Morgunblaðið - 30.08.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður ValborgSigurðardóttir
ljósmóðir fæddist í
Miðhúsaseli í Fellum
í N-Múlasýslu 17. jan-
úar 1922. Hún lést á
líknardeild Landa-
kots aðfaranótt 23.
ágúst síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Jó-
hannsson bóndi, f. 22.
janúar 1887, d. 15.
september 1958, og
Sigþrúður Gísladótt-
ir, f. 5. mars 1890, d.
17. júlí 1956. Systkini
hennar eru Gísli Frímann, f. 11.
ágúst 1918, d. 15. apríl 1974, Guð-
rún Sigurbjörg, f. 3. maí 1920, d.
29. janúar 1996, Eiríkur, f. 30.
október 1924, d. 17. desember
1992, og Oddrún, f. 23. ágúst
1928.
Maki Sigríðar var Magnús
Þórðarson, f. 5. maí 1922, látinn.
Þau slitu samvistum. Þeim fædd-
ist andvana drengur 6. ágúst
1947. Fóstursonur Sigríðar er
Örn Jónsson sjómað-
ur, f. 11. maí 1952,
sonur Guðrúnar
systur hennar. Maki
hans er Sigríður
Ingibjörg Gísladóttir
launafulltrúi, f. 17.
júlí 1955. Börn
þeirra eru: Jóhann
rafvirki, f. 8. janúar
1976, unnusta hans
er Margrét Lukka
Brynjarsdóttir
nuddari, f. 2. sept-
ember 1978; Sigríð-
ur Guðbjörg há-
skólanemi, f. 10.
nóvember 1979; og Gísli Valur, f.
19. september 1988.
Sigríður lauk ljósmæðraprófi
30. september 1944 og var ljós-
móðir á Seyðisfirði 1944–1945 og
1947–1948. Hún starfaði á fæðing-
ardeild Landsspítalans 1945–1946
og var deildarljósmóðir frá 1958
þar til hún lét af störfum 1989.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Með fáum orðum langar okkur
systkinin að minnast ömmu okkar.
Þegar við vorum yngri var alltaf beð-
ið með eftirvæntingu eftir að Sigga
amma kæmi frá Reykjavík til að
heimsækja okkur, því oftar en ekki
kom hún með eitthvað handa okkur
og dekraði við okkur eins og henni
einni var lagið. Amma gerði mikið af
því að spila og lesa fyrir okkur og
voru farnar ófáar bæjarferðirnar
sem enduðu oft niðri á tjörn eða á
Miklatúninu með nesti. Sigga amma
var þekkt fyrir það að gleðja aðra
með gjöfum og góðu viðmóti. Elsku
amma, við dáðumst að þeim styrk og
þeim baráttuvilja sem þú hafðir í
veikindunum og viljum kveðja þig
með ljóði sem segir allt um hug okkar
til þín.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibj. Sig.)
Jóhann, Sigríður og Gísli Valur.
Fyrstu kynni okkar Siggu urðu
fyrir rúmum fimm árum þegar ég og
Jóhann, elsta barnabarn hennar, tók-
um saman. Og þar sem við bjuggum
hjá henni áður en við fórum sjálf að
búa náði ég að kynnast henni ágæt-
lega. Sigga var af þeirri manngerð að
hún gerði allt sem hún gat fyrir fólkið
í kringum sig.
Enda var hún stöðugt umkringd
ættingjum og vinum. Það var ekki
ósennilegt að gestur væri hjá henni
þegar maður kíkti til hennar og alltaf
voru móttökurnar þvílíkar. Pönnu-
kökur eða vöfflur, heimabakaðar
kökur, kex og ostur. Handavinnan
hjá Siggu var ekki síðri en elda-
mennskan og baksturinn.
Þau eru ófá pörin af vettlingum
sem hún prjónaði á mig og seinna
meir púðaverin og dúkarnir sem við
fengum í íbúðina.
