Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 27 ELIANE Karp, forsetafrú í Perú, sagðist í gær hafa látið af ráðgjaf- arstörfum hjá einkabanka í landinu en fyrir þau hefur hún þegið næstum eina milljón íslenskra króna í laun á mánuði. Tengsl Karp við bankann hafa vakið hneykslan í Perú, m.a. vegna þess, að bankinn er grunaður um að tengjast spillingunni í kring- um fyrrverandi ráðamenn í landinu. Karp, sem er eiginkona Alejandr- os Toledos forseta, sagði ekkert ólöglegt hafa verið við háar launa- greiðslur til sín og hún neitaði því jafnframt að um hagsmunaárekstra hefði verði að ræða; þ.e. að bankinn hefði getað notað hana til að hafa áhrif á ákvarðanir forsetans. Sagði Karp í yfirlýsingu sinni að ávirðingar á hendur henni um sið- leysi hefðu verið liður í „pólitískum hráskinnaleik sem hafði það mark- mið að skaða forsetahjónin“. Kvaðst hún leið yfir því að þurfa að segja sig frá störfum fyrir Wiese Sudameris- bankann og lýsti sjálfri sér sem fórn- arlambi „pólitískra ofsókna“. Fréttaskýrendur segja yfirlýs- ingu Karps tilraun til að slá striki yf- ir það uppnám sem varð þegar dag- blað í Perú greindi frá því í síðustu viku að Karp hefði starfað fyrir bankann síðan í janúar 2001. Töldu margir að laun forsetafrú- arinnar, sem er mannfræðingur og hagfræðingur að mennt, væru sví- virðilega há miðað við þá fátækt sem allur almenningur í Perú býr við. Eiginkona Toledos hætt í bankanum Líma. AFP. AP Eliane Karp, forsetafrú í Perú. SÆNSKIR jafnaðarmenn hafa gott forskot á borgaraflokkana samkvæmt síðustu skoðanakönnun en þingkosningar verða í Svíþjóð 15. september næstkomandi. Í könnun Temo-stofnunarinnar fengu jafnaðarmenn stuðning 41,2% kjósenda eða 2,3 prósentu- stigum meira en í sams konar könnun í júní. Stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Hægriflokk- urinn, fékk nú 19,4% en 22,2% í júní. Vinstriflokkurinn, kommúnista- flokkurinn gamli, sem styður stjórn jafnaðarmanna, fékk 10,1% og er það svipað og í júní. Kristi- legi flokkurinn fékk 10,2%, Frjáls- lyndi flokkurinn 6,8% og Miðflokk- urinn 6%. Jafnaðarmenn og stuðn- ingsflokkar þeirra hafa samkvæmt þessu 8,9 prósentustig umfram borgaraflokkana. Fréttaskýrendur segja, að ljóst virðist af þessu, að Svíar vilji standa vörð um núverandi velferð- arkerfi, og hafi ekki látið hrífast með í hægribylgjunni í Evrópu. Sænskir jafnaðar- menn með forystu Stokkhólmi. AP. ÁHUGI er á því í nokkrum Afr- íkuríkjum að fá þangað hvítu bændurna, sem Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, er að reka af jörðum sínum. Með því fengju rík- in ómetanlega þekkingu á nú- tímabúskap og það gæti auðveld- að þeim að bægja burt hungur- vofunni, sem nú ógnar milljónum manna víða í álfunni. „Við eigum mikið af vannýttu landi,“ sagði Andrew Chioza, þingmaður í Malaví, í gær og bætti við, að hann hefði fært það í tal við forseta landsins, að hvítir bændur yrðu fengnir til að setjast að í Malaví. Þekking þeirra yrði til að treysta matvælaframleiðslu í landinu og auka atvinnu. Stjórnvöld í Botswana, Zambíu, Úganda og Mósambík hafa einnig sýnt málinu áhuga. Mugabe hyggst reka 2.900 hvíta bændur af jörðum sínum. Vilja fá til sín hvítu bændurna Blantyre. AFP. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.