Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 27

Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 27 ELIANE Karp, forsetafrú í Perú, sagðist í gær hafa látið af ráðgjaf- arstörfum hjá einkabanka í landinu en fyrir þau hefur hún þegið næstum eina milljón íslenskra króna í laun á mánuði. Tengsl Karp við bankann hafa vakið hneykslan í Perú, m.a. vegna þess, að bankinn er grunaður um að tengjast spillingunni í kring- um fyrrverandi ráðamenn í landinu. Karp, sem er eiginkona Alejandr- os Toledos forseta, sagði ekkert ólöglegt hafa verið við háar launa- greiðslur til sín og hún neitaði því jafnframt að um hagsmunaárekstra hefði verði að ræða; þ.e. að bankinn hefði getað notað hana til að hafa áhrif á ákvarðanir forsetans. Sagði Karp í yfirlýsingu sinni að ávirðingar á hendur henni um sið- leysi hefðu verið liður í „pólitískum hráskinnaleik sem hafði það mark- mið að skaða forsetahjónin“. Kvaðst hún leið yfir því að þurfa að segja sig frá störfum fyrir Wiese Sudameris- bankann og lýsti sjálfri sér sem fórn- arlambi „pólitískra ofsókna“. Fréttaskýrendur segja yfirlýs- ingu Karps tilraun til að slá striki yf- ir það uppnám sem varð þegar dag- blað í Perú greindi frá því í síðustu viku að Karp hefði starfað fyrir bankann síðan í janúar 2001. Töldu margir að laun forsetafrú- arinnar, sem er mannfræðingur og hagfræðingur að mennt, væru sví- virðilega há miðað við þá fátækt sem allur almenningur í Perú býr við. Eiginkona Toledos hætt í bankanum Líma. AFP. AP Eliane Karp, forsetafrú í Perú. SÆNSKIR jafnaðarmenn hafa gott forskot á borgaraflokkana samkvæmt síðustu skoðanakönnun en þingkosningar verða í Svíþjóð 15. september næstkomandi. Í könnun Temo-stofnunarinnar fengu jafnaðarmenn stuðning 41,2% kjósenda eða 2,3 prósentu- stigum meira en í sams konar könnun í júní. Stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Hægriflokk- urinn, fékk nú 19,4% en 22,2% í júní. Vinstriflokkurinn, kommúnista- flokkurinn gamli, sem styður stjórn jafnaðarmanna, fékk 10,1% og er það svipað og í júní. Kristi- legi flokkurinn fékk 10,2%, Frjáls- lyndi flokkurinn 6,8% og Miðflokk- urinn 6%. Jafnaðarmenn og stuðn- ingsflokkar þeirra hafa samkvæmt þessu 8,9 prósentustig umfram borgaraflokkana. Fréttaskýrendur segja, að ljóst virðist af þessu, að Svíar vilji standa vörð um núverandi velferð- arkerfi, og hafi ekki látið hrífast með í hægribylgjunni í Evrópu. Sænskir jafnaðar- menn með forystu Stokkhólmi. AP. ÁHUGI er á því í nokkrum Afr- íkuríkjum að fá þangað hvítu bændurna, sem Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, er að reka af jörðum sínum. Með því fengju rík- in ómetanlega þekkingu á nú- tímabúskap og það gæti auðveld- að þeim að bægja burt hungur- vofunni, sem nú ógnar milljónum manna víða í álfunni. „Við eigum mikið af vannýttu landi,“ sagði Andrew Chioza, þingmaður í Malaví, í gær og bætti við, að hann hefði fært það í tal við forseta landsins, að hvítir bændur yrðu fengnir til að setjast að í Malaví. Þekking þeirra yrði til að treysta matvælaframleiðslu í landinu og auka atvinnu. Stjórnvöld í Botswana, Zambíu, Úganda og Mósambík hafa einnig sýnt málinu áhuga. Mugabe hyggst reka 2.900 hvíta bændur af jörðum sínum. Vilja fá til sín hvítu bændurna Blantyre. AFP. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.