Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 6
Við undirritun verksamnings, talið frá vinstri: Ómar Bjarki Smárason
frá Jarðfræðistofunni Stapa ehf., Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar, Bent S. Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana hf.,
og Þór Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Jarðborana.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bora
1.000-1.200 metra djúpa vinnsluholu
eftir heitu vatni á Eskifirði og hefur
verið undirritaður samningur þar að
lútandi milli Fjarðabyggðar og Jarð-
borana. Þetta er fyrsta djúpa
vinnsluholan sem boruð er á þessu
svæði, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Forsaga málsins er sú að 1999
hófst jarðhitaleit í Fjarðabyggð í
átakinu „jarðhitaleit á köldum svæð-
um,“ sem styrkt er af Orkusjóði, iðn-
aðarráðuneytinu og Byggðastofnun.
Boraðar voru 25 grunnar rannsókn-
arholur í Fjarðabyggð, þar af 7 á
Eskifirði. Fengust jákvæðar niður-
stöður í holu við Þverárnar í Eski-
firði, á milli Byggðarholts og Eski-
fjarðarsels. Haldið var áfram árið
2001 og boraðar tíu holur til viðbótar
þeim fyrri, þar af ein 405 metra djúp.
Hiti í þeirri holu var 56,5°C og
hitastigull í neðri hluta holunnar
90°C/km. Í maí á þessu ári var var
þessi hola dýpkuð í 635 metra. Þar
var komið í 72°C heitt vatnskerfi,
sem er nægilega heitt fyrir hitaveitu
til húshitunar.
Kostnaður áætlaður
60 milljónir
Í framhaldi af þessum árangri
ákvað bæjarstjórn Fjarðabyggðar
að ráðast í borun vinnsluholu til að
láta á það reyna hvort nægilegt
magn af heitu vatni sé til staðar í
jarðhitakerfinu á Eskifirði til að hita
bæinn. Til þess þarf um 25 l/s af 70°C
heitu vatni. Gert er ráð fyrir að
Orkusjóður láni allt að 60% af fram-
kvæmdakostnaði. Kostnaður við
borun og rannsóknir á vinnsluhol-
unni er áætlaður um 60 milljónir
króna. Kostnaður við verkefnið er til
þessa tæpar 20 milljónir króna.
Jarðborinn Sleipnir verður notað-
ur til verksins og er flutningur á bor
og búnaði að hefjast frá Þeistareykj-
um.
Leitað eftir vinnsluhæfu heitu vatni á Eskifirði
1.000–1.200 metra
djúp vinnsluhola boruð
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR R. Bjarna-
son, yfirleikmynda-
teiknari Þjóðleikhúss-
ins, er látinn á sjö-
tugasta aldursári.
Gunnar fæddist 15.
nóvember 1932 í Álfa-
dal í Mýrarhreppi í
Vestur-Ísafjarðarsýslu,
sonur Bjarna Ívarsson-
ar og Jónu Guðmunds-
dóttur.
Að loknu gagnfræða-
prófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar nam
Gunnar leikmynda-
teiknun við Þjóðleik-
húsið 1953–56 undir handleiðslu Lár-
usar Ingólfssonar og sótti jafnframt
námskeið í Handíða- og myndalistar-
skóla Íslands. Á árunum 1957–58
stundaði hann nám við Konstfack-
skólann í Stokkhólmi.
Gunnar lagði stund á íþróttir á sín-
um yngri árum og varð m.a. Íslands-
meistari í hástökki drengja árið 1951
og Íslandsmeistari í körfuknattleik
með ÍR árin 1954 og 1955. Þá lék
hann handknattleik með ÍR árin
1950–60 og var tvisvar valinn í
Reykjavíkurúrval í þeirir íþrótta-
grein.
