Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 1
202. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. ÁGÚST 2002 ÍSRAELSK stjórnvöld sögðust í gær harma dauða fjögurra palest- ínskra borgara sem létu lífið í hern- aðaraðgerð Ísraelshers á Gaza- svæðinu. Atvikið setti aftur í uppnám þau skref sem hafa verið stigin í átt að því að draga úr spennu á Gaza-svæðinu. Hinn 18. ágúst sl. sömdu fulltrúar Ísraelsstjórnar og palestínsku heimastjórnarinnar um að Palest- ínumenn tækju aftur yfir öryggis- málalögsögu á Gaza-svæðinu og í Betlehem á Vesturbakkanum. Ísra- elsher dró sig til baka frá Betlehem en hefur enn ekki hreyft sig frá Gaza. Viðræður um framkvæmd Gaza- hluta samkomulagsins voru langt komnar þegar ísraelskar sprengju- kúlur féllu í bédúínabúðunum á Gaza snemma í gærmorgun. Kona, tveir stálpaðir synir hennar og frændi þeirra dóu í árásinni. Reiðir Palestínumenn sögðu að Ísraelar væru að reyna að gera að engu það samkomulag sem náðst hefði og herskáir hétu hefndum. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, fyrirskipaði rannsókn á atvikinu. „Mér þykir það sem gerðist mjög leitt, en þið verðið að skilja að herinn er hér við vígvallaraðstæður,“ sagði hann. Hizbollah lætur á sér kræla Ben-Eliezer beindi líka aðvör- unarorðum til stjórnvalda í Beirút og Damaskus í kjölfar þess að Hiz- bollah-skæruliðar gerðu árás á landamærum Ísraels og Líbanons. Þrír hermenn særðust í árásinni, sem var hin fyrsta af þessu tagi í fjóra mánuði. Sagði ráðherrann að Sýrlendingar og Líbanar væru að „leika sér að eldi“. Reiði vegna árás- ar á Gaza Reuters Palestínskur unglingur kveikir í rusli og hjólbörðum í Ramallah í gær í mótmælaaðgerðum gegn útgöngubanni sem Ísraelsher setti. Jerúsalem, Kyriat Shmona. AP, AFP. ÞÝSK yfirvöld hafa sannanir fyrir því, að liðsmenn al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna í Hamborg hafi verið farnir að undirbúa árásina á World Trade Center í New York í apríl eða maí árið 2000. Kom þetta fram í gær hjá Kay Nehm, þýska ríkissaksóknaranum, en í fyrradag var marokkóskur maður ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum. Nehm sagði á fréttamannafundi í gær, að Marokkóbúinn Mounir El Motassadeq væri sakaður um að vera félagi í hryðjuverkasamtökum og hafa átt þátt í dauða meira en 3.000 manna. Sagði Nehm, að hann hefði verið „mjög mikilvægur“ við undir- búning hryðjuverkanna og ekki væri víst, að af þeim hefði orðið án hans. El Motassadeq er sagður hafa haft aðgang að bankareikningi í Ham- borg, sem var skráður á Marwan Al- Shehhi frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en Al-Shehhi not- aði innstæðuna til að borga ýmsar ferðir hryðjuverkamannanna og flug- nám þeirra í Bandaríkjunum. Deildi íbúð með Atta El Motassadeq bjó í íbúð í Ham- borg með þeim Al-Shehhi og Mohammad Atta en talið er, að sá síðastnefndi hafi verið leiðtogi hryðjuverkamannanna. Allir voru þeir í námi í Harburg við Hamborg. Líklegt þykir, að Atta og Shehhi hafi stjórnað flugvélunum, sem flogið var á World Trade Center, og þriðji maðurinn, Ziad Jarrah, þotunni, sem hrapaði í Pennsylvaníu. Nehm gaf nákvæma lýsingu á því hvernig al-Qaeda-hópurinn í Ham- borg var stofnaður og hvernig liðs- menn hans bjuggu sig undir hryðju- verkin, m.a. með þjálfun í Afganistan, í flugskólum í Bandaríkjunum og með fundum í Evrópu. „Allir voru þeir múslímar og fannst sem þeir væru utangátta í vestrænu samfélagi. Undirrótin var hatur þeirra á gyðingum og Bandaríkja- mönnum,“ sagði Nehm. El Motassadeq var handtekinn í nóvember á síðasta ári en þrír aðrir menn úr al-Qaeda-hópnum í Ham- borg eru eftirlýstir. Ákærur í Bandaríkjunum Í gær voru birtar ákærur gegn sex mönnum í Bandaríkjunum