Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opnunartímar:
Mánud.-föstud. frá kl. 10-18.
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
Audi A6 2.4 V6, f.skr.d. 05.01.
2001, ek. 19.000 km, 4 dyra,
sjálfskiptur. Aukahlutir 16"
álfelgur, leðurinnrétting, sóllúga
o.fl.
Verð 3.990.000
Nánari upplýsingar hjá
Bílaþingi Heklu
NÝ íslensk hugtakaorðabók er vænt-
anleg á markað í lok mánaðarins. Ber
hún heitið Orðaheimur og er eftir Jón
Hilmar Jónsson en JPV-útgáfa gefur
bókina út. Höfundurinn er ekki óvan-
ur orðabókasmíð því að fyrra verk
hans, Orðastaður, kom út fyrir fáum
árum.
„Orðaheimur er yfirgripsmikið en
mjög aðgengilegt verk og er fyrst og
fremst ætlað að greiða notendum leið
að viðeigandi orðalagi við hin ýmsu
tækifæri, bæði í ræðu og riti,“ segir
m.a. í frétt frá útgefanda. Bókin hefur
að nokkru leyti sama notkunargildi
og samheitaorðabók, þó að framsetn-
ing og efnisskipan sé gjörólík. Kjarni
bókarinnar inniheldur 840 hugtaka-
heiti sem vísa til óhlutstæðra fyrir-
bæra og snerta aðallega eiginleika,
skynjun og framferði mannsins, af-
stöðu hans og viðbrögð við umhverfi
sínu og mannleg samskipti. Hverju
hugtaki fylgir síðan fjöldi orðasam-
banda sem tengjast því á mismun-
andi vegu og jafnframt er vísað til
skyldra hugtaka til frekari glöggvun-
ar og fróðleiks.
Alls er lýst um 33.000 orðasam-
böndum sem flestir kannast við en
hafa ef til vill ekki komið fyrir sig í
dagsins önn og er bókin um þúsund
blaðsíður.
Heildarskrá yfir leitarorð
„Annar meginhluti bókarinnar er
heildarskrá yfir leitarorð sem tryggir
beinan aðgang að öllum orðasam-
böndum og hugtökum. Hún er stór í
sniðum enda er þar gert ráð fyrir að
nýta megi hvaða meginorð og orða-
samband sem er sem aðgangslykil að
því orðafari sem leitað er eftir. Sjálf-
stætt gildi þessarar skráar kemur
einnig víða í ljós, ekki síst þar sem
fjölbreytileg mynd af notkun ein-
stakra orða blasir við. Aftast í bókinni
er síðan ensk lykilorðaskrá en með
henni er gerð tilraun til að byggja brú
til þeirra erlendu notenda sem eiga
óhægt með að nýta sér aðrar að-
gangsleiðir að hugtakalýsingunni.
Höfundur hefur unnið að smíði
verksins um árabil og hlaut til þess
styrki úr Rannsóknasjóði Háskóla Ís-
lands, Lýðveldissjóði og Málræktar-
sjóði. Hann hóf þegar að leggja drög
að efnisöflun árið 1994, eftir útgáfu
Orðastaðar, og eins og nærri má geta
var víða leitað fanga, söfn Orðabókar
Háskólans vógu þar þyngst,“ segir
einnig og að leitað hafi verið víða út
fyrir þau.
Hugtakaorðabók væntan-
leg í lok mánaðarins
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
nú fengið niðurstöður úr DNA-sam-
anburðarrannsókn, sem gerð var í
Noregi á blóðsýnum úr fórnarlambi
árásarinnar á Eiðistorgi um versl-
unarmannahelgina og feðgunum
þremur sem grunaðir eru um
verknaðinn. Frekari úrvinnsla á
þessum gögnum stendur yfir.
Hæstiréttur staðfesti í gær
gæsluvarðhald yfir feðgunum en
stytti það jafnframt um fimm daga.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
framlengt gæsluvarðhaldið til 18.
september en Hæstiréttur stytti
það til 13. september. Rannsóknin
mun vera á lokastigi og féllst
Hæstiréttur á að fullnægt væri skil-
yrðum til áframhaldandi gæslu-
varðhalds.
Árásin á Eiðistorgi
Niðurstaða
DNA-rann-
sóknar komin
Á HEIMASÍÐU Dagbladet í Noregi
kemur fram að að í tvígang hafi flug-
menn SAS-véla ekki fylgt skipunum
um að hætta við flugtak þar sem þeir
væru í árekstrarstefnu við aðrar
flugvélar en í fyrra tilvikinu var það
Boeing 757-þota Flugleiða sem í hlut
átti. Í bæði skiptin, segir í grein
Dagbladet, hefði þetta getað endað
með ósköpum.
Fyrra tilvikið varð á Arlanda-flug-
vellinum í nóvember árið 2000 en hið
síðara á Gardermoen-flugvellinum í
Noregi í janúar á þessu ári.
Heyrðu ekki endurteknar skip-
anir um að hætta við flugtak
Á Arlanda-vellinum átti SAS-vél
af gerðinni MD-80 að fara í loftið af
norður-suður braut vallarins en á
sama tíma var Flugleiðaþotan að
undirbúa flugtak af austur-vestur
brautinni. Flugumferðarstjórinn sá
að þetta gæti skapað mikla hættu og
gaf SAS-vélinni skipun um að hætta
við flugtak tvisvar sinnum en flug-
mennirnir heyrðu ekki skipunina og
héldu áfram. Til allrar lukku fór
árekstrarvarinn af stað og SAS-flug-
mennirnir sáu íslensku þotuna um
svipað leyti.
Dagbladet segir að SAS-flug-
mennirnir hafi því ekki tekið vélina
eins skarpt upp og til stóð og verið
um 330 metrum fyrir neðan íslensku
vélin þegar þær voru næst hvor ann-
arri.
Ekki liggur fyrir hvers vegna
flugmennirnir heyrðu ekki fyrirskip-
anir úr flugturni en í SAS-vélinni
eru hátalarar og flugmenn því ekki
með heyrnartól. Líklegra er þó talið
að ástæðan hafi verið sú að bæði
flugvélin og flugturninn hafi sent
með VHF-útvarpsbylgjum á sama
tíma og því ekki heyrt hver til ann-
ars.
Rannsóknarnefnd flugslysa á Ís-
landi hefur fengið bréf vegna atviks-
ins í Svíþjóð og mun fylgjast með
rannsókn sænskra starfsbræðra
sinna.
Boeing-vél Flugleiða lenti í flugatviki á Arlanda-vellinum í Svíþjóð
Flugmenn SAS-
véla heyrðu ekki
fyrirskipanir
ÞEGAR nokkur hundruð kílóum af
1.600°C heitri málmblöndu var hellt
ofan í blauta skál í Járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga á laugar-
dagskvöld varð sprenging sem olli
nokkru tjóni á verksmiðjuhúsinu og
kveikti eld í málmryki sem þyrlaðist
upp við hvellinn. Nágranni kallaði til
slökkvilið en starfsmenn verksmiðj-
unnar þurftu ekki aðstoð við að ráða
niðurlögum eldsins.
Ingimundur Birnir, framkvæmda-
stjóri framleiðslusviðs Íslenska járn-
blendifélagsins, segir að hvorki hafi
orðið slys á mönnum né tjón á fram-
leiðslubúnaði svo nokkru nemi. Þak-
plötur skemmdust og hurð brotnaði
af völdum sprengingarinnar en Ingi-
mundur segir tjónið óverulegt og
ekki verði truflun á starfsemi verk-
smiðjunnar af hennar völdum.
Margreyndur búnaður
Sprengingin varð í svonefndri
hringekju en á henni eru alls 19 stór-
ar skálar. Bræddur málmur er látinn
fljóta út í skálarnar og málmurinn er
síðan kældur niður með vatni áður
en þær eru tæmdar og gerðar klárar
til að taka við nýjum skammti. Ingi-
mundur segir að svo virðist sem vatn
hafi leynst í einni skálinni þegar
málmblöndu var hellt í hana og við
það hafi orðið öflug gufusprenging.
Við sprenginguna þyrlaðist upp ryk
sem eldur læsti sig í og höggbylgjan
frá sprengingunni braut öryggisgler
í stjórnstöð hringekjunnar. Starfs-
mann þar sakaði þó ekki og mætti
hann til vinnu strax kvöldið eftir.
Alls voru 10 manns að störfum í
verksmiðjunni þegar sprengingin
varð en Ingimundur segir að aðrir
hafi ekki verið í bráðri hættu.
„Við erum búnir að nota þennan
búnað í fjölda ára og það hefur einu
sinni orðið gufusprenging en það
gerðist með öðrum hætti og annars
staðar í húsinu,“ segir hann. Um 15
ár séu liðin frá þeirri sprengingu
sem var öflugri en sú sem varð á
laugardagskvöld. Ingimundur segir
að verið sé að kanna hvað hafi valdið
því að raki leyndist í skálinni og at-
hugað verði hvort herða þurfi örygg-
isreglur.
Ljósmynd/Ólafur Ólafsson
Þykkur reykur steig upp frá Járnblendiverksmiðjunni og ekki undarlegt að nágranna hafi þótt ástæða til að hringja á slökkvilið.
Öflug sprenging kveikti eld
í JárnblendiverksmiðjunniELÍN Magnúsdóttir, sem dvelur áDvalarheimilinu Hlíð á Akureyri,er elsti núlifandi Íslendingurinn að
því er næst verður komist en ekki
Málfríður Jónsdóttir eins og fram
kom í Morgunblaðinu, en Málfríður
varð 106 ára á dögunum. Elín verð-
ur 107 ára eftir tæpa tvo mánuði en
hún er fædd 4. nóvember árið 1895.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni munu aðeins sjö Ís-
lendingar sem skráðir eru hér á
landi vera fæddir á nítjándu öld en
kunna þó væntanlega að vera eitt-
hvað fleiri að teknu tilliti elstu Ís-
lendinganna sem búsettir eru er-
lendis, en upplýsingar um þá liggja
ekki alltaf fyrir.
Elsti Íslend-
ingurinn að
verða 107 ára
HETTUKLÆDDUR maður
réðst inn í verslunina Péturs-
búð við Ránargötu rétt fyrir
lokunartíma á laugardagskvöld
og ógnaði afgreiðslukonu með
kúbeini.
Hann komast síðan undan
með einhverja fjármuni. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík var konan
ein við afgreiðslustörf þegar
maðurinn réðst þar inn og hafði
í hótunum. Lögreglan leitar nú
mannsins.
Ógnaði
afgreiðslu-
stúlku
♦ ♦ ♦