Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ S em kunnugt er hefur stjórn George W. Bush Bandaríkja- forseti haft allt á horn- um sér vegna Al- þjóðasakadómstólsins sem tók formlega til starfa í Haag í Hol- landi 1. júlí sl. í kjölfar þess að til- skilinn fjöldi aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna hafði fullgilt stofnsáttmála hans. Óttast Bandaríkjamenn að dómstólnum verði beitt gegn þeim í pólitískum tilgangi og neita að viðurkenna lögsögu hans yfir bandarískum þegnum. Löngum hafa menn óttast að þessi afstaða Bandaríkjanna myndi verða til að skapa spennu í samskiptum þeirra við banda- menn í Evrópu en þeir síð- arnefndu telja að ýmis öryggis- ákvæði, sem sett voru í stofnsáttmála dómstólsins að kröfu Bandaríkj- anna, tryggi að dóm- stólnum verður ekki beitt með þeim hætti, sem Bandaríkjamenn óttast. Þarf vart að taka fram að sumum hefur þótt afstaða Banda- ríkjamanna sýna að þeir telji sjálfa sig undanþegna al- þjóðalögum og skuldbindingum alþjóðlegs samstarfs. Í vikunni kom fram að banda- rísk stjórnvöld hefðu varað Evr- ópuríki við því að hlutverk Bandaríkjanna í Atlantshafs- bandalaginu (NATO) kynni að breytast ef Evrópusambandið (ESB) hafnaði samningum um að Alþjóðasakadómstóllinn hafi ekki lögsögu yfir bandarískum rík- isborgurum. Mun Bandaríkjastjórn m.a. hafa farið fram á það við allar nú- verandi NATO-þjóðir, sem og þær sem hafa sótt um inngöngu í bandalagið, að þær skuldbindi sig til að framselja ekki bandaríska ríkisborgara til Haag. Þó munu Bandaríkjamenn hafa neitað því að stuðningur þeirra við umsókn um NATO-aðild væri tengdur samningum um friðhelgi. Þetta síðasta er athyglisvert því þegar þessi orð eru skrifuð eru Rúmenar eina þjóðin í Evr- ópu sem hefur lýst því yfir að þeir hyggist verða við beiðni stjórn- valda í Washington. Er rakið í The Economist í síðustu viku að Mircea Geoana, utanríkisráð- herra Rúmeníu, hafi sagt frá því, að hann minnist þess ekki að Bandaríkjamenn hafi beitt jafn miklum þrýstingi áður í einu til- teknu máli. Hefur Geoana þó lengi fylgst með bandarískum stjórnmálum, m.a. verið sendi- herra Rúmeníu í Washington. Nú má ljóst vera að sérstakar ástæður eru fyrir því að Rúmenar hafa kosið að samþykkja ósk Bandaríkjastjórnar svo fljótt og vel – ólíkt öðrum Evrópuþjóðum (ESB-ríkin hafa verið einhuga í andstöðu sinni). Þeim er mjög umhugað um að fá inngöngu í NATO og vita sem er að Banda- ríkin hafa það nokkuð í hendi sér hvort af því verður eður ei (nema áðurnefndar „viðvaranir“ Banda- ríkjamanna merki að þeir hyggist draga sig í hlé á vettvangi NATO?!). Hér sáu Rúmenar sér því væntanlega leik á borði að koma sér í mjúkinn hjá Bandaríkja- mönnum. Þeir vekja að vísu reiði ESB en það skiptir minna máli enda ljóst að þeim verður ekki boðin aðild að sambandinu á næstunni. Að vísu höfðu þau skilaboð þeg- ar borist frá Washington að lík- legt væri að Rúmenar fengju inn- göngu í NATO, sökum þess hversu staðsetning landsins er hernaðarlega mikilvæg í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Enginn þarf þó að velkjast í vafa um að á Vesturlöndum hafa löngum verið uppi efasemdir um vilja rúmenskra stjórnvalda til að innleiða þær lýðræðislegu um- bætur, sem NATO hefur fram að þessu haldið á lofti. M.a. hefur verið bent á að spilling hafi verið landlæg í Rúmeníu og mikið vant- ar upp á að réttindi