Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, styrkti stöðu flokks
síns, Jafnaðarmannaflokksins, í
kosningabaráttunni í Þýskalandi
með góðri frammistöðu í sjónvarps-
kappræðum við helsta keppinaut
sinn, Edmund Stoiber, kanslaraefni
kosningabandalags kristilegu flokk-
anna, CDU og CSU, á sunnudaginn.
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
kannana er gerðar voru eftir kapp-
ræðurnar þótti Schröder meira
sannfærandi, viðkunnanlegri og
hæfari en Stoiber. Rúmlega 15 millj-
ónir áhorfenda fylgdust með útsend-
ingunni.
Samkvæmt einni skoðanakönnun
studdu 49% áhorfenda Schröder og
26% Stoiber, og samkvæmt annarri
könnun studdu 50% Schröder og
29% Stoiber. „Kanslarinn hefur
áunnið sér traust fólks,“ sagði Franz
Müntefering, framkvæmdastjóri
Jafnaðarmannaflokksins. Að
minnsta kosti 16% kjósenda hafa
enn ekki gert upp hug sinn.
Thomas Goppel, framkvæmda-
stjóri flokks Stoibers, Kristilega
sósíalsambandsins (CSU) sem er
systurflokkur Kristilegra demó-
krata (CDU) í Bæjaralandi, sagði að
Stoiber hefði talað um fleiri málefni
og kvaðst sannfærður um að banda-
lag kristilegu flokkanna myndi sigra
í kosningunum, er fram fara 22.
september. Um þær tölur sem sýni
að Schröder sé vinsælli en Stoiber
sagði Goppel: „Við þurfum ekki vin-
sælan kanslara, við þurfum hæfan
kanslara.“
Fylgi flokkanna jafnt
Þótt Schröder njóti mun meiri
vinsælda í skoðanakönnunum en
Stoiber er fylgi Jafnaðarmanna-
flokksins um það bil jafn mikið og
fylgi bandalags kristilegu flokk-
anna, CDU og CSU, eða um 38%.
Schröder hefur undanfarið tekist að
saxa á umtalsvert forskot sem
bandalagið hafði haft í nokkra mán-
uði. Kappræðurnar á sunnudag voru
þær síðustu sem Schröder og Stoib-
er heyja fyrir kosningarnar.
Þeir deildu um atvinnumál og
Írak, en fréttaskýrendur sögðu að
hvorugum hefði tekist að koma af-
gerandi höggi á hinn. Þeir voru
næstum eins klæddir, báðir í dökk-
um jakkafötum og með rauðröndótt
bindi, og tóku fljótlega völdin af
stjórnendum kappræðnanna og
skutu föstum skotum hvor að öðr-
um.
Stoiber átti fyrstu sóknina og
saumaði að Schröder fyrir að hafa
brotið loforð sem hann gaf er hann
var kjörinn, 1998, um að sjá til þess
að atvinnuleysi minnkaði úr fjórum
milljónum í 3,5 milljónir. Schröder
svaraði því til, að síðustu atvinnu-
leysistölur sýndu að atvinnuleysi
hefði í rauninni minnkað aðeins í
ágúst, þótt það væri enn dálítið yfir
fjórum milljónum, sem er pólitískt
viðkvæm tala.
Schröder sagði ennfremur að það
væri vegna versnandi efnahags í
heiminum öllum sem sér hefði ekki
tekist að standa við loforðið. Þá
bætti Schröder því glottandi við, að
Bæjaraland, þar sem Stoiber er for-
sætisráðherra, væri eina sam-
bandslandið þar sem atvinnuleysi
hefði aukist verulega síðan í fyrra.
Deildu um Íraksmálið
Schröder varði þá afstöðu sína að
Þjóðverjar ættu afdráttarlaust að
hafna þátttöku í herför gegn Írak
undir forystu Bandaríkjanna, ef til
kæmi, jafnvel þótt Sameinuðu þjóð-
irnar veittu umboð til slíkra að-
gerða. Neitaði Schröder þeim ásök-
unum Stoibers, að þessi eindregna
andstaða hefði skaðað samskipti
þýskra og bandarískra stjórnvalda
og væri fyrst og fremst til þess ætl-
uð að vinna stuðning meðal þýskra
kjósenda, sem væri meinilla við
hernaðaraðgerðir.
Stoiber sakaði Schröder um að
hafa einangrað Þýskaland með þess-
ari afdráttarlausu afstöðu og kvaðst
sjálfur myndu aðeins taka afstöðu til
Íraksmálsins eftir að öryggisráð
Sameinuð þjóðanna hefði kveðið upp
sinn úrskurð og eftir að hafa rætt
við bandamenn Þjóðverja í Evrópu
og Ameríku. „Enginn ætti að fara
þetta einn síns liðs, hvorki hér né í
Ameríku,“ sagði Stoiber.
