Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 35 8% á landsvísu með Ingibjörgu inn- anborðs en flestir álíta persónufylgi hennar talsvert meira a.m.k. meðal Reykvíkinga. Í upphafi benti ég á að aðeins 1,9% af þessum 8 prósentu- stigum eru skv. könnuninni komin frá Sjálfstæðisflokknum, afgangur- inn frá Framsókn, Vinstri grænum og öðrum. Þeir kremlverjar leggja áherslu á að með þessu móti næðu Samfylkingin og Framsókn saman- lagt 0,6% forskoti á alla aðra flokka og þar með væri komin ný ríkis- stjórn! En það er annað sem ekki fer hátt úr niðurstöðum þessarar könnunar; 6% af kjósendum Sam- fylkingarinnar myndu kjósa annað ef Ingibjörg væri þar í forystu í komandi alþingiskosningum og 18% þessara sömu kjósenda eru ósátt eða hvorki sátt né ósátt við þá hug- mynd að hún taki það hlutverk að sér! Af þessu er ljóst að niðurstöður könnunarinnar eru ekki til þess fallnar að hvetja Ingibjörgu Sólrúnu til að yfirgefa borgina, heldur þvert á móti og fagna ég því. Biðilsför kremlverja til Framsóknarflokksins um tveggja flokka stjórn er svo önn- ur hlið á forystu- og hugmynda- vanda Samfylkingarinnar, en það er annað mál sem ekki verður rætt hér. Höfundur er líffræðingur. Á Sjávarútvegssýn- ingunni í Kópavogi vakti það athygli hve tækninni fleygir fram í fiskvinnslubúnaði. Á hverjum básnum á fætur öðrum mátti sjá nýjungar sem bæta vinnsluna og auka arð- semi hennar. Það er ekki langt síðan við Íslendingar sóttum allar slíkar nýjungar til útlanda en nú hefur sú ánægjulega breyt- ing orðið að við erum í fararbroddi á þessu sviði. Ein þeirra nýjunga sem mesta athygli vöktu á sýning- unni er byltingarkennd nýjung í landvinnslu sem fyrirtækið Skag- inn hf. á Akranesi hefur þróað og mun koma á markað næsta vor. Þeir Skagamenn kalla þetta verk- efni „Bætt arðsemi í landvinnslu“ og virtust flestir þeir sem kynntu sér þessa nýjung vera sammála um að það væri réttnefni. Verðmætari afurðir Skagamenn bentu á að land- vinnslan hefði átt á brattann að sækja í samkeppni við sjóvinnsluna því þegar fiskur er kominn á land er komið í hann los þó hráefnið sé að öðru leyti ágætt. Þessi nýja að- ferð sem Skaginn hefur þróað leiðir til þess að hráefnið heldur gæðum sínum í gegnum vinnsluna þó kom- ið sé los í holdið. Um er að ræða svokallaða roðfrystingu sem byggir á því að frysta roð fisksins og þunna skel af holdinu. Eftir hraða frystingu fer flakið í roðdrátt og þar sem flakið er stíft fer það gegn- um roðdrátt án þess að skemmast. Viðkvæm flök fara jafnt gegnum roðdrátt og loslaus flök. Síðan er beingarður fjar- lægður frá roðhlið flaksins með nýrri að- ferð. Við að taka bein- garðinn frá roðhlið er ekki skorið í gegnum hold fisksins og flakið nýtist betur í verð- mestu afurðir. Unnt er að vinna nánast öll flök í heil- flakavinnslu, nýting batnar og mun hærra hlutfall af hverju flaki fer í verðmestu afurð- irnar. Ástand flaksins breytist ekki í vinnslurásinni. Mest verðmætaaukning er í viðkvæmum afurðum svo sem ýsu og uppþídd- um þorski. Byggðamál Mældur hefur verið munur á verðmæti afurða með hefðbundinni vinnsluaðferð annars vegar og með nýrri aðferð Skagans hins vegar og er niðurstaðan sú að auka megi verðmæti afurða úr hverju kílói af slægðum þorski um 28,40 kr. Þessi niðurstaða er byggð á tilraunum Rannsóknastofnunar Fiskiðnaðar- ins. Þessi nýja aðferð mun auka út- flutningsverðmæti sjávarafurða og stórbæta hag fiskvinnslunnar um allt land og gera hana samkeppn- ishæfa við sjóvinnsluna. Þarna er því á ferðinni mikið byggðamál sem getur ef vel tekst til virkað eins og vítamínsprauta á sjávarplássin vítt og breitt um landið, ekki síst þar sem aukin arðsemi liggur í auknu verðmæti afurðanna en ekki fækk- un starfsmanna. Bætt arðsemi í landvinnslu Guðjón Guðmundsson Höfundur er alþingismaður. Fiskvinnsla Þessi nýja aðferð, segir Guðjón Guðmundsson, mun auka útflutnings- verðmæti sjávarafurða. um breytingum í ljósi nýrrar þekk- ingar. Þetta óttast vísindamenn á Keldum ekki, heldur er það þeim hvatning til að vinna að og svara áleitnum rannsóknaspurningum. Hins vegar er það þeim áhyggjumál hverjar aðstæður verða í framtíðinni. Augljóst er að ný þekking og tækniframfarir gera stöðugar kröfur til bættrar rannsóknaaðstöðu. Þetta á við um starfsemi Tilraunastöðvarinn- ar á Keldum jafnt sem aðrar vísinda- og þjónustustofnanir sem vilja rísa undir nafni. Því er mikilvægt að allar ákvarðanir varðandi slíka starfsemi séu teknar á traustum grunni m.t.t. eðlis starfseminnar og að unnið sé að framkvæmdum með skjótum og öruggum hætti í framhaldi af því. Sé þessa ekki gætt, getur uppbygginga- starf margra áratuga farið í súginn á skömmum tíma. Á Keldum er unnið að afar fjölbreyttum verkefnum og óhætt er að fullyrða að samlegðar- áhrif vegna framlags vísindamanna með margs konar menntun séu verð- mæt og eftirsóknarverð. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að Keldur þurfi bætta aðstöðu og telja að ekki sé unnt að byggja hana upp á Keldum, en skýr skilaboð um stuðning og frekari uppbyggingu hafa ekki fylgt í kjölfar- ið. Við slíkar aðstæður er hætta á að tækifæri breytinganna, sem Björn Bjarnason fjallar um í Morgunblaðs- grein sinni 31. ágúst s.l. fari fyrir lítið. Framtíðarsýn vegna starfsseminnar verður að haldast í hendur við trygga framtíðaraðstöðu og uppbygging hennar má ekki taka langan tíma. Höfundur er forstöðumaður á Til- raunastöð HÍ í meinafræði á Keldum og prófessor við læknadeild. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.