Morgunblaðið - 11.08.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 21
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 22. ágúst, viku-
ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Ekki innifalið: Forfallatrygging full-
orðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Akstur
til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í stúdíó/íbúð/herb. Flug, gisting,
skattar, 22. ágúst, vikuferð. Staðgreitt.
Alm. verð kr. 52.450.
Ekki innifalið: Forfallatrygging full-
orðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Akstur til
og frá flugvelli erlendis kr. 1.800.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til
Mallorca á ótrúlegu tilboði þann 22. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint
flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna,
og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum
við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú
traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin í ágúst
Síðustu sætin til
Mallorca
22. ágúst
frá 39.865
STÓR ÚTSALAN
hefst í fyrramálið. Mikill afsláttur!
hygli þegar það kom í ljós að árið
2000 voru æðstu stjórnendur að
meðaltali farnir að bera úr býtum
531-föld verkamannalaun á mán-
uði. Já. Töluvert meira en fimm-
hundruðföld verkamannalaun.
Það kom líka í ljós að 75 af hundr-
aði þeirra hlutabréfa sem dreift
var til starfsmanna rötuðu jafnan
í hendur fimm æðstu stjórnenda
þeirra.
En núna er veröldin breytt hér
í vatíkani hinnar kapítalísku
kirkju. Stór og virt fyrirtæki
(virðing er jú hvers dollara virði)
hafa hvert af öðru verið staðin að
glæpsamlegu bókhaldssvindli til
að viðhalda verðinu á hlutabréf-
unum og stjórnendurnir, sem
nokkrum vikum áður voru
goðumlíkar hetjur gróðahafsins,
færandi skínandi og skrjáfandi
aflann að landi, eru nú jafnvel
handteknir og járnaðir að al-
menningi ásjáandi. tundra@vortex.is
TRÚIN flyturfjöll ogskilur eft-ir ber-angur. Um
daginn fór ég í óop-
inbera heimsókn til
lands þar sem allt er
fullkomið og ham-
ingjan ekki bara eitt-
hvað til að sækjast eftir,
heldur hreinlega eina
stefnumið stjórnvalda og yf-
irlýst ástand íbúanna. Þetta land
heitir Disneyland og er um
klukkutíma hérna suður af Los
Angeles. Mér leið vel þar. Dálítið
eins og að koma heim. En að lok-
inni heimsókninni tóku hin al-
mennu Bandaríki
Norður-Ameríku
við. Þau eru ekki
alveg jafn full-
komin.
Þegar ég var
nýfluttur til Los
Angeles til fimm
ára dvalar upp úr miðjum níunda
áratug síðustu aldar kynntist ég
ungri konu sem var félagi í
kommúnistaflokki og sagðist
reikna með að innan skamms yrði
þjóðfélagsbylting í Bandaríkj-
unum, því bilið milli ríkra og fá-
tækra væri orðið svo ógnarstórt
að brýrnar sem héldu þjóðfélag-
inu saman hlytu að hrynja hvað
úr hverju.
Þetta var á miðju síðara kjör-
tímabili Reagans, sem áður hafði
verið minni háttar leikari og upp-
ljóstrari fyrir Alríkislögregluna
FBI á McCarthy-tímanum. Reag-
an boðaði af þrautþjálfaðri ein-
lægni trúna á hið frjálsa mark-
aðskerfi og hafði yfir möntruna
um dásemdir samkeppni og
einkavæðingar án afláts. Það má
segja að hann hafi fundið upp
góðærið, sem trúarhugtak.
Skoðanir vinkonu minnar
hljómuðu hálfkjánalega við þær
aðstæður sem þá ríktu. Gríðarleg
uppsveifla var í efnahagslífinu,
fólk hafði bjargfasta trú á kom-
andi gróða nýrra fyrirtækja í
upplýsingabransanum og reyndar
hvaða bransa sem var. Hið op-
inbera var ígildi hinnar dauðu
handar, frjáls samkeppni og
markaður var Eldorado, Shangri
la og ameríski draumurinn, allt í
einum pakka.