minni- hlutahópa, einkum sígauna, séu þar í hávegum höfð. Má færa rök fyrir því að öll sé þessi atburðarás harla niðurlægj- andi fyrir bandalag, sem áður taldist meðal þeirra mikilvægustu í heimi hér. Málefni sakadómstólsins komu nokkuð til tals á fundi sem Davíð Oddsson forsætisráðherra sótti ásamt starfsbræðrum sínum á Norðurlöndunum og í Eystra- saltsríkjunum í Lettlandi í liðinni viku, og var þrýstingur Banda- ríkjastjórnar á Eystrasaltsríkin (sem eins og Rúmenía vilja fá að- ild að NATO) ræddur þar sér- staklega. Í samtali við Morg- unblaðið notaði forsætisráðherra orðið „dægurmál“ um þessar deil- ur en að öðru leyti er undirrit- uðum ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hafi tjáð afstöðu sína. Norski utanríkisráðherrann, Jan Petersen, greindi hins vegar frá því 9. ágúst sl. að norsk stjórnvöld hygðust ekki verða við beiðni Bandaríkjastjórnar. Pet- ersen talaði skýrt og skorinort og taldi greinilega að Bandaríkja- mönnum væri ekki stætt á að standa í vegi fyrir því að dóm- stóllinn tæki til þeirra, jafnt sem annarra. „Þetta getum við ekki samþykkt,“ sagði Petersen hinn norski um ósk Bandaríkja- stjórnar þess efnis að norsk stjórnvöld skuldbyndu sig til að framselja ekki bandaríska rík- isborgara til Haag. Í tilefni þess að Norðmenn hafa tekið nú af skarið með jafn afger- andi hætti er ástæða til að spyrja: Hefur íslenskum stjórnvöldum borist krafa um að þau veiti bandarískum ríkisborgurum frið- helgi gagnvart málarekstri Al- þjóðasakadómstólsins? Hafi slík krafa verið sett fram er eðlilegt í framhaldinu að spyrja hvort Bandaríkjastjórn hafi reynt að beita íslensk stjórnvöld þrýst- ingi, til að fá þau til að skrifa upp á skuldbindingar þar um. Í hverju hefur sá þrýstingur falist? Hver er afstaða íslenskra yf- irvalda til málaleitana Banda- ríkjastjórnar? Finnst þeim rétt að Bandaríkin fái að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með þessum hætti eða hyggjast þau ítreka þá jákvæðu afstöðu til dómstólsins, sem segja má að hafi falist í fullgildingu Alþingis á stofnsáttmála hans vorið 2000? Afstaða Íslands Hefur íslenskum stjórnvöldum borist krafa um að þau veiti bandarískum ríkisborgurum friðhelgi gagnvart mála- rekstri Alþjóðasakadómstólsins? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÍBÚUM Suðurlands eru Suður- landsskjálftarnir árið 2000 ofarlega í huga. Unnið hefur verið að rannsókn- um á jarðskjálftunum í héraði með dyggri aðstoð íbúa á Suðurlandi, sem hafa verið óþreytandi við að veita sérfræðingum Rannsóknarmiðstöðv- ar Háskóla Íslands í jarðskjálfta- verkfræði á Selfossi hvers konar upplýsingar, sem tengjast þessari náttúruvá. Gögn um hröðun í þessum miklu jarðskjálftum eru aðgengileg á vefsíðunni http://www.isesd.hi.is. Mælinganiðurstöður Rannsóknar- miðstöðvarinnar í þessum jarð- skjálftum hafa aukið mjög við þekk- ingu á eiginleikum íslenzkra jarðskjálfta og nýtzt til að reikna jarðskjálftaáhættu á landinu með hliðsjón af mannvirkjagerð. Kort, sem myndar nýjan grundvöll fyrir hönnun mannvirkja á jarðskjálfta- svæðum landsins hefur verið reikn- að. Heimasíða til bráðabirgða Þegar slíkir atburðir sem Suður- landsskjálftarnir 2000 eiga sér stað, skiptir verulegu máli að miðla áreið- anlegum upplýsingum án tafar. Því var ráðist í það að setja upp sérstaka heimasíðu á vegum Rannsóknarmið- stöðvarinnar strax í kjölfar jarð- skjálftanna