Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 13.08.2002, Síða 1
Þriðjudagur 13. ágúst 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 15 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5% 5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000 10 ár 11.900 12.400 12.900 13.500 14.100 15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Óendanlegir möguleikar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Endurbætur á gömlu húsi 2 Art deco Fyrirbörnin Stíll glaumlífis og ríkidæmis 26 Leiktæki í garðinn 28 FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN er með í sölumeðferð jörðina Hrútsholt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þessi jörð er á fallegum stað á sunn- anverðu Snæfellsnesi og er talin vera 617 ha að stærð, þar af 24 ha ræktaðir. Hrútsholt er sunnan þjóðvegar austan við Rauðkolls- staði. Jörðin á land sunnan frá Núpá til fjalls. Láglendið er grös- ugt og gott til ræktunar. Vetrarbeit er allgóð svo og sumarhagar. Bæj- arhúsin standa á klettaholti. Á jörðinni er nú rekið fjárbú með rúmlega 300 fjár og 225 ærgilda kvóta. Jörðin er vel uppbyggð með góðum húsum, þ.e. íbúðarhús frá 1975, 145 fm, og bílskúr 54 fm. Fjárhús frá 1974 samkvæmt teikn- ingu fyrir 400 fjár, auk hlöðurýmis, sem eru bæði hefðbundin hlaða og flatgryfjur. Vélaskemma frá 1887, 129 fm. Auk þess eru eldri útihús frá 1944. Snæfellsjökull blasir við til vesturs og Eldborgin er til aust- urs. Stutt í Löngufjörur. Eitthvað af vélum gæti fylgt. Verðhugmynd 39,9 millj. Hrútsholt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hrútsholt í Eyja- og Miklaholtshreppi KOTSTRANDARKIRKJA er í Hveragerðisprestakalli í Árnespró- fastsdæmi. Hún var byggð 1909 og vígð 14. nóvember sama ár. Þessa dagana er unnið að miklum endurbótum á Kotstrandarkirkju. Gert hefur verið við allt tréverk, en þiljur voru víða orðnar gisnar og stoðir rifnar af langvarandi þurrki auk þess sem kirkjan gekk lítillega til í jarðskjálftunum sumarið 2000, en einn eftirskjálftinn átti upptök sín nánast á kirkjuhlaðinu. Skemmdir urðu ekki miklar, en samt þótti ekki forsvaranlegt annað en að bæta þar úr og ráðast jafnframt í nauðsynlegt viðhald innandyra. Ákveðið var að endurnýja raflagnir og síðast en ekki síst að mála kirkj- una að nýju. Kirkjan var síðast mál- uð um 1950 og þá var vikið veru- lega frá upphaflegum litum og stíl. Kotstrandarkirkja var byggð árið 1909 og kom í stað kirknanna á Reykjum og í Arnarbæli. Rögnvald- ur Ólafsson, húsameistari, teiknaði kirkjuna en yfirsmiður var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu. Sonur Samúels var Guðjón, síðar húsameistari ríkisins, og vann hann einnig við smíði kirkjunnar. Litum kirkjunnar er þannig lýst í úttektargerð frá 1910: „Hvelfingin er með ljósbláum rúðum með gylltum stjörnum og gulum listum milli rúðna. Bekkir á lofti eru brúnmálaðir, en grindur mahonímálaðar. Loftið að neðan hvítt með ljósgrænum listum utan með. Rósastrengir eru víða um kirkjuna þar sem mætist loft og veggir. Súlurnar undir loftinu eru marmoreraðar og súlnahöfuðin með rósum. Stafnar og veggir uppi eru bleikir; sömuleiðis veggir niðri og vesturgafl niður að stólunum. Allt fyrir neðan stóla er eikarmálað svo og stólar og hurðir. Kórgólfið er dökkgrænt en veggir ljósgrænir, með marmoreruðum súlum, bogar hvítir og bleikir með rósum og rósa- strengjum. Prédikunarstóll, altari og altarisgrindur eru mahonímáluð, sömul. umgjörð um altristöflu. Gluggar eru að innan hvítmálaðir, en gluggakistur eikarmálaðar.“ Stuðst er við þessa lýsingu í lita- vali kirkjunnar núna og víða mátti finna upphaflega liti og skraut undir síðari tíma málningu. Ö.R. tréverk og Friðgeir Kristjánsson, trésmíða- meistari, í Hveragerði, hafa annast smíðavinnu og viðgerðir. Bergás EHF hefur séð um raflagnir, en stofnandi þess fyrirtækis, Guðjón Pálsson rafvirkjameistari, lagði upphaflega rafmagn í kirkjuna fyrir hálfri öld. Málarameistari er Helgi Grétar Kristinsson. Verkið er unnið að frumkvæði sóknarnefndar Kot- strandarsóknar og í samráði við húsafriðunarnefnd ríkisins. Kotstrandarkirkja í Ölfusi Endurbætur á sögufrægri kirkju Morgunblaðið/Sverrir Kotstrandarkirkja í Árnesprófastsdæmi. Bergstaða- stræti17                                                                            )'"(&!"( & & '* %&( '*"               ! "" +%,*-* %-""%& &$%&. /01   2$"$-3  4. 5%&&&6( !&  7!(*(8 %7!(*(8       (   #     2%'!'#9&%'"!*'&'"& :%&-$&%'"9;;;($!('&                :&' -"<=>>? !"( !"( !"( !"(             $%   -<=?   (   &    ""' ""         A<&( ""  (' " " ') '' ( " ' ''*+ '), >>   -   .     ( '' ! "" 4%&''* ""' B""' %'"     (  (     

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.