Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KONA sem var farþegi í Flugleiða- vél sem átti að fljúga frá Baltimore í Bandaríkjunum til Keflavíkur þriðjudaginn 6. ágúst segir að flug- ferðin, sem átti að taka fimm stund- ir, hafi orðið að um sólarhrings- langri ferð, en bilun í búnaði vélarinnar olli því að miklar tafir urðu á fluginu. Áætlað var að konan flygi með Flugleiðum til Íslands klukkan 20.40 að staðartíma í Baltimore 6. ágúst. Þegar vélin var komin út á flugbrautina segir konan að flug- stjórinn hafi tilkynnt að tæknilegir örðugleikar væru fyrir hendi og vélinni yrði snúið aftur að brottfar- arhliðinu til viðgerðar. Eftir tveggja tíma bið í vélinni, án þess að fá vitneskju um hvað væri að, hafi farþegar fengið kvöldverð og klukkutíma síðar hafi flugstjórinn tilkynnt að þar sem skortur væri á tæknimönnum og varahlutum vegna bilunarinnar yrðu farþegar að bíða klukkutíma og 45 mínútur í viðbót og að auki yrði millilent á Nýfundnalandi á leiðinni til Íslands til að taka eldsneyti þar sem vara- hlutur vegna bilunarinnar væri ófá- anlegur. Konan sagðist að þessu loknu hafa krafist þess að fá að yfirgefa flugvélina en starfsmaður Flugleiða í flugstöðinnni hafi gert henni ljóst að hún mætti ekki yfirgefa vélina, enda gætu þá aðrir farþegar óskað þess að gera slíkt hið sama. Skildist konunni á starfsmanninum að Flug- leiðir þyrftu að greiða sérstaklega fyrir hvern farþega sem yfirgæfi vélina. Á sama tíma hafi lögreglu- menn birst við vélina og gert sig líklega til að handtaka hvern þann farþega sem stæði utan við vélina til að teygja úr sér. Fjórum tímum eftir að konan fór um borð í vélina, eftir mikið þjark og þref, fékk hún ásamt tveimur öðrum farþegum að yfirgefa vélina og var þeim að hennar sögn hótað fangelsisvist ef þær héldu til í flug- stöðinni. Einnig var þeim tjáð að ekki væri víst að þær kæmust til Íslands á næstunni þar sem allar vélar næstu daga væru yfirbókaðar og þá var farþegunum sagt að þeir gætu þurft að greiða aukalega fyrir að láta breyta flugmiða sínum. Lagði sig í flugstöðinni og þaðan á hótel Konan segist eftir þetta hafa lagt sig í flugstöðinni og um það bil tveimur klukkustundum eftir að hún fór frá borði hafi aðrir farþegar vélarinnar tekið að birtast, en þá var búið að taka þá ákvörðun að reyna ekki að fljúga til Íslands þetta kvöldið. Fólkið hafði þá verið í vélinni í fimm og hálfa klukku- stund. Hafi farþegar verið sendir á hótel og sagt að hafa samband við Flugleiðir eftir klukkan 12.00 á há- degi til að athuga með frekara flug. Um 10.30 um morguninn hafi sam- ferðamaður látið hana vita að far- þegar ættu að vera mættir á flug- völlinn klukkan 11.15, þrátt fyrir að Flugleiðir hefðu sagt fólkinu að hafa ekki samband fyrr en eftir klukkan tólf. Hafi fólk því flýtt sér út á flugvöll og þar kom í ljós að vélin átti að fara í loftið klukkan 13.45. Vélinni hafi hins vegar seinkað enn frekar og kl. 16.00, eftir að nokkur óvissa hafði ríkt um við hvaða brottfararhlið farþegar ættu að bíða, hafi farþegar farið um borð í vélina. Þá hafi komið í ljós að við- gerðin á vélinni var eingöngu til bráðabirgða og millilenda þurfti í Goose Bay í Kanada og lengdi það flugferðina um tvo tíma. Segir konan að farþegar hafi ver- ið örmagna, pirraðir og svangir. Kvöldið áður hafi verið á boðstólum þurr, bragðvondur kjúklingur og hafi fólk því hlakkað til að fá ljúf- fenga máltíð eftir hrakningana, en því hafi hins vegar verið boðið upp á sama réttinn og kvöldið áður. Hún segir að á meðan fyllt