Morgunblaðið - 11.08.2002, Side 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÖG hins eins sanna kúreka,
Hallbjarnar Hjartarsonar, hafa
lengi glatt landann og það er góð
hugmynd að fá
ýmsa flytjendur
til að túlka vel val-
in lög eftir hann.
Það er fátt ís-
lenskara en lögin
hans Hallbjarnar,
hann er einskonar blanda af Geir-
mundarstuði og dægurvísnarauli
Gylfa Ægissonar en með kúreka-
hatt og viðkvæmari taug. Lög hans
eru einföld og standa óstudd án
íburðarmikilla útsetninga eða til-
halds í flutningi og forvitnilegt að
sjá hvernig öðrum tekst til að
fanga einlægnina í lögum hans.
Lagavalið gefur góðan þverskurð
af verkum Hallbjarnar til þessa,
þótt eflaust sakni einhverjir sinna
uppáhaldslaga – hér er t.d. enginn
Kántríbær.
Krókódílasveitin er létt og leik-
andi, gítarleikurinn fjölbreyttur og
eins eru margar raddútsetningar
vel heppnaðar. Söngvararnir kom-
ast vel frá sínu, sérstaklega eru
KK og Magnús Eiríksson afslapp-
aðir í flutningi sínum á óðnum til
Lukku Láka og undirleikurinn
kliðmjúkur. „Sannur vinur“ er
grípandi lag með glaðlegum
brokktakti og áreynslulaus söngur
Hreims Arnar gerir það að einu
skemmtilegasta laginu á disknum.
Magga Stína nær sérlega vel
barnsleikanum í „Sveitadrengur-
inn“ og varla hægt að finna heppi-
legri rödd við lagið.
Einmana slædgítar og við-
kvæmnislegur söngur Margrétar
Eir í gospelkynjaða laginu „Bæn-
in“ dregur fram blíðari hliðina á
lögum Hallbjarnar, sem og örlaga-
mæðan í „Donna sjómanni“ sem
Helgi Björnsson syngur. Minnis-
stæðust hlýtur þó að vera útgáfan
á „Kúreka norðursins“, því klass-
íska lagi. Það er hægt verulega á
laginu og slædgítarinn og djúp og
rám viskírödd Þorgeirs Guð-
mundssonar gefa því aukna dýpt í
bæði eiginlegri og óeiginlegri
merkingu – eitt andartak heyrir
maður næstum því ýlfrið í sléttu-
úlfunum og krafsið í hestshófum,
meðan kúrekinn raular sína
reynslusögu við snarkið frá eld-
inum. Disknum lýkur á hinum fjör-
uga ræl um Hundinn Húgó sem
dýravinurinn dr. Gunni flytur – í
þessu tilfelli sem öðru veit maður
ekki hvort það er lagið sem velur
söngvarann eða öfugt, svo vel fell-
ur þetta saman.
Allt ber vitni um að þetta er gert
af virðingu fyrir tónlistarmannin-
um Hallbirni, flutningur og útsetn-
ingar vandaðar, smekkleg texta-
bók fylgir og ljóst að föðurlandið
hefur tekið í sátt þennan spámann
kántrísins hér á landi á.
Tónlist
Undir hatti
Hallbjarnar
Ýmsir
Kúrekinn – Lög Hallbjarnar
Hjartarsonar
Fljúgandi diskar - Edda
Lög eftir Hallbjörn Hjartarson í flutningi
hljómsveitarinnar Krókódílarnir og ým-
issa söngvara. Hljómsveitina skipa
Magnús Einarsson (rafgítar, kassagítar,
mandólín, banjó), Eysteinn Eysteinsson
(trommur, ásláttur), Pétur Hallgrímsson
(rafgítar, kassagítar) og Friðþjófur Sig-
urðsson (bassi). Söngvarar eru KK,
Magnús Eiríksson, Magga Stína, Hreim-
ur Örn, Helgi Björnsson, Þorgeir Guð-
mundsson, Gunnar Ólason, Einar Ágúst,
Margrét Eir og Dr. Gunni. Hrannar Ingi-
marsson sá um upptökur og hljóð-
blöndun, framleiðsla og upptökustjórn í
höndum Friðþjófs Sigurðssonar.
Steinunn Haraldsdóttir
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hallbirni Hjartarsyni er vottuð virðing á hljómdiskinum Kúrekinn.
LEIKARINN Ben Stiller hefur
ákveðið að taka ekki þátt í vænt-
anlegri uppfærslu á Broadway í
New York af leikritinu Glengarry
Glen Ross til að
geta eytt meiri
tíma með ný-
fæddri dóttur
sinni og eig-
inkonu.
Þeim Stiller og
leikkonunni
Christine Taylor
fæddist dóttir á
dögunum og seg-
ist Stiller ekki
tilbúinn að fórna
þessum dýrmæta
tíma í lífi fjöl-
skyldunnar fyrir neitt annað.
„Það var erfið ákvörðun að hætta
við að taka að mér hlutverkið en
forgangsröðun mín hefur breyst eft-
ir að við eignuðumst stelpuna,“
sagði Stiller.
Uppfærslan er eftir David Mamet,
sem státar meðal annars af Pulitzer-
verðlaunum, og hefði Stiller leikið
þar í félagsskap Danny DeVito.
Fjölskyldan í forgang
Ábyrgur faðir:
Ben Stiller.
STJÖRNUSPÁ mbl.is