Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heilsudagar í Hveragerði Streitustjórn- unarnámskeið DAGANA 26. októ-ber til 3. nóvembernæstkomandi verða Heilsudagar hjá Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands í Hveragerði. Þetta er þriðji veturinn sem slík námskeið eru haldin. Halla Grétars- dóttir, hjúkrunarforstjóri á HNLFÍ, hefur umsjón með skipulagningu Heilsudaga og hún var spurð hvert væri upphaf þeirra. „Hér á Heilsustofnun höfum um átta ára reynslu af reykinganámskeiðum sem hafa skilað góðum árangi. Fyrir utan að um 34% hætta að reykja sýna rannsóknir okkar að nám- skeiðið stuðli að því að þátt- takendur taki upp heil- brigðari lífshætti að öðru leyti. Við vildum halda áfram á þessari braut og fyrir þremur ár- um fórum við af stað með Heilsu- daga sem er streitustjórnunar- námskeið. Streita er að verða mikið heilsufarsvandamál í lífi nú- tímafólks með einkennum eins og þreytu, vöðvabólgum, svefnerfið- leikum, einbeitingarskorti og höf- uðverk, tíðum veikindum eins og kvefpestum eða flensu, háum blóð- þrýstingi og fleiru. Á Heilsudögum bjóðum við upp á námskeið þar sem skipt er al- gjörlega um umhverfi, boðið er upp á hreyfingu, slökunarnudd, slökunaræfingar og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Mörgum þykir gott að taka á sínum málum í friði og ró fjarri erli hversdagsins og er Heilsustofnun í Hveragerði kjör- inn staður til þess. – Að hvaða leyti eru breyttar áherslur á Heilsudögum nú? „Heilsudagar hafa verið í sí- felldri mótun og er þar meðal ann- ars stuðst við ábendingar þeirra sem sótt hafa námskeiðin. Nú verður t.d. aukin áhersla á slökun og hvíld, en fræðsluþátturinn verð- ur svipaður um streitu og umfjöll- un um heilbrigða lífshætti. Nú verður meira svigrúm til að ein- staklingsbinda meðferðina. – Fyrir hverja er námskeiðið? „Námskeið fyrir alla þá, sem vilja takast á við einkenni álags og streitu. Þátttakendur til þessa hafa verið að miklu leyti stjórnendur eða einstaklingar sem hafa verið undir miklu álagi. Ég vil þó ítreka að námskeiðið hentar öllum þeim sem eru farnir að finna fyrir þeim einkennum streitu sem ég nefndi hér á undan ásamt þeim einstak- lingum sem þurfa að huga betur að heilsu sinni og hafa jafnvel ætlað að gera það lengi. – Hver er tilgangur Heilsudaga? Að bjóða fólki sem finnur fyrir streitueinkennum í daglegu líf upp á slakandi meðferðir og kenna því aðferðir til að breyta lífsstíl sínum til frambúðar. – Hafið þið fylgt eftir þeim sem hafa verið á svona námskeiðum hjá ykkur? „Við höfum ekki fylgt þeim eftir en við höfum gert mat á útkomu nám- skeiðsins í lok þeirra. Þess má geta að það hefur verið mikil ánægja með þessi námskeið hjá þátttakendum. Það er einmitt sam- kvæmt þessu mati sem við höfum verð að gera þessar áherslubreyt- ingar sem hér voru kynntar fyrr. – Eruð þið með umfjöllun um reykingar eða áfengisneyslu í þessu prógrammi núna? „Við tölum um heilbrigða lífs- hætti í heild, en meðferðin beinist ekki gegn tóbaki eða áfengi sem slíku. Heilsustofnunin er á hinn bóginn kyrrlátur staður þar sem gefst tækifæti til að endurmeta stöðu sína, líka hvað þetta snertir. Heilsustofnunin er sem fyrr með reykinganámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja, en það eru al- veg sér námskeið. – Hvernig er Heilsudaga nám- skeiðið uppbyggt? Námskeiðin standa í viku, frá sunnudegi til sunnudags, og er fjöldi þátttakenda 10 í hverjum hópi. Hver dagur er með skipu- lagðri dagskrá frá morgni til kvölds. Eftir viðtöl við fagaðila og upphafsskoðun hefst meðferðin sem byggist á grundvallarkerfi Heilsustofnunar með heilsuþjálfun og hugareflingu. Áhersla er lögð á jafnvægi hvíldar og hreyfingar. Í meðferðinni er boðið upp á slökun, nudd, leir- og heilsuböð. Á þessum tíma er tekið á hinum ýmsu þáttum heilsunnar og boðið upp á fræðslu, og viðtöl við fagfólk, s.s. lækni, hjúkrunarfræðing, sálfræðing, næringarfræðing, sjúkraþjálfa og íþróttakennara. Vikunámskeið er auðvitað ekki endanleg lausn á langtímavanda- málum, en hjálpar þó mörgum á rétta braut. Hægt er að kenna ým- islegt um líkama, hugarfar og lífs- stíl á þessum tíma. – Hvað kostar að taka þátt í Heilsusdögum? „Verð á námskeiðinu er 56 þúsund krónur og innifalið í því er gisting í 7 nætur á einbýli, fullt fæði, meðferð og fræðsla. – Hvenær verður svo næsta námskeið? Næsta námskeið verður sem fyrrr sagði haldið 27. október til 3. nóvember og hægt er að skrá sig í síma 483 0300 eða senda okkur tölvupóst beidni@hnlfi.is. Einnig getur fólk fengið nánari upplýsingar um Heilsudaga á vef- síðu okkar www.hnlfi.is. Þar er líka hægt að lesa umsagnir þeirra sem hafa verið á fyrri námskeiðum. Halla Grétarsdóttir  Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsustofn- unar NLFí Hveragerði, útskrifaðist af námsbraut í hjúkrunarfræði vorið 1995. Starfaði á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi Fossvogi áður en hún hóf störf hjá Heilsu- stofnun árið 1999. Var formað- ur fræðslunefndar Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga um nokkurra ára skeið. Gegnir nú starfi hjúkrunarforstjóra hjá Heilsustofnun. Sambýlismaður er Ásgeir Jónsson og eiga þau tvo syni, Jakob Martin, fjög- urra ára, og Grétar Karl, tveggja ára. Jafnvægi milli hvíldar og hreyfingar ÞÓ AÐ haustrigningar séu ekki aufúsugestur þegar þær ganga yfir fylgir þeim oft mikil litadýrð í formi regnboga. Svo var þegar horft var yfir Vesturöræfi einn haustrigningardag af Miðhnjúk þegar sól náði að brjótast fram milli skýjanna. Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson Regnbogi yfir Vest- uröræfumLÖGREGLUMENN á Blönduósi höfðu leitað dágóða stund í íbúðar- húsi í bænum sem þeir töldu mann- laust þegar fíkniefnahundurinn Bella rann á lyktina af íbúanum sem hafði falið sig bak við búslóð í bíl- skúrnum. Við leit á manninum fund- ust nokkur grömm af hassi. Maðurinn hafðist við í húsinu í óleyfi og vissu eigendur ekki betur en það væri mannlaust. Við húsleit- ina, sem var gerð á fimmtudags- kvöld, var einnig lagt hald á áhöld til fíkniefnaneyslu. Aðfaranótt laugardags var lagt hald á nokkur grömm af hassi og marijúana í bifreið sem stöðvuð var á Norðurlandsvegi. Ökumaðurinn sagði efnin vera til eigin neyslu og telst málið upplýst. Faldi sig bak við búslóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.