var á eldsneytisgeyma vélarinnar í Kan- ada hafi farþegar verið beðnir að halda kyrru fyrir í sætum sínum og hafi þeim verið tjáð að eld- og sprengihætta væri fyrir hendi með- an eldsneyti væri sett á vélina. Sagt að farþegar fengju engar bætur vegna ferðarinnar Vélin hafi svo lent í Keflavík klukkan 5.30 að staðartíma, meira en 30 klukkustundum eftir að ferð konunnar hófst upphaflega. Segist hún hafa hringt í Flugleiðir daginn eftir að hún kom til Íslands og þá komist að því að farþegar fengju engar bætur vegna ferðarinnar. Hafi hún óskað eftir því að fá að ræða við framkvæmdastjóra félags- ins en því hafi verið neitað og henni bent á að senda Flugleiðum at- hugasemdir sínar skriflega. Er konan verulega ósátt við þjón- ustu Flugleiða og segist hún telja að einokunaraðstaða sú sem Flug- leiðir búa við á hinum íslenska flug- markaði sé of áhættusöm fyrir al- menning, en skortur á samkeppni leiði til þess að gæði minnki. Segist hún undrast að Flugleiðir hafi hlot- ið verðlaun fyrir markaðssetningu á þessu ári. Bjartsýni um að hægt væri að leysa málið á stuttum tíma Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að við brottför flugs 643 frá Baltimore klukkan 20.40 að staðartíma hafi komið fram í mælitækjum tilkynn- ing um bilun. Strax hafi verið kallað á flugvirkja og eftir um klukku- stund kom í ljós hvert vandamálið var, sem var bilun í eldsneytisdælu. Bjartsýni hafi ríkt um að hægt væri að leysa vandamálið á stuttum tíma og því hafi ekki verið talin ástæða til að farþegar færu frá borði. Það hafi hins vegar dregist og á sama tíma var verið að loka allri að- stöðu fyrir farþega í flugstöðvar- byggingunni, enda liðið á kvöldið. Guðjón segir að áhöfnin hafi allan tímann verið í farþegarýminu og lagt sig fram við að veita sem besta þjónustu, fólkið hafi fengið mat og drykk og kvikmyndir verið sýndar. Nokkrir hafi ákveðið að hætta við að fara í flugið og þeir hafi farið úr vélinni. „Eftir fimm og hálfa klukkustund varð loks ljóst að vandinn yrði ekki leystur og því var ákveðið að fresta fluginu þar til daginn eftir og útvega farþegum gistingu á hóteli. Allnokkrum far- þegum var útvegað flug með öðrum flugfélögum til ákvörðunarstaða í Evrópu. Síðan var flogið heim dag- inn eftir með viðkomu í Goose Bay í Kanada og kom vélin til Íslands tæpum sólarhring á eftir áætlun eða klukkan 4 að morgni,“ segir Guðjón. Um að ræða röð óheppilegra aðstæðna og atvika Hann segir að eftir á að hyggja sé ljóst að þarna hafi röð óheppi- legra aðstæðna og atvika orðið til þess að farþegarnir voru langtum lengur um borð en æskilegt er. Þetta hafi valdið þeim töfum og óþægindum og það beri að harma og félagið muni draga sinn lærdóm af þessu. „Nokkrir farþeganna í þessu flugi hafa haft samband við okkur eftir að þeir komust á leiðarenda og við höfum að sjálfsögðu aðstoðað þá eins og best við getum, breytt far- seðlum, framlengt ferðir og svo framvegis. Í alþjóðafarþegaflugi eru ekki greiddar bætur vegna tafa sem verða vegna vélarbilana og ráða þar einkum þau öryggissjón- armið að koma í veg fyrir að ótti við bótagreiðslur setji óeðlilegan þrýsting á starfsmenn flugfélag- anna að koma vélum í loftið,“ segir Guðjón. Hann segir að nokkur töf hafi orðið á öðrum flugum Flugleiða daginn eftir seinkunina en áætlun sé nú komin í eðlilegt horf. Mikil töf á brottför vélar Flugleiða frá Baltimore í Bandaríkjunum síðastliðinn þriðjudag Farþegar látnir bíða 5½ klukkustund í vélinni SIGRÍÐUR Guð- mundsdóttir, fyrrver- andi skrifstofumaður