Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 10

Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, stjórnarfor- manni Baugs Group hf. „Vegna aðgerða embættis Rík- islögreglustjóra gagnvart Baugi Group hf., stjórn og starfsmönnum fyrirtækisins vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Allar greiðslur Baugs Group hf. til Nordica Inc. voru samkvæmt reikningum útgefnum af Nordica Inc. sem er alfarið í eigu og stjórn- að af Jóni Gerald Sullenberger. Þessar greiðslur, sem samtals hljóðuðu upp á $491.000 og náðu yfir tveggja og hálfs árs tímabil, runnu til uppbyggingar á starf- semi Nordica Inc. enda var það mat forsvarsmanna Baugs Group hf. á þeim tíma að samstarf fyr- irtækjanna yrði til hagsbóta fyrir Baug Group hf. Þessum viðskipt- um var slitið um leið og í ljós kom að frammistaða Nordica Inc. stóð ekki undir væntingum. Þar sem skjótt var brugðist við varð fjár- hagslegur skaði Baugs Group hf. vegna þessara viðskipta óveruleg- ur. Baugur Group hf. tengist á eng- an hátt skemmtibátnum Thee Vik- ing. Hann er í eigu félags áð- urnefnds Jóns Gerald Sullen- berger, New Viking. Fjárfesting- arfélagið Gaumur lánaði Jóni Gerald 38 milljónir króna vegna kaupa á þessum bát, en hefur enn ekki fengið afsal fyrir hlut í New Viking eins og ráðgert var, né fengið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu þótt eftir þessu hafi ítrekað verið leitað. Skuld Jóns Gerald við Gaum er skráð í bók- haldi félagsins og hafa endurskoð- endur þess staðfest það við emb- ætti Ríkislögreglustjóra. Þá hefur Jón Gerald Sullenber- ger tjáð lögregluyfirvöldum að Baugur Group hf. hafi gjaldfært reikning upp á $589.000 í bókhaldi félagsins til hagsbóta fyrir yfir- stjórnendur þess. Hið rétta er að umræddur reikningur er kredit- reikningur og því færður til tekna hjá fyrirtækinu. Þetta hafa lög- regluyfirvöld staðfest við málflutn- ing hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Einsýnt er að Jón Gerald Sull- enberger hefur vísvitandi blekkt lögregluyfirvöld í því skyni að hefja opinbera rannsókn vegna málsins. Eins og sjá má af ofansögðu urðu viðskipti félaga, sem ég er í forsvari fyrir, við Jón Gerald Sull- enberger ekki með þeim hætti sem að var stefnt. Traust er undirstaða í öllum viðskiptum og ég gat ekki lengur treyst Jóni Gerald. Við- brögð hans við því að Baugur Group hf. hætti viðskiptum við Nordica Inc. hefur styrkt þetta mat mitt enn frekar. Jón Gerald hefur í samtölum við bæði ættingja mína og starfsfólk þeirra félaga, sem ég veiti for- stöðu, haft í hótunum um að skaða bæði þessi félög og mig persónu- lega. Hann hefur sömuleiðis reynt að koma sögusögnum um viðskipti okkar á framfæri við fjölmiðla á Íslandi en ekki haft erindi sem erf- iði. Baugur Group hf., stjórnendur þess, lögmenn og endurskoðendur, hefðu með einföldum hætti getað hrakið ávirðingar Jóns Geralds ef embætti Ríkislögreglustjóra hefði viljað kanna sannleiksgildi þeirra. Í stað þess að leita skýringa rudd- ist flokkur lögreglumanna í höf- uðstöðvar Baugs Group hf., lagði hald á bókhaldsgögn og færði stjórnendur fyrirtækisins til yfir- heyrslu. Í ljósi þess að Baugur er enn eitt íslenska fyrirtækið á síðustu tólf mánuðum sem verður fyrir sambærilegri aðför ríkisvaldsins ættum við hjá Baugi Group hf. ef til vill að láta þetta yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust. En einmitt sökum þess hversu algengt þetta er orðið er ástæða til að mót- mæla. Hjá Baugi Group hf. starfa um 4.000 manns. Félagið veltir um 50 milljörðum króna. Um tvö þús- und Íslendingar eiga hlut í félag- inu. Baugur Group hf. er mikil- vægur þáttur í íslensku samfélagi. Það er því