Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STAÐFEST hefur verið aðflugvélarflakið sem áhöfniná Baldri, sjómælingabátiLandhelgisgæslunnar, fann á botni Skerjafjarðar á þriðju- dag er sjóflugvél af gerðinni North- rop N-3PB sem var í eigu norska flughersins. Flugvélar af þeirri gerð voru notaðar hér við land í seinni heimsstyrjöldinni, en að sögn Ragn- ars J. Ragnarssonar, fyrrum for- manns Íslenska flugsögufélagsins, hefur aðeins eitt eintak varðveist og er það í eigu Norðmanna. Flugsögufélagið og Northrop- flugvélaverksmiðjurnar færðu Norðmönnum vélina að gjöf árið 1982 en henni var bjargað úr Þjórsá 1979 og hún færð í upprunalegt horf. Ragnar hefur sett sig í samband við Northrop-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum til að kanna áhuga á að vélin verði gerð upp. Að hans sögn hafa aðilar hjá Northrop óskað eftir að Flugsögufélagið gangi úr skugga um að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar áður en vélinni verði hugsanlega lyft af hafsbotni. Verður kafað niður á flakið á næstu dögum Að sögn Dagmarar Sigurðardótt- ur, uppýsingafulltrúa Landhelgis- gæslunnar, er öll köfun á svæðinu bönnuð á meðan á rannsókn stendur sökum sprengihættu og vegna gruns um að hér sé um vota gröf að ræða. Ekki er vitað hversu margir kunna að hafa verið í vélinni en þeir kynnu að hafa verið tveir eða þrír, að hennar sögn. Dagmar segir ekki unnt að stað- festa að svo stöddu hvort einhver hafi farist með vélinni en að stefnt sé að því að kafa niður á flakið á næstu dögum og rannsaka það nánar. Kafarar, sjómælingamenn og sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar fóru eftir hádegi í fyrra- dag að flakinu á sjómælingabátnum Baldri og rannsökuðu flakið í sjö tíma. Strax kom í ljós að vélin er eins hreyfils og búin vélbyssum. Einnig sást móta fyrir norska fánanum á flakinu. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Landhelgisgæslunni að mælingar á vænghafi og hlutföllum flugvélarinnar hafi rennt stoðum undir þá ályktun að hún væri af gerðinni Northrop. Alls fórust tólf manns með ellefu Northrop-sjóflugvélum við Ísland í seinni heims- styrjöldinni, þar af fór- ust tvær vélar í Reykja- vík, í Fossvogi og Skerjafirði, og tvær hurfu sporlaust á hafi úti eftir að hafa tekið á loft frá Reykjavík. Að sögn Ragnars J. Ragnarsson- ar, fyrrum formanns Íslenska Flug- sögufélagsins, voru alls 24 vélar af gerðinni Northrop N-3PB fram- leiddar upp úr 1940 og voru þær all- ar keyptar af Norðmönnum. Vélinni var reynsluflogið í fyrsta sinn í des- ember 1940 en þær voru fyrstu vél- arnar sem Northrop-verksmiðjurn- ar framleiddu. Í ljós kom að ekki var markaður fyrir slíkar vélar og var framleiðslu á þeim hætt skömmu síðar. Að sögn Ragnars voru þær um tíma taldar einar hraðfleygustu sjó- flugvélar í heiminum og mældist hraði þeirra mestur 415 km á klst. sem var á þeim tíma nýtt hraðamet fyrir eins hreyfils sjóflugvél. Norðmenn gerðu sérstakan samning við Northrop flugvélaverk- smiðjurnar í Kaliforníu í Bandaríkj- unum eftir að seinni heimsstyrjöldin skall á. Ragnar bendir á að áður hafi þeir lagt inn pöntun hjá þýskum flugvélaverksmiðjum en afgreiðsla þeirra var stöðvuð eftir að stríðið hófst og var því leitað til bandarísku flugvélaverksmiðjanna. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg voru vélarnar enn í fram- leiðslu. Norska útlagastjórnin kom á fót eigin herafla og var ákveðið að stofna flugsveit á Íslandi. Að sögn Ragnars var flugsveitin á Íslandi fyrsta flugsveit frjálsra Norðmanna sem stofnuð var í stríð- inu. Vélarnar sem um ræðir voru ekki langfleygar en voru upphaflega taldar henta vel til flugs yfir norsku fjörðunum og við eftirlit á norska skerjagarðinum. Hann bendir á að í fyrstu hafi ekki legið ljóst fyrir af hálfu Norðmanna hvað ætti að gera við flugvél- arnar. Sex þessara véla voru sendar til Kanada þar sem Norðmenn voru með þjálfunarbúðir og fórust þrjár þeirra þar. Hinar þrjár fóru síðar til Íslands og var því samtals 21 vél send hingað til lands. Vélarnar voru hér á landi frá maí 1941 fram í júní 1943. Um rekstur