Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ 11. ágúst 1972: „Nær dag- lega berast fregnir frá Tékkóslóvakíu, þar sem greint er frá fangels- isdómum, sem kveðnir hafa verið upp yfir andófs- mönnum hins sósíalíska stjórnkerfis, sem Tékkar og Slóvakar búa nú við. Síðan Alexander Dubcek var kom- ið frá völdum, eftir innrás Sovétríkjanna í ágúst 1968, hefur dyggilega verið unnið að því að koma í veg fyrir frjálsa skoðanamyndun í landinu. Þannig reyna vald- hafarnir að tryggja sjálfa sig í sessi og stuðla að réttri þróun sósíalismans eins og það er kallað. Málgagn tékkneska kommúnistaflokksins, Rude Pravo, segir, að fólkið í land- inu viti, að ríkið verndi alla borgara, líf þeirra, heilsu og eignir án tillits til stjórn- mála- og trúarskoðana. En á móti komi, að engum haldist uppi að brjóta landslög eins og það er orðað. Í sósíalísku ríki telst það lögbrot, sem annars staðar heyrir til mannréttinda.“ . . . . . . . . . . 11. ágúst 1982: „Einu að- gerðir núverndi rík- isstjórnar í vaxandi efna- hagsvanda þjóðarbúsins allan feril hennar hafa verið bráðabirgðaúrræði og skammtímaráðstafanir á fárra mánaða fresti, sem engin döngun hefur verið í. Í hvert eitt sinn, sem rík- isstjórnin hefur lotið að slík- um sýndarúrræðum, hefur Framsóknarflokkurinn heit- ið því hástöfum, að næst þegar tekist verði á við vandann kæmu alvöruað- gerðir til sögunnar. Jafnoft hefur Framsóknarflokk- urinn lekið ofan í nýja sýnd- armennsku. Þessi staða er enn einu sinni upp komin. Einn af þing- mönnum Framsóknarflokks- ins segir í blaðaviðtali í gær. „Ég fæ ekki betur séð en að grundvöllur stjórnarsam- starfsins sé brostinn, ef ekki næst samstaða um við- unandi efnahagsaðgerðir í þessari stöðu.“! Þessi kok- hreysti er bergmál af svip- uðum ummælum, sem fram hafa verið sett nokkurn veg- inn á þriggja mánaða fresti allan stjórnarferilinn- .Ummælum, sem gufað hafa upp í eymingjaskap. Alþýðubandalagið, möndull ríkisstjórnarinnar, heldur sig einnig við sama hey- garðshornið og fyrr: engin alvöruúrræði, eingöngu kák- aðgerðir, sem leiða aðeins lengra út í kviksyndið. Engu er líkara en Alþýðubanda- lagið sé að kortleggja flótta- leið út af stjórnarheimilinu, ef húsbóndavaldi þess þar verður raskað.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KJARNI MÁLSINS OG SPRON Staðan í þeim harðvítugu deil-um, sem staðið hafa um yfir-ráðin yfir Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis undanfarnar vikur, er nú sú, að hinir svonefndu fimmmenningar, sem vildu kaupa stofnfjárbréf eigenda þeirra og selja Búnaðarbanka Íslands hf., hafa dregið sig í hlé en fyrir liggur tilboð frá Starfsmannasjóði SPRON um að kaupa bréfin. Á morgun, mánudag, verður svo haldinn sá almenni fund- ur stofnfjáreigenda, sem beðið hefur verið eftir. Frá því að þetta mál kom upp hef- ur Morgunblaðið lagt áherzlu á, að með tilboði fimmmenninganna í bréf stofnfjáreigenda væri gengið þvert á markmið og vilja Alþingis með þeirri löggjöf, sem sett var til að auðvelda hlutafélagavæðingu sparisjóðanna. Kjarninn í þeirri lagasetningu var sá, að koma í veg fyrir að komið yrði á nýju gjafakvótakerfi í kringum stofnfjárbréf í sparisjóðunum. Þetta er óumdeilt og þarf ekki að endur- taka þau rök, sem Morgunblaðið hef- ur fært fram fyrir þessari afstöðu. Hún er raunar ekki ný, þar sem blað- ið byrjaði að fjalla um þennan þátt málsins fyrir nokkrum árum, þegar umræður hófust um hugsanlega hlutafélagavæðingu sparisjóðanna og við blasti að hætta væri á að nýtt gjafakvótakerfi yrði til í tengslum við þær breytingar. Greinargerð Fjármálaeftirlitsins benti hins vegar til þess, að gat væri í lagasetningunni, og þess vegna væri nauðsynlegt að Alþingi tæki þetta mál upp strax í haust til þess að bæta úr því, sem áfátt væri í löggjöfinni, og tryggja þannig að vilji Alþingis næði fram að ganga. