjá lögreglunni í
Reykjavík. Innbrotavarnir áttu hug
hans allan og var hann ötull við að
brýna almenning á að gæta vel að sér
og ganga vel frá hurðum og gluggum.
Hann kom með hagnýtar ábendingar
sem dugðu og eins var áhugi hans svo
mikill að hann vakti yfir þekktum
innbrotastöðum til að góma þjófana
áður en þeir næðu að valda tjóni.
Hann var keppnismaður og hætti
ekki keppni fyrr en hann hafði náð
settu marki og séð árangur erfiðis
síns.
Grétari voru falin mörg ábyrgðar-
störf innan lögreglunnar og síðustu
ár hans í starfi gegndi hann aðalvarð-
stjórastarfi á miðborgarstöð lögregl-
unnar í Reykjavík. Hann naut sín í
miðborginni enda lagði hann sig allan
fram, ásamt lögreglumönnunum sem
unnu undir hans stjórn, að fegra
borgarlífið með því að efla eftirlit og
grípa inn í þar sem það átti við.
Eftir að Grétar fór á eftirlaun fyrir
um tveimur árum, lagði hann mikla
rækt við sína gömlu félaga. Það var
gott að fá hann í heimsókn og heyra
hvað hann hafði til málanna að
leggja. Ekki var allt samþykkt en
áhugi hans og eldmóður var smitandi
og sýndi að honum var umhugað um
löggæsluna í Reykjavík. Þessi hugur
gladdi okkur og var okkur mikið í
mun að vinur okkar gæti notið lífsins
með Jóhönnu eiginkonu sinni, sem
var hans stoð og stytta alla tíð. Í góðu
spjalli okkar á milli síðustu ævidaga
hans tjáði hann mér hvað það hefði
verið sér mikilvægt í öllum hans
störfum að eiga svo traustan lífsföru-
naut sem Jóhanna var alla tíð. Dætur
hans tvær og dótturdóttir voru hans
augasteinar. Stoltið og þakklætið
skein úr veikum augum hans en gaf
honum kraft til að bugast aldrei í
hans erfiðu veikindum.
Ég vil þakka vini mínum Grétari
fyrir samleiðina, án hans stuttu sam-
leiðar hefði lífsmunstrið mitt orðið
öðruvísi. Hvatning hans og gagnrýni
var fram borið af heilum hug og það
var mikilsvert.
Ég veit að ég get mælt fyrir hönd
okkar lögreglumanna hjá embætti
lögreglustjórans í Reykjavík að góð-
ur drengur og traustur félagi er fall-
inn frá langt um aldur fram.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð
blessi minningu þína.
Geir Jón Þórisson,
yfirlögregluþjónn
í Reykjavík.
Mig langar að minnast góðs vinar
míns með nokkrum orðum. Þótt við
höfum ekki þekkst lengi notuðum við
tímann vel og áttum margar stundir
saman. Vil ég þakka þér fyrir allar
þessar stundir, sem voru okkur báð-
um mikils virði. Þá er helst að minn-
ast þeirra stunda þegar við vorum er-
lendis. Hvað þú varst fróður um alla
hluti í Bandaríkjunum, meðal annars
þegar við vorum í Atlanta ’96 og síð-
an allar þær ferðir sem við fórum til
Flórída, þar sem við mæðgurnar átt-
um athvarf í íbúðinni þinni, jafnt á
jólum sem á öðrum tíma. Fyrst þótti
okkur allt svo amerískt í íbúðinni, en
því var hægt að venjast, rósótta sófa-
settið, perulita stellið og diskamott-
urnar og grænlita rúmteppið, fyrir
utan allt annað þar. Einnig vorum við
í hálfgerðum vandræðum með að
venjast hvíta bílnum með rauða
áklæðinu og öryggisbeltunum sem
vöfðu sig utan um mann. Þetta vand-
ist allt með þinni hjálp og vorum við
mæðgurnar í sjöunda himni.