Gunnar starfaði við Þjóðleikhúsið
allt frá árinu 1954 sem sviðsmaður og
ljósamaður samhliða náminu en að-
allega við leikmyndagerð. Hann var
fastráðinn leikmyndateiknari við
leikhúsið í tvo áratugi
en starfaði síðan sjálf-
stætt á eigin vinnustofu
um árabil. Hann var
hönnuður fjölda vöru-
sýninga svo sem iðn-
sýninga, búvörusýn-
inga, matvælasýninga
og margskonar sérsýn-
inga. Þá hélt hann
fjölda einkasýninga á
málverkum sínum og
tók þátt í samsýning-
um.
Hann kom aftur til
starfa sem yfirleik-
myndateiknari Þjóð-
leikhússins 1989 og starfaði þar til
dauðadags.
Gunnar vann á ferli sínum leik-
myndir og búninga við hartnær
fimmtíu leiksýningar í Þjóðleikhús-
inu. Meðal þeirra má nefna Mann og
konu, Pilt og stúlku, Skugga-Svein, Á
ystu nöf, Eftir syndafallið, Stromp-
leikinn, Prjónastofuna Sólina,
Galdra-Loft, Fiðlarann á þakinu,
Maríu Stúart, Gísl, Ödipus konung og
óperuna Tosca.
Gunnar starfaði mikið að fé-
lagsmálum í gegnum tíðina og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vett-
vangi. Hann var sæmdur margvísleg-
um viðurkenningum fyrir störf sín.
Gunnar var kvæntur Hrönn Aðal-
steinsdóttur og eignuðust þau tvö
börn.
Andlát
GUNNAR R.
BJARNASON
GRUNSAMLEGUR bakpoki, sem
fannst í strætisvagnaskýli á varn-
arsvæðinu í Keflavík, var skotinn í
sundur með vélmenni Landhelg-
isgæslunnar í gær.
Töluverður viðbúnaður var við-
hafður þegar bakpokinn fannst og
var talið að sprengja gæti verið í
honum. Sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar voru kallaðir
út um klukkan 14 og fóru þrír á stað-
inn, en herlögregla Varnarliðsins sá
um að loka svæðinu í a.m.k. 200
metra radíus frá strætisvagnaskýl-
inu. Auk þess voru nærliggjandi hús
rýmd. Þegar bakpokanum hafði ver-
ið eytt var svæðið opnað á ný.
Öryggiskröfur hafa verið hertar
mjög á varnarsvæðinu en á morgun,
miðvikudag, er liðið ár frá hryðju-
verkaárásunum á Bandaríkin.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Hús voru rýmd af öryggisástæðum og lokað fyrir umferð um svæðið í kjölfar þess að bakpokinn fannst.
Grunsam-
legur bak-
poki skot-
inn í sundur
SVEINN Skorri
Höskuldsson prófessor
lést í Reykjavík 7.
september síðastlið-
inn. Hann var 72 ára
að aldri. Sveinn fædd-
ist á Sigríðarstöðum í
Hálshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu 19.
apríl árið 1930. For-
eldrar hans voru Sól-
veig Bjarnadóttir hús-
freyja og Höskuldur
Einarsson bóndi og
hreppstjóri.
Sveinn lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1950 og
MA-prófi í íslenskum fræðum frá
Háskóla Íslands árið 1958. Þá var
hann við nám í dönskum bókmennt-
um við Kaupmannahafnarháskóla
árið 1958–1959, nám í enskum bók-
menntum við Manitoba-háskóla í
Winnipeg árið 1960–1961 og nám í
almennri bókmenntasögu og poetik
við Háskólann í Uppsölum árin
1964–1967. Þá má nefna rannsókn-
arstörf við Kaupmannahafnarhá-
skóla, við Manitoba-
háskóla og í Þýska-
landi.
Sveinn starfaði sem
kennari í íslensku við
Iðnskólann á Akureyri
1949–1950, bókari hjá
fjármálaráðuneytinu
1952–1956, kennari í
íslensku við Haga-
skóla, kennari í ís-
lensku og Íslandssögu
við MR 1959–1960 og
1961–1962 og lektor í
íslensku máli og bók-
menntum við háskól-
ann í Uppsölum árin
1962–1968. Hann var lektor í ís-
lenskum bókmenntum við Háskóla
Íslands 1968–1970 og prófessor við
sama skóla frá árinu 1970.