Þá hvatti hann til þess að sett
yrðu í Þýskalandi strangari lög um
baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi.
Nefndi hann sem dæmi um þörfina
fyrir harðari reglur um vísun úr
landi, að sl. föstudag hefði verið
handtekinn tyrkneskur maður og
bandarísk unnusta hans sem talin
eru hafa verið að leggja á ráðin um
voðaverk í Þýskalandi 11. septem-
ber nk., er ár verður liðið frá hryðju-
verkunum í Bandaríkjunum. Sam-
kvæmt niðurstöðum skoðanakönn-
unar er birtar voru á sunnudaginn
óttast 62% Þjóðverja að hryðjuverk
verði unnin í landinu.
Síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir kosningarnar í Þýskalandi
Schröder þótti vera
meira sannfærandi
Berlín. AFP.
Reuters
Edmund Stoiber og Gerhard Schröder í sjónvarpskappræðunum á sunnudaginn.
UM 65 her- og lögreglumenn
féllu í stórárás maóískra
skæruliða á varðstöð í Nepal í
gær en daginn áður höfðu þeir
tekið af lífi um 50 lögreglumenn
eftir árás á aðra stöð. Um fjög-
ur þúsund skæruliðar tóku þátt
í árásinni í gær en um 1.000 í
fyrradag. Mannfallið meðal
her- og lögreglumanna er því
um 165 manns á tveimur dög-
um en talið er, að yfir 70 skæru-
liðar hafi fallið. Eru stjórnvöld
að hugleiða að lýsa aftur yfir
neyðarástandi í landinu en það
var sett á í nóvember í fyrra og
stóð út nýliðinn ágúst. Eftir að
neyðarástandslögin féllu úr
gildi hafa sprengjur sprungið
næstum daglega í höfuðborg-
inni, Katmandú.
Líklega ein
að verki
YFIRVÖLD í Þýskalandi telja,
að tyrkneskur maður og banda-
rísk vinkona hans, sem virðast
hafa ráðgert hryðjuverk í
Þýskalandi, hafi líklega verið
ein að verki og tengist ekki
skipulögðum hryðjuverkahóp-
um. Fundust í íbúð þeirra um
130 kíló af efnum, sem nota má
til sprengjugerðar, og bendir
flest til, að hryðjuverkið hafi átt
að fremja á morgun, 11. sept-
ember, í bandarískri herstöð í
Heidelberg. Í íbúðinni var einn-
ig kveikibúnaður fyrir sprengj-
ur og mynd af Osama bin Lad-
en. Upp um þau komst er
konan, sem vann í verslun í her-
stöðinni, varaði vinkonu sína
þar við að mæta til vinnu 11.
september.
Höfundur
Uzi-byss-
unnar látinn
UZI Gal, höfundur hinnar víð-
frægu Uzi-hríðskotabyssu, lést
síðastliðinn laugardag 79 ára að
aldri eftir langvinn veikindi.
Var byssan hans fyrst fram-
leidd á sjötta áratug síðustu
aldar og vó hún fljótlega þungt í
útflutningi Ísraela. Komst hún
næst Kalashníkov-rifflinum
rússneska sem eftirsóttasta
vopnið. „Uzi-byssan var ódýr,
auðveld í notkun, áreiðanleg og
öflug með um 200 metra
drægni. Á sínum tíma var hún
sú besta,“ segir Raphael Eitan
hershöfðingi og fyrrverandi yf-
irmaður ísraelska hersins.
Þinghúsið
var skotmark
ÞINGHÚSIÐ var fjórða skot-
markið í hryðjuverkaárásinni á
Bandaríkin fyrir ári og til
greina kom að ráðast á kjarn-
orkuver. Kemur þetta fram í
viðtali, sem blaðamaður á Al-
Jazeera-sjónvarpsstöðinni í
Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum átti við tvo liðsmenn
al-Qaeda í Pakistan. Blaðamað-
urinn hefur það eftir mönnun-
um, að þinghúsið hafi verið
fjórða skotmarkið en hætt hafi
verið við að ráðast á kjarnorku-
ver af ótta við, að það gæti „far-
ið úr böndunum“. Nefndu
mennirnir Osama bin Laden en
töluðu um hann í þátíð. Geti það
bent til, að hann sé látinn.
