Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Innritun stendur nú yfir í
síma 588-3730, eða í skólan-
um að Síðumúla
17. Fjölbreytt nám
fyrir alla aldurs-
flokka er í boði, bæði fyrir
byrjendur og þá sem kunna
eitthvað fyrir sér.
Innritun er dag-
lega kl. 14-17.
Sendum vandaðan
upplýsingabækling
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
588-3730
HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA
HEIMAGÍTARA
KR. 2500 Á ÖNN
www.clix.to/gitarskoli
HIN mikla fækkun
íslensku rjúpunnar eru
alvarleg tíðindi fyrir
náttúru landsins og alla
sem í landinu búa. Það
er staðreynd að ekki
hefur verið minna af
rjúpu í hundrað ár og er
því aðkallandi nauðsyn
að friða hana. Aðaltil-
gangur friðunar er auð-
vitað sá að skapa fugl-
inum skilyrði til vaxtar
og viðgangs í þeirri von
að stofninn nái sér upp
úr þeirri gríðarlegu nið-
ursveiflu sem hann er í.
Það er margt sem
mæðir á rjúpunni og er hún fæða
margra. Minkum og refum hefur
fjölgað mjög í mörgum héruðum og
fjöldi sveitarfélaga sparar við sig
vargeyðingu sem þýðir að uppeldis-
stöðvar rándýranna blómstra víða.
Þar ríkir ófremdarástand. Þá er rjúp-
an aðalfæða fálkans sem er friðaður
og sílamávar fljúga víða um heiðar og
tína upp rjúpuunga fyrri hluta sum-
ars sem og aðra mófugla. Víða er ekk-
ert hugsað um að halda
sílamávum í skefjum.
Skotveiðar á rjúpu
hafa verið stundaðar
með miklum yfirburð-
um tækninnar um langt
árabil. Fjallabílar og
vélsleðar færa menn
fljótt á milli staða ólíkt
því þegar menn gengu
til rjúpna og höfðu ekki
annað en sína eigin fæt-
ur. Þá var rjúpan bjarg-
ræði margra enda mikið
til af henni en í dag er
það viðburður að sjá
rjúpnafjölskyldu og
svokallaðar rjúpna-
breiður eru löngu horfnar.
Þá er nýjung í rjúpnaveiðum hér á
landi að nota mikið erlenda veiði-
hunda sem með lyktarskyni sínu geta
vísað á felustaði fuglanna og allt er
þetta gert í því skyni að ná meiri veiði.
Þegar Rjúpnaverndarfélagið var
stofnað fyrir 11 árum og fór fram á
friðun rjúpunnar var því víða haldið
fram að veiðar hefðu engin áhrif á
stofninn. Nú hefur verið sýnt fram á
Mikilvægt að
friða rjúpuna
Atli Vigfússon
HÁLENDI Íslands
og raunar allt landið er
eitt sérstæðasta land í
heimi varðandi jarð-
fræði og einstakt sem
jarðsöguleg heimild.
Land í sköpun, tigið og
ósnertanlegt.
Því er það fyrsta
skylda þeirrar þjóðar
sem byggir landið að
halda víðernum og
náttúrufurðum
ósnortnum, sem fram-
ast er unnt, og þá fyrst
og fremst sérstæðustu
svæðum landsins og
þeim vatnsföllum sem
eru eðlilega samofin
heildarmynd landsins með fossum
og flaumum. Hálendi landsins ætti
allt að vera friðlýst sem þjóðgarður,
ekki aðeins fyrir íbúa þessa lands,
heldur einnig sem þjóðgarður Evr-
ópu.
Tilraun var gerð til þess snemma
á 20. öld að nýta vatnsföll landsins
og voldugustu fossa þeirra, þar á
meðal Gullfoss og Dettifoss, en kom-
ið var í veg fyrir þann „barbarisma“
á sínum tíma. Þegar leið á öldina var
hafist handa við það ætlunarverk að
skrumskæla ákveðin svæði, þar á
meðal Mývatn. Sú fyrirætlun var
stöðvuð með afdráttarlausri sam-
stöðu. Stíflugarður í Laxá ofan-
verðri var sprengdur upp. Mývetn-
ingar stóðu að þeim aðgerðum og
hirtu ekki um japl, jaml og fuður.
Tilfinningar virkjanagengisins brut-
ust út í gráti og gnístran tanna, þeir
grétu stífluna sína.
Þegar lengra leið á öldina hófst
„stóriðju-sýkósan“ – stóriðju geð-
villa eða sálsýki. Sú „sýkósa“ átti sér
rætur og kveikju í hugarheimi sov-
éskra „ofurverkfræðinga og stíflu-
gerðarhugsuða“. Fyrirmyndin að
stórvirkjunum var sótt í kommún-
íska ídeológíu – hugmyndafræði
sovéskra kommúnista. Full þörf er á
að rekja þá sögu nánar.
