Morgunblaðið - 10.09.2002, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 31
margir
urftarbú-
um hvort
f hvíta
andið til
einhvern
em hafa
m sínum
?
einfalt.
ármunum
m sínum.
anna sem
um tíðina.
ri en einn
vel. Mað-
er mikill
m.a. hef-
þess að
aður arð-
tu bænd-
„Margir fara til Bretlands og
S-Afríku. Um 50 bændur hafa far-
ið til Mósambík, en stjórnvöld í
Mósambík töldu að það væri
ávinningur af því fyrir landið að
fá bændur sem kynnu til verka og
gætu þannig stuðlað að endurbót-
um í landbúnaði í Mósambík.
Landbúnaður í Mósambík er
vanþróaður auk þess sem borg-
arastyrjöld er tiltölulega nýlokið í
landinu. Zambía hefur líka boðið
bændum frá Zimbabwe að koma
til landsins og það eru allmargir
sem eru að íhuga það. Bændurnir
setja hins vegar skilyrði fyrir því
að koma. Þeir sem ég hef talað við
segja að jafnvel þó að gengið
verði að skilyrðum þeirra ríki
mikil óvissa um framtíðina því að
stefna stjórnvalda geti breyst í
garð bændanna.
Það eru hins vegar fjölmargir
bændur í Zimbabwe sem trúa því
hreinlega ekki að þessari stefnu
gagnvart hvítu bændunum verði
haldið til streitu um alla framtíð.
Þeir vilja hvergi annars staðar
vera því að þetta er þeirra heima-
land.“
44% íbúa á aldrinum 15–49
ára smitaðir af HIV
– Er alnæmi mikið vandamál í
Zimbabwe?
„Samkvæmt nýjustu tölum
stjórnvalda í Zimbabwe eru 44%
landsmanna á aldrinum 15–49 ára
smitaðir af HIV-veirunni. Sumir
telja að ástandið sé enn verra og
hlutfallið sé jafnvel komið upp í
50%. Ef litið er á þjóðina alla er
hlutfallið nálægt 33%. Það er ekki
ein einasta fjölskylda í landinu
sem er ekki snortin af þessum
sjúkdómi á einn eða annan hátt.
Þetta setur gífurlegt mark á alla
framleiðslu og allan flutning
þekkingar milli kynslóða. Börn
standa fyrir mörgum heimilum
vegna þess að foreldrarnir eru
fallnir frá. Skólaganga er orðin
miklu minni en hún var fyrir
nokkrum árum. Alnæmið hefur
því áhrif á allt þjóðfélagið.“
– Alnæmið hlýtur þá að hafa
mjög neikvæð áhrif á efna-
hagsþróunina?
„Já, tvímælalaust. Þurrkarnir
og þessi landtökustefna bæta síð-
an ekki ástandið. Sem dæmi um
hvaða afleiðingar alnæmið hefur
get ég nefnt að jarðarfarir í Zimb-
abwe mega ekki taka nema 15
mínútur á virkum dögum. Ástæð-
an er ekki bara sú að útfararstof-
ur hafi tæpast undan heldur
stendur efnahagslífið hreinlega
ekki undir því ef allir sem sækja
jarðarfarir taka sér lengri tíma í
að kveðja ættingja og vini. Þá
færi svo mikill tími í þetta og stór
hluti vinnuaflsins væri of lengi frá
vinnu.“
– Hvernig reyna stjórnvöld að
verjast þessum sjúkdómi?
„Stjórnvöld hafa mikið gert til
að berjast gegn þessum vágesti.
Mugabe lýsti því yfir í maí á
þessu ári að þetta væru hamfarir
og það yrði að takast á við þetta í
samræmi við það. Það eru margs
konar hjálparsamtök sem vinna
að forvörnum og vinna með þeim
sem eru sýktir. Alþjóða Rauði
krossinn og Rauði krossinn í
Zimbabwe eru með stórt alnæm-
isverkefni þar sem alnæmissjúk-
um er veitt heimahlynning. Rauði
krossinn hefur tekið þá stefnu í
Zimbabwe að dreifa matvælum til
þeirra sem eru alnæmissjúkir og
aðstandenda þeirra vegna þess að
þegar matarskortur er kominn á
alvarlegt stig kemur hann verst
niður á þeim sem minnst mega
sín.
Það eru óskaplega miklir for-
dómar í garð þessa sjúkdóms.
Þetta leiðir til þess að fólk við-
urkennir ekki að það sé smitað af
alnæmi. Það er endalaus feluleik-
ur með sjúkdóminn og það fólk
sem er smitað og er að deyja deyr
úr malaríu, berklum, kóleru eða
einhverju slíku. Núna er mjög
mikil herferð í gangi þar sem fólk
er hvatt til þess að fara í alnæm-
ispróf. Það er hægt að fara með
nafnleynd í það og prófið tekur
aðeins 20 mínútur. Það er því ekki
verið að hylma yfir vandamálið
heldur er verið að reyna að takast
á við það. Fordómarnir eru hins
vegar gífurlegir.
