Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 37
að skotveiðarnar hafa mikil áhrif og
einhver ástæða er fyrir því að hinar
ýmsu tegundir dýraríkisins eru frið-
aðar tímabundið eða alveg vegna of-
veiði.
Skipulag rjúpnaveiða hér á landi
hefur ekkert verið. Það hefur mátt
fara víða um heiðar og fjöll og taka
allt sem fyrir er. Friðun nokkurra
svæða hefur ekki skilað árangri fyrir
stofninn í heild en það vill svo til að
mikilvægt er að setja vel á til næsta
árs til þess að viðkoma verði góð.
Nú er rjúpan að fara á válista hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands sem
fugl í hættu og því er það umhugs-
unarefni hvort ekki eigi að gefa henni
grið. Einkennisfugl lyngheiðanna
skiptir okkur öll máli og því er ástæða
til þess að hvetja alla til þess að stuðla
að friðun íslensku rjúpunnar og fimm
ára friðun hennar væri mikilvægur
áfangi í náttúruvernd hér á landi.
Skotveiðar
Skipulag rjúpnaveiða
hér á landi, segir
Atli Vigfússon,
hefur ekkert verið.
Höfundur er formaður
Rjúpnaverndarfélagsins.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 37
FYRIR nokkru bárust þær fréttir
út að loka ætti annarri af tveim
deildum fyrir minnissjúka á Landa-
koti. Útskrifa ætti sem flesta en
dreifa hinum á aðrar deildir sjúkra-
hússins. Ættingjar fengu tvo daga til
að undirbúa heimkomu útskrifaðra.
Fréttin olli slíkri undrun og reiði
þeirra er nálægt málum minnis-
sjúkra hafa komið að ég man engin
dæmi um slíkt. Félag áhugafólks og
aðstandenda Alzheimersjúkra og
annarra minnissjúkra, sem unnið
hefur um árabil að málefnum þessa
hóps, sendi frá sér harðorða frétta-
tilkynningu og óskaði þegar eftir
fundi með heilbrigðisráðherra. Sér
til fulltingis fékk félagið Öryrkja-
bandalagið. Málalyktir urðu þær að
ákvörðuninni um lokun deildarinnar
var ekki breytt en hætt var við út-
skriftir í bili a.m.k. Þeim, sem fyrir
voru á deildinni sem lokað var, var
dreift inn á aðrar deildir spítalans.
Engar nýjar innlagnir verða fyrr en
ef til vill á næsta ári. Öllum sem til
þekkja er ljóst að framkvæmdin er
eins grautvitlaus og hægt er að
hugsa sér.
Alzheimersjúklingar þurfa um
fram allt festu og öryggi í sitt um-
hverfi og atlæti. Allar breytingar,
hvort sem varðar umhverfi eða
hjúkrunarlið, eru afar slæmar. Að
dreifa þeim innan um aðra sjúka er
vægast sagt afar varasamt gagnvart
þeim og öðrum sjúklingum nema
sérhæft hjúkrunarlið sé til staðar.
En hvers vegna getur svona vitleysa
gerst? Hver ber ábyrgðina?
Ekki benda á mig
Á Landakoti hefur minnissjúkum
verið ætluð grunnþjónusta af heil-
brigðiskerfinu. Þar hefur verið unnið
afar gott og nauðsynlegt uppbygg-
ingarstarf á undanförnum árum,
sannkallað brautryðjendastarf. Þar
er þekkingin mest á málefnum og
þörfum þeirra minnissjúku.
Þegar þeir sem þarna stjórna eru
spurðir „hvers vegna svona rugl“ er
svarið einfalt „ekki benda á mig það
eru aðrir sem taka ákvörðunina“.
Þegar yfirstjórn Landspítalans – há-
skólasjúkrahúss er spurð er svarið
„ekki benda á mig talið við þing-
mennina“. Og þegar gengið er á fund
ráðherra er svarið „ekki benda á mig
ég ræð engu“.
Sannleikurinn er sá að þegar
gengið er á fund ráðamanna og kall-
að eftir viðbrögðum við augljósum
vanda mætum við miklum skilningi
og velvilja. Síðan dragast mál úr
hömlu. Aftur er farið á
fund þeirra og enn er
mikill skilningur og vel-
vilji og enn dragast úr-
lausnir. Fátt eða ekkert
gerist. Í umræðunni
undanfarin ár hafa
ráðamenn stöðugt rætt
um að alvarlegur skort-
ur sé á hjúkrunarrými
fyrir aldraða og sjúka.
Eftir hverju er beðið?
Hver á að byggja?
Hvað má höndin
ein og ein?
Mér er minnistæður
atburður úr æsku þeg-
ar gamall þulur var að ræða við okk-
ur krakkana um að vinna saman og
standa saman. Hann tók spýtu, fékk
einum sterkum strák
hana og sagði honum
að brjóta hana á hné
sér. Strákurinn gerði
það með leik. Síðan tók
sá gamli nokkrar álíka
spýtur batt þær saman
og sagði strák að
brjóta á sama hátt. Að
sjálfsögðu gekk það
ekki. Sameiginlegur
styrkleiki kom í veg
fyrir það. Lærdómur-
inn var augljós. Styrk-
ur félags okkar felst í
félögunum. Þess vegna
er brýnt að sem flestir
aðstandenda minnis-
sjúkra og áhugafólk um velferð
þeirra komi til liðs við félagið og ger-
ist félagar. Það er líka brýnt að önn-
ur þau félög sem vinna að tengdum
málum taki höndum saman um þau
hagsmunamál sem tengjast félögum
þeirra allra. Má þar nefna m.a. félög
eldri borgara, Öryrkjabandalagið og
fleiri félög. Með öflugri samstöðu má
koma í veg fyrir hryðjuverk eins og
áttu sér stað síðustu vikuna í ágúst-
mánuði 2002. Með öflugri samstöðu
má knýja fram að eitthvað verði
framkvæmt í uppbyggingu hjúkrun-
arrýmis fyrir aldraða og sjúka. Með
öflugri samstöðu má kveða í kútinn
kórinn sem stöðugt syngur „ekki
benda á mig“ þegar þörf er á úrbót-
um.
Til varnar Alz-
heimersjúkum
María Th. Jónsdóttir
Landakot
En hvers vegna, spyr
María Th. Jónsdóttir,
getur svona
vitleysa gerst?
Höfundur er formaður Félags
áhugafólks og aðstandenda
Alzheimersjúklinga og annarra
minnissjúkra (FAAS).