Morgunblaðið - 10.09.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 10.09.2002, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 23 STARFSMENN bresku versl- unarkeðjunnar Marks & Spencer vinna nú að framleiðslu á flíkum sem verða þeim eiginleikum gæddar að geta varað við yfirvof- andi tískuslysi. Viðvörunin verður gefin af tölvukubbi sem koma á fyrir í fötunum og ætlað er að skanna allar flíkur viðkomandi til þess að ganga úr skugga um að þær eigi saman. Viðvörun við óæskilegri litasamsetningu væri gefin með hljóðmerki, svo dæmi sé tekið. Hugsanlegt er að hægt verði að nota tölvukubb til þess að vara við fleiri óhöppum, til dæmis ef flíkur eru settar í þvottavél og stillt er á of háan hita. Einnig er hermt að forsvarsmenn M&S séu að athuga hvort koma megi tölvukubbum fyrir í matvælum sem vari neyt- endur við sé varan komin fram yf- ir síðasta söludag. Tæknibylting í stað íhaldssemi Netmiðillinn thisislondon.co.uk vitnar í viðtal í dagblaðinu The Times við nýjan aðalfram- kvæmdastjóra M&S, Roger Holm- es. Kveðst hann ætla taka tæknina í þjónustu verslunarinnar, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir íhaldssemi. „Ég hef fullan hug á að nýta tækninýjungar og eftir því sem tölvukubbar verða ódýrari er auðveldara að koma þeim fyrir í matvælaumbúðum og fatnaði,“ er haft eftir Holmes í Times. „Til skamms tíma var það við- horf manna að tæknin myndi ekki leyfa slíkar hugmyndir fyrr en eftir fjöldamörg ár, en nú er hins vegar svo komið að við verðum að framkvæma og láta reyna á þessa möguleika,“ segir hann. Reuters Marks & Spencer hefur skotist fram úr keppinautum sínum, sam- kvæmt fréttum. Nú hyggst nýr aðalframkvæmdastjóri láta þróa tölvukubba í matarumbúðir og föt til hægðarauka fyrir neytendur. Flíkur sem vara við yfirvofandi tískuslysi Í VERSLUNUM Húsasmiðjunnar hefur undanfarið staðið yfir átak gegn hnupli, ránum og tjóni af völd- um þeirra sem reyna með öðrum hætti að svíkja út verðmæti. Allir starfsmenn hafa tekið þátt í fræðslu um forvarnir í þessu skyni og nauð- synlegum búnaði hefur verið komið fyrir í verslunum. Forvarnarverk- efnið nefnist Varnir gegn vágestum og er rekið í samstarfi SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, og lögregl- unnar í Reykjavík, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur að um 50 verslanir í Reykjavík og nágrenni hafi tekið þátt í verkefninu og það verið vottað af lögreglunni. Auk þess að fyrirbyggja hnupl hafa starfsmenn tekið þátt í ránsæf- ingum, lært á varnir gegn peninga- fölsunum, kortasvindli og ýmsu öðru sem vágestir verslana stunda í hagn- aðarskyni. Í sumar fengu fjórar af verslunum Húsasmiðjunnar á höfuðborgar- svæðinu vottun. Þetta eru verslan- irnar í Grafarvogi, Ármúla, á Dalvegi og verslunin vestur í bæ. Þessar verslanir eru allt svokallaðar klukkubúðir en þær hafa lengri opn- unartíma en aðrar Húsasmiðjuversl- anir. Vottunin felst í því að fest er merki verkefnisins við dyr verslun- arinnar til varnar því að vágestir reyni að stela eða svíkja út verðmæti á annan hátt. Varnir gegn vágestum VERSLUNIN Polarn & Pyret í Kringlunni hefur hafið sölu á sér- sniðnum fatnaði fyrir konur sem eru með barn á brjósti. Um er að ræða flíkur þar sem búið er að sníða stykki yfir brjóstið og hægt að lyfta því auð- veldlega upp. Flíkin er þannig hönn- uð að hún er engu að síður venjuleg útlits. Í haustlínunni eru kjólar, bolir og peysur, bæði úr bómull og flís svo og náttföt. Fatnaður fyr- ir konur með barn á brjósti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 40 1 0 9/ 20 02 Klakalaust alla leið heim að húsi Verð áður 65 kr./m Verð nú 46 kr./m Snjóbræðslurör FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1, sími 587 5070 —-Sjáumst hress—- Ýsuflök 790kr. kg Stór og falleg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.