Sveinn gegndi fjölda trúnaðar-
starfa tengdra starfi sínu. Eftir
hann liggja nokkrar fræðibækur
auk þess sem hann stjórnaði útgáfu
fjölmargra rita.
Eftirlifandi eiginkona Sveins er
Vigdís Þormóðsdóttir og áttu þau
fjögur uppkomin börn.
SVEINN SKORRI
HÖSKULDSSON
AÐGÆTNIR skipverjar á Skógar-
fossi, skipi Eimskipafélagsins,
fundu laumufarþega í lest skipsins
nokkru áður en skipið lagði af stað
frá Reykjavík áleiðis til Kanada á
föstudagskvöld. Um er að ræða
albanskan karlmann sem hefur
verið í hælismeðferð hér á landi,
skv. upplýsingum frá lögreglunni í
Reykjavík.
Haukur Már Stefánsson, for-
stöðumaður skiparekstrardeildar
Eimskipa, segir talsverð brögð að
því að menn reyni að lauma sér um
borð í skip félagsins og því er leitað
mjög vandlega í skipinum áður en
lagt er úr höfn og eftirlit hefur ver-
ið hert með hafnarsvæðinu. Á síð-
ustu 5 árum hafa fundist fjórum
sinnum um borð og fleirum hefur
verið vísað frá við skipshlið. Þá
hafa nokkrir verið stöðvaðir á at-
hafnasvæði skipafélagsins með
ferðatöskur meðferðis. Nokkrir
hafa þó sloppið í gegnum eftirlit
Eimskipafélagsmanna og hefur fé-
lagið þurft að greiða kostnað við að
flytja menn til baka, til þess lands
þar sem þeir komu um borð. Kom-
ist laumufarþegar vestur um hafi,
til Bandaríkjanna eða Kanada, get-
ur skipafélagið auk þess þurft að
greiða háar fjársektir en þessi lönd
eru áfangastaður flestra þeirra
sem lauma sér óséðir um borð í
skip. Þó eru dæmi þess að Íslend-
ingar gerist laumufarþegar til að
komast til föðurlandsins og fyrir
nokkru reyndi danskur maður að
komast frá Kanada til Danmerkur.
Fundu laumufarþega
í lest Skógarfoss
Leitað er vandlega í skipunum
áður en þau leggja úr höfn
SAMKVÆMT nýjum tölum frá
Hagstofunni voru jafnmargar gisti-
nætur til erlendra ferðamanna seld-
ar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sex
mánuði þessa árs og á sama tíma í
fyrra. Á landsbyggðinni fjölgaði
þessum gistinóttum um 3% fyrstu
sex mánuðina og var fjölgunin öll í
maí og júní. Gjaldeyristekjur fyrstu
sex mánuðina jukust einnig milli ára,
eða úr 14,3 í 14,7 milljarða króna.
Bandarískum ferða-
mönnum fjölgar að nýju
Í tilkynningu frá Samtökum ferða-
þjónustunnar, SAF, segir að það
veki athygli að eftir mikla fækkun
Bandaríkjamanna í hópi erlendra
ferðamanna hér á landi frá því í sept-
ember 2001 hafi þeim byrjað að
fjölga á ný í maí á þessu ári. Miðað
við maí og júní sl. fjölgaði þeim um
12% í samanburði við sömu mánuði
árið áður.
Samkvæmt tekjukönnun samtak-
anna var herbergjanýting í Reykja-
vík 90% í nýliðnum ágústmánuði,
jókst úr 88,8% frá fyrra ári. Með-
alverð hækkaði um 2%. Meðalher-
bergjanýting á landsbyggðinni var
78,5%, jókst um 1 prósentustig milli
ára. Meðalverð hækkaði þar aftur á
móti um 10%.
Samtök ferðaþjónustunnar segja
herbergjanýtingu á landinu öllu
fyrstu átta mánuði ársins hafa að
meðaltali verið þá sömu og á síðasta
ári.
Auknar tekjur
af ferðamönnum