og eru þeir allir sakaðir um að hafa ráðgert hryðjuverk og aðstoð við al-Qaeda. Voru fjórir þeirra handteknir í Detroit skömmu eftir hryðjuverkin í september og höfðu þá í fórum sínum mikið af fölsuðum skjölum, lista yfir fyrirhuguð hryðjuverk í Tyrklandi og Jórdaníu og myndband, sem virtist sýna Disneyland í Kaliforníu og hótel og spilavíti í Las Vegas sem skot- mörk. Ekki er vitað um verustað eins sakborninganna en sá er frá Seattle, Earnest James Ujaama, en hann er sakaður um að hafa reynt að koma upp þjálfunarbúðum fyrir stríðs- menn „heilags stríðs“ í Banda- ríkjunum. Bandarísk yfirvöld telja, að þau hafi komið upp um umfangsmikla glæpastarfsemi Bandaríkjamanna af arabískum uppruna og hafi tilgangurinn verið sá að afla fjár fyrir hryðjuverkasamtök. Búist er við frekari ákærum á næstunni. Þjóðverjar ákæra Marokkóbúa fyrir aðild að hryðjuverkunum 11. september Undirbúningur hófst þegar vorið 2000 Karlsruhe. AFP. SÍMAHLERANIR dönsku lögregl- unnar hafa aukist um þriðjung á að- eins tveim árum, að því er kemur fram í ársskýrslum lögregluyfir- valda, að sögn Jyllandsposten í gær. Voru hleranir 1.100 í fyrra en 831 árið 1999. Allan Lund, yfirmaður hjá lögreglunni í Árósum, segir að lög- reglan noti hleranir m.a. í vaxandi mæli til þess að koma upp um þá sem brjóta lög gegn barnaklámi. „En einnig getur verið að aukn- ingin hafi orðið vegna breytinga á löggjöf undanfarin ár,“ segir Lund og minnir á lagabreytingar sem miða að því að stöðva ofbeldi og önnur afbrot mótorhjólagengja. Danska lögreglan verður að útvega sér heimild hjá dómara ef hún ætlar að hlera síma nema hún telji að óhjákvæmileg töf á aðgerðum geti spillt árangrinum. Hart er nú deilt í Danmörku um leynilega hlerun lögreglunnar á sím- tölum blaðamanns Jyllandsposten en hann hefur ritað um meinta dauðalista sem ef til vill gangi manna í millum í hópum herskárra múslíma. Lögreglan hefur með fulltingi dóm- ara krafist þess að blaðamaðurinn láti henni nöfn á heimildarmönnum í té til að hægt sé að rannsaka málið með aðstoð gagnanna. Blaðið vísar kröfunni á bug og ber við rétti til heimildaverndar. Hyggst Jyllands- posten kæra dómaraúrskurðinn. Lene Espersen dómsmálaráð- herra, sem stödd er í Kanada, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna máls blaðamannsins og sagði hún þar að heimild til hlerunarinnar hefði ekki verið borin undir sig. Aðferðir dönsku lögreglunnar Símahlerunum fjölgar ört  Hlerunarmálið/19 AL-QAEDA-hryðjuverkasamtök- in, sem stóðu að árásunum á Bandaríkin hinn 11. september í fyrra, ráða yfir nægu fé og sjálf- boðaliðum til að láta aftur til skar- ar skríða, þar sem alþjóðlegar að- gerðir til að stöðva fjárstreymi til samtakanna og hindra annars konar stuðning við þau hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta kemur fram í niðurstöðum sér- fræðingaskýrslu sem unnin var fyrir Sameinuðu þjóðirnar og lek- ið var til fjölmiðla í gær. „Þrátt fyrir að áfangasigrar hafi unnizt gegn samtökunum á síðustu mánuðum, þá eru al- Qaeda, hvernig sem á það er litið, „við góða heilsu“ og eru reiðubúin að láta aftur til skarar skríða hvar og hvenær sem þau kjósa,“ segir í niðurstöðunum. Eru samtökin sögð hafa aðgang að andvirði hundraða milljóna króna og ráða yfir miklu úrvali vopna. Skýrsluhöfundar draga þá ályktun, að öll 189 aðildarríki SÞ verði að efla aðgerðir gegn al- Qaeda um allan helming og „beita öllum tiltækum löglegum ráðum til að berjast gegn þessari ógn við öryggi og frið í heiminum“. Al-Qaeda á nægt fé Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 202. tölublað (30.08.2002)
https://timarit.is/issue/250841

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

202. tölublað (30.08.2002)

Aðgerðir: