Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MAXINE Carr, sem ákærð hefur verið í tengslum við morðin á tveimur tíu ára stúlkum í Bret- landi, kom fyrir rétt í gær, en vitn- isburður hennar var sendur beint um sjónvarpsrás frá fangelsinu sem hún dvelur í í London til rétt- arsalarins í Peterborough á Aust- ur-Englandi. Var þetta gert til þess að koma í veg fyrir að múgur safnaðist að dómshúsinu. Carr er ákærð fyrir að hafa log- ið að lögreglu sem rannsakaði hvarf Holly Wells og Jessicu Chapman. Unnusti Carr, Ian Huntley, hefur verið ákærður fyrir morðin á stúlkunum, en lík þeirra fundust 17. ágúst. Carr kom fyrst fyrir réttinn í síðstu viku og söfn- uðust þá nokkur hundruð manns saman fyrir utan dómshúsið í Pet- erborough, hrópuðu svívirðingar og kröfðust sumir þess að dauða- refsingar yrðu teknar upp í Bret- landi á ný. Carr virtist mædd er hún bar vitni og oftar en einu sinni faldi hún andlitið í höndum sér og hristi höfuðið. Dómarinn, Nicholas Cole- man, minnti fréttamenn á það að mikilvægt væri að fréttaflutningur af málinu kæmi ekki í veg fyrir að Carr hlyti sanngjarna málsmeð- ferð, eins og hún ætti rétt á. Hún mun sitja áfram í varðhaldi uns hún kemur næst fyrir réttinn, 27. september, og fóru verjendur hennar ekki fram á lausn gegn tryggingu. Huntley hefur verið lagður inn á geðsjúkrahús þar sem læknar meta hvort hann sé hæfur til að koma fyrir rétt. Carr áfram í varð- haldi London. AP. BRESKA ríkisstjórnin íhugar nú til- lögu utanríkismálanefndar breska þingsins um að gefa Saddam Hussein Íraksforseta ákveðinn frest til að fara eftir tilskipunum Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) um vopnaeft- irlit. Vonast menn þar á bæ til að slík málamiðlun geti dregið úr vaxandi spennu milli Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Evrópu. Í við- tali við Financial Times sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, að „boltinn [væri] nú á vallarhelmingi Saddam Husseins“, og að á honum hvíldi sú skylda að hleypa vopnaeft- irlitsmönnum SÞ aftur inn í Írak, en þeim var vísað úr landinu árið 1998. „Það er alveg ljóst að endurkoma eft- irlitsmannanna tryggir ekki sjálf- krafa að Írakar muni fara að tilskip- ununum. En það yrði fyrsta skrefið í þá átt.“ Harðlínumenn, svonefndir „hauk- ar“ innan ríkisstjórnar Bandaríkj- anna hafa undanfarið lagt áherslu á nauðsyn þess að velta Saddam Huss- ein úr sessi og stöðva ætlaða þróun og framleiðslu Íraka á gereyðingar- vopnum. Sá málflutningur hefur hins vegar fallið í grýttan jarðveg í Mið- Austurlöndum og og Evrópu. Hafa margir leiðtogar arabaríkja lýst því yfir að þeir muni hvorki styðja né taka þátt í hugsanlegri innrás í Írak, og áhyggjur hefðbundinna banda- manna Bandaríkjamanna í Evrópu fara vaxandi. Vilja samþykki SÞ Aukinn þrýstingur er nú á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frá svonefndum „dúfum“ sem hvetja til varfærni, innan ríkisstjórnarinnar, Verkamannaflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar um að hann fari ekki með Bandaríkjamönnum með hern- aði á Írak komi til innrásar. Breskir ráðamenn gera nú hvað þeir geta til að draga úr fréttum þess efnis að brestir séu að myndast í sambandi Bretlands og Bandaríkjanna vegna málsins, en ríkin tvö hafa löngum ver- ið nánir bandamenn. Sagðist Straw þess fullviss að bandarísk stjórnvöld tækju mark á því sem Bretar segðu. Þá gaf Peter Mandelson, sérlegur sendimaður Tony Blairs, til kynna í gær að bresk stjórnvöld myndu leita eftir samþykki SÞ áður en þau tækju þátt í innrás í Írak. „Sem dómari og kviðdómur í málinu eiga Sameinuðu þjóðirnar að vera aðalmáttarstólpinn í heimi byggðum á lögum og alþjóð- legri samvinnu,“ sagði Mandelson, sem var í Indónesíu í gær. „Alþjóðleg ógn krefst alþjóðlegra viðbragða og við eigum ekki að einangra okkur, snúa bakinu við öðrum og stinga höfðinu í sandinn.“ Varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Richard Armitage, sagði á mið- vikudag að stjórnin í Washington væri þess fullviss að ríki heims mundu fylkja sér að baki Bandaríkja- mönnum þegar sannanir gegn stjórn- inni í Bagdad verða kynntar, en ítrek- aði að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði ekki enn tek- ið ákvörðum um aðgerðir gegn Írak. „Ég efast ekki um að þegar forsetinn hefur tekið ákvörðun og við höfum kynnt okkar mál og rætt það við bandamenn okkar, muni fjöldi fólks vera á sama máli og Bush forseti,“ sagði hann á blaðamannafundi í Tók- ýó, þar sem hann átti í viðræðum við japanska stjórnmálamenn um ástandið í Írak. Bretar íhuga að Saddam verði gefinn frestur London, Tókýó. AFP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hleypur upp á sviðið í mikilli rigningarskúr á kosn- ingafundi í Wiesbaden í gær. Jafn- aðarmannaflokkurinn (SPD), með kanslarann í broddi fylkingar, hóf þá lokaátakið í baráttunni fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Þýskalandi 22. september. Schröder á undir högg að sækja, ef marka má skoðanakannanir, og horfur á að hann bíði lægri hlut fyrir helsta keppinauti sínum, Ed- mund Stoiber, kanslaraefni kristi- legu flokkanna CDU og CSU. Rignir á Schröder Reuters SEX úr sömu fjölskyldu voru skotnir til bana á heimili sínu í Alabamaríki í Bandaríkjunum, og barns og 16 ára móður þess er saknað. Yfirvöld eru að leita þeirra og einnig tveggja annarra sem taldir eru hafa orðið vitni að morðunum. Einnig er lögregla að reyna að grafast fyrir um ástæðu morð- anna. Lík fórnarlambanna, þ.á m. þriggja drengja á tán- ingsaldri, fundust á þriðju- dagskvöldið og miðvikudags- morgun í húsi og nálægu hjólhýsi í Rutledge, skammt frá borginni Montgomery. Ákærur í Noregi RÚMLEGA 150 manns hafa verið ákærðir fyrir að hafa barnaklám undir höndum í Noregi í kjölfar aðgerða lög- reglu um landið allt. Lagt var hald á tölvur, myndbönd og ljósmyndir af kynferðislegum misþyrmingum af börnum. Að sögn lögreglunnar kunna fleiri að verða handteknir þegar bú- ið verður að rannsaka efnið nánar. Hinir ákærðu gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Írakar sendir heim DANIR ætla að vísa úr landi Írökum sem hefur verið synj- að um hæli í landinu, þrátt fyrir Bandaríkjamenn kunni að hefja árásir á Írak, að sögn ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Bertels Haarders. Sagði hann að möguleg hætta á stríði réttlætti ekki í sjálfu sér að fólkinu yrði veitt hæli í Danmörku. Mega ekki veita und- anþágu RÍKI í Evrópusambandinu mega ekki samkvæmt alþjóða- lögum veita Bandaríkjamönn- um undanþágu frá lögsögu Al- þjóðasakamáladómstólsins eins og Bandaríkjastjórn hef- ur krafist. Er þetta niðurstaða lögfræðinga aðalskrifstofu Evrópusambandsins. Skorti á þjálfun áhafnarinnar ÁHÖFN rússneska kjarn- orkukafbátsins Kúrsk hafði aldrei hlotið þjálfun í beitingu tundurskeyta þeirrar gerðar sem sprakk um borð í bátnum og sökkti honum með þeim af- leiðingum að öll áhöfnin, 118 manns, fórst fyrir tveimur ár- um. Þá hafði áhöfnin heldur ekki fengið æfingu í að bregð- ast við leka eins og þeim er olli sprengingunni. Kemur þetta m.a. fram í niðurstöðum opinberrar rannsóknar á slys- inu er birt var í gær. Saksókn- arar drógu fram fjölda vís- bendinga um brot á öryggisreglum í flotanum, en sögðu að engin þeirra væri beinlínis ástæðan fyrir því að Kúrsk fórst. STUTT Sex myrtir í Alabama BARÁTTUMAÐUR fyrir réttind- um alnæmissjúklinga í Kína er horfinn, að sögn vina hans og mannréttindasamtaka. Wan Yanhai, sem fletti ofan af óheilsu- samlegum blóðkaupaiðnaði í Hen- an-héraði, er forvígismaður félaga- samtaka sem unnu að því að vekja athygli á þeirri vá sem af HIV-veir- unni stafar en hún veldur alnæmi. Samtökin voru bönnuð af kín- verskum stjórnvöldum þann 1. júlí síðastliðinn og segja vinir Wans að hann hafi óttast um öryggi sitt eftir það. Þá hafi hann hugsanlega verið undir eftirliti leynilögreglu. Komm- únistastjórnin í Kína er farin að gangast við því hversu útbreitt al- næmi er í landinu, en þau eru mjög á varðbergi gagnvart öllum óháð- um baráttumönnum. Wan sást síðast á kaffihúsi í Pek- ing og segja félagar hans að hann hafi keyrt þaðan eftir að hafa fengið símtal þar sem hann var beðinn um að hitta ónefndan aðila á skrifstofu samtakanna. Síðan hefur ekkert til hans spurst. „Við höfum öll miklar áhyggjur af honum. Við höfum ekki hugmynd um hvað hefur gerst,“ sagði Hu Jia, vinur Wans, en Hu tilkynnti lög- reglu um hvarfið og sagði hann lög- regluna hafa verið mjög hjálplega. Wan er þekktastur fyrir að hafa vakið máls á því hvernig blóðkaupaiðnaður í Henan stuðlaði að því að þúsundir fátækra þorps- búa sýktust af alnæmisveirunni. Þorpsbúarnir gáfu blóð, sem bland- að var saman, mikilvæg efni skilin frá og afganginum síðan sprautað aftur í fólkið. Þurfti því aðeins nokkra sjúka einstaklinga til að smita alla hina. Embættismenn í Henan eru grunaðir um að hafa grætt á starfseminni og hafa reynt að kæfa umfjöllun um málið. Kínverskur baráttumaður hverfur Peking. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.