á Morgunblaðinu, er lát- in, 74 ára að aldri. Sigríður fæddist 20. september 1927 að Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónasson bóndi og verkamaður í Reykjavík og Jóhanna Helgadóttir. Sigríður flutti til Reykjavíkur 1938. Þar gekk hún í Kvenna- skólann í Reykjavík. Eftir það starfaði hún í nær fimmtíu ár á skrifstofu Morgun- blaðsins. Hún hóf þar störf 1. mars 1948 og starfaði þar allt til ársloka 1997. Þá lét hún af störfum fyrir aldurs sakir. Morgunblaðið þakkar Sigríði far- sælt samstarf um áratuga skeið og sendir ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Andlát MJÖG gott fiskirí hefur verið hjá trillunum, sem gerðar eru út frá Skagaströnd, í sumar. Nú landa um 35 trillur hjá fiskmarkaðnum og eru allir að fiska vel. Undanfarið hefur fiskmarkaður- inn tekið á móti 55-60 tonnum á dag af trillunum þó að aldrei séu þær all- ar á sjó í einu. Sérstaklega hefur fiskiríið verið gott á Hornbankanum en þaðan hafa trillurnar verið að koma með 4,5-6,3 tonn úr hverjum róðri af jöfnum og fallegum fiski. 50-70 mílur eru frá Skagaströnd út á miðin á Hornbanka og eru trillurnar um þrjá tíma á miðin. Þar hafa þær fyllt sig á nokkrum klukkutímum og síðan tekur við 8-9 tíma stím heim. Mörgum blöskrar að sjá hleðsluna á þessum litlu bátum þegar þeir eru að koma í land svona langa leið því þá eru þeir svo signir á sjónum að ekki er óhætt að drepa á vélinni. Sé það gert getur sjór farið inn á vél- ina. Trillukarlarnir segja að það sé í lagi að róa á Hornbanka meðan best er og blíðast enda rói menn ekki þangað nema í góðri spá. Ekki róa þó allir út á Banka enda er gott fiskirí í Húnaflóa og nánast sama hvert bátarnir fara, alls staðar er fiskur. Fiskurinn er misstór eftir því hvert er róið þannig að nú hefur Fiskistofa lokað ákveðnu svæði við Skallarif á Skaga þar sem of hátt hlutfall af smáfiski var í aflanum. Á flestum bátanna eru tveir í áhöfn, sérstaklega á dagabátunum. Kvótakarlarnir taka lífinu með meiri ró og reyna frekar að halda sig þar sem hægt er fá stóran fisk þó að minna sé af honum. Karlarnir sem fréttaritari spjallaði við voru ánægðir með fiskiríið og aðbúnað og þjónustu sem þeir fá á Skagaströnd. Trillur mokfiska á Hornbanka Hallgrímur Hjaltason sést hér landa fiski við höfnina á Skagaströnd en mokfiskirí hefur verið þar að undanförnu. Skagaströnd. Morgunblaðið. UMFANGSMIKLAR fram- kvæmdir standa nú yfir í þurrk- unarverksmiðju Laugafisks í Reykjadal, en þar eru fyrst og fremst þurrkaðir hausar og hryggir fyrir Nígeríumarkað. Á vefsíðu Útgerðarfélags Akureyr- inga kemur fram að verið sé að stórauka afkastagestu verksmiðj- unnar og bæta vinnslutæknina með nýrri vélasamstæðu. Um er að ræða framkvæmdir upp á tugi milljóna króna. Fyrir nokkrum mánuðum var ný þurrkunarlína sett niður í þurrkunarverksmiðju dótturfyr- irtækis Laugafisks í Færeyjum og í framhaldinu var samið við Skagann hf. um að smíða svipaða vinnslulínu fyrir verksmiðjuna á Laugum. Þeirri smíði er nú lokið og er þessa dagana unnið að því að koma vinnslulínunni fyrir á Laugum. Húsnæði stækkað og þurrkklefi endurbættur Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Laugafisks, segir að nýja vinnslulínan sé raunar aðeins hluti þeirra breytinga sem unnið sé að á Laugum því einnig sé verið að stækka húsnæðið og endurbæta þurrkklefa. Þá er ætlunin að byggja yfir nýja starfsmannaaðstöðu, en sá verk- þáttur hefur ekki verið boðinn út. Tugmilljóna framkvæmdir hjá Laugafiski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.