Sigga varð áttræð í janúar og mik-
ið verður það dýrmæt minning. Það
var fullt hús af gestum stanslaust all-
an daginn og hamingjan skein af and-
liti hennar þrátt fyrir þreytu þegar
leið á kvöldið. Þegar veikindi hennar
tóku sig upp aftur varð hún orku-
minni. Það var dagamunur á henni en
við vorum svo heppin að eiga með
henni ágætis stund í sumar þegar við
buðum henni í smábíltúr í blíðskap-
arveðri. Hún hafði svo gaman af því
að sjá hvar við værum að byggja og
nýja hverfið okkar.
Elsku Sigga, ég kveð þig með
söknuði og þakka fyrir allar yndisleg-
ar stundir sem við höfum átt saman.
Margrét Lukka
Brynjarsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hún Sigga mágkona og frænka
var fínleg, lágvaxin og grönn kona, en
skarðið sem hún skilur eftir sig er svo
ótrúlega stórt og verður seint fyllt.
Það er erfitt að hugsa til þess að í
dag séum við að kveðja Siggu í hinsta
sinn, en minningin um hjartahlýju og
manngæsku hennar verður aldrei frá
okkur tekin.
Sigga fluttist ung að árum frá
Seyðisfirði til Reykjavíkur til náms
og síðan starfa sem ljósmóðir. Þrátt
fyrir velgengni í starfi hennar fyrir
sunnan var hugur hennar þó ávallt
fyrir austan hjá foreldrum, systkin-
um og fjölskyldum þeirra. Hún gætti
þess að viðhalda nánum tengslum og
þrátt fyrir að langt væri milli staða
og langan tíma tæki að fara á milli
þeirra í þá daga, var Sigga alltaf jafn
nákomin og kær, rétt eins og hún
byggi í næsta húsi.
Þegar einhver úr fjölskyldunni fór
til Reykjavíkur, hvort heldur væri í
stutta heimsókn eða til lengri dvalar
við nám eða störf, stóð heimili hennar
þeim ávallt opið. Alltaf fannst henni
jafn gaman að taka á móti fjölskyldu
sinni og þrátt fyrir að stundum væri
fyrirvari heimsóknarinnar stuttur,
var ótrúlegt hvað henni tókst að töfra
fram af dýrindis veislukostum og allt-
af var sama viðkvæðið ef býsnast var
yfir fyrirhöfninni: „Æ, þetta er ekk-
ert mál, ég átti þetta til.“ Þau okkar
krakkanna, sem bjuggu hjá henni
veturlangt nokkur ár vegna náms í
Reykjavík, bar hún á höndum sér og
oftar en ekki, þegar komið var heim
að kvöldi dags, lágu fötin þvegin og
straujuð á rúminu og heitur matur
stóð á borðinu. Allt þetta gerði hún
„bara svona í leiðinni“, eftir að hafa
skilað fullri vinnu á fæðingardeild-
inni þann daginn. Aldrei kom hún svo
í heimsókn að hún kæmi ekki færandi
hendi og þeir eru fáir innan fjölskyld-
unnar sem ekki hafa sofið í rúmfötum
frá Siggu, sem hún hafði saumað og
„átti bara“.
Fjölskyldan var Siggu dýrmæt.
Systkin hennar, tengdafólk, börn og
fjölskyldur þeirra. Hún var sú, sem
tengdi saman alla anga fjölskyldunn-
ar og þau tengsl ræktaði hún allt
fram í lokin. Ein af hennar síðustu
óskum var að þess yrði gætt að
tengslin rofnuðu ekki við þann hluta
fjölskyldunnar, sem fluttist til Dan-
merkur, en síðasta utanlandsferð
hennar var í heimsókn til þeirra á síð-
asta ári, í miðjum veikindum hennar.
Það var henni síðan mikils virði að
Rúna systir hennar kom frá Dan-
mörku til að vera hjá henni síðustu
mánuðina, allt þar til yfir lauk.