Eitt af mikilvægustu verkefnum
í sambandi við þennan sjúkdóm er
að bjarga næstu kynslóð og þess
vegna er lögð gífurleg áhersla á
að ná til barnanna. Fræðsla um
alnæmi er hluti af námsefni í skól-
um. Það er dálítið sérstakt að tala
við innfædda í sunnanverðri Afr-
íku. Það er sama um hvað maður
er að tala, eftir stutta stund leið-
ist umræðan að alnæminu. Þetta
vandamál hvílir svo djúpt á hverj-
um einasta manni. Það virðist því
vera að eiga sér stað vakning,
sem er forsenda þess að það sé
hægt takast á við sjúkdóminn.“
– Hver er meðalaldur íbúa
Zimbabwe?
„Meðalaldurinn í Zimbabwe er
um 40 ár en var fyrir nokkrum ár-
um í kringum 56 ár. Í Malaví er
hann 39 ár og 40–42 ár í Mosamb-
ík.
Ég hef stundum verið að furða
mig á því þegar fólk í kringum
mig er að halda upp á þrítugs-
afmælið með miklum fögnuði, en
svo áttar maður sig á því að fyrir
þetta fólk er þetta svipaður áfangi
og fyrir þá sem fagna áttræð-
isafmæli sínu heima á Íslandi. Það
er ekki sjálfsagt fyrir fólk í þess-
um heimshluta að ná þrítugu.“
dtökustefnu Mugabes, þurrka og alnæmis
menn
ænda
rgangi
ð í Zimbabwe á vegum Rauða
nu versni stöðugt og hjálpar-
yrir alvarlega hungursneyð. Í
á afleiðingum landtökustefnu
g alnæmi í landinu.
tir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
egol@mbl.is
Reuters
var mótmælt við upphaf hinnar fjölmennu ráð-
óðanna í Jóhannesarborg í síðasta mánuði.
æði frá
hét þá
reytt í
ékk sjálf-
rá 1980
be. Íbúar
jónir.
dinu er
í heim-
yfir 50%.
we
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra átti fund með Silvio Berl-
usconi, forsætisráðherra Ítalíu, í
Róm á Ítalíu fyrir helgi en dvaldi
síðan í einkaheimsókn um
helgina hjá Berlusconi á eynni
Sardiníu.
„Þetta er í raun endurgjald á
heimsókn hans til Íslands síðast-
liðið vor,“ sagði Davíð í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Fróðlegar kvöld-
verðarumræður
„Á Sardiníu hitti ég raunar
fleiri menn og á sunnudags-
kvöldið snæddu þar til að mynda
með okkur forsætisráðherra
Portúgals, Schäuble, fyrrverandi
formaður kristilega demókrata-
flokksins og Wilfred Martens,
fyrrverandi forsætisráðherra
Belgíu. Þannig að þar fóru fram
fróðlegar umræður um þau mál
sem efst eru á baugi hér í Evr-
ópu og reyndar á heimsvísu. En
áður höfðum við Berlusconi haft
tækifæri til þess að ræða saman
okkar á milli.“
Hafa þekkst í átta ár
Davíð segir vissulega óvenju-
legt að fara í heimsókn í sum-
arhús forsætisráðherra Ítalíu.
„En hann bauð mér að dvelja þar
með sér um helgi og ég þáði það.
Ég hitti Berlusconi reyndar fyrst
árið 1994, að ég hygg, þegar
hann var forsætisráðherra í
fyrra skiptið þannig að ég hef
þekkt til hans í allmörg ár. Við
sitjum yfirleitt annaðhvort
saman eða mjög nálægt hvor
öðrum vegna stafrófsröðunar á
alþjóðlegum fundum. Við þekkj-
umst því orðið ágætlega og það
er gott á milli okkar.“
Davíð segir Berlusconi vera af-
ar kraftmikinn og áhugaverðan
mann í alla staði. „Hann er auð-
vitað ólíkur mörgum öðrum
stjórnmálamönnum hvað það
varðar að hann er talinn með
efnaðri mönnum í veröldinni og
efnaðasti maður Ítalíu. Fæstir
stjórnmálamenn sem ég kannast
við eru efnum búnir þannig að
Berlusconi er á marga lund ólík-
ur öðrum stjórnmálamönnum
sem ég hef kynnst.
Hann byrjaði auðvitað á því að
verða forystumaður og helsti
framkvæmdamaður og atvinnu-
rekandi á Ítalíu áður en hann fór
í stjórnmál. Hann er nú forsætis-
ráðherra í annað sinn og hefur
setið í fimmtán mánuði en það
telst vera alllangur tími á Ítalíu.“
Davíð segir stjórn Berlusconis
njóta mikilla vinsælda núna og
hann sjálfur mælist vinsælli en
þekkist á Ítalíu. Hann njóti nú
stuðingins yfir 65% ítölsku þjóð-
arinnar.