Meðal afleiðinganna af þessum
trúarbríma var að forstjórar voru
nánast teknir í guðatölu. Laun
æðstu stjórnenda hækkuðu úr því
að vera að meðaltali 42 sinnum
hærri en laun verkamanns árið
1980, í það að vera 85 sinnum
hærri árið 1990. Og blessað góð-
ærið hélt áfram undir stjórn
Stóra-Bush og meira að segja
verkamennirnir nutu dálítils
ágóða, eignuðust fáein hlutabréf
og sáu þau hækka í verði með
hverjum degi.
Lífeyrissjóðirnir þeirra döfn-
uðu með sama hætti. Þess vegna
veitti fólk því eiginlega ekki at-
Frá Disneylandi til
lands veruleikans
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Og viti menn, allt í einu er al-
menningur í þessu landi ekki
lengur tilbúinn til að falla fram og
tilbiðja þessar vellríku hetjur,
hvað þá að taka þær trúanlegar.
Ýmsir rekja þessa breytingu á
afstöðu fólks til árásarinnar á
tvíburaturnana. Hún leiddi í
ljós að sannleikurinn um ým-
islegt er varðaði öryggi og hag
almennings reyndist annar en
sá sem haldið hafði verið fram.
Það má glöggt greina það af
umræðum í alvöru fjölmiðlum
hér, að margir álíta að hin
blinda trú á einkaframtakið
og markaðsöflin sem
guðsblessun hafi beðið
hnekki, sumir nefna skip-
brot.
Verðbréfadeild Bank of
America hefur reiknað út
að á þessum síðustu og
verstu vikum og mán-
uðum hafi jafvirði sex
þúsund og sjö hundruð
milljarða bandaríkjadala
hreinlega glatast á verð-
bréfamarkaðnum. Enda þótt
hvorki ég né lesendur geti í raun
áttað sig á þessari upphæð má
vera ljóst að hér er um ofboðsleg
verðmæti að ræða. Og nú skilja
þau ekkert eftir sig nema óþægi-
legar spurningar. Hver átti
þetta? Hver tapaði þessu? Hverju
er um að kenna? Ef þetta gat
horfið svona snarlega, á hverju
var það eiginlega byggt? Og þetta
spurningafár er ógnvekjandi fyr-
ir hann Litla-Bush í Hvíta hús-
inu og flokksmenn hans. Fólk
er nefnilega að átta sig á því
að þeir sem fylltu hinn eitt
sinn goðumlíka hóp forstjóra
hafa ekki bara verið við stýrið
á stórfyrirtækjunum sem nú
riða á stöllum sínum, heldur
stjórna þeir líka mörgum
helstu ráðuneytunum. Dick
„Aðkenning“ Cheney var for-
stjóri Halliburton; Paul
O’Neill fjármálaráðherra var
forstjóri Íslandsvinar númer
eitt á Austurlandi og í Arn-
arhváli, Alcoa; viðskiptaráðherr-
ann Don Evans var forstjóri olíu-
fyrirtækis; varnarmálatröllið með
klettabeltistannstæðið, Don
Rumsfeld, var forstjóri hjá G.D.
Searle og General Instrument.
Og nú eru þeir allir dálítið
stressaðir, stjórarnir, því skoð-
anakannanir hafa leitt í ljós að
mikill meirihluti kjósenda ber nú
lítið eða ekkert traust til stórfyr-
irtækja og hátt í tveir þriðju telja
að ríkisstjórnin taki hag fyr-
irtækjanna fram yfir hag almenn-
ings.
Kemur okkur þetta eitthvað við
uppi á Íslandi? Hljómar nokkuð
af þessu kunnuglega? Er trú okk-
ar á heiðarleika og forsjá mark-
aðspostulanna nokkuð að veikj-
ast? Eða erum við öll ennþá alsæl
í okkar eigin Disneylandi?
Tekið er við tímapöntunum og skilaboðum
alla virka daga
frá kl. 9-17 í síma 511 8040
Ólafur Þór Ævarsson, dr. med., geðlæknir
Hef flutt starfsemi mína
í læknastofuna Skipholti 50B