STUTT
Mikið
mannfall
í Nepal
BRESKA orkufyrirtækið British
Energy skýrði frá því í gær að það
hefði fengið 410 milljóna punda,
u.þ.b. 53 milljarða króna, fjárhags-
aðstoð frá stjórnvöldum til að hægt
yrði að reka stærsta kjarnorkuver
landsins næstu þrjár vikurnar.
Í tilkynningu frá stjórn fyrirtæk-
isins, sem er einkarekið en var í rík-
iseigu til 1996, kom fram að stefnt
væri að endurskipulagningu þess en
ef hún tækist ekki myndi verða beðið
um greiðslustöðvun. Viðskipti með
hlutabréf í fyrirtækinu höfðu verið
stöðvuð á fimmtudag en hófust aftur
er skýrt hafði verið frá láninu og féll
verð bréfanna um 60% á mörkuðum.
Um 5.200 manns starfa hjá British
Energy. Það á átta kjarnorkuver og
framleiðir um 20% af öllu rafmagni
sem notað er í Bretlandi. Talsmenn
fyrirtækisins segja að lágt heildsölu-
verð og tæknileg vandamál hafi vald-
ið því að það lenti í erfiðleikum.
Bretland
Orkufyrir-
tæki í erfið-
leikum
London. AFP.
FRÉTTASTOFAN Fena
skýrði frá því í gær, að forseti
Póllands hefði sæmt réttar-
meinafræðinginn Ewu Klon-
owska verðlaunum fyrir fram-
úrskarandi störf í þágu
Alþjóðakennslanefndarinnar í
Bosníu.
„Ég lít á verðlaunin sem við-
urkenningu fyrir störf mín í
Bosníu, störf, sem eru vissu-
lega ákaflega mikilvæg og erf-
ið,“ sagði Klonowska en hún
hefur unnið við það frá árinu
1999 að bera kennsl á líkams-
leifar, til dæmis þær, sem fund-
ist hafa í fjöldagröfum í land-
inu. „Hér er fyrst og fremst um
mannúðarstarf að ræða og í
þágu þess vil ég nota reynslu
mína og þekkingu.“
Ewa Klonowska er íslenskur
ríkisborgari af pólsku bergi
brotin. Segist hún munu taka
hún við verðlaununum úr hendi
Póllandsforseta 13. þessa mán-
aðar.
Klonowska
verðlaunuð
í Póllandi
ÞÝZKUR kafbátur, með skipstjór-
anum Wilhelm Freiherr von Fircks
og 37 manna áhöfn um borð, er nú
aftur kominn í leitirnar eftir að
hafa verið týndur í 85 ár.
Kafbáturinn, sem bar einkenn-
isstafina U59, hélt upp í síðasta
leiðangur sinn hinn 7. september
1916 og fórst hinn 14. maí 1917.
Danskir kafarar fundu hann á hafs-
botni undan Hornsrifi (Horns Rev)
á Jótlandi í síðustu viku, eftir því
sem frá er greint í Berlingske Tid-
ende.
Fundur bátsins mun ekki vera
hrein tilviljun. Köfunarfyrirtækið
Jydsk Dykkerfirma ApS hafði gert
samning við Skipsstrandasafnið St.
George í Thorsminde á Jótlandi um
leit að minjum um sjóhernað í fyrri
heimsstyrjöld. Með hjálp búnaðar
um borð í leitarskipi var í vor búið
að finna út staðsetningu U59, en
það var ekki fyrr en nú sem kafarar
komust alveg að bátnum og gátu
gægzt inn í hann.
„Í danskri lögsögu er bara tvo
kafbáta frá fyrri heimsstyrjöld að
finna - það er annars vegar U20, en
leifarnar af honum eru mjög illa
farnar. Þessi er hins vegar ótrúlega
vel varðveittur,“ hefur Berlingske
Tidende eftir Gert Normann And-
ersen, forstjóra Jydsk Dykker-
firma.
„Þetta er greftrunarstaður, svo
að við umgöngumst hann af fyllstu
virðingu. Í bátnum er allt á sínum
stað. Aðvörunarbjöllur, talsam-
bandsrör, stjórntæki, salerni, vask-
ar og vikublöð. Kojurnar, sem
áhöfnin lá í, eru uppétnar af bakt-
eríum,“ segir Andersen.
U59 sökk eftir að hafa siglt á
þýzkt tundurdufl, sem gerði gat á
bátinn á aftasta hluta vélarrým-
isins. Sagt er að allir um borð hafi
farizt, en einnig eru til frásagnir af
því að fjórum úr áhöfninni hefði
verið bjargað, þar á meðal skip-
stjóranum, en hann hafi dáið áður
en í land kom.
Kafbátur fund-
inn eftir 85 ár