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra og nokkrir þing- menn úr öllum flokkum hafa tekið undir þetta sjónarmið. Morgunblað- ið hefur hvatt til þess, að Alþingi tæki í taumana í þessum efnum. Þegar fjallað er um deilurnar um SPRON út frá þessu grundvallar- sjónarmiði, sem er auðvitað það, sem máli skiptir, er ljóst, að það skiptir engu máli hver hugsanlegur kaup- andi stofnfjárbréfanna er, hvort um er að ræða fimmmenningana svo- nefndu, Búnaðarbanka Íslands eða Starfsmannasjóð SPRON. Þótt Starfsmannasjóður SPRON hafi orðið ofan á í deilunum við fimmmenningana og Búnaðarbank- ann breytir það engu um þau grund- vallarsjónarmið, sem hér hefur verið lýst. Vilji Alþingis er skýr. Lagasetn- ingin virðist hafa verið gölluð ef tek- ið er mið af greinargerð Fjármála- eftirlitsins. Úr þessu verður Alþingi að bæta strax í haust. Stofnfjáreigendur vissu nákvæm- lega að hverju þeir gengu, þegar þeir keyptu stofnfjárbréf í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis og í öðrum sparisjóðum, og geta ekki bú- izt við neinu öðru, hvað sem líður þeim vonum, sem kunna að hafa kviknað í brjóstum þeirra um veru- legan ávinning umfram það. Sá kjarni þessa máls, sem Morg- unblaðið hefur fjallað um í tengslum við deilurnar um SPRON, skýrist kannski betur, ef reiknað væri út hver hlutur stofnfjáreigenda yrði í sumum öðrum sparisjóðum, sem nálgast SPRON að stærð og eigna- stöðu en þar sem stofnfjáreigendur eru mun færri. Í SPRON eru þeir um 1.100 en í Sparisjóði Hafnar- fjarðar til dæmis 45. Þar mundu milljónatugir koma í hlut hvers stofnfjáreiganda ef upphaflegar hugmyndir fimmmenninganna og nú Starfsmannasjóðs SPRON mundu ná fram að ganga. Ekkert væri við það að athuga, ef til þess hefði verið stofnað með leikreglunum í upphafi. Svo var ekki. S KIPULAG og framtíð miðborg- ar Reykjavíkur hefur verið of- arlega á döfinni undanfarin misseri, en ekki eru allir sam- mála um hvað leiðir séu væn- legastar til að efla gamla mið- borgarkjarnann, hjarta höf- uðborgarinnar. Skemmst er að minnast deilna um framtíð flugvallarsvæðisins í Vatnsmýri, ágreinings um staðsetningu Listahá- skóla Íslands og umræðu um kosti og galla fyr- irhugaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykja- víkurhöfn. Óánægja kaupmanna í miðborginni vegna stöðumælagjalda, auk neikvæðrar umfjöll- unar í tengslum við skemmtistaði á þessu svæði, hefur orðið til þess að skerpa málefnalega um- ræðu, ekki síður en að afhjúpa mikilvægi þess að marka miðborgarmálum viðunandi stefnu. Hvað slíka stefnumótum varðar er þó nauðsyn- legt að hafa í huga að á síðustu 15 árum hefur hlutverk miðborgarinnar breyst mikið í takt við breytt samfélagsmynstur. Kröfur um fjölbreytt- ari veitingahús, samkeppni við verslunarmið- stöðvar og áhugi ungs fólks á búsetu í miðborg- inni eru allt samfélagslegir þættir sem taka þarf tillit til við stefnumörkun í skipulagsmálum, auk þess sem miðborgin verður að standa undir aukn- um væntingum erlendra gesta og þjóðarinnar allrar sem menningarleg höfuðborg er staðið geti jafnfætis erlendum borgum án þess þó að glata sérkennum sínum. Ef litið er yfir þróun Reykjavíkur, skipulags- og byggingarsögu hennar kemur í ljós að þær umræður sem nú fara fram um framtíðarskipulag Reykjavíkur hafa staðið með litlum hléum í rúma öld – eða allt frá byrjun tuttugustu aldar er Reyk- víkingar gerðu sér í fyrsta sinn grein fyrir þeirri staðreynd að borgin sigldi hraðbyri inn í nú- tímann sem