Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LANDSBANKI Íslands hf. hefur selt 27% af 41% eignarhlut sínum í Vátryggingafélagi Íslands hf. og hyggst selja allan hlut sinn snemma á næsta ári. Kaupendur eru Ker hf., Samvinnulífeyrissjóð- urinn, Eignarhaldsfélagið Andvaka og Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar en þessi félög eru öll hluthafar í VÍS. Söluverð þess hlutar sem Landsbankinn hefur selt er um 3,8 milljarðar króna en bankinn mun hafa fengið greidda tæpa 5,8 millj- arða þegar allt verður selt. Sölu- hagnaður bankans verður þegar upp er staðið um 1,3 milljarðar króna. Í tilkynningu frá félögunum fjórum sem hafa keypt hlut Lands- bankans í VÍS kemur fram að þau stefna að því að selja af hlutum sínum í félaginu í dreifðri eign- araðild þannig að hægt verði að skrá félagið á aðallista Kauphallar Íslands sem fyrst en VÍS var skráð á tilboðsmarkað Kauphall- arinnar í júlí síðastliðnum. Félögin fjögur eiga samtals um 70% hlut í VÍS eftir kaupin. Geir Magnússon, forstjóri Kers, sem nú er stærsti einstaki hluthaf- inn í VÍS með um 29% hlut, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hversu hratt muni ganga að ná fram markmiðum um dreifða eign- araðild. Með því að nú væri einum kjölfestufjárfesti færra í félaginu yrði eignaraðildin þegar upp væri staðið líklega enn dreifðari en ella hefði orðið. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að með þessum viðskiptum hafi bankanum gefist færi á að losa um alla fjár- bindingu í vátryggingastarfsemi þannig að hann geti einbeitt sér að líftryggingaþætti samstarfsins. Engin breyting verður á eignar- haldi Landsbankans í Líftrygg- ingafélagi Íslands hf. sem bankinn á 50% hlut í. Landsbankinn hyggst selja allan hlut sinn í VÍS SÍÐDEGIS í gær höfðu nokkrir ein- staklingar verið yfirheyrðir hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í kjölfar húsleitar sem framkvæmd var í höfuðstöðvum Baugur Group hf. í fyrrakvöld. Þar var m.a.um að ræða Tryggva Jónsson, forstjóra Baugur Group hf., og Jón Ásgeir Jóhannes- son, stjórnarformann fyrirtækisins. Húsleitin var gerð á grundvelli úr- skurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Ástæðan fyrir húsleitinni eru ásakanir forsvarsmanns bandaríska heildsölufyrirtækisins Nordica Inc., Jóns Geralds Sullenbergers, um meint auðgunarbrot forstjóra og stjórnarformanns Baugs. Húsleit lögreglunnar hófst rétt fyrir kl. 17 í fyrradag og lauk henni um miðnætti. Í tilkynningu sem Baugur sendi Kauphöll Íslands í gærmorgun segir að stjórn fyrirtækisins telji ásakan- irnar tilhæfulausar og alvarlegs mis- skilnings um málavexti gæti í húsleit- arúrskurðinum. Lögmaður Baugur Group hf., Hreinn Loftsson hrl., hef- ur með kæru óskað eftir því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði um lögmæti aðgerða efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Krefst hann þess að lögregla skili þegar í stað öllum gögnum sem lagt var hald á við húsleitina og segir aðgerðirnar mun umfangsmeiri en efni standi til. Í kæru Hreins Loftssonar segir að tilefni kröfu ríkislögreglustjóra séu ásakanir Jóns Geralds í garð Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að þeir hafi „með röngum reikningum látið Baug hf. greiða verulegar fjárhæðir til kaupa á skemmtibátnum The Viking Miami í Flórída í Bandaríkjunum sem þeir eiga í félagi við Jón Gerald Sullenberger sem er viðskiptafélagi þeirra sem þar býr, eins og komist er að orði í kröfu ríkislögreglustjóra“. Tveir meginþættir í rannsókn lögreglunnar Í kæru Hreins til héraðsdóms seg- ir að rannsókn lögreglu byggist á tveimur meginþáttum. Annars vegar sé um að ræða grun um misferli vegna 33 reikninga sem Jón Gerald gerði Baugi í nafni Nordica en hins vegar beinist rannsóknin að því að upplýsa hvort reikningur að upphæð 589.890 Bandaríkjadalir, jafngildi um 52 milljóna króna, hafi verið gjald- færður í bókhald Baugs hf. og hvert greiðsla vegna reikningsins hafi runnið. Einu upplýsingarnar sem fram hafa komið um tilefni húsleitar efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra er að finna í tilkynningu stjórnar Baugs til Kauphallarinnar og í kæru lögmanns Baugs til héraðsdóms. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Jóns Geralds, segist ekki ætla að tjá sig um kæru skjólstæðings síns á hendur forsvarsmönnum Baugur Group hf. að svo stöddu, enda hafi hann ráðlagt skjólstæðingi sínum að fara ekki út í fjölmiðlaumræðu um málið. Að ráði lögmanns hafa forsvars- menn Baugs ekki heldur viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Í kæru Hreins Loftssonar segir að reikning- urinn að upphæð rúmlega 589 þús- und dollarar hafi verið svokallaður kredit-reikningur sem Nordica hafi gefið út og hafi sem slíkur verið færð- ur til tekna í bókhaldi Baugs. Þetta mikilvæga atriði hafi lögreglu yfir- sést. Umfangsmeiri aðgerðir en efni stóðu til Í kærunni eru aðgerðir lögreglu sagðar mun umfangsmeiri en efni stóðu til og upplýsinganna sem lög- reglu vantaði hefði mátt afla með mun vægari aðgerðum. Þá hafi rann- sókn lögreglu áður en til húsleitar- innar kom verið verulega ábótavant og framkvæmd húsleitarinnar ámæl- isverð. Lögregla hafi fyrst gefið við- hlítandi skýringar á húsleitinni þegar henni var næstum lokið og ekki upp- lýst umboðsmenn Baugs um lögvar- inn rétt þeirra til að bera undir dóm- ara lögmæti ákvörðunar um hald- lagningu einstakra muna. Er húsleitin því talin ólögmæt og í kær- unni er þess krafist að öllum þeim gögnum sem fjarlægð voru úr húsa- kynnum Baugs verði skilað þegar í stað. Er því einnig haldið fram að að- gerðir lögreglu séu brot á meðalhófs- reglu og að lögregla hafi farið fram úr heimild sinni við haldlagningu gagna. Ekki náðist í Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, vegna málsins. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá Baugi Group hf. Yfirheyrslur fóru fram í gær og fyrradag  Kæra/10 ÞEIM þykir augljóslega gaman að ferðast með strætó, þessum ungu mönnum sem ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á í gær. Drengirnir fylgdust með umferðinni af aftasta bekk vagns- ins og nutu útsýnisins meðan á ferðalaginu stóð. Hvert ferðinni var heitið er ekki vitað en víst er að margir íbúar höfuð- borgarsvæðisins glöddust við að sjá aftur til sólar í gær eftir að rignt hafði svo dögum skipti á réttláta sem rangláta. Skellihlátur í sexunni Morgunblaðið/Arnaldur 48 ÁRA gömul frönsk kona beið bana í bílslysi við Víðidalsá á Jökuldalsheiði í gærmorgun þegar fólksbifreið, sem hún var í ásamt eiginmanni sínum, hafn- aði utan vegar. Lögreglan á Eg- ilsstöðum fékk tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan hálftíu. Hjónin voru ferðamenn hér- lendis á lítilli bílaleigubifreið og sat konan í framsæti bifreiðar- innar með beltið spennt sem og maður hennar. Lést hún á slys- stað eftir að lögregla og sjúkra- lið komu á vettvang. Meiðsli eig- inmannsins voru minniháttar. Að sögn lögreglunnar virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni þegar hann ók af malbiki inn á viðgerðar- kafla á veginum með lausamöl. Að sögn lögreglu er kaflinn um 150 metra langur og rækilega merktur. Bifreiðin valt nokkrar veltur meðfram veginum og hafnaði á þakinu um 4 metra frá vegbrúninni. Frönsk kona lést í bílslysi  Landsbankinn selur/27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.