Komið var upp kontór í Reykja-
vík, Orkumálastofnun, og Lands-
virkjun. Þar með hófst „Hernaður-
inn gegn landinu“ (Halldór Lax-
ness).
Virkjanaáætlanir Landsvirkjunar
voru studdar af stjórnvöldum og
skipaður var starfshópur á tíunda
áratug 20. aldar til að vinna að
„Rammaáætlun um virkjanakosti“.
Bráðabirgðaskýrsla frá þeim starfs-
hópi var birt fyrir
tæpu misseri eða svo. Í
þeim úrskurði segir að
Kárahnjúkavirkjun sé
næstsísti virkjanakost-
urinn og virkjun Mark-
arfljóts sé sísti kostur-
inn.
En hernaðurinn
gegn landinu gengur
vel – virkjana „sýkós-
an“ er ekki aðeins
tengd virkjanagengi
Landsvirkjunar og
pólitískum áldrauma-
mönnum og verktaka-
genginu.
Sérstæðasta háhita-
svæði landsins, Há-
göngusvæðið, var kaffært með lóni
Guðmundar Bjarnasonar umhverf-
isráðherra og forstjóra Landsvirkj-
unar. Nú hefur verið hafist handa
um undirbúning að endanlegri eyði-
leggingu Þjórsárvera og vegalagn-
ing er hafin vegna Kárahnjúkavirkj-
unar með fjárhagsstuðningi Alcoa.
Friðland heiðagæsa og hreindýra
verður þar með eyðilagt og vansköp-
un víðernanna norðan Vatnajökuls
fullkomnuð.
Spyrja má hvað verður um Þórs-
mörk og Fljótshlíðina ef draumar
virkjanagengisins ganga eftir.
Hvað verður um Jökuldal, Hérað
og Úthérað, Hallormsstaðarskóg og
Lagarfljót ef áætlanir umhverfis-
níðinga Alcoa og áldraumamann-
anna um selstöðuálver Alcoa á
Reyðarfirði ná fram að ganga?
Þá rætist ef til vill kenning Frið-
riks Sophussonar um að hann muni
„skila náttúrunni betri en hún var.“
Vansköpun
hálendis
og byggða
Siglaugur
Brynleifsson
Friðlýsing
Hálendi landsins ætti
allt að vera friðlýst sem
þjóðgarður, segir
Siglaugur Brynleifsson,
ekki aðeins fyrir íbúa
þessa lands, heldur
einnig sem þjóðgarður
Evrópu.
Höfundur er rithöfundur.
Í TILEFNI af Viku
símenntunar, sem nú
stendur yfir, ætla ég í
stuttu máli að gera
grein fyrir símenntun
og gerð símenntunar-
áætlana hjá Reykja-
víkurborg.
Margir velta því ef-
laust fyrir sér hvað sí-
menntun er og hvað sí-
menntunaráætlun.
Þessi orð eru nýfarin
að skjóta upp kollinum
því áður var talað um
endurmenntun. Ágæt
skilgreining á símennt-
un hljóðar svo: Öll
menntun sem starfsmenn afla sér
eftir að grunnmenntun lýkur.
Símenntun er fyrst og fremst
starfstengd en ávallt þarf að hafa í
huga jafnt markmið vinnustaðarins
og starfsmanna. Símenntun, án
beinna tengsla við starfið, getur þó
stuðlað að því að auka starfsánægju.
Símenntunaráætlun er áætlun
sem yfirmaður og starfsmaður vinna
saman. Hún tekur til allrar fræðslu
og þekkingar sem starfsmaður þarf
að afla sér. Með því getur hann betur
uppfyllt þær kröfur sem til starfsins
eru gerðar og bæði hann sjálfur og
fyrirtækið/stofnunin njóta góðs af.
Mönnum hættir oft til að telja að
símenntun felist einkum í námskeið-
um en hún nær yfir miklu fleira. Hún
felst að sjálfsögðu í hefðbundum að-
ferðum t.d. námskeiðum, fjarnámi
starfsnámi, viðbótar- og framhalds-
námi, en hún felst ekki síður í öðru
eins og t.d. handleiðslu, lestri, vinnu-
hópum, sjálfsnámi (t.d. á Netinu),
ráðgjöf, kennslu, ráðstefnum, fund-
um o.fl.
Reykjavíkurborg ber að sinna sí-
menntun starfsmanna samkvæmt
kjarasamningum og samkvæmt
starfsmannastefnu borgarinnar.
Starfsmönnum sjálfum ber einnig að
fylgja eigin símenntun eftir.
Markmiðið er að Reykjavíkurborg
hafi ætíð á að skipa hinum hæfustu
starfsmönnum sem geta veitt góða
þjónustu og brugðist við síbreytileg-
um þörfum borgarinnar. Reykjavík-
urborg hefur markað sér starfs-
mannastefnu, sem á að tryggja
starfsmönnum möguleika á því að
vaxa og dafna í starfi, þeim sjálfum,
borginni og borgarbúum til hags-
bóta.