höfuðborg þjóðarinnar. Umskiptin voru mjög snögg og framfarirnar miklar; vatns- veitan komst í gagnið 1909, Gasstöðin 1910 og stórframkvæmdir við höfnina hófust 1913, en þær urðu undirstaða öflugs atvinnulífs í Reykjavík. Fólksfjöldinn í höfuðstaðnum margfaldaðist á ör- fáum árum, var aðeins 2.000 manns árið 1876, svo tæplega 6.000 aldamótaárið 1900, en var kominn í rúmlega 14.000 fimmtán árum seinna. Í bók sinni „Reykjavík, vaxtarbroddur, þróun höfuðborgar“ bendir Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur á þau tímamót sem verða við brunann mikla í Reykjavík árið 1915, en þá urðu mörg stór og nýleg timburhús eldi að bráð er ógn- aði í reynd öllum miðbænum. Í kjölfar brunans hófst mikil umræða um skipulag bæjarins og var mönnum mikið í mun að koma í veg fyrir að slíkur atburður gæti endurtekið sig. Einn þeirra sem mest létu til sín taka í skipulagsmálum þessa tíma var Guðmundur Hannesson læknir sem árið 1916 gaf út bókina „Um skipulag bæja“, en hún var undirstaða frumvarps til laga árið 1917 er að lok- um var samþykkt með breytingum 1921. Hann átti síðan eftir að sitja í skipulagsnefnd ríkisins um langt skeið, m.a. með Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, sem strax árið 1912 tjáði sig um skipulagsmál í grein sinni „Bæjarfyrir- komulag“, en þeir Guðmundur og Guðjón settu báðir mark sitt á höfuðborgina þótt það hafi verið með ólíkum hætti. Sérstaða vegna ungs aldurs og legu Arkitektinn Alfred Raavad, hálfbróðir Thors Jensens, skrif- aði einnig um skipu- lagsmál um þetta leyti, og kom fyrstur manna fram með mótaðar hugmyndir um fram- tíðarþróun Reykjavíkur. Í bók Trausta kemur fram að meginatriði í hugmyndum Raavads hafi verið „að borgin ætti að byggjast og þéttast á milli byggðakjarna Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar […]. Í samræmi við það gerði Raavad m.a. ráð fyrir miðbæ nálægt miðju svæðinu, við Skerja- fjörð, og stjórnhverfi og dómkirkju á Öskjuhlíð, sem yrði þá nokkurs konar Akrópólíshæð.“ Þess- ar hugmyndir Raavads um Vatnsmýrina eru ekki síst athyglisverðar í ljósi umræðunnar um flug- vallarsvæðið á síðasta ári, þar sem margir urðu til þess að benda á hversu mjög flugvöllur á þessum stað hefði hamlað eðlilegri þróun miðborgarinnar. Eftir kosningarnar sem fram fóru á síðasta ári um framtíð flugvallarins virðist fátt geta komið í veg fyrir að hann verði látinn víkja í náinni fram- tíð, og því hefur þar skapast aukið svigrúm til framtíðarskipulags sem fyrir löngu hefði átt að verða að veruleika, og hefur alla burði til að styrkja miðborgina til mikilla muna ef vel er að því staðið. Í viðtali við Þorvald S. Þorvaldsson borgararki- tekt, sem birtist hér í blaðinu í janúar síðastliðn- um, reifar hann nokkuð sérstöðu Reykjavíkur sem borgar, sérstöðu sem markast af því hversu ung borgin er öfugt við flestar þær borgir sem við þekkjum best í nágrannalöndum okkar. Hann lít- ur þessa sérstöðu jákvæðum augum og varar við því að móta byggð í Vatnsmýrinni eftir erlendum fyrirmyndum með háum húsum í „randbyggð“. Hann telur fremur að við eigum að horfa á þær fyrirmyndir sem mótað hafa sérkenni íslenskrar byggðar hingað til og álítur þann þorpsbrag sem þar er að finna notalegan. Rökin sem Þorvaldur færir gegn byggingu hárra húsa eru óneitanlega skynsamleg, en þau byggjast á því hversu sól er hér lágt á lofti stóran hluta ársins: „Með slíkum byggingum og inngörðum milli þeirra eru menn hreinlega að búa til myrkvun stóran hluta ársins. