Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 23
HÚN tekur sér frí úr vinnunni á ljósmyndadeild tímaritsins Newsweek í New York til að koma heim til Íslands og mynda álfabyggðir og híbýli huldufólks. Hrönn Axelsdóttir er í sumarleyfi á Íslandi, flakkar um með „pinhole“-myndavél og vídeóvél og safnar myndum í sýningu. „Þetta er ekkert túristaverkefni,“ segir Hrönn. „Heldur myndir af fólki sem hefur séð huldufólk, af álfhólum og álagablettum. Ég byrjaði að mynda þetta fyrir fjórum árum og var þá mjög spennt fyrir hinu yfirnátt- úrulega en svo fór ég að ein- beita mér meira að stöðun- um sjálfum. Það eru mjög margir álagasteinar á land- inu og ég gæti eytt því sem eftir er í að mynda þá, því þetta er svo spennandi. Ég aftengist svo þessum heimi talsvert þegar ég fer aftur út því New York er allt öðruvísi. Þegar ég byrjaði að mynda þessa álagabletti hafði ég ekki komið til Ís- lands í þrjú ár og var búin að búa svo lengi erlendis, eða frá 1980, að mér fannst ég ekki lengur vita hvað var að vera Íslendingur. Mér fannst óþægilegt þegar fólk var að spyrja mig um land- ið, ég vissi orðið ekkert um það, var hvorki íslensk eða bandarísk. Ég var einhversstaðar mitt á milli. Þá ákvað ég að fara heim og byrja að mynda. Síðan hef ég komið svona tvisvar á ári. Í fyrra- sumar komst ég reyndar ekki, því þá var ég að kaupa íbúð og það var svo mikið mál.“ Fyrir nokkru voru sýndar í Hafnarborg í Hafn- arfirði ljósmyndir sem Hrönn tók í Mexíkó, þar sem hún dvaldi í á annað ár. Þetta voru myndir af ákveðnu samfélagi frumbyggja, þar sem sérstök- um siðum hefur verið haldið við. Hrönn beindi lins- unni ekki síst að athöfnum sem tengdust kynferði; því sem kallað hefur verið þriðja kynið og athöfnum sem tengjast því þegar stúlkur missa meydóminn þegar þær ganga í hjónaband. „Ég hafði lesið bók eftir mannfræðing nokkurn, um Zapotec-fólkið á eiðinu í Mexíkó. Hún hafði verið þarna árið 1966 og fjallaði um sérstaka siði í samfélagi sem hún sagði aldrei hreint út hvar væri. Ég nálgaðist þetta eins og rannsóknarverkefni, reyndi að finna staðinn. Ég eyddi miklum tíma á markaðstorgi í borg sem hún minntist á, var að taka myndir og hugsa um hvað ég ætti að gera, og þá gaf sig á tal við mig kona og sagði að mannfræðingurinn væri vinur sinn. Í gegnum hana kynntist ég síðan þessu fólki og fékk að taka myndir af því; það var mjög spennandi. Ég var forvitin um það sem kallað hefur verið þriðja kynið, pilta sem eru aldir upp sem konur, og svo var margt annað sérkennilegt. Þannig er þarna í bænum hátalarakerfi sem flytur á morgnana fréttir af því helsta sem er á döfinni eða hefur gerst; þar á meðal voru tilkynningar um afmeyjun stúlkna. Það var auglýst daginn eftir og þá fóru þeir sem þekktu til og samglöddust fjölskyldunni. Það er mikið af táknum í sambandi við þetta allt sem ég þekkti ekki til, enda er þetta svo óralangt frá siðum okkar hér. Þeir sem kallaðir eru þriðja kynið hafa einnig góð efnahagsleg áhrif á fjölskyld- una. Þeir búa alltaf heima, hjálpa mömmu sinni en eru taldir fremri konum í kvennastörfum. Þeir bródera, undirbúa brúðkaup og sjá um veislur. Þeir eru klæddir sem konur og aldir upp á kvenlegan hátt, eru mjög kvenlegir. Fólkið er mjög vakandi fyrir öllu kynferðislegu.