Stutt er síðan við sátum saman og
skemmtum okkur konunglega við að
rifja upp liðnar stundir, svo sem ferð-
irnar þrjár sem við fórum til Eng-
lands til að versla inn fyrir búðina á
sínum tíma og sumarið sem við
dvöldum mikið í íbúðinni á Hring-
brautinni. Hvað við hlógum innilega
að ýmsu þar, gömlu gluggunum, ör-
bylgjuofninum fyrir ofan eldavélina,
gula ganginum, dyrunum að her-
berginu sem lokuðust varla fyrir
rúminu og svo kisunum, sem hvor-
ugri okkar var vel við. Einnig þegar
við brutum aðra kertakúluna á borð-
inu í sólstofunni hjá þér þegar við
duttum út úr gráa sófanum. Þar var
einnig brallað mikið. Við dóttir mín
og ég viljum þakka þér samferðina
og alla hjálpina þegar þú lést skipta
um innréttingu í íbúðinni okkar núna
fyrir skömmu.
Megir þú hvíla í friði og blessun
guðs vera með þér.
Þín vinkona
Kristbjörg og dóttir.
Mig setti hljóðan er mér barst sú
fregn að góður vinur minn og félagi,
Grétar Norðfjörð, væri látinn. Hug-
urinn reikaði aftur í tímann og ég
minntist margra góðra stunda sem
við áttum saman.
Það var ætíð mikill kraftur í Grét-
ari. Þegar hann starfaði sem knatt-
spyrnudómari lét hann það ekki
nægja að dæma heldur var hann á
fullum krafti að sinna félagsmálum
dómara. Oft kom hann með róttækar
hugmyndir sem mönnum þóttu vera
vonlausar en það liðu ekki mörg ár
þar til aðrir komu með þessar „von-
lausu“ hugmyndir og þóttu þær þá
mjög góðar. Við höfum oft rifjað
þetta upp og haft gaman af. Það sem
Grétar tók að sér gerði hann með
miklum sóma. Ég minnist þess sér-
staklega þegar hann sá um móttöku
á erlendum knattspyrnudómurum.
Voru hinir erlendu gestir mjög
ánægðir með þátt Grétars, sem sást
best á þeim mikla fjölda þakkarbréfa
sem kom frá þeim. Grétar starfaði
sem knattspyrnudómari vel á fjórða
áratuginn og er með einn lengsta
starfsferil knattspyrnudómara á Ís-
landi og er það mjög fátítt í knatt-
spyrnuheiminum að menn starfi
svona lengi. Það var gott að eiga
Grétar sem vin, hann var hjálpfús og
góður félagi. Það væri hægt að segja
svo mikið og gott um Grétar en ég
ætla að láta þetta nægja. Að leiðar-
lokum vil ég færa vini mínum og fé-
laga þakklæti fyrir alla vináttuna og
ánægjulega samfylgd. Far þú í friði
góði vinur.
Við Ásta færum Jóhönnu og fjöl-
skyldu hugheilar samúðarkveðjur á
þessari kveðjustund.
Guðmundur Haraldsson.
Góður félagi úr Knattspyrnufélag-
inu Þrótti er fallinn frá, Grétar Norð-
fjörð lögregluvarðstjóri. Grétar kom
til starfa í Þrótti strax í upphafi þess
góða félags sumarið 1949. Þá var
hann unglingur sem gustaði af. Hann
hafði orku og athafnaþrá og hann
hafði þá þegar sterkar skoðanir á
málefnum og mönnum.
Ég minnist Grétars sérstaklega
sumarið 1955, rigningarsumarið
mikla. Þá tók hann að sér að þjálfa
okkur strákana í 3. flokki félagsins,
hann bara eilítið eldri en nemendurn-
ir. Það sumar var varla þurr þráður á
þjálfara og nemendum hans á æfing-
unum. En þetta endaði með eftir-
minnilegri og árangursríkri utan-
landsferð til Danmerkur, Svíþjóðar
og Noregs síðla sumars. Þar skein
sólin glatt. Þar lagði Þróttur bestu lið
Danmerkur eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Hann einn í hópnum talaði
norræn tungumál, hafði verið í sigl-
ingum með norskum, og þekkti lífið
og tilveruna á norrænum slóðum.
Grétar kom fram sem dómari í
nafni Þróttar og náði þar hæstu tind-
um, hann var mjög dugmikill dómari,
fyrst hjá yngri flokkum, síðan í
meistaraflokki, og loks varð hann
milliríkjadómari. Í félagsmálum
dómara vann Grétar mikil þrekvirki
og setti dómarastéttina á sinn verð-
uga stall.