í júní 2000. Á heimasíð- unni voru birt gögn um stærstu jarðskjálftana 17. júní og 21. júní, stærðarmat, mæld hröðun (ásamt hnitum mælistaða og fjarlægðum frá mælistöðum til upptaka), svo og jarð- skjálftasvörunarróf fyrir valda staði fyrir verkfræðinga og aðra sérfræð- inga. Þessar upplýsingar eru notaðar þegar meta á dvínun hröðunar, en hana þarf að þekkja þegar jarðskjálf- tavá og áhrif jarðskjálfta á mannvirki eru metin. Heimasíðan var bæði á ís- lenzku og ensku, hún var fjölsótt og nokkuð var um það að erlendar rann- sóknarstofnanir vísuðu í hana. Sam- hliða þessu var ráðist í útgáfu yfirlits- rits um jarðskjálftana. Gefið var út ritið „Jarðskjálftar á Suðurlandi 17. júní og 21. júní 2000“. Ritið kom út í ágúst 2000 og seldist upp á skömm- um tíma. Því var ráðist í að prenta annað upplag, sem einnig er uppselt. Ritið var kynnt á fjölsóttum fundi á Hótel Sögu með þátttöku dómsmála- ráðherra. Fundurinn var fjölsóttur, og sýndu fundarmenn málinu mikinn áhuga. ISESD-gagnagrunnurinn Samhliða útgáfu ritsins var allt kapp lagt á að setja jarðskjálftagögn- in inn í gagnabanka Evrópuverkefn- isins ISESD, Internet Site for Strong-Motion Data. Þennan gagna- banka er hægt að nálgast á vefsíð- unni http://www.isesd.hi.is. ISESD- gagnabankinn er opinn öllum, jafnt sérfræðingum og áhugafólki. Þar er að finna heildstætt safn gagna um mælda hröðun í jarðskjálftum á Ís- landi, ásamt gögnum frá öðrum Evr- ópulöndum og Austurlöndum nær, alls frá um 30 löndum. Í gagnabank- anum eru geymdar um 6.000 tíma- raðir jarðskjálfta. Flestar þeirra eru frá Ítalíu eða rúmlega 1.700, í öðru sæti er Grikkland með um 1.500 rað- ir, í þriðja sæti er Ísland með 630 (þar af er tæpur helmingur frá jarð- skjálftunum á Suðurlandi árið 2000), en fast á eftir fylgir Tyrkland með tæplega 600 raðir. Umtalsvert færri raðir eru frá öðrum löndum. Þessi vefsíða hefur verið heimsótt af fjöl- mörgum, enda eru gögnin einstæð að því leyti að bæði er hægt að fá frum- gögn og unnin gögn, sem er talið mik- ils virði fyrir verkfræðirannsóknir. ISESD-vefurinn hefur hvarvetna hlotið góðar undirtektir og er það mál margra, sem um málið hafa fjallað að hér sé á ferðinni fullkomn- asti gagnabanki af þessu tagi í heim- inum. Síðasta mánuðinn hefur fjöldi heimsókna á ISESD-vefinn verið um 50 á sólarhring að meðaltali. Vísindamenn á vegum Verkfræði- stofnunar Háskóli Íslands og Jarð- skjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi hafa rannsakað eðli og eiginleika ís- Júlíus Sólnes Jónas Elíasson Ragnar Sigbjörnsson Jarðskjálftar á Suður- landi í júní 2000 Náttúruvá Það hefur vakið áhyggjur, segja Júlíus Sólnes, Ragnar Sigbjörnsson og Jónas Elíasson, að skemmdir á nýjum mannvirkjum voru umtalsverðar. HINN 12. júlí sl. skrifaði ég nokkrar lín- ur í tilefni af grein Sig- mars Þormar um þekk- ingarstjórnun. Þegar ég upphaflega ákvað að skrifa um grein Sig- mars var það vegna þess að ég er ósammála því hvernig hann túlkar þekkingarstjórnun. Sigmar sér ástæðu til þess að svara skrifum mínum 7. ágúst og fer mikinn. Eitthvað virð- ast skrif mín hafa farið illa í Sigmar því mér til mikilla vonbrigða beinir hann mestri orku sinni í ættarnafn mitt og starfstitil í stað þess að ein- beita sér að málefnalegri umræðu um þekkingarstjórnun. Sigmar leggur upp með það sem hann kallar villur Claessens. Mér finnst rangt hjá