Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 15

Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 15 www.islandia.is/~heilsuhorn Jurtaestrógen SENDUM Í PÓSTKRÖFU Jurtaestrógen úr rauðsmára fyrir konur á breytingaskeiði (ath. aðeins einn belgur á dag) Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. AKUREYRIN EA 110 kom til hafn- ar á Akureyri sl. laugardag úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Samherja hf. Skipið var á veiðum suður af Græn- landi og kom til hafnar með full- fermi af úthafskarfa og er aflaverð- mætið rúmar 60 milljónir króna. Akureyrin var fyrsta skipið sem Samherji eignaðist en það hét áður Guðsteinn GK. Akureyrin skipar því sérstakan sess í sögu Samherja og brotthvarf hennar úr skipastólnum markar ákveðin tímamót í útgerðarsögu fé- lagsins. Akureyrin verður þó áfram tengd Samherja en skipið hefur verið selt Onward Fishing Comp- any, dótturfélagi Samherja í Bret- landi. Akureyrin EA 110 hefur fram á þennan dag verið afar farsælt skip og hefur ár eftir ár verið meðal þeirra íslensku skipa sem skilað hafa hæstu aflaverðmæti. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Sam- herja sagði skipið hafa reynst mjög vel alveg frá upphafi. Skipið er meðal þeirra fyrstu hér á landi sem útbúið var til að fullvinna og frysta aflann um borð. Skipið var smíðað í Póllandi 1974 og hefur verið gert út sem frysti- togari frá árinu 1983. Það var lengt og hækkað 1995 og er nú tæpir 72 metrar að lengd og 1.318 brúttó- tonn. Stefán Ingvason skipstjóri á Akureyrinni EA mun taka við skip- stjórn á Víði EA 910. Samherji keypti í sumar Sléttbak EA, sem áður var í eigu Útgerð- arfélags Akureyringa og hefur skipið fengið nafnið Akureyrin EA 110. Unnið hefur verið að end- urbótum á skipinu, auk þess sem það hefur verið málað í litum Sam- herja. Að sögn Kristjáns útgerð- arstjóra er ráðgert að „nýja“ Ak- ureyrin haldi til veiða í lok þessarar viku. Skipstjóri verður Guðmundur Freyr Guðmundsson en hann var áður með Hjalteyrina EA. Akureyrin EA komin úr sinni síðustu veiðiferð á vegum Samherja Skipið ávallt reynst mjög vel Morgunblaðið/Kristján Unnið við löndun úr Akureyrinni EA í Akureyrarhöfn. ELSA B. Friðfinnsdóttir, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, segir að nú fari í ráðuneytinu fram skoðun á því hvernig hinar ýmsu heilbrigðis- stofnanir hafi gert svonefnda stofn- anasamninga og eins hvað kostnaður hefur aukist mikið þeim samfara. Eins verður athugað hvort umrædd- ar stofnanir hafi átt fyrir þessum samningum eða hvort þeir skýri að hluta til hallarekstur þeirra. Ekki hefur verið gengið frá stofn- anasamningi við starfsfólk á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, ein- faldlega vegna þess að peningar fyrir þeim eru ekki til, að því er fram kom í samtali við Halldór Jónsson, forstjóra FSA, í Morgunblaðinu í lið- inni viku. FSA er ein af fáum ef ekki eina heilbrigðisstofnunin sem ekki hefur gengið frá stofnanasamningi við sitt starfsfólk. Vaxandi óróa gæti meðal þess enda búa starfsmenn Landspítala – háskólasjúkrahús við betri kjör af þessum sökum. Áætlað er að FSA vanti um 60 milljónir króna til að geta staðið undir sam- bærilegum stofnanasamningi og í gildi er syðra. Elsa sagði að stefnt væri að því að ljúka athuguninni í lok þessarar viku. Þá kæmi væntanlega í ljós hvernig stofnanir hefðu fjármagnað þessa samninga. Ef niðurstaðan yrði sú að þeir væru innifaldir í halla- rekstri þeirra sem hugsanlega yrði bættur síðar væri líklegt að FSA fengi sambærilega leiðréttingu. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Stofnana- samningar í athugun VESTNORRÆNA ferðakaupstefn- an, Vest-Norden, hefst í Íþróttahöll- inni á Akureyri á morgun, 11. sept- ember, og lýkur á fimmtudag. Þetta er í 17. sinn sem kaupstefnan er haldin en hún er sérstaklega ætluð aðilum í ferðaþjónustu. Löndin þrjú sem mynda Vest-Norden, Ísland, Færeyjar og Grænland, skiptast á að halda ráðstefnuna. Um 500 manns frá rúmlega 20 þjóðlöndum sækja kaupstefnuna. Markmiðið er að kynna þeim sem selja ferðir til þess- ara landa það helsta sem í boði er í löndunum þremur. Ferðamálaráð Íslands sér um skipulagningu ferðakaupstefnunnar. Þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin á Akureyri, en stefna ráðsins er að dreifa viðburðum á þess vegum um landið þannig að gestum gefist kostur á að kynnast af eigin raun þjónustunni sem víðast. Í fyrstu voru gististaðir og fyrir- tæki á samgöngusviðinu nánast ein- ráð í hópi sýnenda, en kaupstefnan hefur stækkað með árunum og nú tekur mun breiðari hópur þátt. Nýir kaupendur hafa boðað komu sína nú, m.a. frá Bandaríkjunum og löndum sem ekki hafa áður selt ferðir til landanna þriggja. Tímasetning kaupstefnunnar, en hún hefst 11. september sem fyrr segir er tilviljun, en frá henni var gengið á síðasta ári, áður en hinar stórfellu árásir voru gerðar á Banda- ríkin. Vest-Norden haldin í Íþróttahöllinni Um 500 gestir sækja ferða- kaupstefnuna ÞORVALDUR Ingvarsson lækn- ingaforstjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri sagði það mjög sjaldgæft að upp kæmi sýk- ing vegna hnéspeglana. „Sýking- ar eftir svona skurðaðgerðir eru því miður vel þekktar og við vörum við því en það er í einni af hverri 1.000 aðgerðum sem slíkt kemur upp hér,“ sagði Þorvaldur. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir helgina fengu tveir knattspyrnumenn í KA, þeir Júl- íus Tryggvason og Hlynur Jó- hannsson, sýkingu eftir hnéað- gerðir í sumar og þurftu í kjölfarið að liggja sjúkrahúsi í rúma 40 daga, Júlíus í 25 daga og Hlynur í 16 daga. Að auki þurfti Júlíus í fjórar aðgerðir til viðbót- ar og Hlynur í þrjár aðgerðir. Þorvaldur sagði að menn hefðu ekki neinar skýringar á því hvers vegna þessir tveir knattspyrnu- menn fengu báðir sýkingu eftir aðgerðirnar. „Sem betur er þetta sjaldgæft en það er engu að síður skelfilegt fyrir hvern þann sem lendir í slíku.“ Þorvaldur sagði að árlega væru gerðar 300–400 svona hné- aðgerðir á FSA og hann sagðist aðeins muna eftir tveimur tilfell- um þar sem sýkingar komu upp, frá árinu 1982, fyrir utan þessi tvö tilfelli nú í sumar. Hnéaðgerðir á FSA Sýking kemur upp í einni af hverjum 1.000 aðgerðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.