Veglegt sumarhús
„Nei, sumarhús Berlusconis
líkist ekki mínu sem er 22 fer-
metrar og ekki með rafmagni. Á
okkar mælikvarða er þetta lík-
lega lítil höll. Hann á mikið land-
svæði á Sardiníu og ein fimm
hús þarna í nágrenninu. Þetta er
afskaplega falleg eyja og þegar
hann bauð mér að dvelja þarna
vildi ég ekki slá hendinni á móti
því. Aðalhús hans er þó í ná-
grenni Mílanó og ég las að það
væru 70 herbergi í því húsi. En
þar hef ég þó ekki komið.“
Davíð Oddsson í einkaheimsókn hjá Berlusconi á Sardiníu
Kraftmikill og
áhugaverður maður
Morgunblaðið/RAX
Silvio Berlusconi og Davíð Oddsson við Gullfoss í vor.
KLUKKAN 9.40 í dag verða sex-
tíu ár liðin frá því að skotið var úr
þýskri herflugvél á íbúðarhúsið
Hamar á Breiðdalsvík. Birgir Ein-
arsson sem þá var fjórtán ára og
bjó í húsinu hefur látið útbúa
minningarskjöld um atburðinn
sem hann mun afhjúpa í dag, ein-
mitt klukkan 9.40.
„Ég man þetta eins og gerst
hafi í gær, þetta var eiginlega
hálfhryllilegt ef maður hugsar út
það,“ segir Birgir. Hann segir að
norskar flugvélar hafi flogið nán-
ast daglega þarna yfir á stríðs-
árunum og mörgum í þorpinu hafi
þótt gaman að fylgjast með þeim,
því hafi enginn átt sér nokkurs ills
von. „Þessi vél kom af hafi, ég
horfði á eftir henni þar sem hún
fór inn dalinn og þegar hún kom
inn að prestsetrinu að Eydölum
sneri hún við og þá byrjuðu þessi
ósköp.“
Birgir segir að hann hafi tekið
til fótanna og hlaupið inn í húsið.
„Þegar ég kem fyrir hornið á hús-
inu mætir mér bara logandi jörðin.
Það var möl í kringum húsið og
jörðin bókstaflega logaði. Svo
hljóp ég inn í húsið og og reyndi
að hnipra mig niður meðan á
þessu stóð.“
Ein kúlan fór í gegnum
tvöfaldan steinvegg
Birgir segir að sprengikúlum
hafi rignt niður, bunan hafi verið
eins og úr vatnsbyssu. Kúlurnar
voru um 7 cm langar og 4,5 cm í
ummál. Eftir árásina voru 9 göt á
húsinu, ein þeirra fór í gegnum
tvöfaldan steinvegg, sem var um
40 cm þykkur og hlaðinn úr blá-
grýti. „Hún stoppaði í brún á
veggnum og ég plokkaði hana út,
það sér ekki á henni, hún er eins
og hún sé nýkomin úr verskmiðj-
unni,“ segir Birgir.
Hann segir að sumar kúlurnar
hafi verið sprengikúlur og nálar úr
þeim hafi dreifst út um allt. Báru-
járnsklæðning á húsi, sem stóð í
40–50 metra fjarlægð frá Hamri,
hafi verið eins og gatasigti eftir
sprengiflísar. „Systir mín var á
gangi þarna í miðju eldhafinu og
fékk eina flís í öxlina, en sem bet-
ur fer var það ekki alvarlegt,“ seg-
ir Birgir. Hann segir að á leiðinni
á haf út hafi verið skotið úr vélinni
á vitann á Kambanesi og einnig
hafi vélin skotið á nokkra trillu-
báta sem voru við veiðar úti fyrir
nesinu. „Ég veit ekkert hvað þeim
gekk til,“ segir Birgir. Hann segir
að hann hafi verið mjög skelkaður
eftir árásina, lengi á eftir hafi
hann alltaf falið sig þegar hann
heyrði í flugvél.
Birgir hefur nú látið útbúa
minningarskjöld sem hann hefur
fest á íbúðahúsið á Hamri og ætl-
ar hann að afhjúpa skjöldinn
klukkan 9.40 í dag, en þá verða
nákvæmlega 60 ár frá árásinni.
Hann segir að hann sé einnig að
hugsa um að merkja hvar kúl-
urnar lentu á húsinu með máln-
ingu. Hann telur að Hamar sé
eina íbúðarhúsið sem ráðist hafi
verið á úr flugvél á Íslandi í síðari
heimsstyrjöld.
60 ár frá því þýsk flugvél gerði árás á Breiðdalsvík
„Jörðin bókstaflega logaði“
Íbúðarhúsið Hamar um 1950. Á myndinni má sjá för eftir kúlnaregnið.