Sigga hafði yndi af ferðalögum og
fór víða, innanlands sem erlendis.
Ein skemmtileg minning er frá því
fyrir örfáum árum að einn ungling-
urinn í fjölskyldunni kom heim úr
ferð í Þórsmörk. Þar hafði hann farið
í fjallgöngu og sagði frá því stóreygur
að þarna uppi á fjöllum hefði hann
mætt Siggu á gangi. Ferðareynsla
Siggu kom sér líka vel þegar Eiríkur
bróðir hennar þurfti að leggjast á
sjúkrahús í London. Sigga tók ekki
annað í mál en að fara með honum og
Lóu mágkonu sinni, til halds og
trausts, og var ómetanleg stoð og
stytta þá sem endranær.
Henni Siggu þótti sælla að gefa en
þiggja og þegar hún kom í heimsókn
var viðkvæði hennar jafnan „ekki
hafa fyrir mér“ og þegar hún lá sína
síðustu legu á líknardeildinni á
Landakoti þótti henni verst að það
væru svo fá sjúkrarúm þar og að hún
skyldi vera að teppa eitt þeirra.
Þannig var Sigga til hins síðasta, allt-
af tilbúin til að gefa af sér og sínu til
þess að láta öðrum líða vel.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku Sigga, við þökkum þér ynd-
islega samfylgd og biðjum góðan Guð
að styrkja okkur öll við fráfall þitt.
Erni syni hennar og fjölskyldu, Rúnu
systur hennar og öllum öðrum að-
standendum vottum við okkar dýpstu
samúð. Hugur okkar er hjá ykkur.
Jóhanna (Lóa) mágkona,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
Elsku Sigga. Megi þér sannarlega
verða ríkulega launað, allur þinn
kærleikur, endalausa gestrisni og
ómælda hjálpsemi, sér í lagi vegna
allra þeirra ungu námsmanna fjöl-
skyldunnar, sem þú hýstir og studdir
á alla lund. Þín verður sannarlega
sárt saknað af allri þinni stóru fjöl-
skyldu, slíkur miðpunktur hennar
sem þú varst.
Hvað er það að deyja annað en standa nak-
inn í blænum og hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn-
arinnar, mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar hefur þú náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran.)
Blessuð sé minning þín.
Sigurður Friðrik og
Kristinn Haukur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Nú þegar lífsljósið hennar Siggu
frænku er slokknað sitjum við hér
döpur saman og minningarnar um
hlýja og góða ömmusystur hrannast
upp. Minningarnar frá því við vorum
lítil, þegar Sigga frænka hlýjaði
litlum höndum og fótum með vett-
lingum og sokkum sem hún prjónaði
á okkur og síðan hélt hún áfram að
prjóna á okkar börn. Því Sigga var
engin venjuleg frænka. Hún var okk-
ur öllum sem amma og vinkona.
Alltaf gladdist Sigga frænka jafn
mikið þegar börn fæddust, sama
hvort þau voru henni skyld eða
óskyld. Og nú síðast þegar tveir nýjir
fjölskyldumeðlimir fæddust í ágúst
og hún fékk fréttir af því þá sagði hún
alltaf finnst manni nú jafn gaman
þegar börn fæðast.
Með þessum orðum kveðjum við
þig Sigga frænka okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Innilegustu samúðarkveðjur send-
um við ykkur öllum, Erni, Siggu, Jó-
hanni, Auði, Sirrý, Gísla Val og Rúnu
frænku.
Sigfinnur, Guðrún, Jónas,
Hannes og Soffía.
SIGRÍÐUR VALBORG
SIGURÐARDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Valborgu Sigurðardóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
6((+%%)
%
&(
%
(
(
=4,*D ' !'& /&"& &'
>(#@@
)53(&+
)%&'"#$% $5%''(#
%5*5##'$5&%
&###)% '$5&%
, $% $5%''(# 5 &%'$5&%
$$ $5%'$5&% % #(%%'(#
% $% $5%''(#
2%#2%#(2%#2%#2%#+
7 %
+
+%
% )
#)#
&(
%% &(
%
&(
&
&
)4))* &!/( &@
-5%'/0#+
!