“ Hrönn hefur sýnt þessar Mexíkómyndir talsvert en fyrir verkið fékk hún styrk frá New York Foundation for the Arts. Snemma á áttunda áratugnum kyntist Hrönn vídeótöku á námskeiði í Danmörku, hún vildi læra meira á því sviði en það gekk ekki þar í landi eða í Svíþjóð. Þá endaði hún í hinum þekkta ljósmynda- skóla í Rochester í New York-fylki í Bandaríkj- unum, hóf þar nám árið 1985. „Þetta var allt mjög tilviljanakennt,“ segir Hrönn. „Ég hafði áhuga á heimildaljósmyndun en fór í auglýsingaljósmyndun því mig langaði til að læra eitthvað skynsamlegt. Eftir námið hélt ég svo til New York-borgar og var um eins, tveggja ára skeið að aðstoða ljósmyndara og það fannst mér al- veg hryllilegt starf! Ég gat ekki hugsað mér að vera í þessu auglýsingaharki. Svona eftirá að hyggja þá held ég að það sé betra að fara til náms í borg eins og New York, því þótt skólar þar kunni að vera verr tækjum búnir en aðrir skólar úti á landi, þá eru allir ljósmyndararnir í borginni, þar kynnist maður þeim sem eru í faginu.“ Hrönn hefur því verið búsett síðan í New York, fyrir utan þann tíma sem hún dvaldi í Mexíkó. „Mig langaði reyndar til að setjast að í Mexíkó en þegar ég var þar, árið 1994, var efnahagsástandið svo slæmt; innrásin var gerð í Chapas og allt á hvolfi, svo ég hélt aftur til Bandaríkjanna.“ Hún hélt áfram að vinna að sinni ljósmyndun en framfleytti sér um leið með ýmsum hlutastörfum í New York. Dag nokkurn mátti sjá í Newsweek nafn hennar á lista yfir starfsfólk ljósmyndadeildar tímaritsins. „Ég fékkst við hitt og þetta. Á tímabili var ég að aðstoða konu við að finna ljósmyndir í textabækur, ég vann svolítið í lausavinnu á tímaritum og svo sendi ég ferilskrána mína með starfsumsókn á nokkra staði. Það er mjög handahófskennt hvort slíku sé svarað en það hringdi í mig kona frá News- week. Ég mætti í viðtal, við spjölluðum í fimm, tíu mínútur, hún spurði hvort ég gæti gert þetta, ég sagði já og var byrjuð í vikunni á eftir. Fyrsta árið var ég lausráðin, ætlaði aldrei að vinna þarna lengi en eitt leiddi af öðru og þau vega þungt þægindin við að vera í föstu starfi; það veitir ákveðið öryggi. Ég hef því verið hjá Newsweek frá því í mars 1998.“ Hrönn er það sem kallað er „photo researcher“ á ljósmyndadeild tímaritsins, er í því að finna og velja myndir. Hún segir að nú sé starfið orðið mun fjöl- breytilegra en þegar hún byrjaði og því valdi fyrst og fremst niðurskurður vegna kreppunnar í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. „Fólki var boðið að fara snemma á eftirlaun og á okkar tuttugu manna deild hættu átta,“ segir hún. „Við erum bæði með bandaríska útgáfu fyrir innanlandsmarkað og al- þjóðlega útgáfu. Áður var þetta alveg aðskilið í vinnslu og það er ennþá ólíkt efni í þessum út- gáfum; meira fréttaefni í þeirri alþjóðlegu og meira efni um fólk í innanlandsútgáfunni. Nú hefur þetta verið fellt saman í vinnslunni, þannig sé ég um svo- kallað Periscope, vinn að ýmsu smáefni, vel skop- myndirnar og þessháttar. Þetta þarf ég að gera fyr- ir báðar útgáfurnar og legg hugmyndir mínar fyrir yfirmennina. Áður vorum við þrjár í þessu en nú er ég ein.“ Hrönn segir að vissulega hafi starfið breyst við hryðjuverkin 11. september. „Það var alveg ægilegt. Ég var á leið yfir brúna inn á Manhattan þegar þetta gerðist. Ég sá reykinn og það hvarflaði að mér að þetta gæti hafa verið árás en vildi samt ekki trúa því. Ég var snemma á ferðinni, árásirnar voru gerðar uppúr níu og vinnan hefst ekki fyrr en tíu þannig að margir kolleganna komust ekki í vinnuna. Við gáfum strax daginn eftir út blað sem við unnum á sólarhring og aftur blað á fimmtudeginum. Þetta voru ótrúlegir dagar því á fimmtudeginum skaust ég síðan frá til að skrifa undir samninginn um kaup á íbúðinni minni. Þessi mánuður var alveg með ólíkindum. Ég held samt að þessir atburðir hafi haft meiri áhrif á vinafólk mitt, líklega vegna þess hvað ég var upptekin allan tím- ann. Ég sá náttúrlega allar myndirnar koma inn, var að tala við ljósmyndarana, en það var bara svo brjálað að gera. Margir voru alveg niðurbrotnir. Þegar ég kom út á götu að kvöldi 11. september þá var enginn á ferli og allt lokað; það var mjög sér- stakt, það var eins og heimsendir væri að dynja yf- ir.