Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 47

Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 47 RÚMAR sex milljónir króna söfn- uðust í árlegu söfnunarátaki ABC- hjálparstarfs sem fram fór fyrr á þessu ári. Þetta er fimmta árið sem söfnunin fer fram og segir í frétta- tilkynningu að samtals hafi 115 grunnskólar, tónlistarskólar og kirkjur tekið þátt í söfnuninni, með þátttöku yfir 3.000 barna. Ásamt vaxtatekjum nam söfnunarféð 6,17 milljónum króna og var sú upphæð send óskert til Indlands. Segir að framlag Vopnfirðinga, 150 þúsund, hafi verið sent til byggingar skólastofu á Heimili litlu ljósanna og rúmar 6 milljónir til byggingar El Shaddai-barna- heimilisins. „Þetta fjármagn nægir til að ljúka að mestu leyti nauðsyn- legustu byggingarframkvæmdum fyrir El Shaddai-barnaheimilið, en mjög brýnt var fyrir heimilið að fá úrbætur í húsnæðismálum. Um 140 börn búa á heimilinu sem eru alfar- ið á framfæri Íslendinga.“ Kemur fram að 43% aukning hafi orðið á heildartekjum ABC- hjálparstarfs árið 2001 frá árinu áður. Alls námu tekjurnar árið 2001 75 milljónum króna, þar af voru gjafir, áheit og safnanir 70,6 milljónir. Voru 70,7 milljónir króna sendar til hjálparstarfs erlendis, eða 94% af heildartekjum starfsins. Fóru þeir fjármunir til framfærslu og menntunar 3.500 barna auk þess að kosta byggingarfram- kvæmdir við El Shaddai-barna- heimilið og Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Í dag verður árlegur ABC-dagur á útvarpsstöðinni Lindinni. Verður dagurinn helgaður því að fá stuðn- ingsaðila fyrir börn á Heimili litlu ljósanna. Er markmiðið að öll þau börn sem vantar stuðningsaðila fái stuðning, en þau eru 143 talsins. Mánaðarlegt stuðningsframlag, sem nægir fyrir öllum þörfum barnsins mun vera 3.250 krónur. Tekið verður á móti nýjum stuðn- ingsaðilum frá kl. 9–18 á útvarps- stöðinni Lindinni og á skrifstofu ABC-hjálparstarfs. ABC-dagur á útvarpsstöðinni Lindinni í dag Rúmar 6 milljónir söfnuðust í ár- legri söfnun ABC-hjálparstarfs Börnin á Heimili litlu ljósanna fá að stunda tónlistarnám. NÍUNDA norræna steinefnaráð- stefnan verður haldin á Hótel Loft- leiðum í Reykjavík 12. og 13. sept- ember á vegum NSG (Nordiska Sten och Grusindustriförbundet). Á ráðstefnunni verður fjallað um steinefnaiðnað í víðum skilningi, s.s. kortlagningu hagnýtra jarðefna, vinnslu jarðefna, tæknilega eigin- leika steinefna o.fl. Gestafyrirlesar- ar verða David Fowler, fram- kvæmdastjóri International Centre for Aggregate Research í Banda- ríkjunum, og Philip Nixon frá bresku byggingarannsóknastofnun- inni Building Research Establish- ment í Bretlandi. Um það bil annaðhvert ár halda samtökin norræna ráðstefnu (með alþjóðlegu ívafi) og nú var óskað eft- ir því að næsta ráðstefna yrði á Ís- landi árið 2002. Ákveðið var að hún yrði 12.-13. september 2002 í Reykjavík, með dagsferð 14. sept- ember. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.iii.is/aggeregate/. Norræn ráðstefna um steinefnaiðnað HINN 10. september hefst fyrsti hluti náms í verðbréfaviðskiptum hjá Endurmenntun HÍ. Kennt er á þriðjudögum kl. 16–20 og laugar- dögum kl. 9–13. Þetta er í ellefta sinn að boðið er upp á nám í verð- bréfaviðskiptum hjá Endurmenntun HÍ, segir í fréttatilkynningu. Námið er kennt í þremur hlutum og fjallar sá fyrsti um grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur um störf á fjármagnsmarkaði. Í síðari hlutunum er farið í viðskiptafræði og fjármagnsmarkað. Hverjum hluta