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við getum ekki byggt eins og aðrar þjóðir og við eigum heldur ekki að gera það. Við verðum að taka tillit til þess að við erum stödd norðarlega á hnettinum og því verðum við að byggja borg sem hentar þeim aðstæðum og okkur sjálfum,“ segir Þorvald- ur. Þótt þróunarsaga Reykjavíkur hafi allt fram undir 1970 mótast mjög sterkt af hugmyndum um háreistar byggingar líkt og í öðrum borgum, þar sem gert var ráð fyrir að eldri reykvísk byggð viki, hefur orðið mikil breyting þar á. Málun Bernhöftstorfu árið 1973 markaði líklega form- legt upphaf húsfriðunarátaks sem orsakaði hug- arfarsbyltingu meðal Íslendinga og nú er svo komið að flestir líta á gömul hús sem mikilsverða arfleifð sem vert er að varðveita. Mörg gömul hús sem komin voru í niðurníðslu í miðborginni hafa verið gerð upp og hafa þannig endurheimt fyrri glæsileika sem mótar sterkt ásýnd kvosarinnar, gamla vesturbæjarins og Þingholtanna. Það er því ljóst að fleiri en Þorvaldur hafa í seinni tíð vilj- að ýta undir jákvæðar hliðar þess þorpsbrags sem ætíð hefur einkennt Reykjavík. Hugmyndir um að móta nýrri byggð að því sem fyrir er, svo byggingarsögulegt samhengi og handverkshefð njóti sín eftir því sem kostur er, hafa fengið byr undir báða vængi. Laugavegurinn, lífæð miðborg- arinnar Aðalverslunaræð mið- borgarinnar, Lauga- vegurinn, hefur orðið nokkuð útundan í ofangreindri skipu- lagsumræðu þótt löngu sé orðið tímabært að huga þar að uppbygg- ingu. Laugavegurinn er og hefur ætíð verið lífæð miðborgarinnar og þeirrar margháttuðu starf- semi sem þar þrífst, en nú má þar víða sjá illa nýtta reiti í óviðunandi niðurníðslu. Í apríl síðastliðnum skilaði starfshópur um end- urmat á deiliskipulagi við Bankastræti og Lauga- veg tillögum sínum um framtíðarskipulag þess- arar helstu verslunaræðar miðborgarinnar, en tillögurnar eru veigamikill áfangi í endurmati á hlutverki og nýtingu svæðisins. Í hópnum áttu sæti Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, Bolli Kristinsson kaupmaður, sem töluvert hefur látið til sín taka í umræðu um miðborgina, Kristín Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri miðborgar, Jóhannes S. Kjarval, skipulags- og byggingarsviði, og Pétur H. Ármannsson arki- tekt, sem starfar við byggingarlistadeild Lista- safns Reykjavíkur. Í endurmati hópsins á deili- skipulaginu er farið í saumana á ásýnd og yfirbragði Laugavegar sem verslunargötu „þar sem sjónarmið uppbyggingar og varðveislu hald- ast í hendur“, eins og segir í skýrslunni. Höfundar hennar leggja áherslu á mikilvægi þess að gera „Laugavegssvæðið að aðlaðandi kosti til fjárfestingar í verslunar-, atvinnu- og íbúðarhúsnæði með því að eyða óvissu um skipu- lag og skapa svigrúm í skipulagi til þróunar og uppbyggingar“. Þá er það sömuleiðis mat hópsins að „unnt sé að skapa verulegt svigrúm til nýrrar uppbyggingar við Laugaveg án þess að fórna byggingarsögulegum sérkennum götunnar og þeim lykilbyggingum fyrri tíðar sem mest gildi hafa fyrir ásýnd hennar“. Jafnframt leggur hóp- urinn áherslu á það meginsjónarmið að hæð bygginga við sunnanverðan Laugaveg taki mið af því að hægt sé að njóta sólar á götunni eftir föng- um, en við norðurhluta Laugavegar er gert ráð fyrir hærri og samfelldari byggingum sem vænt- anlega munu þá veita skjól fyrir veðri og vindum. Það er því ljóst að rótgróin sérkenni bygging- arsögu borgarinnar og landfræðileg lega hennar hafa verið höfð að leiðarljósi við vinnu starfshóps- ins og er það lofsvert. Bæti umhverfið en skaði ekki Eins og fram kemur í fylgiskjali með niður- stöðum starfshópsins, „Stefnumörkun um húsvernd – þemahefti“, telur vinnuhópurinn að í einhverjum tilvikum kunni að vera nauðsynlegt að víkja frá settum verndunartillögum á Lauga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.