sveitarinnar sáu Norðmenn en hún heyrði undir breska flugherinn. Vélarnar voru fyrst og fremst notaðar hé við kafbátaleit og verndu lesta. Flugsveitin var með Nauthólsvík en viðhaldsde flugskýlinu í Vatnagörðum var skipt í þrjá hluta, sex vé Nauthólsvík, þrjár á Aku þrjár á Reyðarfirði, auk sem hafðar voru til vara görðum. Tvær vélar hurfu spo frá Reykjavík Sem fyrr segir fórust tó með ellefu Northrop-flug stríðsárunum. Fyrsta vélin brotlenti in Fossvoginum, til móts vi hinn 24. júlí árið 1941. M varð en tveir voru um bo var tekin upp og til eru ljósm henni eftir að hún er komi Nokkrum dögum síðar, hin hvarf sporlaust vél sem flog Reykjavík á æfingaflugi. M voru þrír menn. Sextánda september 19 vél við bauju á Reyðarfir missti niður djúpsrengjur undir henni með þeim afl að þær sprungu og hún sö náðist upp en Ragnar ben mótorinn sé líklegast enn út af Búðareyri við Reyðarf Tuttugasta og annan fórst vél í flugtaki á Akurey hún sömuleiðis tekin á la sem um borð voru sluppu ó Fjórtánda febrúar 1942 lendingu á Reyðarfirði. M varð og var vélinni bjargað Hinn tuttugasta og fimm 1942 hvarf vél sporlaust í leitarflugi frá Reykjavík, f milli Snæfellsness og Re Um borð voru þrír menn, þ al flugsveitarforinginn. A Ragnars átti atvikið sér sta 21 af 24 Northrop N-3PB-sjóflugvélum, sem framle Tólf manns fórust hér við land í ellefu vélum Northrop-vélar voru notaðar hér við land af norska flughernum á árunum 1941–1943 við skipavernd og kafbátaleit. Kristján Geir Pétursson kannaði afdrif flugvélanna og komst að raun um að aðeins eitt eintak er varðveitt í upprunalegri mynd. Vélin sem bjargað var úr Þjórsá 1979. Myndin er tekin árið 1 Þessi vél eyðila Kannað hvort eigi að gera vélina upp EYJAR AUÐLEGÐAR Í HAFI FÁTÆKTAR Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku,var ómyrkur í máli þegar hannsetti ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun í Jóhannesar- borg í upphafi vikunnar. „Alþjóðasam- félag, sem byggist á fátækt margra en velmegun fárra og einkennist af eyjum auðlegðar í hafi fátæktar, er ekki sjálf- bært,“ sagði Mbeki og ítrekaði að leggja yrði allt kapp á að bregðast við vaxandi umhverfisvandamálum og útrýma fátækt í heiminum. Fátækt er eitt mesta vandamál okkar tíma og oft virðist bilið milli ríkra og fá- tækra vera óbrúanlegt. Ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna er haldin í hverfi sem ber vitni auði og hagsæld. Í næsta borg- arhluta er fátæktin allsráðandi. Hina fá- tæku og hina ríku skilur aðeins að á, sem er svo menguð að á bökkum hennar eru skilti þar sem varað er við kóleru. Ind- verski rithöfundurinn Arundhati Roy hefur mikið fjallað um misskiptinguna í heiminum í skrifum sínum. Hún líkir Ind- verjum við farþega í lest, sem eru að fara í sitt hvora áttina og tekur sem dæmi um mótsagnir nútímans verkamenn, sem vinna við kertaljós fyrir aftan heimili hennar við að leggja ljósleiðara. Ekki er gert ráð fyrir því að mikill fengur verði í þeim niðurstöðum, sem ráðstefnan muni skila. Hins vegar er ljóst að þarna koma menn saman og ræða málin, mynda tengsl og leggja ef til vill drög að árangri í framtíðinni. Ráðstefnan stendur til 4. september og ekki er ljóst hver endanleg niðurstaða verður. Nú þegar er komið fram samkomulag um að vernda fiskistofna og hafa verið gerðar athugasemdir við að það sé ekki bindandi og ákveðnum takmörkunum háð. Hafa ríkisstjórnir heitið því að grípa til að- gerða þar sem unnt sé fyrir árið 2015. Enginn deilir um markmið ráðstefn- unnar, hvort sem það er sjálfbær þróun eða barátta gegn fátækt. Það er hins veg- ar ekki hlaupið að því að ná þessum markmiðum. Hvernig á til dæmis að draga úr fátækt og án þess að valda nátt- úruspjöllum, sem þýddi að gengið yrði gegn forsendum sjálfbærrar þróunar? Vatn er eitt dæmi um þennan vanda. Ferskt vatn er takmörkuð auðlind og sumir halda því fram að vatn muni á þess- ari öld taka við af olíu sem mikilvægasta auðlind jarðar. Ferskt vatn er nú aðeins um 0,5% af öllu vatni í heiminum. Fólki í heiminum fjölgar um þessar mundir um 85 milljónir á ári. Notkun vatns á hvern einstakling tvöfaldast á 20 ára bili. Víð- ast hvar í heiminum er gengið mun hrað- ar á vatnsból jarðar, en náttúran er fær um að endurnýja þau. Talið er að 1,3 milljarðar manna búi á landi, sem sé ekki nógu gjöfult til að búa þeim viðunandi lífsskilyrði. Ríkar þjóðir hafa fallist á að opna þurfi markaði og auka aðstoð við fátæku ríkin. Sömuleiðis er það markmið fátækra ríkja að auka ábyrgð og gagnsæi í stjórnarfari. Framferði hinna ríku er hins vegar ekki beint sannfærandi. Þau verja til dæmis árlega 350 milljörðum dollara í niður- greiðslur á landbúnaðarvörum. Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans segir að lækkun þessara niðurgreiðslna til landbúnaðar yrðu mikilvægasta framlag ríku þjóð- anna til hinna fátækari: „Engin ein að- gerð skiptir meira máli.“ Það hefur ekki aukið trú manna á það að mark beri að taka á málflutningi ríku þjóðanna að George Bush Bandaríkjaforseti ákvað að auka niðurgreiðslur til bænda verulega á þessu ári. Hægt er að beita ýmsum rök- um til að réttlæta niðurgreiðslur í land- búnaði, en afleiðingar þeirra eru að þrýsta niður verði á landbúnaðarvörum og gera bændur í þróunarlöndunum, sem ekki búa við sömu ívilnanir, ósamkeppn- ishæfa. Ríkustu ríki heims eiga ekki að messa yfir þeim fátækustu um opna markaði og einkavæðingu þjónustu á borð við vatn, rafmagn og hita á meðan þau stunda nið- urgreiðslur í stórum stíl og ráða ekki sjálf við frelsi í orkumálum. Í suðurhluta Afríku blasir nú hungurs- neyð við 13 milljónum manna. Vannær- ing greiðir sjúkdómum leið. Í sumum löndum Afríku hefur alnæmi höggvið stór skörð, sérstaklega í þær kynslóðir, sem undir eðlilegum kringumstæðum myndu bera uppi efnahagslífið. Þegar þannig er ástatt dugar sá málflutningur skammt að aðeins þurfi að opna efna- hagslífið og aflétta viðskiptahindrunum til að allt falli í ljúfa löð. Heilbrigði og nægur matur eru forsenda fyrir því að þjóðfélag sé starfhæft. Ríkustu ríkjum heimsins, þar sem íbúar eru með 37faldar meðaltekjur íbúa í 20 fátækustu ríkjun- um, ber siðferðisleg skylda að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn sjúk- dómum og hungri. Það er gott að geta talað saman, en orð skipta litlu í hafi fá- tæktar ef engar aðgerðir fylgja. SAMBAND SEM EKKI MÁ ROFNA Væri viðunandi að Ísland væri raf-magnslaust í fjórar til níu klukku- stundir? Hvaða áhrif myndi það hafa á rekstur fyrirtækja? Í upplýsingasam- félagi nútímans eru afleiðingar þess að net- og símasamband við útlönd rofnar í fjórar til níu klukkustundir jafnalvarleg- ar fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki í þekk- ingariðnaði er treysta alfarið á netsam- band við umheiminn. Ísland varð hins vegar sambandslaust við umheiminn klukkutímunum saman á miðvikudag vegna bilunar í Cantat3-sæstrengnum. Viðskipti í Kauphöll Íslands lágu niðri í heilan dag í fyrsta skipti frá því að hún tók til starfa. Röskun varð á starfsemi flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Sömuleiðis á sölustarfsemi Flugleiða er- lendis. Það er hárrétt mat hjá Sturlu Böðv- arssyni samgönguráðherra að þessi uppá- koma sýni nauðsyn þess að leggja annan sæstreng frá Íslandi. Þótt varaleiðir séu til í gegnum gervihnött sýndi sig í fyrra- dag að það getur tekið langan tíma að koma því sambandi á. Afkastageta slíkrar tengingar er sömuleiðis minni heldur en sæstrengurinn býður upp á. Ekki bætir úr skák að fyrirtækið Teleglobe, sem rek- ur Cantat3, er í greiðslustöðvun. Hvað gerist ef Teleglobe verður gjaldþrota? Stefnt hefur verið að því að nýr sæ- strengur verði tengdur fyrir árslok ársins 2003. Það verður hins vegar að gerast fyrr ef einhver kostur er á. Þangað til nýr sæ- strengur kemst í gagnið verður að tryggja að ekki muni taka jafnlangan tíma og á miðvikudag að koma upp vara- sambandi. Ef hér á að takast að byggja upp nú- tíma upplýsingaþjóðfélag og öflug þekk- ingarfyrirtæki, sem eru samkeppnishæf við fyrirtæki í öðrum ríkjum, verður að vera hægt að treysta á að sú lífæð sem samband við umheiminn er sé ávallt til staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.