Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 29
-
m
r
r
m
r
a
r
m
n
m
m
t
m
r
-
m
m
r
n
-
-
a
a
i
r
-
r
r
í
t
-
-
a
-
-
-
n
á
u
g
m
-
-
-
-
-
g
r
-
i
i
g
-
g
r
a
g
i
-
f
-
-
-
r
-
í
m
í
t
-
vegssvæðinu til þess að „skapa svigrúm fyrir nýja
uppbyggingu er miðaði að því að treysta Lauga-
veginn í sessi sem aðalverslunargötu borgarinn-
ar“. Þannig er meiri áhersla lögð á varðveislu
eldri húsa sunnan götunnar en norðan hennar,
þar eru fleiri varðveisluverð hús auk þess sem
auðveldara er að skapa nauðsynlegt bakland fyrir
öfluga verslunargötu Hverfisgötumegin en Grett-
isgötumegin. Gert er ráð fyrir varðveislu gamalla
hornhúsa sem kennileita upp með götunni, sér-
staklega þar sem þau mynda tengingu við hlið-
argötur og heilsteypta byggð eldri húsa. Höfund-
ur þemaheftisins, Pétur H. Ármannsson arkitekt,
leggur jafnframt áherslu á að það sé mat hans að
sérstaða Laugavegarins liggi „öðru fremur í þró-
un hans sem mikilvægrar verslunargötu á 20.
öld“, því margar aðrar götur í gamla bænum státi
af heilsteyptari götumyndum. Hann nefnir sér-
staklega Þingholtsstræti, Miðstræti og Vestur-
götu, en þangað telur hann að mætti flytja gömul
hús til að fylla upp í eyður og varðveita þá lág-
reistu götumynd timburhúsa frá 19. öld sem þar
er enn til staðar.
Þau hús sem mest hafa mótað yfirbragð
Laugavegarins eru stærri timbur- og steinhús frá
fyrri hluta 20. aldar, hönnuð sem hluti af sam-
felldri byggð. Telur Pétur að þau eigi að gefa „for-
dæmi að mælikvarða, stærðarhlutföllum og
mögulega útlitseinkennum nýrrar byggðar við
götuna, einkum sunnan hennar“, enda megi þann-
ig koma í veg fyrir að „andi“ hennar glatist. Hann
tekur fram að grundvallarforsenda við mat á því
hvort eldra hús eigi að víkja vegna uppbygging-
aráforma sé sú að „það sem kemur í staðinn bæti
umhverfið en skaði það ekki“. Þessi varnagli Pét-
urs er mjög mikilvægur enda alltof mörg dæmi
um seinni tíma byggingar í miðborg Reykjavíkur
sem hvorki bæta umhverfi sitt né standa undir
fagurfræðilegum kröfum ein og sér. Slík hús
stinga ávallt í stúf og draga mikið úr gildi heild-
armyndarinnar þegar til lengri tíma er litið. Því
er full ástæða til að taka undir þau orð Péturs að
athugandi sé „hvort íbúar og verslunareigendur
við götuna ættu að hafa umsagnarrétt um útlit
nýrra húsa, líkt og tíðkast í grónum hverfum víða
erlendis […] þar sem litið er á heildaryfirbragð
umhverfis sem sameiginlegt hagsmunamál allra“.
Einnig mætti hugsa sér að skipa nefnd fagmanna
sem væru umsagnaraðilar um teikningar að ný-
byggingum á þessu viðkvæma svæði, enda algjört
skilyrði að uppbygging mótist af þeirri bygging-
arsögulegu og fagurfræðilegu yfirsýn er dugar til
að tryggja að ný hús falli vel að því sem fyrir er.
Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um upp-
byggingu við Laugaveg, en þó virðist sem starfs-
hópurinn um endurmat á deiliskipulaginu þar hafi
ratað nokkuð vandfarinn meðalveg. Út frá
ströngustu sjónarmiðum um varðveislu má vissu-
lega gagnrýna ákvarðanir varðandi einstök hús
sem nefndin telur í lagi að víki, en ekki má þó
gleyma að möguleikinn á að flytja þau hús á aðra
staði í miðborginni þar sem þau samræmast götu-
myndinni betur og þjóna sínu upprunalega hlut-
verki sem íbúðarhús er ætíð fyrir hendi. Þær
áherslur sem koma fram í niðurstöðum nefnd-
arinnar eru skynsamlegar og nútímalegar að því
marki sem þær miðast við að halda í heiðri sér-
kenni reykvískrar byggðar og þróa hana áfram
án þess að stæla hugsunarlaust stórborgir er risið
hafa á öðrum forsendum en okkar. Það er því afar
brýnt að þessi uppbygging hefjist sem fyrst.
Félagslegir
þættir mótunar
miðborgarinnar
Ef takast á að byggja
Laugaveginn og hlið-
argötur hans upp sem
öfluga verslunargötu
er myndað getur æski-
legt mótvægi í mið-
borginni við verslunarmiðstöðvar segir sig sjálft
að nauðsynlegt er að stýra þeirri atvinnustarf-
semi sem þar fer fram af mikilli festu. Í því sam-
bandi er eftirtektarvert að hagsmunir verslunar-
rekenda og íbúa virðast að mörgu leyti fara
saman, en hins vegar stangast hagsmunir þeirra
sem reka kaffihús iðulega á við hagsmuni versl-
unarrekenda og íbúa – en hér er átt við þau „kaffi-
hús“ sem betur færi á að kalla öldurhús þar sem
mest er veitt af áfengi en ekki kaffi, auk þess sem
starfsemin er öflugust síðla kvölds og eftir mið-
nætti. Veitingarekstur á að sjálfsögðu heima á
þessu svæði, en hann þyrfti að vera mun fjöl-
breyttari en nú er og skilin á milli kaffihúsa, mat-
sölustaða og skemmtistaða skýrari. Mörg þeirra
„kaffihúsa“ sem nú starfa í miðborginni starfa í
raun eins og skemmtistaðir eða næturklúbbar, í
það minnsta ef miðað er við afgreiðslutíma, en
það er fáheyrt í erlendum borgum að venjulegar
krár, hvað þá kaffihús, starfi framundir morgun.
Þótt drykkjulæti og óspektir í miðbænum um
nætur hafi vissulega orðið minna áberandi eftir
að afgreiðslutími var rýmdur er nú svo komið að
verslun og önnur starfsemi sem rekin er á daginn
er víða tekin að hörfa undan þessum kaffihúsa-
rekstri, þrátt fyrir að verslun eigi að vera í önd-
vegi í miðborginni samkvæmt Þróunaráætlun
miðborgarinnar. Sem dæmi um þessa óheillaþró-
un má nefna þá samþjöppun öldurhúsa sem orðið
hefur út frá Laugavegi við Klapparstíg, en þar
eru þrjú kaffihús á lófastórum bletti, en verra
dæmi er þó mikill fjöldi slíkra staða þar sem Þing-
holtsstræti og Ingólfsstræti mæta Laugavegi en
þar eru einir sjö staðir sem allir verða að
skemmtistöðum um miðnæturbilið á mjög þröngu
svæði. Þar hefur enda hver verslunin á fætur ann-
arri lagt upp laupana á undanförnum misserum
auk þess sem nálægð þessara staða við gróna
íbúðarbyggð í Þingholtunum skapar óneitanlega
vanda.
Hagsmunir verslunarmanna og íbúa fara einn-
ig saman hvað bílastæðamál varðar, en kaup-
menn hafa lengi kvartað yfir stöðumælagjöldum
og margir þeirra telja óréttlæti felast í því að bíla-
stæðasjóður sé notaður sem tekjustofn til þess að
byggja bílastæðahús. Rök þeirra eru m.a. þau að
ekki sé sanngjarnt að þeirra viðskiptavinir borgi
þessa uppbyggingu frekar en aðrir, svo sem við-
skiptavinir veitinga- og kaffihúsa sem sækja í
borgina á kvöldin, eða þeir sem þangað koma eftir
afþreyingu af ýmsu tagi. Gjaldtaka á þessu svæði
er vissulega mikilvæg forsenda þess að hreyfing
sé á bílastæðum en þar sem bílastæðavandinn er
ekki síður mikill er líður á kvöldin, í það minnsta
um helgar, má vel velta því fyrir sér hvort hægt sé
að koma til móts við umkvartanir kaupmanna
með einhverjum hætti, til að mynda með því að
lækka gjöldin töluvert en lengja gjaldskyldutím-
ann á móti. Þannig mætti dreifa kostnaðinum af
bílastæðaþjónustu í miðborginni á fleiri þeirra
gesta sem sækja hana heim. Nýting stæðanna
myndi einnig aukast til mikilla muna með aukinni
hreyfingu yfir lengri hluta sólarhringsins, sem
einnig kemur íbúum á svæðinu til góða.
Hlutur menn-
ingar í öflugri
miðborg
Í sögulegu samhengi
er Reykjavík enn
mjög ung borg en sem
betur hefur hún þó
þróast þannig að tölu-
vert svigrúm er til
þess að gera hana að betri borg. Þar skipta menn-
ingarlegar forsendur ekki síst máli. Það sem
borgir hafa upp á að bjóða umfram aðra þétt-
býliskjarna felst fyrst og fremst í fjölbreytileika
þess sem þar er í boði og tækifæra sem þróast í
kjölfarið. Borgarsamfélagið er um margt lýsandi
fyrir stórkostlegt hugvit og getu mannanna til
uppbyggingar og skipulags, það er ekki einungis
staður ætlaður til búsetu, heldur beinlínis sá
kraftur sem knúið hefur siðmenninguna áfram.
Með byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við
Reykjavíkurhöfn verða stoðir borgarinnar
styrktar til mikilla muna, en sú starfsemi sem þar
á eftir að fara fram mun tvímælalaust efla Lauga-
veginn sem verslunar- og þjónustuæð. Sömuleiðis
er mikilvægt að stofnun á borð við Listaháskól-
ann fái aðsetur í miðborginni, þar sem Háskólinn,
listasöfnin og menningarstarfsemin í heild stend-
ur í mestum blóma. Listaháskóla fylgir mikill
menningarlegur drifkraftur sem miðborgin á að
njóta. Uppbygging þekkingarþorps í Vatnsmýr-
inni er einnig mikilsvert framlag til borgarsam-
félagsins í Reykjavík, sem án efa á eftir að verða
það gæfuspor er markar upphaf frekari þróunar
miðborgarinnar þar – í þá átt sem eðlilegast þótti
áður en flugvöllurinn kom til sögunnar og byrgði
mönnum sýn. Hugmyndir um blandaða og fremur
lágreista byggð þar eru vissulega í samræmi við
sérkenni Reykjavíkur og vel við hæfi nú þegar
hugmyndir um íslenskt borgarlandslag eru farn-
ar að líta dagsins ljós.
Í bók sinni „Ósýnilegar borgir“ segir ítalski rit-
höfundurinn Italo Calvino að „ekki megi rugla
sjálfri borginni saman við þau orð sem notuð eru
til að lýsa henni. En þó eru tengsl á milli þessara
tveggja hluta“. Það er vert að hafa orð hans að
leiðarljósi í umræðum um miðborg Reykjavíkur;
miðborgin er það afl sem knýr borgarsamfélagið
á Íslandi áfram með sérkennum sínum, kostum
og göllum. Umræðan um framtíð hennar lýtur
öðrum lögmálum en borgin sjálf, en er þó ómet-
anlegt afl sem virkja má til þess að gera góða
borg betri.
Morgunblaðið/RAX
Það sem borgir hafa
upp á að bjóða um-
fram aðra þétt-
býliskjarna felst
fyrst og fremst í
fjölbreytileika þess
sem þar er í boði og
tækifæra sem
þróast í kjölfarið.
Borgarsamfélagið
er um margt lýsandi
fyrir stórkostlegt
hugvit og getu
mannanna til upp-
byggingar og skipu-
lags, það er ekki
einungis staður ætl-
aður til búsetu, held-
ur beinlínis sá kraft-
ur sem knúið hefur
siðmenninguna
áfram.
Laugardagur 10. ágúst