hon- um að tala um villur í þessu sambandi því ég er einfaldlega ekki sammála Sigmari og það finnst mér engin villa. Þótt Sigmar kenni á námskeiðum og eigi óútgefna bók verður hann að þola að til séu aðrar hugmyndir um þekk- ingarstjórnun en hans eigin. Margt af þeim greinum og bókum um sem til eru um þekkingarstjórnun hafa orðið til á síðustu 10 árum. Að auki er vert að nefna skrif fræði- mannsins Michael Polanyi (1891– 1976) um þekkingu frá árinu 1958. Þekkingarstjórnun er því ekki ný. Ég vek athygli á þessu vegna þess að mér finnst vera farið með þekking- arstjórnun eins og hvert annað tísku- fyrirbrigði sem nýtur hylli um skamma hríð en týnist svo þegar næsta tískuorð ber að dyrum. Þekkingarstjórnun snýst um að hámarka ávinninginn af óáþreifanlegum verð- mætum sem finnast innan skipulagsheildar. Þessi verðmæti verða til vegna getu starfs- manna til þekkingar- sköpunar. Rétt er að árétta að þessi verð- mæti eru ekki aðeins falin í starfsmönnum heldur einnig í þeim tengslum sem skipu- lagsheildin hefur við viðskiptavini sína í formi vörumerkja og viðskiptavildar og síð- ast en ekki síst í formi verklags og vinnuferla sem stýra daglegum rekstri. Þess vegna er að finna í þekkingarstjórnun marga þætti er lúta að rekstri og stjórnun fyrir- tækja. Skjalastjórnun er aðeins einn þessara þátta. Þess vegna má ekki gagnálykta að skjalastjórnun sé þekkingarstjórnun. Skipulagsheildir nýta sér ótal hjálpartæki, s.s. tölvur, hugbúnað og fjarskipti til þess að auðvelda sér þekkingarsköpun starfsmanna sinna. Samt sem áður hafa höfundar eins og Davenport og Prusak vakið athygli á því að fólki hættir til þess að rugla upplýsingum og þekkingu saman við tæknina sem það notar. Þess vegna er rétt að vekja athygli á því að miðill- inn er ekki skilaboðin þótt miðillinn hafi vissulega áhrif á þau. Dæmið sem Davenport og Prusak taka um þetta er að þrátt fyrir að fólk hafi síma tryggir það ekki gáfuleg samtöl. Það skiptir miklu máli þegar rætt er um þekkingu að hún sé skilgreind með samræmdum hætti. Ég nota þá skilgreiningu á þekkingu að hún sé það sem býr í huga þess sem skilur. Það er einmitt þessi skilningur sem er okkur nauðsynlegur ef við eigum að geta nýtt okkur þær upplýsingar sem okkur berast með ýmsum hætti til þekkingarsköpunar. Við getum notað hin ýmsu tæki og tól, hvort sem það eru skjalavistunarkerfi eða eitt- hvað annað, til þess að auðvelda okk- ur þessa vinnu en á endanum er það hæfni okkar til skilnings og fram- kvæmdar sem sker úr um hvort við nýtum okkur getu okkar til þekking- arsköpunar. Ég vil vekja athygli lesenda á fag- hópum sem starfa innan vébanda Stjórnvísi (www.gsfi.is), sem er félag um framsækna stjórnun. Þessi fé- lagsskapur tekur á hinum ýmsu mál- efnum stjórnunar, þ.á m. ýmsum þáttum þekkingarstjórnunar. Sem dæmi má nefna faghóp um Balanced Scorecard sem snýr að árangurs- stjórnun, faghóp um starfsþróun sem snýr að mannauðsstjórnun og faghóp um skráningu þekkingarverðmæta sem snýr að þekkingarskýrslum eða þekkingarreikningsskilum. Í þessum faghópum starfar fjöldi áhugamanna og fulltrúar fyrirtækja í öllum geirum þjóðfélagsins. Þekkingarvillur Þormars Eggert Claessen Þekking Tækni, segir Eggert Claessen, kemur seint í stað hugsunar og skilnings. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Tölvumiðlun hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.