“ En í vinnunni og hversdagslífinu í New York leiðir Hrönn hugann reglulega að álfasteinunum sínum á Íslandi. „Ég var farin að þrá að gera eitthvað svona verk- efni hér og nú þarf ég bara að koma því frá mér. Og svo er að byrja á því næsta. Það tengist því sem ég var að gera í Mexíkó, fjallar að vissu leyti um hrein- ar meyjar; um siðina í ólíkum menningarheimum og það neikvæða sem fylgir þeim. Það þekkist að karlmenn misnoti hreinar meyjar til að lækna sig af eyðni og nauðgun hreinna meyja er oft beitt sem niðurlægingu í stríði. Annars veit ég ekki hvort ég eigi að segja of mikið,“ segir Hrönn og hlær stríðn- islega, „því margar konur verða mjög reiðar þegar ég tala um þetta verkefni. Þær halda að ég sé hlynnt því að konur haldi í meydóminn, en svo er ekki, þetta er bara félagslegt fyrirbæri sem vekur áhuga minn. En fyrst verð ég að ljúka við álfana og huldufólkið.“ Fréttamyndir í Newsweek og álfamyndir á Íslandi FÓLK eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HRÖNN Axelsdóttir ljósmyndari í álfabyggðinni við Kópavogskirkju. Morgunblaðið/Einar Falur Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Róm 26. september 5 nætur Beint flug til borgarinnar eilífu þann 26. september í 6 nætur. Nú getur þú kynnst borginni fögru með fararstjórum Heimsferða og farið í kynnisferðir um Vatíkanið, Colosseum og Tívolí. Gott úrval hótela. Sjá www.heimsferdir.is 59.950 kr. Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Central, flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Búdapest Október Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Sjá www.heimsferdir.is 28.450 kr. Flugsæti til Búdapest 14. okt. með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verona 26. september 5 nætur Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú getur notið hins besta af ítalskri menningu um leið og þú gengur um gamla bæinn, skoðar svalir Júlíu og kynnist frægasta útileikhúsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða ferðast um Gardavatn og Feneyjar. 29.950 kr. Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu hótel. Ekki inni- falið: Forfallagjald kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Prag Október og nóvember Fimmtudaga og mánudaga 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Ís- lendinga sem fara nú hingað í þús- undatali á hverju ári með Heims- ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag. 29.950 kr. Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her- bergi á Quality Hotel, 11. nóvember, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Barcelona 23., 27. eða 31. október 4 nætur Einn vinsælasti áfangastaður Íslend- inga í 10 ár. Heimsferðir bjóða nú beint flug í lok október, sem er ein- staklega skemmtilegur tími í borg- inni sem er menningar- og lista- hjarta Spánar. Fararstjórar Heims- ferða kynna þér borgina á nýjan hátt, enda hér á heimavelli. 53.750 kr. Flug og hótel í 4 nætur, m.v. tvo í her- bergi á Atlantis hótelinu 27.október, 4 nætur. Skattar innifaldir. Bókaðu beint á netinu www.heimsferdir.is Edinborg 11. október 2 nætur Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessarar fegurstu borgar Englands á hreint ótrúlegum kjörum. Beint flug þann 11. október á frábær- um flugtíma og hér getur þú notið 3ja daga ferðar á góðum hótelum Heimsferða í miðbæ Edinborgar. Sjá nánar á www.heimsferdir.is 29.950 kr. Flug og hótel í 2 nætur, m.v. tvo í herbergi á Hanover Hotel í 2 nætur, 11. október. Skattar innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is . MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.