óásættanlegt að emb- ætti Ríkislögreglustjóra, sem starfar í umboði okkar allra, skuli í skjóli rakalausra fullyrðinga Jóns Geralds Sullenberger setja í hættu hagsmuni starfsmanna, hluthafa og viðskiptavina Baugs Group hf. Baugur Group hf. starfar á al- þjóðlegum markaði. Áhrif af að- gerðum embættis Ríkislögreglu- stjóra hafa því skaðað hagsmuni og orðspor félagsins víðar en á Ís- landi, ekki síst í Bretlandi þar sem áform um yfirtökutilboð í sam- starfi við Philip Green urðu að engu í kjölfar þessara aðgerða. Undanfarnir dagar hafa verið starfsmönnum Baugs Group hf. og aðstandendum þeirra erfiðir. Á slíkum stundum hefur hins vegar verið ánægjulegt að finna hversu samheldinn þessi hópur er og hversu mikinn stuðning má sækja í hann. Það hefur ekki síður verið gott að finna hversu mörgum Ís- lendingum hefur ofboðið aðför rík- isvaldsins að Baugi Group hf. og aðstandendum félagsins og hversu viljugir þeir eru til að sýna sam- stöðu með starfsfólki fyrirtækis- ins.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group hf., sendir frá sér yfirlýsingu Lögregluaðgerðir hafa skaðað orðspor og hagsmuni Baugs DAGANA 19. til 22. september verður haldið í Novgorod í Rúss- landi rannsóknarþing norðursins (Northern Research Forum) í ann- að sinn. Þingið er skipulagt í sam- vinnu við héraðsstjórnina, héraðs- þingið og Háskólann í Novgorod en það er samstarfsvettvangur vís- inda- og stjórnmálamanna í norð- lægum löndum. Til umræðu verður mannauður á norðurslóðum, nýj- ungar í svæðastjórnun og sameig- inlegir hagsmunir. Gert er ráð fyrir að 150-200 fulltrúar, einkum frá aðildarlönd- um Norðurskautsráðsins, taki þátt í rannsóknarþinginu en fyrsta þingið af þessum toga var haldið á Akureyri í nóvember 2000. „Markmiðið með þinginu er að stefna saman vísindamönnum, stjórnmálamönnum og forystu- mönnum úr iðnaði og viðskiptalífi og fleiri hagsmunaaðilum,“ segir í frétt frá Háskólanum á Akureyri sem ásamt Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar sér um skipulagningu og skrifstofuhald fyrir rannsóknar- þing norðursins. Að þessu sinni koma einnig héraðsstjórn, héraðs- þing og háskólinn í Novogorod þar við sögu. „Á þinginu er hlutverk vísinda í þróun norðlægra svæða til umræðu. Þar býðst tækifæri fyrir fólk úr ýmsum greinum að fræðast um þau vísindi sem skipta máli fyr- ir þátttakendur og umhverfi þeirra. Forseti Íslands er frumkvöðull að stofnun þessa rannsóknarþings. Meðal styrktaraðila þessa sam- starfs er Ford Foundation og Carnegie Corporation í Bandaríkj- unum en þessar stofnanir eru með- al stærstu og áhrifaríkustu stofn- ana sem styrkja vísindalegar rannsóknir og samvinnu fræði- manna. Auk þeirra hefur Norður- landaráð stutt þetta samstarf með fjárframlögum.“ Þá segir að starf- semi rannsóknarþings norðursins hafi vakið mikla athygli meðal rússneskra vísinda- og stjórnmála- manna. „Í því sambandi má geta þess að í opinberri heimsókn for- seta Íslands til Rússlands í apríl sl. bauð forseti Rússlands, Vladimir Pútin, forseta Íslands að taka þátt í rannsóknarþinginu í Novgorod. Í heimsókn forseta Íslands og utan- ríkisráðherra var m.a. undirritaður samningur í Salekhard-borg í Yamal-Nenetz-héraðinu í Síberíu milli Háskólans á Akureyri og Rússlandsdeildar rannsóknarþings norðursins. Samningurinn kveður á um samvinnu þessara aðila við undirbúning næstu ráðstefnu rann- sóknarþings norðursins sem haldin verður í Novgorod. Annar samn- ingur um undirbúning og fram- kvæmd rannsóknarþingsins var síðan undirritaður milli Háskólans á Akureyri og Háskólans í Novg- orod. Forseti Íslands og mennta- málaráðherra flytja erindi Dagskrá rannsóknarþingsins í Novgorod einkennist af skipulagðri umræðu í kjölfar fyrirlestra á eft- irfarandi sviðum: mannauður á norðurslóðum, nýjungar í svæða- stjórnun á norðurslóðum, sameig- inlegir hagsmunir viðskiptalífsins og hvað getum við lært af sögunni? Auk þessa munu ungir vísinda- menn kynna framlög sín á sér- stökum fundum sem kallast „veche“ eða þing. Meðal þeirra Íslendinga sem flytja erindi á rannsóknarþingi norðursins eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Rússlandi.“ Rannsóknarþing norðursins haldið í annað sinn í Rússlandi Rætt verður um mannauð og nýjungar í svæðastjórnun GEORGI Purvanov, forseti Búlg- aríu, átti stuttan fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, að Bessastöðum í gærmorg- un, en Purvanov hélt síðan ásamt fylgdarliði sínu áfram til Banda- ríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Búgaríu kemur til Íslands, en hann notaði tækifærið og bauð forseta Íslands í opinbera heim- sókn til Búlgaríu. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að fundurinn hefði verið áhuga- verður og hvetjandi. Þeir hefðu verið sammála um að styrkja sam- skipti þjóðanna á stjórnmálasvið- inu og í viðskiptum. Hann sagðist vera mjög þakklátur fyrir boð for- seta Búlgaríu um að heimsækja Búlgaríu, því framrás íslenskra fyrirtækja í Evrópu væri einna mest í Búlgaríu. Á fundinum var jafnframt rætt um sameiginlega sögu þjóðanna og lýsti Ólafur Ragnar Grímsson yfir mikilli ánægju með fyrirhugaða ráðstefnu í Búlgaríu á næstunni, þar sem fjallað verður um Snorra Sturluson, íslenska tungumálið og íslenska menningu.Ennfremur var fjallað um fyrirhugaða stækkun NATO og mikilvægi þess að taka vel á móti nýjum þjóðum. Umsókn Búlgaríu um aðild að Evrópusam- bandinu var einnig til umfjöllunar. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að auk þess hefði mikilvægi fyr- irtækisins Balkanpharma í Búlg- aríu verið rætt. Það væri ekki að- eins eitt mikilvægasta fyrirtæki Búlgaríu heldur líka ein helsta fjárfesting Íslendinga erlendis. Fulltrúar fyrirtækisins hefðu verið á fundinum og tækifæri hefði gefist til að viðra hugmyndir um hvernig þetta mikilvæga fyrirtæki gæti orðið grunnur að frekari samvinnu þjóðanna á viðskiptasviðinu. For- seti Búlgaríu hefði sýnt mikinn áhuga á fyrirtækinu og hann væri þakklátur fyrir auðsýndan stuðn- ing og áhuga hans á frekari fjár- festingum Íslendinga í Búlgaríu. Georgi Purvanov var kjörinn forseti Búlgaríu í nóvember í fyrra og tók formlega við embættinu 21. janúar í ár. Hann er sagnfræðingur að mennt og fyrrverandi formaður sósíalistaflokksins, og heldur ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í vikunni, en Búlgaría fer með stjórn öryggisráðsins. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að þeir hefðu lagt áherslu á að taka þyrfti á hermdarverkum en fylgja yrði al- þjóðlegum reglum í því sambandi. Georgi Purvanov tók í sama streng og sagði að fundurinn hefði verið mjög mikilvægur, ekki síst þar sem þetta væri fyrsta heimsókn forseta Búlgaríu til landsins. Hann sagðist hafa boðið forseta Íslands í heimsókn til að auka samskipti þjóðanna og vonaði að áhrifamenn eins og forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra sæju sér fært að sækja landið heim í framtíðinni. Forseti Búlgaríu sagði að um- sókn landsins í NATO hefði verið mikilvægasta umræðuefnið enda væri vægi Íslands mikið í því máli og hann vonaði að aðildin yrði sam- þykkt á leiðtogafundi NATO í Prag í haust. Morgunblaðið/Golli Georgi Purvanov, forseti Búlgaríu, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að loknum fundi sínum. Fyrsta heimsókn forseta Búlgaríu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.