námsins lýkur með prófum. Frekari upplýsingar um þetta nám og annað réttindanám hjá Endur- menntun eru á Netinu www.endur- menntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Nám að hefjast í verðbréfa- viðskiptum VARÐBERG og Samtök um vest- ræna samvinnu halda sameiginlegan hádegisverðarfund í Skála á Hótel Sögu miðvikudaginn 11. september 2002 og hefst fundurinn kl. 12.00. Fundarefnið er hryðjuverk og áhrif þeirra á Ísland. Framsögumenn verða: Albert Jónsson stjórnmálafræðingur, Stef- án Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, og Steingrímur Sigurgeirsson stjórnsýslufræðingur. Fundarstjóri verður Magnús Þór Gylfason, formaður Varðbergs. Allir eru velkomnir á þennan hádegis- verðarfund Varðbergs, segir í frétta- tilkynningu. Hryðjuverk rædd á há- degisfundi STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld, 10. september klukkan 20.30. Gestur fundarins verður Guðrún Bergmann, útgefandi bókanna Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk, Rétt matreiðsla fyrir þinn blóð- flokk og Rétt líferni fyrir þinn blóðflokk. Allir velunnarar félags- ins eru velkomnir, segir í frétt frá félaginu. Rætt um heilsu- far og mataræði ÁFORM átaksverkefni efnir til ráð- stefnu um sjálfbæra matvælafram- leiðslu á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 10 f.h. miðvikudaginn 11. september næstkomandi. Ráðstefnan er haldin í tilefni komu innkaupastjóra verslun- arkeðjunnar Whole Foods í Banda- ríkjunum svo og fulltrúa veitingahús- anna Tavern on The Green í New York, Legal Sea Foods og DC Coast og matreiðslumeistara þeirra. Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu og stefnu Íslands í sjálfbærri þróun og stöðu markaða og breyttar kröfur neytenda í Bandaríkjunum til matvæla. Frummælendur á ráðstefnunni verða Árni Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna, Berglind Viktorsdóttir, fulltrúi Ferðaþjónustu bænda, Roger Berkowich, eigandi og forstjóri veit- ingahúsakeðjunnar Legal Sea Foods, Mel Coleman, forstjóri Coleman Nat- ural, Dennis ÓDonnell, verslunar- stjóri í kjötdeild Whole Foods í Wash- ington, Laurie Rocke, markaðsstjóri Whole Foods í New York og Jeff Tunks, matreiðslumeistari DC Coast í Washington. Haukur Halldórsson, bóndi og for- maður Áforms, setur ráðstefnuna. Magnús Stephensen, markaðsstjóri Flugleiða í Ameríku, verður ráð- stefnustjóri. Í hádeginu verður boðið uppá há- degisverð á bandaríska vísu frá Norð- lenska og Mjólkursamsölunni. Ráð- stefnugjald, kaffi og hádegisverður innifalið, er kr. 3.900. Ráðstefnan er öllu áhugafólki opin og er fólk hvatt til að skrá sig tím- anlega þar sem um takmarkað hús- rými er að ræða, segir í fréttatilkynn- ingu. Rætt um sjálfbæra matvælaframleiðslu „STÖÐUGLEIKI og stóriðjufram- kvæmdir – er hætta á ofþenslu?“ er yfirskrift morgunverðarfundar Sam- taka atvinnulífsins miðvikudaginn 11. september nk. Frummælendur verða Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Bolli Þór Bolla- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, og Þórarinn G. Pétursson, deildarstjóri hjá Seðlabanka Íslands. Fundarstjóri verður Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka. Fundurinn verður í Sunnusal Hót- els Sögu kl. 8:00–9:30. Hann er öllum opinn en æskilegt er að þátttakendur tilkynni þátttöku með tölvupósti til sa@sa.is. Þátttökugjald er kr. 2.000 og er morgunverður innifalinn. Rætt um stöðugleika og stóriðjuframkvæmdir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.