Þegar Grétar, Jóhanna kona hans
og dætur bjuggu í New York þar sem
Grétar gætti öryggis valdamanna hjá
Sameinuðu þjóðunum vann hann
ágæt störf fyrir Dagblaðið Vísi, þar
sem ég starfaði sem fréttastjóri. Ég
hitti Grétar þegar ég var á ferð um
stórborgina og naut traustrar leið-
sagnar hans.
Alla tíð fylgdist Grétar náið með
málefnum Þróttar, gladdist þegar vel
gekk, en hafði oft áhyggjur af gangi
mála. Að kvöldi dánardags Grétars
léku Þróttarar gegn ÍR með sorgar-
borða á handleggjum. Og það kvöld
léku þeir sinn besta leik í sumar. Það
hefur áreiðanlega glatt Grétar Norð-
fjörð að sjá slíkan stórleik.
Ég mæli áreiðanlega fyrir munn
fjölmargra félaga minna þegar ég
kveð Grétar Norðfjörð, okkar góða
félaga. Fjölskyldu hans sendi ég mín-
ar samúðaróskir og bið almættið að
vernda hana og styrkja.
Jón Birgir Pétursson.
Kveðja frá KSÍ
Með Grétari S. Norðfjörð er geng-
inn einn merkasti forystumaður í
dómaramálum innan knattspyrnu-
hreyfingarinnar á Íslandi. Grétar tók
dómarapróf árið 1950 og sinnti dóm-
arastörfum allt til ársins 1988. Á
löngum ferli sínum dæmdi Grétar
1.276 leiki en hann dæmdi fyrir Þrótt
í Reykjavík. Hann var milliríkjadóm-
ari í 17 ár og auk þess starfaði hann
sem knattspyrnudómari bæði í Nor-
egi og í Bandaríkjunum.
Grétar beitti sér mjög í félagsmál-
um dómara og átti þátt í stofnun
dómarafélaga vítt og breitt um land-
ið. Þegar Knattspyrnudómarasam-
band Íslands var stofnað árið 1970
var það einkum að þakka frumkvæði
og atorku Grétars, því hann hafði allt
frá árinu 1960 beitt sér fyrir stofnun
þess. Grétar var líka frumkvöðull í
þeirri baráttu að dómarar fengju
laun fyrir störf sín sem nú þykir
sjálfsagt. Hann starfaði í fjölda ára
sem kennari í knattspyrnudómara-
fræðum og um langt árabil annaðist
hann móttöku fyrir KSÍ á erlendum
dómurum sem komu til starfa í
landsleikjum. Það gerði Grétar á
óaðfinnanlegan hátt og sparaði
hvergi tíma eða fyrirhöfn til að gleðja
þessa erlendu gesti. Þetta sýnir vel
hversu miklu og merkilegu starfi
Grétar skilaði í íslenskri knatt-
spyrnuhreyfingu og er þó margt
ótalið.
Grétar S. Norðfjörð var einn af
þessum merku forystumönnum sem
berjast fyrir sínum málstað hvað sem
á gengur og oft blés á móti. Hann átti
ekki alltaf samleið með meirihlutan-
um, hann var oft umdeildur fyrir
skoðanir sínar og oft var hann fyrst-
ur til að vekja máls á óþægilegum
málum, en aldrei var efast um dugn-
að hans og ósérhlífni við þann mál-
stað sem hann trúði á af einlægni.
Grétars verður sannarlega minnst
sem stórmennis í hópi íslenskra
knattspyrnudómara.
Knattspyrnusamband Íslands
minnist látins leiðtoga í dómarastétt
og um leið góðs félaga. Minning hans
mun lengi lifa innan knattspyrnu-
hreyfingarinnar á Íslandi.
Innilegar samúðarkveðjur og
þakkir færum við eiginkonu hans og
fjölskyldu.
Eggert Magnússon,
formaður KSÍ.
GRÉTAR
NORÐFJÖRÐ
!
"! #!
$% #!
"!
&
& $$ #!
' '( $ $ '( )