+
&&
#% 8
6 #(& &/
(
#/& $%)% '$5&%
!"#$%5 "
%#E5%)% ''(#
>& 2(%
!"#$'$5&% 0%#&-5%!%'(#
! 2%
!"#$'$5&% , $%*5#, $%''(#
-5%/& $%
!"#$'$5&%
(2%#2%#2%#&#+
✝ Einar Jóhann-son fæddist á
Gjögri í Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu 4. febrúar
1915. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 16.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Einars
voru Jóhann Karl
Hjálmarsson og
Ragnheiður Benja-
mínsdóttir. Hann
var yngstur af sex
systkinum sem öll
eru látin.
Einar kvæntist 1943 Sigríði
Benediktsdóttur, f. 1. desember
Laufey, f. 24. ágúst 1947, maki
Hannes Ólafsson, f. 26. febrúar
1944. Þau eiga þrjú börn. 5)
Guðveig, f. 1. ágúst 1954, maki
Árni Pétursson, f. 13. júní 1953.
Þau eiga tvö börn. 6) Jóhann
Karl, f. 29. sept. 1960, maki Ás-
rún Guðmundsdóttir, f. 19. apríl
1963. Þau eiga tvo syni. Barna-
barnabörn Einars og Sigríðar
eru orðin 20 talsins.
Einar flutti fimm ára að aldri
með foreldrum sínum og systk-
inum að Hvammi í Bjarnarfirði
og síðar að Bakka í sömu sveit
en hann var bóndi á Bakka á ár-
unum 1940–1971. Þá fluttust þau
hjón til Keflavíkur. Þar vann
hann ýmis störf, aðallega við
fiskverkun.
Árið 1987 fluttu þau í Garðinn
og hafa búið þar síðan.
Útför Einars verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1922. Þau eignuðust
sex börn. Þau eru: 1)
Valgerður, f. 25. nóv-
ember 1940, d. 3.
febrúar 2000, maki
Jón Sigurbjörnsson,
f. 6. maí 1937, d. 23.
desember 1990. Þau
eignuðust fjögur
börn. 2) Guðmundur,
f. 18. janúar 1943, d.
30. ágúst 1988, maki,
Fanney Jóhannsdótt-
ir, f. 15. júní 1948.
Þau eignuðust þrjú
börn. 3) Ólafur, f. 15.
ágúst 1944, maki
Anna Magnúsdóttir, f. 12. júní
1946. Þau eiga fjögur börn. 4)
Elsku afi. Nú hefur kallið loksins
komið, þú hefur loksins fengið að
sofna. Ég veit að þú varst orðinn
þreyttur, líkaminn orðinn þreyttur
og lúinn. Það er samt svo sárt að sjá
á eftir þér. Þú varst oft mikið veikur,
en alltaf náðirðu að rétta þig við aft-
ur, og einhvern veginn bjóst ég við
að svo yrði einnig í þetta skiptið. Það
eru margar góðar minningar sem
koma upp í hugann. Sú minning sem
kemur oftast upp er þegar við vorum
norður í Hvammi. Ævinlega fórst þú
út á kvöldin til að kveikja upp svo við
fengjum smáyl í bústaðinn, og yfir-
leitt rölti ég með þér, afi minn. Alltaf
áttir þú einhverja aura í vasanum
þínum og yfirleitt kom ég með lúku-
fylli af klinki inn í bústaðinn. Mikið
fannst mér ég vera rík. Ég áttaði mig
reyndar ekki á því þá, enda bara lítill
strumpur, að ég var ennþá ríkari að
eiga ykkur ömmu að.
Þegar við systkinin vorum yngri
EINAR
JÓHANNSSON