Í starfsmannastefnunni segir:
„Reykjavíkurborg beitir sér fyrir
því að starfsmenn eigi kost á sí-
menntun innan sem utan stofnunar
til að auka þekkingu
sína og faglega hæfni
sem nýtist í starfi. Það
er jafnt á ábyrgð starfs-
manns sem yfirmanns
að viðhalda og bæta
fagþekkingu og aðra
sérþekkingu sem nauð-
synleg er í starfi.
Viðleitni starfs-
manna til að auka þann-
ig hæfni sína er liður í
starfsöryggi þeirra.“
Fimm stéttarfélög
sömdu um gerð sí-
menntunaráætlana fyr-
ir félagsmenn sína í síð-
ustu kjarasamningum
við Reykjavíkurborg. Um 90%
starfsmanna borgarinnar eru í ein-
hverju þessara félaga. Samkvæmt
ákvæði í kjarasamningi Reykjavík-
urborgar og Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, sem tekur gildi
1. desember nk., á starfsmaður, sem
fylgir símenntunaráætlun, rétt á
hærri launum en ella. Svipað ákvæði
er að finna í samningum annarra fé-
laga sem hafa símenntunarákvæði í
samningum sínum.
Stofnanir borgarinnar eru vita-
skuld mjög mislangt á veg komnar
hvað varðar sí- og endurmenntun
starfsmanna. Rík hefð er fyrir end-
urmenntun grunnskóla- og leik-
skólakennara og hefur sú endur-
menntun aðallega falist í nám-
skeiðum. Minna hefur verið um
endurmenntun annars starfsfólks.
Hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækj-
um borgarinnar hefur árum saman
verið lögð mikil rækt við endur-
menntun starfsmanna en hjá öðrum
hefum þessum málum minna verið
sinnt. Nú ber hins vegar hverri
stofnun borgarinnar að vinna sí-
menntunaráætlun fyrir alla starfs-
menn sína.
Samkvæmt starfsmannastefnu
Reykjavíkurborgar eiga starfsmenn
stofnana og fyrirtækja borgarinnar
rétt á starfsmannasamtölum að
minnsta kosti einu sinni á ári. Starfs-
mannasamtölin eru kjörinn vett-
vangur til að undirbúa símenntunar-
áætlanir.
Í samtalinu fara yfirmaður og
starfsmaður í sameiningu yfir stöðu
starfsmanns með markmið og þarfir
stofnunarinnar og starfsmannsins í
huga.Yfirmaður gerir síðan símennt-
unaráætlun starfsmannsins og nýtir
sér til þess upplýsingar úr starfs-
mannasamtalinu. Nauðsynlegt er að
hafa símenntunaráætlun opna og
endurskoða hana ef þörf þykir.
Stjórnandi og starfsmaður bera
jafna ábyrgð á símenntun og
starfsþróun starfsmanns. Stjórn-
anda ber að meta þörf stofnunar fyr-
ir þekkingu og þjálfun starfsmanna.
Hann þarf að kanna að hve miklu
leyti starfsmenn búa yfir nauðsyn-
legri þekkingu til að mæta þeim
kröfum sem starfið gerir til þeirra og
hvað beri að bæta. Þá þarf hann að
fylgja því eftir að starfsmenn sinni
símenntunaráætlun sinni. Starfs-
manni ber að fylgjast með tækifær-
um til að bæta kunnáttu sína, taka
virkan þátt í gerð eigin símenntunar-
áætlunar og fylgja henni eftir.
Um þessar mundir er verið að inn-
leiða nýtt starfsmanna- og launa-
kerfi hjá Reykjavíkurborg. Í kerfið
er m.a. hægt að skrá starfsmanna-
samtöl, bera saman hæfni starfs-
manns og kröfur til starfs og vinna
símenntunaráætlun. Kerfið auðveld-
ar til muna umsjón með símenntun-
ar- og fræðslumálum starfsmanna
borgarinnar og tryggir vonandi að
þau skili árangri.
Kjaraþróunardeild Reykjavíkur-
borgar hefur m.a. það hlutverk að
fylgjast með að símenntunarákvæði
kjarasamninganna sé fylgt og að
veita stofnunum aðstoð og ráðlegg-
ingar um þessi efni.
Að lokum er vert að hafa í huga að
símenntunaráætlanir eru ekki mark-
mið í sjálfu sér. Þær eru leið til að
bæta hæfni allra starfsmanna og
auka þar með sjálfstraust þeirra og
um leið starfsánægju. Þetta auðveld-
ar þeim að takast á við ný verkefni og
að aðlagast breyttum aðstæðum og
gerir þá jafnframt færari um að veita
borgarbúum enn betri þjónustu.
Símenntun hjá
Reykjavíkurborg
Soffía Kjaran
Nám
Stjórnandi og starfs-
maður, segir Soffía
Kjaran, bera jafna
ábyrgð á símenntun
og starfsþróun
starfsmanns.
Höfundur er skrifstofustjóri
kjaraþróunardeildar
Reykjavíkurborgar.