Morgunblaðið - 13.08.2002, Qupperneq 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
R
ÆTUR art deco eru sagð-
ar ná aftur til ársins 1901
þegar stofnaður var hóp-
ur í París með það mark-
mið að samræma fjöldaframleidda
iðnaðarvöru og margháttaða
skreytilist. Áhrifa gætti frá Bau-
haus, kúbisma og konstrúktívisma
og smátt og smátt hafði stefnan sett
mark sitt á allt frá arkítektúr og
húsgögnum til skartgripa og leirlist-
ar. Stefnan var kynnt í París árið
1925 sem fyrr segir. Elísabet Ingv-
arsdóttir innanhússarkitekt og
brautarstjóri við hönnunarbraut
Iðnskólans í Reykjavík segir að
áhrif art deco hafi verið mismikil hér
á landi síðan stefnan var kynnt, en
ávallt séu ákveðnir undirliggjandi
menningarstraumar í þjóðfélaginu
sem stýri smekk fólk hverju sinni.
Breytilegar áherslur í lífsstíl sem og
breytingar í almennu skipulagi inn-
anhúss, s.s. nýjar áherslur í bað- og
eldhúsinnréttingum, kalla á ýmsa
lausa smáhluti sem gjarna tengjast
þessum stíl. „Árið 1925 er sýning í
París, „Exposition des Arts Décor-
atifs et Industriels Modernes“, oft
nefnd Skreytilistasýningin en var í
raun sýning á listmunum og iðnað-
arframleiðslu undir áhrifum nýs
stíls,“ segir Elísabet. „Á sýningunni
var nýr stíll kynntur sem var art
deco. Stíllinn var í raun óvænt inn-
legg miðað við þróunina sem átti sér
stað í átt að módernisma. Má segja
að sýningin hafi verið nær undirlögð
af þessum stíl sem einkenndist þá af
hálfgerðum „Hollywood-glamúr“
fyrir utan eina móderníska undan-
tekningu sem var framlag Le
Corbusier, „Pavilion de L’Espirit
Nouveau“, eða Nútímaskálinn.
Oft er þó deilt um hvenær raun-
verulegt upphaf stílsins var og
hvernig hann varð til en oft talað um
að hann hafi þróast með hönnuðum
sem héldu tryggð við geómetríska
útfærslu art nouveau-stílsins og
gerðu eins konar uppreisn gegn
teygðum lífrænum formum hans.“
Dýr efni
Að sögn Elísabetar reis art deco
tímabilið hæst á 3. og 4. áratug 20.
aldarinnar og hafði áhrif bæði í
Bandaríkjunum og í Evrópu en sam-
tvinnaðist vel Hollywood-glamúr í
Bandaríkjunum og ljúfu lífi Parísar-
borgar þess tíma. Úr stílnum þróuð-
ust afbrigði, annarsvegar blanda af
módernisma og art deco og hins veg-
ar straumlína og art deco. Straum-
línuútfærslan varð sterkust í Banda-
ríkjunum og eru það hlutir undir
þeim áhrifum sem eiga sér endur-
komu í dag. Stallaformið kom gjarn-
an fram í stórum byggingum eins og
helstu skýjakljúfum þessa tíma,
Chrysler byggingunni og Empire
State.
Stíllinn var gjarnan notaður í alls-
konar skemmtanahús og í auð-
mannakreðsum, mikið í móttöku-
rýmum í hótelum, bönkum,
stórverslunum o.fl., enda gjarnan
notuð dýr efni svo sem eðalviður og
fílabein, gyllingar og skelplata.
Formin voru geómetrísk og ein-
kenndust af stallaformum, sexhyrn-
ingi, átthyrningi, sporöskju, hring,
þríhyrningi og tígli. Sótt var til
framandi lista eins og Afríku og
fornrar menningar Suður-Ameríku
og Egyptalands. Stíllinn er því
margslunginn og þróast um leið
undir sterkum áhrifum frá uppgangi
móderisma og arfi frá kúbisma,
konstrúktívisma og fútúrisma.
Á Íslandi kom stíllinn ekki sterkt
fram en áhrifa hans gætir þó og oft í
bland við innleiðingu módernism-
ans. Glöggt má greina áhrif frá art
deco í stallaformum (stuðlabergs-
formum) í byggingum Guðjóns Sam-
Art deco lifir enn
Andi glaumlífis og ríki-
dæmis svífandi yfir vötnunum
Art deco er nafn á stíl í hönnun og arkitektúr sem örl-
að hefur á í mismiklum mæli allt frá því að hann var
fyrst kynntur í París árið 1925. Fasteignablaðið kynnti
sér art deco-stílinn sem helst hefur náð flugi hér á
landi í húsmunum og innanhússkreytingum. Minna
hefur hins vegar borið á honum í byggingalist þó að
áhrif hans sjáist víða.
Morgunblaðið/Ómar
Stallaðir turnar Akureyrarkirkju gætu talist til art deco-áhrifa.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Stytta í dæmigerðum art deco-stíl.
Fæst í Antikmunum, Klapparstíg 40.
Art deco-silfurskál.
Morgunblaðið/Golli
Séð inn í Gyllta sal Hótels Borgar. Breski arkitekinn Danny Conway hannaði allt innanstokks, með upprunalegan stíl hót-
elsins í huga, art deco.
Morgunblaðið/Golli
Frá Hótel Borg. Stallarnir þrír fyrir miðri mynd eru dæmi-
gerðir fyrir art deco.